Vísir - 19.04.1968, Síða 3
V í SIR . Föstudagur 19. apríl 1968.
3
Ungfrú Susan Dale (Sigríður Þorvaldsdóttir) og frú Lillian Dale (Guðbjörg Þorbjarnardóttir) fá sér kaffisopa hjá Mclntyre hjónunum
(Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld).
landi. Fyrst áriö 1920 hjá Leik-
félagi Reykjavíkurj síðan aftur
árið 1927 og lék Kamban þá
sjálfur aðalhlutverkiö, jafnframt
því sem hann stjórnaöi leikrit-
inu, en hann var kunnur leik-
stjóri í Kaupmannahöfn, þar
sem hann bjó lengst. Síöar var
leikritiö leikiö af leikflokki Gunn
ars R. Hahsen og að lokum hjá
Leikfélagi Akureyrar.
„Vér morðingjar" hefur verið
leikið víða um Evrópu og þykir
eitt bezta leikrit Kambans.
Guðmundur Kamban hefði
orðið 80 ára í vor, ef hann hefði
lifað, en hann var myrtur i
Kaupmannahöfn, að því er tal-
ið er fyrir mistök, árið 1945.
Leikstjóri á þessari sýningu
er Benedikt Árnason, og hefur
texta leikritsins hvergi verið
breytt hiö minnsta. Leikmynd
gerir Gunnar Bjarnason, en að-
alhlutverkin leika þau ' Gunnar
Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld.
Aðrir leikendur eru Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Sigríður Þor-
valdsdóttir, Gísli Alfreösson, Er-
lingur Gíslason og Anna Guð-
mundsdóttir.
f dag bregður Myndsjáin sér á
æfingu í Þjóðleikhúsinu á
„Vér morðingjar“ eftir Guð-
mund Kamban, en þaö verður
frumsýnt á morgun á 18 ára
afmæli Þjóðleikhússins, en jafn-
framt er þess minnzt, að 80 ár
eru frá fæðingu Kambans.
Þaö er oröiö nokkuð langt
sfðan Þjóðleikhúsið hefur sýnt
verk eftir Kamban, en síðast var
leikið „1 Skálholti" á 10 ára af-
mæli Þjóöleikhússins 1960.
„Vér morðingjar“ hefur verið
leikið fjórum sinnum hér á
eftir Guðmund Kamban
FRUMSYNT I ÞJOÐLEIKHUSINU A LAUGARDAG
MYNDSJ
„Þú ert afbrýðisamur —“
Mr. Rattlgan (Erlingur Gíslason) færir frú Normu Mclntyre blóm-
vönd, er hann kemur óvænt í heimsókn.
„Fmnurðu mikið til, Norma — Norma
t
I