Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 11

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 11
VÍSIR . Miðvikudagur 24. apríl 1968. II UNGT T^egar atkvæði voru talin í síðustu alþingiskosningum á íslandi k(R2? í ljós að hlut- fallslegt fylgi stóru tlokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, hafði minnkað frá kosningunum næst á undan. Minni flokkamir tveir, Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið, höfðu unnið á í kosningunum. Að mínu viti var unga fólkið hér að verki. Það er ýmislegt í viðhorfum og framkomu stóru flokkanna, sem hafði gefið ungu fólki á- tyllu til efasemda um þessa flokka og skapaði jafnvel andúð í ótal tilfellum. Þeir virt- ust vera við sama heygarðs- hornið og alltaf áður. Unga fólkið æskti endurnýjunar og umbóta og þessari hjartans ósk var ekki svarað á fullnægjandi hátt af þeim, sem mest hafa mátt sín í fslenzkum stjórnmál- um, stóru flokkunum. Svo langt sem það náði voru ýmis nýmæli í stefnuskrá Alþýðuflokksins og framboð lítt þekktra en fram- bærilegra manna, betra en ekki neitt. Hin ákaflega hörðu átök innan Alþýðubandalagsins voru einnig að sínu leyti betra en ekki neitt. Það var þó barátta um eitthvað annað en alltaf þetta sama og áður, auk þess sem hún gat haft þjóðhagslegt 23' LOWBOY MODEt.NO. 7CX4BT2 RCAVlCTORÍt^..,- Hin vinsælu RCA sjónvarpstæki fyrirliggjandi í mörgum gerðum. Vönduð — stílhrein. — 2ja ára ábyrgð. Allar nánari upplýsingar veitir R.C.A. umboðið. Georg Amundason & Co. Suðurlanasbraut 10. — símar 81180 og 35277 GLEÐILEGT SUMAR! FÓLK gildi. En hjá stóru flokkunum var ekkert nýtt að gerast og innan raða þeirra hafði ríkt viss drungi, ekki sízt í hópi ' þeirra, sem ætíð hafa verið virkastir. Það er ekkert sérstakt fyrir okkar þjóðfélag að ungt fólk sækist eftir endurnýjun í við- horfum, aðferðum og á nánustu viöfangsefnum stjórnmálaflokka eða ríkjandi afla í þjóðfélaginu. Sams konar fyrirbæri birtist um þessar mundir og hefur ver ið að koma í Ijós á mun kröft- ugri hátt en hér i kosningarbar- áttunni í Bandaríkjunum, leið- togaskiptum í Kanada, stúdenta uppþotum í Austur- og Vestur Evrópu, svo dæmi séu nefnd. Ungt fólk leggur nýjum hreyf- ingum liðsinni sitt og leitast við að koma málum í nýja farvegi, allt eftir aðstæðum í hverju landi um sig. Hér á landi hefur vissulega verið þörf endumýj- unar á mörgum sviðum, alla vega alvarlegrar endurskoðunar, sem vissulega hefur dregizt á langinn. Og þá er ekki þar með sagt að málefnin, sem hafa ver- ið vijSfangsefnið og mennirnir, sem hafa fjallað um þau, hafi ekki verið mikils virði. En þró- unina er ekki unnt að stöðva. Ný kynslóð er komin til sögunn- ar f fslenzkum stjðmmálum og hún ætlar sér mikinn hlut ekki síður en forfeður hennar. Þessa hreyfingu skortir hins vegar for- ystu, sem hún getur hvergi fengið í ríkjandi þjóðskipulagi nema hjá stjómmálaflokkunum og það er skylda þeirra að veita hana, ekki sízt skvlda stóm flokkanna, með sína miklu reynslu og mannafla. Vissulega hafa stóru flokkam ir reynt að koma til móts við ungu kynslóðina í stjórnmála- athöfnum sínum. En þeir hafa engan veginn verið sannfær- andi. Þeir hafa dregið upp flokksdúkkur, dubbað þær upp f „fulltrúa" ungu kynslóðarinn- ar látið þær tala, jafnvel sent þær f framboð en árangurinn hefur verið herfilegur. En þessa „fulltrúa" skortir ó- sjaldan alla einlægni, sjálfstæði í hugshn og oftsinnis almennt traust manna, ekki sízt þá sem hafa verið hvað mest áber- andi. Sem dæmi um skort á ein- lægni má nefna greinar Ólafs Ragnars Grímssonar, hagfræð- ings manns innan við þrítugt, en þær greinar birtust í Tíman- um skömmu fyrir formanns- skiptin í Framsóknarflokknum og uppstokkun f flokksstjóm- inni. Það er enginn vafi á því að Ólafur átti töluveröa mögu- leika til áhrifa í sínum flokki og hefur eflaust að einhverju leyti ennþá. En allt um það urðu þó þessar greinar sjálfs- knock-out hins framgjarna manns í yfirstandandi lotu keppninnar um aukin völd. Orö, sem af mælsku túlkuðu ýmis viðhorf ungu kynslóðarinnar, dmkknuðu skyndilega f svo ofsafengnum persónulegum á- rásum á einn af höfuðandstæð- ingum flokks hans, að tilgang- ur greinanna og hugarfar höf- undar reyndist allt annað en hann hafði viljað vera láta f upphafi orða sinna. Áhuginn á ungu kynslóðinni var horfinn — „bara að komast áfram, bara að komast áfram." í reyndinni hefur ótímabær ■■■■■■■BiBHBaBBBBBBBSESEE: framagimi orðið ýmsum ungum stjórnmálamönnum fjötur um fót á síðustu árum. Hún hefur- yfirskyggt allt annað í fari þeirra og tali, svo að ekki hefur verið hægt að villast um hað að „unga kynslóðin" var ekm ann- að en pólitísk hækja í þeirra augum. Fæstir hafa viljað leggja nægilega mikið. á sig til að kanna nýjar leiðir, kryfja sjálfir málin tjl mergjar, en ekki láta aðra gera það fvrir sig. Þeir hafa einnig óttazt flokksfor- ingjana og látið þann ótta stöðva sig þegar um jákvæöa viðleitni hefur verið að ræða. — óminnugir þess að góðum manni og góðu máli verður aldr- ei haldið niðri, drepið í dróma, hvernig sem það er reynt. Og þá reynir á kjarkinn. Og hann bregzt alltof oft og alltof snemma. Án efa verða á næstu árum kynslóðaskipti í röðum stjórn- málamanna að vissu marki. Þess sér merki alls staðar í sam bandi við há embætti og lág. Þrátt fyrir það sem sagt hefur verið hér á undan er engin á- stæða til að efast um að íslenzk stjórnmál eigi eftir að rísa við þau kynslóðaskipti. Málarameistarar — Húseigendur BERIÐ VATNVERJA • - • á steinvegginn, áður en þér málið húsið. 7 ára reynsla hefui sýnt að það fer ekki milli mála, að „VATNVURJA SILICONE“ er nauðsynlegt sem grunnefni fyrir málningu. TAKIÐ EFTIR: Háskólabíó byggingin var máluð að utan árið 1961, þannig að á suðausturhliðina (sem er áveðursj var borið VATNVERJA SILICONE, með þeim árangri að sú hlið húss- ins er sem nýmáluð í dag eftir 72 mánuði. Norðvesturhlið hússins var einnig máluð, eða nánara tiltekið þannig, að VATN- VERJA SILICONE VAR EKKI BORIÐ Á“, með þeim árangri að sú hlið byrjaði að flagna eftir 8 mánuði. Norðvesturhlið hússins er ekki áveðurs“. Því rr' i að nota hið raunhæfa máltæki, „sjón er sögu ríkari" og fara í kynnisferð í kringum „Háskólabíó" og sannfærast um gæði „VATNVERJA SILICONE“. í stuttu máli sagt... það sem VATNVERJA SILICONE gerir er . • • Notað sem grunnefni undir máiningu, þrefaldar endingu málningarinnar. Sparar lA málningar í fyrstu umferð, þriðju umferð má í mörgum tiifellum sleppa. • • • Heldur litnum á húsunum skærari og bjrrtari og veggimir em alltaf miklu hreinni. • • • Ver pússninguna, þar eð vatn gengur “kki í hana, og kemur þannig í veg fyrir að hún springi frá steypunni í frosti. • • • Kemur í veg fyrir að kvarts, hrafntinna, marmari, skeljasandur o.fl. molni frá vegna vatns og frosts. • • • Hlífir veggjum innanhúss, þar eð það kemur f veg fyrir vatnsrennsli frá spmngum f útveggjum. • i • Er mjög góður hitaeinangrari þar sem enginn hiti fer i að þurrka vegg SEM ER ÞURR. ATHUGIÐ: að veggurinn heldur áfram aé anda og nota má hvaða utanhússmáiningu sem er. EINNIG: sjáun við um ásetningu „VATNVERJA SILICONE” á húsið. Þetta merki á umbúðunum tryggir yður gæðin. fi Jií' •‘iti í1 WT'a Í'jiO VERJIÐ MÁLNINGU KíBILLTr Verksmiðjan VERJIÐ HUSIÐ Lækjargötu 6 B — Sími 15960. LJU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.