Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 17.04.1968, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Miðvikudagur 17. april 1968. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn, R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Préttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. »a—i■WMiiiiMiinin iim7"hwii i ii'ii'iigaaaa——ai————n Aukum áherzlu á sfjórnun Atvinnurekstur á íslandi gekk yfirleitt vel árin 1960 —1966. Þessi viðreisnarár voru tími stórsóknar í at- vinnumálunum. Mörg fyrirtæki gátu byggt sig upp myndarlega. En nú hefur sókn snúizt í vöm, eins og sést af því, að útflutningsverðmæti íslenzkra afurða var í fyrra 1700 milljón krónum minni en árið áður. Þetta tjón hefur að nokkru leyti komið niður á laun- þegum vegna minniíatvinnu, en meginhluta tjónsins hafa atvinnuvegirnir orðið að axla. Því miður eru engar horfur á, að ytri skilyrði atvinnurekstrar batni á næstunni. Aflabrögð eru ekki betri en í fyrra, verðlag á erlendum mörkuðum hefur ekki hækkað, en launakostnaður fyrirtækja er nokkru meiri en hann var í fyrra. Útlit er því fyrir, að rekstrarerfiðleikar íslenzkra fyrirtækja muni enn aukast á næstunni. Athygli stjórnenda fyrirtækja beinist nú vegna þessa meira en áður að umbótum í rekstri fyrirtækj- anna. Undanfarin ár hafa mörg fyrirtæki verið í svo mikilli sókn, að stjórnendurnir hafa hvorki haft tíma né knýjandi þörf fyrir að auka samhaldssemi í rekstr- inum. En nú kallar nauðsynin. íslendingar hafa löngum verið mest fyrir uppgripin, en minna fyrir nákvæmnina. Þetta kemur sér vel í góðæri, en hentar illa, þegar verr árar. Nákvæmni í stjórnun fyrirtækja er of lítið stunduð, þótt til séu á því margar undantekningar. Almennt hafa atvinnu- rekendur ekki lagt nógu mikla áherzlu á þetta atriði. En nú er rétti tíminri tií áð bæta úr því. Erlendis er stjórnun fyrirtækja og stofnana talin vera ein grein hagnýtra vísinda. Þessi fræði hafa eink- um verið þróuð í Bandaríkjunum á undanförnum ára- tugum og hafa bfeiðzt þaðan út um heim. Þessar hug- myndir hafa einnig borizt hingað. Menntun viðskipta- fræðinga hefur batnað verulega á undanförrium árum. Stofnað hefpr verið stjórnunarfélag, sem haldið hefur uppi virkri fræðslu fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana, haldið námskeið, ráðstefnur og fleira af því tagi. Þá fjölgar þeim stöðugt, sem fara utan til að iæra stjórnun sérstaklega. Hugmyndir nákvæmrar stjórnúnar eru smám sam- an að síast inn í íslenzkan atvinnurekstur. En ástand- ið krefst þess, að þróuninni verðí hraðað. Víða er of lítil áherzlá lögð á vandaða skipulagsuppbyggingu fyrirtækja. Erlend reynsla kennir, að spara má mikið fé með endurskipulagningu. Hið sama má segja um áætlanagerð fram í tímann, svo sem samanburð á f jár- festingu, afskriftum og tekjuaukningu. Loks gera menn of lítið af að ráðast beint á kostnað og lækka ýmsa liði hans á skipulegan hátt. Ef hin ytri skilyrði efnahagslífsins, batna ekki á næstu mánuðum, .er bætt stjómun fyrirtekja eina von þjóðarinnar til að halda hinum góðu lífskjörum sínum. Oft var þörf, en riú er nauðsyn. o o o o o ° o ##Töfraformúlan## Johnson (við Harold Wilson): „Ég hefi fund- ið töfraformúluna tií þess að verða vinsæli á fiý. Ég boðaði að ég yrði ekki í kjöri“. Cummings í „Daiiy Express“. Stjórnarskrárnefnd Rhodésíu hef- ur skilað uppkasti eftir 15 mán- aða starf; Rhodes'ia lýðveldi og lan Smith forseti fyrir lok ársins ^lit stjórnarskrárnefndarinnar, sem Ian Smith forsætisráð- herra skipaöi, var birt fyrir nokkrum dögum. Það hefur vald ið vonbrigðum svo miklum hin- um hvítu mönnum, sem vilja skilnað og lýðveldi, að þeir halda því fram aö hér sé um svik að ræða. Nefndin leggur til, að hvítir fari með völd ótilgreindan tíma, en réttur blakkra aukinn, unz . blakkir og hvítir njóti jafnrétt- is. í nefndinni áttu sæti 5 menn, þar af tveir blakkir. Nefndin var sett ðMaggirnar fyrir 15 mánuöum. Óánægja hvítra andstæðinga Ians Smiths byggist á því, að ekki er lagt til að Rhodesía ski'lji alveg við Bretland — og að ekki er stungið upp á aðskiln- aðarkerfi sams konar og er i Suöur-Afríku (apartheid). Um það hvort viðurkenna beri áfram Elísabetu drottningu og stofnun lýðveldis segir, að ef samkomulag náist ekki um þessi atriði, yrði „að voru áliti ekki unnt að halda í sambandið viö krúnuna" — og ef til samkomu- lagsslita kæmi, verði Rhodesia auðsæilega lýðveldi. Næst liggur nú fyrir, að stjórn Rhodesíu ræði uppkastið, en þar næst verður það lagt fyrir þing- ið, sem „hvít bók“. Og loks fer fram um það þjóöaratkvæði (referendum) eða atkvæðagreiðsla um leið cg al- mennar þingkosningar fara fram. Og þar krossa menn ein- Ian Smith. faldlega fyrir framan já eöa nei. Brezku fréttaritararnir John Monks og Gareth Parry, sem eru um þessar mundir í Rhod- esíu, símuðu frá Salisbury um helgina, aö lýðveldi yrði senríi- lega komið á laggirnar í Rhod- esíu fyrir næstu áramót og að Ian Smith yrði fyrsti forseti lýð- veldisins Rhodesíu. Sam Whaley, lögfræðingur í Salisbury, var formaður nefnd- arinnar. Þá eiga sæti í henni R. H. Cole, lögfræðingur. | S. E- Morris. fyrrum ráðherra, sem fór með mál blökkumanna, og svo eru blökkumennirnir tveir, Simon Sigola ættarhöfðingi og Charles Mzingell, kaupsýslu- maöur og fyrrverandi verkalýös- leiðtogi. Nefndin segir það megintil- ganginn meö hinni nýju stjómar skrá, að sameina Rhodesíu — þjóðina — hvíta og blakka svo að hún verði framtfðarheimili þeirra, sem þeir stjómi sam- eiginlega. Til þess að ná þessu marki, segir nefndin, verða báð- ir aðilar að gera tilslakanir — hvorir um sig — hvítir að af- sala sér framtíðaryfirráðarétti yfir blökkum — blakkir að af- sala sér framtíöaryfirráðarétti yfir hvítum. Metorðagjamir blökkumenn munu ekki takauppkastinubetur en hinir gallhöröu hvítu andstæð ingar þess, þvi aö þeir vilja meirihlutastjórn blakkra þegar, og mestri gremju þeirra mun valda, aö ekki er neitt um það sagt, hvenær blökkumenn fái meirihlutarétt. Nefndin leggur til, að þingiö verði í tveimur deildum, full- trúadeild 80 þingmanna, 40 hvítra, 20 sérlega kjörinna af sameiginlegum lista hvítra og blakkra og 20 útvalinna blakkra. Á hinum sameiginlega lista yrðu nöfn þeirra, sem fullnægja skil- yrðum um tekjur, fasteignir og menntun. Þeir verða að hafa 900 pund í tekjur á ári eöa elga eign sem er 3000 punda virði . í efri deild eiga sérlega valdir hvítir menn og blakkir ættarhöfðingjar að eiga sæti. En í London afstaöa stjórn- arinnar hin sama og áður. Hún vill ekki við Smith ræða og stjóm hans, og að í hennar aug- um hafi þessi stiórnarskrá ekk- ert lagagildi. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.