Vísir - 19.04.1968, Qupperneq 2
VI SI R . Föstudagur 19. aprfl 1968.
Tvö ghesileg íslandsmet í sundi
— og Leiknir ógnar hinu gamla Norðurlandameti
é
Harðar Finnssonar i 100 metra bringusundi
■ Guðmundur Gíslason setti glæsilegt Islandsmet i 200
metra fjórsundi í gærkvöldi á sundmóti KR. Hann bætti
fyrra met sitt um 1.7 sek., synti á 2.20.2 mín og sigraði fé-
laga sína, Gunnar og Árna Kristjánssyni með yfirburðum.
■ Annað íslandsmet var sett ígærkvöldi, — það var sveit
Ármanns, sem bætti metið í 4x100 metra skriðsundi um
hvorki meira né minna en 10 sekúndur, - en til Ármanns
hafa aiiir beztu skriðsundsmennimir flykkzt að undanförnu,
en sveitina skipuðu þeir Guðmundur Gíslason, Gísli Þorsteins-
son, Gunnar Kristjánsson og Kári Geirlaugsson. Tími sveitar-
innar var 4.03.7, en gamla metið 4.13.5 var sett 1966. Nú
er það bara að komast niður fyrir 4 mínúturnar, sem væri
óneitanlega glæsilegt.
GUÐMUNDUR -
sneri
heim með tvö ný íslandsmet.
Athygli vakti árangur Leiknis
Jónssonar úr Ármanni í 100 metra
bringusundinu. Hann ógnaði sann-
arlega hinu glæsilega meti Harðars
B. Finnssonar frá 1962, — þaö
vantaði aðeins sekúndubrot til að
jafna metiö. Leiknir synti keppi-
nauta sína af sér, þá Guðmund
Gíslasön og Árna Þ. Kristjánsson,
en undanfariö hafa keppnir þeirra
verið nokkuð jafnar og Guðmundur
oft unnið. Leiknir fékk stórglæsi-
legan tíma, 1.11.2 mín., en met
Harðar er 1.11.1. Aukaklukkur,
sem tóku tíma af Leikni sýndu
að vísu 1.10.7 og bjuggust menn
jafnvel við meti, — en hinar lög-
giltu klukkur sýndu 1.11.2. Næst
má búast við meti, því að greinil.
er að Leiknir er enn í mikilli fram-
för. Tillaga SSÍ að OL-lágmarki í
þessari grein er 1.13.0 á 50 metra
Valsmenn leiddu í hálfleik
með 2 mörkum
— en FH komst i 16:13 og þar með
var draumurinn búinn
13:11
Valsmenn hafna í fjórða sæti
í 1. deildinni í handknattleik
eftir að hafa tapað fyrir FH í gær
kvöldi með 27:21, — en í háif-
leik iiöfðu Valsmenn forystu
með 13:11 og sýndu góðan fyrri
hálfleik. í byrjun seinni háifleiks
var eins og allt færi I þúsund
mola, — FH skoraði hvert mark
ið eftir annað og komst í 16:13,
og skoraði Geir Hallsteinsson
fjögur þeirra, öll í gegnum miðj-
una. Þar með var draumurinn
búinn.
FH tókst að ná öruggfi forystu
og vann leikinn með 6 mörkum
eins og fyrr segir, enda áttu Hafn-
firðingar meira í seinni hálfleik
og á köflum sýndu þeir mikla yfir-
burði, einkum Geir Hallsteinsson
og Páll Eiríksson.
í Valsliðinu vakti Bergur mikla
athygli sem fyrr, þótt ekki komi
hann til álita þegar landslið eru
valin. Það eitt út af fyrir sig er
merkileg staöreynd að hann hefur
tekið 28 vítaköst í 1. deildinni í
vetur — og aðeins eitt skotanna
lenti ekki í netinu, — það var
Þorsteinn Björnsson sem varð svo
frægur að verja þetta eina vitakast
i leik Vals og Fram. Jón Karlsson
var og ágætur í þessum leik og
Jón Breiðfjörð í markinu varði vel
£ fyrri hálfleik.
— klp —
braut og ætti Leiknir auðveldlega
að geta náð því marki. Þess skal
að lokum getið til gamans aö á
sama tíma eða svipuðum og mótiö
hér fór fram var Rússinn Nikolaj
Penkin að setja heimsmet £ þessari
grein á rússneska meistaramótinu,
synti á 1.06.2 min. í Októberhöll-
inni. Ttainn er hálfri sek. betri en
tími Vladimir Kosinskij frá £ nóv-
ember og 2/10 úr sek. betri en
tími Jose Silvio Peola frá Braziliu,
en hvorugur þeirra tima hefur verið
viðurkenridur ennþá.
í 100 metra skriðsundi kvenna
var Hrafnhildur Guðmundsdóttir
nálægt hinu nýja meti sínu, synti
á 1.04.2, eða 2 brotum lakari ttaa
en metið er, en Hrafnhildur Krist-
jánsdóttir fylgdi henni sannarlega
vel eftir á 1.05.0, sem er mjög
góður tími og má vænta stórra tíð-
inda af henni áöur en varir í þess-
ari grein, og skemmtilegt er til
þess að vita að þær nöfnurnar skuli
eiga í vændum harðar keppnir á
þessari skemmtilegu veglend.
Hrafnhildur kom aftur skemmti-
lega á óvart i 100 metra flugsund-
inu. Þar hreinlega skildi hún
nöfnu sína eftir og ógnaði meti
hennar að auki. Hrafnhildur Krist-
jánsdóttir fékk ttaann 1.14.0 sem
er 3/10 úr sek. frá metinu, en
Hrafnhildur Guðmundsdóttir fékk
1.18.2.
Sundfólkið hefur æft mjög vel
yfir páskana, — fékk sundlaugina
í Laugardal til æfinga, byrjaði á
að snurfusa botninn í lauginni eft-
ir veturinn, en síöan var vatni
hleypt í laugina og hún vel nýtt
yfir bænadagana. Árangurinn virð-
ist ekki láta standa á sér, Að vísu
sagðist Hrafnh. Guðmundsdóttir
finna að hún væri í þyngra lagi,
en kvaðst fullviss um aö æfingin
mundi segja til sín innan skamms.
Það má búast við ýmsum góðum
tíðindum af sundina á næstunni.
West Brom-
wich vann
Liverpool
Tekst Haukum að hreppa
silfurverðiaunin í 1. deild?
KR-ingar gerðu góða tilraun til
að ná sér í tvö stig til viðbótar
frá Haukum, einu af toppliðunum
í 1. deild í handknattleik. Eftir
að hafa undir 11:7 í-hálfleik kom-
ust KR-ingar í eins marks mun og
voru síðustu mínútur leiksins mjög
spennandi, — því undir lokin mun-
aði 2—3 mörkum á liðunum og það
var eins og KR-liðið hefði alla
möguleika á að jafna og jafnvel
sigra.
Öll spenna í mótinu er búin,
enda sýndi það sig, því áhorfendur
voru fáir og virtust þeir ekki hafa
mikla ánægju af leikjunum. Það
var heldur engu líkara en aö leik-
menn sjálfir séu orönir þreyttir og
leiðir, líkastir skólastrákum sem
bíða þess eins, að síðasta kennslu-
stund vetrarins verði rofin af
skólabjöllunni.
Þó er spenningur enn milli Hafn-
arfjarðarliðanna um það, hvort
þeirra hlýtur silfurverðlaun mótsins,
eins og sakir standa er markatala
FH betri þannig, að sigur þeirra
gegn Fram i síðasta leik mótsins
mundi jafnframt færa þeim silfrið,
en Haul^ar yrðu þá í þriöja sæti en
með jafnmörg stig, þ.e. 14, en sigur
Fram í keppninni er tryggður, þeir
hafa þegar hlotið 15 stig.
En Haukarnir sigruðu KR sem
sé og það án þess að leggja sér-
lega hart að sér ,nema undir lokin.
Sérstaka athygli mína vakti Sturla
í Haukaliðinu, leikmaður, sem
lætur ekki mikið yfir sér en gerir
gott úr því sem fyrir hann er lagt.
Markverðir Hauka vörðu líka vel,
enda þótt Logi Kristjánsson væri
beinlínis sóttur í markið lasinn,
en Pétur Jóakimsson átti frábæran
fyrri hálfleik í staðinn. — Hjá KR
var að vanda Hilmar Björnsson
mjög góður og heili liðsins,
sömuleiðis var unglingalandsliðs-
maðurinn Árni Indriðason góður.
— kln —
□ West Bromwich mun leika í
undanúrslitum ensku bikarkeppn-
j inriar við Birmingham 27. apríl.
; West Brom. vann í aukaleiknum
i við Liverpool í gærkvöldi með 2:1
: og sáu 52 bús. áhorfendur leik-
! inn. Jeff: Ástle skoraði fyrsta
! markið eftir 7 mínútur, en Tony
i Hately jafnaði eftir 30 mínútur.
■ □ í seinni hálfleik var það
West Bromwich liðið sem hafði
: yfirtökin og sigurmarkið skoraði
Clive Clark eftir 15 mín. leik í
j seinni hálfleik. Mótherli West
i Bromwich, Birmingham, er i 2.
j deild ensku knattspyrnunnar.
□ í fyrrakvöld minnkaði Leeds
United bilið á milli þeirra og
Manch. United i 1. deildinni i að-
eins eitt stig. Leeds vann þá Tott-
enham með 1:0 í spennandi leik.
Það var Peter Lorimer sem skor-
aði fyrir Leeds á 64. mín. leiksins
úr mjög umdeildri vítaspyrnu.
Staða Leeds er að því leyti þetri
en hjá Manchester United að Leeds
hefur leikið einum leik færra.
HRAFNHILDUR KRISTJÁNS-
DÓITIR — kom skemmtilega
á óvart.
WVWWVWWWWWV'
Mótsslitin
o Sogu
Síðustu leikir íslandsmótsins
verða n.k. sunnudagskvöld, þá
leika Valur—Víkingur og FH—
Fram.
Eftir leikina fer fram verð-
launaafhending í mfl. karla og
kvenna i Súlnasal Hótel Sögu,
og eru allir handknattleiksunn-
endur hvattir til aö mæta þar.
Staðan og markahæstu menn:
□ FH—VALUR 27—21.
□ Haukar—KR 21-20
Fram 9 7 1 1 189—157 15 <
Haukar 10 7 0 3 222-205 14]
FH 9 5 2 2 195—174 12 ]
Valur 9 4 0 5 175—175 8<
KR 10 3 0 7 185—213 6]
Víkingur 9 0 1 8 151—193 l]
Markahæstu menn:
Jón Hjaltalin, Víking 64 j
Bergur Guðnason, Val 59 <
Gísli Biöndal, KR 55]
Gunnl. Hjálmarss., Fram 50 <
Geir Hallsteinsson, FH 48 1
Þórður Sigurðsson, Haukum 48 ]
Páll Eiríksson, FH 45 i
Hilmar Bjömsson, KR 451
Viðar Símonarson, Haukum 42 ]
Stefán Jónsson, Haukum 40 <
Hermann Gunnarsson, Val 36 <
Ingólfur Óskarsson, Fram 35]
íWWVWWVWVWNAAA^
60 ára afmælisfagnaður ' Knatt-
spyrnufélagsins Víklngs, verður
baldinn í Sigtúni laugardaginn 27.
april og hefst með borðhaldi. Fjöldi
skemmtiatriða, m.a. munu Ómar
Ragnarsson og hljómsveitin E.nir
sjá um fjörið. — Miðar fást i
Söbecsverzlun og Bólstrun Helga
Bergstaðastræti' 48.
/