Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 2
\ Knattspyrnan / sumar: ÞRÍR LANDSLEIKIR - OG NORÐURLANDAKEPPNI Þrír landsleikir — og Norð- urlandamót unglinga í knattspymu. — Allt þetta býður knattspymu„vertíð“ okkar upp á í sumar auk a. m. k. þriggja félagsheim- sókna, 30 leikja í 1. deild o. s. frv. Landsleikirnir í sumar eru þess ir: 0 ÍSLAND—V-ÞVZKALAND í Reykjavík 1. júlí — dómari verður fenginn frá Skotlandi. • ÍSLAND - NOREGUR i Reykjavík 8. júlí. Dómari írsk- ur. O Færeyjar-b gegn íslandi í Færeyjum 21. júlí. Öll Noröurlöndin hafa tilkynnt þátttöku í Norðurlandamóti ungl- inga fyrir 18 ára og yngri, en það fer fram hér 7.—14. júlí í sumar og er undirbúíiingur hafinn, bæði hvað varöar þjálfun okkar liðs og mót- töku um eitt hundrað gesta. Verða má aö sjötta ,,norðurlandiö“, Pól- land, bætist viö, en það hefur ver ið venjan að eitt austantjaldslið sé með í þessari keppni, og ævinlega hefur fario svo að þau lið hafa reynzt langsterkust. VÍRDUR S-AFRIKU SPARKAÐ ÚR 0L? ■ Enn er allt á huldu um það, hvort S-Afríku verður sparkað af sjónarsviði Olympíuleikanna. Þar með mundu menn missa af þeim íþróttamanni, sem flestir mundu gjarna vilja sjá, sprett- hlauparanum s-afrískaPaul Nash sem hefur undanfarið hvað eftir annað hlaupið 100 metrana á 10 sekúndum sléttum. Negrarnir í S-Afriku eru samt „taldir af“ í sambandi við þessa leika, eru nokkurs konar þjáningarbræður hinna hvítu. landa sinna. S-Afríkustjórn hafði eins og kunnugt er ákveðið að senda sam einað lið til keppninnar þrátt fyrir „apartheid“-stefnuna og á þeim grundvelli ákvað Olympíunefndin undir stjórn Avery Brundage að heimila þeim þátttöku. Olli þetta miklu fjaðrafoki og var látið að því liggja að stórveldin, Sovétríkin og Bandaríkin munu jafnvel draga sig til baka úr keppninni, — yfir 20 önnur lönd voru sama sinnis. í dag mun verða tilkynnt um atkvæðagreiðslu, sem fram fór inn an Alþjóðanefndarinnar um máliö sem var tekið fyrir að nýju í Laus anne í Sviss. 'WÉmmM. JÓN ÁRNASON, TBR, — lendir eflaust enn einu sinni í hörku- leik gegn Óskari Guomundssyni, KR, í einliðaleik. íslands- mót í bad- minton íslandsmeistaramót £ bad- minton fer fram í Reykjavík, dagana 4. og 5. maí n.k. Keppt verður í meistaraflokki og fyrsta flokki, og í öllum grein unum ef til þess fæst næg þátt- taka. Reykavíkurfélögin þrjú, sem íþrótt þessa stunda, munu öll koma fjölmenn til mótsins, og vonir standa til að sem allra flest héraðssamböndin úti á landsbyggðinni sendi einnig keppendur. Nú þegar er vitað um þátttöku frá Akranesi, ísa- fírði. Sisrlufirði og Héraðssam- bandi Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. MANCH.UNITED fær vind í seglin ^ MANCHESTER UNITED fékk heldur betur vind í seglin í gær- kvöldi, þegar helzti keppinautur þess, Leeds United tapaði I í Stoke með 2:3. Þar fóru dýrmæt stig til spillis fyrir Leeds. Manch. I United er nú efst í 1. deild með 54 stig eftir 39 leiki, en Leeds hefur leikið jafnmarga leiki, en fengið einu stigi minna. • Úrslitin komu nánast sem reiðarslag, enda er Stoke í fallhættu, er næstneðst í deildinr' hefur 30 stig. Ekki minni athygli vakti % það, að Sheffield United vann H'ulham á heimavelli þess síðarnefnda. Ekki það, að Fulham sé sterkt, heidur var leikur þeirra mjög afger- andi um fallið. Fullham er nú orðið langneðst á botninum með 24 stig og á sér varlá nokkra von framar, en Sheffield Urúted hefur 32 stig, Coventry og Úlfarnir 31 stig. . Myndin sem hér fylgir með er að vísu tízkumynd, — en þó ná- tengd ensku knattspyrnunni. Það er nefnilega að verða tízka hjá kvenfólkinu blessuðu, að ganga í knattspyrnupeysu. Og Iitimir sem gilda eru rauoir og hvítir, litirnir á æfingabúningum kappanna i Manchester United!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.