Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 12
Þjófarnir ófundnir enn Lögreglan hefur ekki enn haft hendur i hári þjófanna, sem brat- ust fyrir nokkru inn i homhúsið á Laugavegi og Frakkastíg, þar sem Bókhlaöan er til húsa. Þaðan var stoliö útvarpstækjum piötuspilurum, labb-rabb-tækjum og segulbandi — samanlagt verð- mæti um 45 þúsund krónur. Sjón arvottar voru að því, að þjófamir óku jeppabifreið á sýningarglugga verzlunarinnar, bökkuðu henni tvisvar á gluggann, og brutu hann þannig. Aðeins tveir íbúor í Loðmundarhreppi: Geta ekki myndaí kjörstjórn fyrír forsetakosningamar í sumar „Spurningin er sú, hvort rétt sé að byggja á hinum fomu hreppum við myndun félagsheilda, sem hæfa okk- ar tíma, eða hvort á að búa í hreppunum óbreyttum til síðasta manns, eins og gert hefur verið í bókstaflegri merkingu,“ — sagði Unnar Stefánsson í ræðu sinni í gær um samstarf sveitarfélaga og horfur á sameiningu, sem hann flutti á fræðslunám- skeiði um sveitarstjórnarmál, sem nú stendur yfir í Reykja- vík. „Sléttuhreppur varð þannig mannlaus fyrir nokkrum ár- um“, sagöi Unnar einnig „og nú eru aðeins tveir fbúar eftir í Loðmundarhreppi, þannig að þeir geta ekki myndað löglega kjörstjórn fyrir forsetakosning- arnar í sumar, en í slíkri kjör- stjórn þurfa að eiga sæti 3 menn. Þannig er ljóst að þeir geta ekki á löglegan hátt kosið í sínum hreppi í sumar". Biaðið hafði samband við Unn ar Stefánsson í morgun og sagði hann að ekki væri annaö sýnt, en að þessir tveir íbúar vrðu að fá úrskurð hjá ráðuneytinu um að fá að kjósa í öðrum hreppi en sínum eigin. Fræðslunámskeiöið, sem sett var í Tjarnarbúð í gær, stendur yfir þar til á morgun og sækja það um 40 oddvitar og sveitar- stjórnarmenn víös vegar af land inu. ■■ HVAÐA AKSTURSLEIÐIR Á AÐ VELJA EFTIR H-DAG? ■ 5. maí n.k. verður opnuS upplýsingamiðstöð um um- ferðarmál í Góðtempiarahúsinu. Það er Fræðslu- og upplýsinga- skrifstofa Umferðarnefndar Reykjavíkur sem skipuleggur sýninguna og annast undirbún- ing hennar. Markmiðið með kynningarmið- stöð þessari er aö veita fólki al- mennar upplýsingar um umferöar mál, svo og sérstaklega umferðar- breytinguna 26. maí. Almenningur getur komið í Góötemplarahúsið þann tíma, sem kynningarmiðstöð- in verður starfrækt og spurzt þar fyrir um hin margvíslegu atriði, sem skipta máli varöandi umferö- ina hér 1 borginni. Þau helztu atriði, sem þarna verða kynnt eru: •fc Umferðarskólinn „Ungir veg farendur" og starfsemi hans. Tæknilegar breytingar á gatnakerfinu f höfuðborginni við upptöku hægri umferðar. ★ Skipulagning löggæzlu hinn 26. maí og næstu daga þar á eftir. ★ Umferðarfræðsla í skólum. ★ FÍB kynnir starfsemi sína og mun m. a. benda fólki á þá hluti og varahluti, sem hverjum ökumanni er nauð- Cascades gerðu Jukku' Undanfarin kvöld hafa fjórir ungir Bandarikjamenn, sem nefna sig „The Cascades“, skemmt löndum sínum á Kefla- víkurflugvelli. Vakti hljóðfæra- leikur þeirra, söngur og gam- ansemi mikla hrifningu áheyr- enda, en húsfyllir var á öllum sýningum þeirra, enda er laga- val þeirra við allra hæfi, allt frá nýjustu „bítlalögum“ til gamalla sígildra laga. Einnig er sviðsframkoma þeirra mjög skemmtileg. Hljómsveitin er skipuð þeim Eddy Snyder, sem leikur á gítar og saxafón, Dave Wilson tromm ur, Gabe Lapano, píanó og Tony Grasso, bassi. Hljómsveitin „The Cascades" er stofnuð fyrir rúmlega 6 ár- um í San Diego í Californiu og náði hún fljótt miklum vinsæld- um, að því er framkvæmdastjóri þeirra, Andy Di Martino tjáði. Sem dæmi um vinsældir hennar þá seldust yfir 2 millj. platna með laginu „Rythm of rain“ sem gefið var út af Mercury út- gáfufyrirtækinu. „The Cascades" er eins og títt , er um slíkar hljómsveitir á sí- felldum þeytingi heimshorn- anna á milli. Þeir komu hing- að frá Nýfundnalandi og Græn- landi og halda svo héðan til Los Angeles, þar sem þeir eru húsettir. 29. apríl er ferðinni sfðan heitið til Japan. Ný hljómpíata er væntanleg frá þeim í júní n. k. I haust 'eika þeir í kvikmyndinni „The Father" fvrir Universal fyrir- tækið. »-»- 8. slða. Ársþing iðnrekendá sett í gær: STÖÐNUN OG SAMDRÁTT jT W UR IISLENZKUM IÐNAÐI Q Fjármunamyndun í hinum almenna iðnaði nam um 500 millj. króna árið 1967, en um 490 milljónum króna 1966, upplýsti iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, í ræðu, þegar hann ávarpaði ársþing iðnrek- cnda 1968, sem sett var á Hótel Sögu f gær. Það sækja um 70 fulltrúar ýmissa iðnfyrirtækja um land allt. Þingið setti Gunnar J. Friðriks- son, formaður Félags íslenzkra iðn rekenda, og gat hann þess í ræðu sem hann flutti þinginu, að könn- un á þróun iðnaðarframleiðslunnar á síðasta- ári, benti til þess, að um stöðnun hefði verið að ræða, og sums staðar samdrátt, í fram- leiðslu. Hins vegar kom það einnig fram f ræðu hans, að niðurstöður áætlun ar, sem Efnahagsstofnunin væri að ganga frá, sýndu, aö á árunum 1960-1966 hefði framleiðslan vaxið um 31%. Iðnaðarmálaráðherra skýrði frá því í ræðu sinni, að á tímabilinu 1955—1961 hefði aukning fjármynd unar numið 1230 milljónum kr. en á tímabili 1961-1967 hefði aukn ingin numið 2129 milljónum króna, báðar tölurnar miðaðar við verðlag 1967, og væri Búrfell þar ekki talið með. Kvað hann þær töl ur sýna, að mikil framsókn hefði veriö í íslenzkum iðnaði undanfar- in ár. Þing iönrekenda mun halda á- fram í dag og hefst kl. 2 en loka- fundur verður haldinn á föstudag- og hefst þá kl. 12. Á fundinum í gær voru birt úr- slit stjómarkjörs, sem þegar hefur fariö fram og var Gunnar J. Friör- iksson endurkjörinn formaður. Til tveggja ára voru kjörnir þeir Bjarni Björnsson og Davíð Schev- ing Thorsteinsson. synlegt aö hafa 1 bifreið sinni. Val á réttum akstursleiðum 1 borginni. Efalítið er talið, að margir ökumenn, sem daglega eru í umferðinni. velji ekki hentugustu akst- ursleiðir um götur borgar- innar, einkum þær leiðir, sem eknar eru daglega, svo sem í og úr vinnu.. 1 Góð- templarahúsinu verður sett upp geysistórt kort af borg- inni.og þar leyst úr spurning um ökumanna um val á rétt um akstursleiðum, m. a. með tilliti til tímasparnaðar, ör- yggis o. s. frv. Miðstöðin verður starfrækt í Góð templarahúsinu til 25. mi í, en þá flytur hluti hennar í anddyri Iþróttahallarinnar f Laugardal, þar sem sýningin „Islendingar og haf- ið“ hefst. Auk ofangreindra atriða, verður og unnt að fá upplýsingar um mörg fleiri atriði í Góðtemplarahúsinu. Fólki er eindregið ráðlagt að not- færa sér starfsemi kynningarmið-. stöðvarinnar og leita þangað með spurningar sínar. Finnlundsmynd sýnd í Húskólunum Finnski sendikennarinn við Há- skóla íslands, Juh. K. Peura sýnir kvikmyndir frá Finnlandi í kvöld kl. 20.15 í 1. kennslustofu Háskól- ans. Öllum er heimill aðgangur. Frá t'undinum í gær. Gunnar J. Frlöriksson í ræðustólnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.