Vísir - 19.04.1968, Blaðsíða 7
VTS ITt . FÖstudagur 19. aprfl 1968.
morgun
útlönd í morgun
útlönd í Ttiörgun
útlönd í raorgun
7
15
útlön&il
y Stjórn SAS flugfélagsins boö-
ar aukiö eftiriit með stundvísi. Áð-
ur voru skrásetta fimm mínútna
tafir eða lengri, — hér eftir veröa
einnar mínútu tafir eöa lengri skráö
ar.
9 Couvé de Murville utanríkisráð
herra Frakklands sagði í gær, aö
franska stjómin mundi ekki koma
með neinar mótbárur gegn hug-
myndinni um París sem viðræöu-
staö um friö í Vietnam. — U Thant
.hefir lagt fram lista yfir nokkra
bæi, sem hann telur að báðir aö-
ilar ættu að geta valið úr staö, sem
þeir (Bandaríkjamenn og Noröur-
Vietnamar) yröu báöir ánægöir með
De Murville gat þess, að franska
stjómin heföi ekkert frumkvæði
átt aö því að París kæmi til
greina.
■ Stjórn Pakistans hefir lýst yfir,
að hún mundi fúslega fallast á aö
undirbúningsviöræður færu fram
þar í landi.
■ Brezkur ríkisborgari, 25 ára,
hefur veriö dæmdur í 4 ára fanga-
búðavinnu í Sovétríkjunum fyrir
að smygla 6 kílógrömmum af eit-
urlyfinu hashish inn í Tasjkent.
■ Aöalritari samtakanna „Afrísk
eining“ er kominn til Lagos vegna
ákvörðunar sambandsstjórnarinnar
um aö slíta stjómmálatengslum viö
Tanzaníu, vegna viöurkenningar
hennar á Biafra sem sjálfstæöu
ríki.
■ I fyrra var sambandsríkinu
Nigeríu skipt í 12 ríki, þegar Aust-
ur- Nigería sleit tengslin. (Borgara-
■ styrjöldin hófst í júní í fyrra). —
Sambandsstjórnin í Nigeríu hefur
boðiö Biafra upp á viöræður skil-
yröisiaust, að því undanteknu að
hún veröur fyrst að viöurkenna
áðurnefnda skipan (skiptinguna í
12 sambandsríki).
H Bandarískar sprengjuflugvélar
geröu í gær miklar árásir á flutn-
ingaleiðir í Ashaudalnum, en á
þeim slóðum mun vera 50.000—
60.000 manna noröur-vietnamskt
liö.
BTilkynnt var í gær í London, að
LONDON BRIDGE (sbr. fyrri frétt)
heföi verið seld til Bandaríkjanna
fyrir 2 milljónir og 460.000 dollara.
Hún er 137 ára og hlaðin úr til-
höggnum granitsteinum. Kaupand-
inn er McCullough-olíufélagið. Brú-
in verður endurreist í Lake Havasu
City.
B Borgarstjórinn í Vestur-Berlín
lýsti yfir í gær, að borgarstjórnin
væri staöráöin í aö vernda stjórn-
arskrárlegt frelsi Vestur-Berlínar
gegn öllum hættum, hvaðan sem
þær kæmu. „Hermdarverk og hót-
anir munum vér ekki láta verða
þar til hindrunar".
■ Sendingu af Suður-Afríkudem-
öntum aö verðmæti 6—7 milljón-
um ísl. króna var stolið á Lundúna-
flugvelli. Sendingin var í flugvél,
sem átti að fara til Hong Kong.
Þjófnaöurinn var framinn á fimmtu
dag í fyrri viku og komst hann
upp í gær. — þetta er fimmti
demantaþjófnaðurinn á fiugvellin-
um á 8 mánuðum.
Robert McNamara og John Glenn
styðja Robert Kennedy, einnig
O'Brien fv. landbúnaðarráðherra
Hann stjórnadi kosningabaráttunni fyrir
John F. Kennedy /960 og Johnson 1964
• Það hefur vakið feikna at-
hygli og styrkt mjög aö-
stöðu Roberts Kennedys í keppn
inni um að verða fyrir valinu
sem forsetaefni demókrata, að
Robert McNamara, sem til
skamms tíma var landvamaráð-
herra Bandaríkjanna og nú er
yfirbankastjóri Alþjóðabankans,
hefur heitið honum stuðningi.
McNamara mun m. a. koma
fram í tveimur kosningasjón-
varpsmyndum. 1 annarri ræöir
hann á hvern hátt Robert Kenn-
Glenn geimfari og Kennedy heitinn forseti.
NAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWWW '
edy kom við sögu, er lá viö
heimsstyrjöld út af Kúbu 1962,
en R. K. var þá dómsmálaráö-
herra. McNamara mun bera mik
ið lof á hann fyrir þann þátt,
sem hann átti í, aö betur fór en
horfði.
Tveir aörir kunnir menn hafa
heitið Robert Kennedy stuön-
ingi.
Annar er O’Brien, sem fyrir
nokkrum dögum baöst lausnar
sem landbúnaöarráðherra. Þaö
var O’Brien, sem skipulagöi
kosningabaráttuna fyrir John F.
Kennedy 1960 og hann var að-
alstjómandi hinnar sigursælu
kosningabaráttu Lyndons B.
Johnsons forseta 1964.
Hinn er geimfarinn John
Glenn.
Tilkynning ,-Humphreys vara-
forseta er ókomin enn, er þetta
er ritað.
Nelson Rockefeller ríkisstjóri
í sambandsríkinu New York
hefur nú ákveðið, að hann sé
fús til þess að veröa forsetaefni
Vietcong nær sífellt
fleiri þorpum
— eðo hátt á 8. hundrað frá 7. janúar
í frétt frá Saigon segir, að Viet-
cong hafi náð á sitt vald til við-
bótar 255 smábæjum og þorpum,
frá því er sókn Vietcong hófst um
mánaðamótin jan.—febr.
Heimildarmaður er Robert Kom-
er, hinn bandaríski yfirmaöur friö-
ar-áætlunarinnar fyrir dreifbýliö.
en tilgangurinn með henni er aö
vinna tiltrú alrqennings, og er það
von þeirra, sem aö henni standa,
aö það leiði aftur til aö almenning-
ur snúist gegn Vietcong stjórnmála-
lega og varanlega.
í lok marz haföi Vietcong yfir-
ráö í 4093 smábæjum og þorpum,
U Thant og Mai Van Bo
ræðast v/ð — enn reynt að
nd samkomulagi um
viðræðustað
en 2838 í lok janúar. — Komer
kvaö svo að orði, að sumir hers-
höfðingjar stjórnarhersins hefðu
meiri áhuga fyrir aö verja „borg-
it en smábæi“.
Sambandsstjórnin hefir nú, seg-
ir í sömu frétt, „nokkurn veginn
örugg yfirráð“ í 4559 smábæjum og
þorpum, — en hafði í lok janúar
yfirráð í 5331, mismunur 772 smá-
bæir og þorp Vietcong í vil.
Robert McNamara.
ef flokkurinn (repúblikanaflokk-
urinn) óskar þess.
Framundan eru nú mikilvægar
forsetakosningar, í Indíana (7.
maí), Kalífornlu og víðar, mikil-
vægar sem vísbendingar. 1 Indí-
ana er búizt viö, að demókrat-
ar styöji í fyrstu lotu Roger
Branigin ríkisstjóra.
Eugene McCarthy hefur að
sögn neitað að víkja fyrir Kenn-
edy og kveðst heyja baráttu sína
til úrslita á flokksþinginu.
Manntjón /
Vietnam
AIls féllu 363 bandariskir her-
menn í Suður-Víetnam í fyrri viku,
eða 84 fleiri en í vikunni þar á
undan.
Alls særöust 1352 (í vikunni á
undan 1344). — Bandaríska her-
stjórnin í S.-V. segir nærri 398
þúsund „hermenn kommúnista“
hafa falliö í Víetnamstyrjöldinni
frá 1. janúar 1961.
Smirkovsky kjörinn
þingf orseti
Sönnun áframhaldandi bróunar i frjálsræðisátt
U Thant framkvæmdastj. Sam-
einuðu þjóðanna er væntanlegur í
dag til Parísar á leið til Teheran
á mannréttindaráðstefnuna, sem
hefst í Teheran í næstu viku. —
Sennilegt er að hann ræöi viö Mai
Van Bo fulltrúa Norður-Vietnams
meðan hann hefir viðdvöl i Paris.
Bandaríkjastjórn hefir stungiö
upp á tíu löndum til viöbótar til
þess að greiöa fyrir samkomulagi
við Norður-Vietnam um stað, þar
sem undirbúningsviðræður um friö
f Vietnam gætu farið fram. Meöal
þessara landa eru 6 Asíulönd, en
hin 4 f Evrópu: Austurríki, Ítalía,
Belgía og Finniand. Alls er því nú
um 15 lönd að velja. Dean Rusk
utanríkis\ áöherra Bandaríkjanna
sagöi í gær, aö nú væru 13 dagar
liönir sfðan byrjaö var aö reyna aö
ná’ samkomulagi, án þess þokaöi
f samkomulagsátt, og skoraði hann
á stjórn Norður-Vietnamsi að taka
málið til alvarlegrar íhugunar Qg
skjótrar úrlausnar.
Ríkisstjórnir Pakistans og Ung-
verjalands hafa boðizt til að undir-
búningsviðræöurnar fari fram í
löndum þeirra.
Kosygin forsætisráöherra Sovét-
ríkjanna sagöi í veizluræöu í gær f
Rawalpindi, aö sovétstjórnin styddi
undirbúningsviðræður, en hann
bætti viö, aö Norður-Vietnam væri
ekki sigrað land, og íeiðtogar þess
gengju ekki til viðræðna meö hug-
arfari hins sigraða.
Josef Smirkovsky, einn kunnasti
framherji í hinum frjálslyndari
armi- tékkneska Kommúnistaflokks
ins, var í gær kjörinn forseti .þjóð-
þiitgsins.
Samkvæmt flokkssamþykktinni
r.ýlegu fær þjóðþingið aukiö vald
til þess aö hafa áhrif á geröir rík-
isstjórnarinnar. Kosningin var leyni
leg. Smirkovsky fékk 188 atkvæöi
og 68 voru á móti. Þrír seðlar voru
auðir. — I-lrlendir sendimenn í
Prag líta svo á, að kosningin sýni
að þróunir. i átt til meira frjáls-
ræðis haldi áfram.
• Bylting í
Sierra Leone
Bylting var gerð í gær í Sierra
Leone, að því er fregnir frá Dakar
í gær hermdu.
Þaö voru ungir liðsforingjar og
lögreglan, sem stóðu aö bylting-
unni.
Allt símasamband við umheiminn
var rofið.
1967 var „uppgangs-
ár“ í Rhodesíu
Tilkynnt var í gær í Salisbury
(Rhodesíu) að árið 1967 hafi veriö
uppgangsár í Rliodesíu.
Þetta kom fram í greinargerð sem
James Wrathall fjármálaráðherra
lagði fyrir þingiö. Þar segir, að frá
1956 hafi efnahags- og atvinnulífs-
þróunin verið örust 1967. Þjóðar-
framleiðslan jókst um 8.6 af hundr-
aði, en minnkaði um næstum 2%
1966.
Nú voru birtar í fyrsta sinn síð-
an er lýst var yfir sjálfstæðinu
tölur um utanríkisverzíunina. Ot-
flutningurinn nam 88.4 milljónum
Rhodesíupunda og hafði minnkað
um 601.000, innflutningur jókst
um 8.8 milljónir 1 93.5 milljónir.
Gert er ráð fyrir áframhaldi á hag-
stæöri atvinnulífsþróun 1968 eöa
sem nemi 3% byggist sú lækkun
á afleiðingu þurrkanna í landinu.
Áhrifin af viðskiptabanni Sam-
einuðu þjóðanna uröu minni en
búizt var við.