Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Miðvikudagur 24. apríl 1968, ': V '' áherzlu undanfarin ár á að afla fjár, en á árunum áður var þaö gert. I ár verða hins vegar öll spjót höfð úti til aö ná í pen- inga, — og þessu fé veröur var- ið í að hefja framkvæmdlr i Stcinahlið, þar sem væntanlega verður griðland fyrir börnin í höfuðborginni, — og foreldrana sömuleiðis, því þama eiga ailir að fá aðgang sem vilja og eiga að geta notið fagurs umhverfis með börnum sinum. Þess skal getið að barnaheimilið að Steinahlið verður eftir sem áður rekið í sama formi og nú, en önnur barnaheimili borgarinnar munu notfæra sér þetta leik- svæði á gððviðrisdögum, en leik borgin verður opin 3 daga vik- unnar fvrir önnur börn en bau sem dveijast á dagheimilum Sumargjafar. Það skemmtilega við fjáröflun ina er bað, að unga fðlkið siálft hefur gengizt fyrir fjáröflun- inni bannig, að haldnar verða barnaskemmtanir eins og fram hefur komið í auglýsingum dag- blaðanna og nemendur sjá sjálf- ir um að selia og dreifa merki- um dagsins og blöðum. Verða skemmtanirnar á 7 stöðum og G kvikmvndasýningar verða til ágðða fvrir Sumarejöf og starf- ið f Steinahlíö. Þá verða ungl- ingadansleikir í Lfdó um miðjan dag fvrir 13-15 ára unglinga og um kvöldið fyrir 16 ára og eidri. WWSW»í»»»»»»WMiwwwM«mw/,V.rfrr.rr.r.w/rfrrnpQ Börnin á einu barnaheimili Sumargjafar í hinni vinsælu rennibraut. Bogi Sigurðsson og Ásgeir Guðmundsson ásamt forstöðukonu heimilisins I Steinahlíð, ■ Enn einu sinni bíðum við sumarkomunnar hér norð ur við heimskautsbauginn, að þessu sinni eigum við að baki langan og óvenju kaldan vet- ur sem e. t. v. verður minnzt sðíar sem „frostavetrarins 1968“. Á morgun er fyrsti sumardagur samkvæmt daga- talinu, og þá er dagur barn- anna um allt land. Barnavinafélagið Sumargjöf er fyrir löngu orðið þekkt fyrir starf sitt, einkum rekstur bama heimila í höfuöborginni. Nýtt verkefni hefur nú skotið upp kollinum hjá félaginu, og það ekki af minni endanum, — en þaö er að reisa geysimikið leik- og útivistarsvæði á landi fé- lagsins við Steinahlíö, innst á Suðurlandsbraut. Hefur Reykja- víkurborg sýnt máli þessu mikla gððvild og mun láta Sumargjöf fa land eins og með þarf allt i kringum Steinahlíð, þannig að útivistarsvæðið kemur til með að ná að Miklubraut, en í fram tíðarskipulaginu er gert ráð fyr ir að hætt verði að nota Suður- landsbraut að Elliðaánum. Verð ur útivistarsvæðið þá einn hluti af „grænu beiti“, sem skipulag- ið gerir ráð fyrir á þessum slóð- um. Ætlunin er að þarna verði reist h'tið bæjarhverfi, — al- gjör eftirlíking af bæjarhverf- um, eins og þau eru í heimi hinna fuilorðnu. Þannig eiga börnin að geta ekið í litlum bíl- um um götur, og væntanlega eft ir þeim regium, sem f gildi verða í umferðinni. Þeir Ásgeir Guðmundsson, formaður Sumargjafar og Bogi Sigurðsson framkvæmdastjóri félagsins sýndu fréttamanni Vfs is hiö mikla landsvæði, sem Sumargjöf mun hafa til um- ráða í Steinahlíð í framtíöinni undir þessa miklu framkvæmd. Þeir sögðu að enn sem komið væri, gætu þeir aðeins greint iauslega frá hugmyndum þeirra Sumargjafarmanna, en nú hefðu verið ráðnir tveir ágætir arki- tektar, þeir Ormar Þðr Guð- mundsson og Örnólfur Hall, og myndu þeir senn hefja þetta verk. — Og hvað með peninga til þessa mikla mannvirkis? Þeir Ásgeir og Bogi kváðu Sumargjöf ekki hafa lagt mikla ******** Leiktækin heilla flest börn I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.