Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 6
6 VI S I R . Miðvikudagur 24. april 1968. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf, Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsia: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hf._________________________ Horft móti sumri Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Að baki er vetur, sem hefur verið íslendingum að mörgu leyti afar and- stæður. Náttúruöflin hafa valdið óvenju miklu tjóni, eink- um síðari hluta vetrarins. Veturinn hefur verið lang- ur og snjóþyngsli hafa hindrað samgöngur tilfinnan- lega. Vatnselgur og flóð hafa skemmt og eyðilagt mannvirki. Ofsaveður hafa verið þrálátari en undan- farin ár og valdið mannskaða oftar en einu sinni. Vetrarvertíð hefur verið í svipaðri lægð og hún var í fyrra. Og verðlag á útflutningsafurðum okkar hefur fremur lækkað en hitt. Þetta hefur aúkið þá erfið- leika, sem efnahagslífið var komið í fyrir veturinn. Og svo kom verkfallið í marz, sem olli þjóðinni tjóni, sem reikna má í hundruðum milljóna króna. Þegar á allt þetta er litið, verður varla annað sagt, en þjóðin hafi staðið sig nokkuð vel í lífsbaráttu vetr- arins. Hún hefur unnið varnarsigur í baráttunni við hin óhagstæðu ytri skilyrði. En hún mun varla kveðja veturinn með miklum trega. Miklu fremur mun hún fagna sumrinu innilegar en oft áður. Sumarkoman kveikir nýjar vonir. Þeir, sem fyrir nokkru voru svartsýnir og töldu allt á hverfanda hveli, eru nú að rétta úr sér og fá móðinn á nýjan leik. Atvinna fer vaxandi og framleiðsluhjólin snúast hrað- ar og hraðar. Við verðum áþreifanlega vör við þessi umskipti á öllum sviðum, jafnvel í andlitum fólksins, sem við mætum í Austurstræti. í sumar byrjar aftur hið árlega síldarhappdrætti þjóðarinnar. Vonandi tekst þeim, sem þar starfa, að mæta nýjum veiði- og vinnsluaðstæðum á þann hátt, að árið verði metaflaár. Þetta er óvissasti liður efna- hagslífsins og um leið einn af hinum mikilvægustu. Við vonum öll, að atvinnuvegirnir verði í sumar færir um að taka við meginþorra þeirra starfskrafta, sem bætast jafnan við á hverju sumri, svo að verðmæta- sköpunin megi verða í hámarki. Og vonandi mun hreyfingin, sem nú er að rísa til eflingar íslenzkum iðnaði, verða öflug og þung á metunum. Margar milliríkjaráðstefnur verða haldnar hér í sumar. Vegur landsins á því sviði fer sífellt vaxandi. Þessir fundir fjölga stöðugt vinum íslands meðal er- lendra þjóða. Við vonum, að fundir þessa sumars verði enn til að treysta stöðu íslenzku þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi, svo að vaxa megi öryggi hennar fyrir því að geta stundað hugðarefni sín í sátt og friði við aðrar þjóðir. Og nú eiga flestir sumarleyfi framundan. Þá geta menn hresst sig á líkama og sál eftir drunga vetrarins. Sumarkoman er því fagnaðarefni á margvíslegan hátt, og engin furða, þóttíslendingar fagni sumri með sér- stökum hátíðisdegi Vísir óskar öllum landsmönnum gleðilegs sumars. ) Hvað er að gerast í málum Nigeriu? Breytt viðhorf Afríkuríkja til sjúlfstæðis Biufra Hinn 30. þ. m. er ár liðið frá þvi er þáverandi heraaðarlegur Iandstjóri Austur-Nigeriu, Oju- kwu ofursti, lýsti yfir sjálfstæði landsins, og að hún héti hér eft- ir Biafra. Leiddi það til borg- arastyrjaldar og á liðnum mán- uðum heflr barátta Biafra- manna fyrir sjálfstæðinu orðið æ erfiðari, jafnvel örvænting- arfyllrl en án uppgjafaranda og án þess að trúin glataðist með öllu, að tilganginum með bar- áttunni yrði náð. Þótt leikurinn hafi færzt yfir til Biafra eru þó mikilvægir bæir enn á valdi Biaframanna og sambandshersveitir, sem i Iandinu eru eru hvergi óhultar um, sig. Við og við fréttist um nýja sókn af þeirra hálfu, en það er bið á fréttum um stór- sigra. En í seinni tíð hefir þess orðið vart æ tíðara, að eitthvað er að gerast. Alþjóða kirkjuráö- ið, einstök Afríkuríki og sam- tök hafa reynt að beita áhrifum sínum til þess, að samkomulags umleitanir yrðu hafnar. En um það náðist ekki eining, vegna þess að alltaf var eitthvað þær varðandi, sem ekki var hægt að koma sér saman um. Nú mun margur spyrja hvort að nú sé um einhverja „diplo- matiska“ tangarsókn að ræða, þar sem nær samtímis fréttist að einn af ráðherrum sambands- stjómar fari til fundar viö Pál páfa í páfagarði, annar á fund brezkra ráðherra, og Mobuto forseti Kongó til Ghana, og til- gangurinn sé vitanlega að reyna að koma því til leiðar að vopna- hlé verði gert og byrjað að semja. Ýmislegt annað hefir líká vakið athygli seinustu daga. Nyerere forseti Tanzaniu tók sig allt f einu til og viðurkenndi Biafra — og varð Tanzania fyrsta land heims til þess aö viðurkenna hana. Þess má geta, að hér var kennt um kínversk- um áhrifum, en Kínverjar eru að leggja jámbraut fyrir Tan- zaniu og styðja þær fram- kvæmdir með lánum, en Kinverj um væri það áhugamál, að hnekkja áhrifum Rússa f Afríku iöndum, en sovétstjórnin er sögð hafa veitt sambandsstjóm Nigeriu hemaðarlega aðstoð (flugvélar). Að þessu vék Kenneth Kaunda forseti Zam- biu í gær, og sakaði hann bæöi Sovétríkin og Bretland um að- stoð við sambandsstjóm Niger- iu. Kaunda sagöi, að þessar ríkisstjórnir ættu að gera sér ljóst, að Biafra yrði aldrei sigr- uð meö vopnum. Og þá er ekki úr vegi að minnast á, að forseti Fflabeins- strandarinnar, Boigny, hrósaði f gær Nyerere fyrir djörfung og stjómmálavizku með því að lýsa yfir viöurkenningu á Biafra, en að vísu boðaði hann ekki að svo stöddu viðurkenn- ingu af hálfu Fílabeinsstrandar- innar. Þarna eru þá komin þrjú Afríkuríki, sem greinilega eru öll vinveitt Biafra sem sjálf- stæðu ríki, og ekki að vita nema fleiri komi á eftir. Er það þessi breyting á við- horfi Afríkuríkja, sem veldur’ að Nigeriustjórn sendir ráöherra í Vatikanríkið og til Lundúna til viðræöna? Eitthvað er aö ger- ast og það mun brátt koma í ijós hvert vindurinn blæs. Kenneth Kaunda - forseti Zambíu. I grein, sem ég eitt sinn las um atburðina 30. apríl, er Aust- ur-Nigeria lýsti yfir sjálfstæði, var rætt um þaö sem atburö, er ekki þyrfti aö vekja neina furðu, aö Biafra lýsti yfir sjálf- Biafra og nágrannalöndin. stæði, því að Nigeria, fólks- flesta ríki Afríku, með 57 millj- ónir, hafi ekki haft eðlileg skil- yrði til þess að sambandsríki geti þrifizt þar á þeim gmnd- velli, sem það var stofnað. En þetta land — 900 þúsund fer- kílómetrar aö fiatarmáli eða álíka og flatarmál Frakklands og Spánar samanlagt — varð sjálfsætt 1963, og þrátt fyrir augljóslega veikar sambands- máttarstoöir var litið á sam- bandaríkið Nigeriu sem fyrir- myndarríki öðrum blökkum Aríkuþjóðum til fyrirmyndar. Nokkuð voru þó stoðimar treystar með skiptingu i fjóra landshluta: Vestur-, Miðvestur, Norð- og Austur-Nigeriu. Þótt íbúatalan sé um 57 milljónir samkvæmt ágizkunum veit í rauninni enginn með vissu um tölu landsmanna og það eru ekki nein þjóðeraisleg tengsl milli þeirra, sem landiö byggja, og þeir tala hvorki fleiri né færri en 230 tungumál. Og trú, trúarsiðir og venjur skilja en sameina ekki. Biafra var ekki innlimuð í Nigeriu fyrr en 1914, og hafði til þess tíma tilheyrt ýmsum enskum nýlendufélögtnn (cor- porations), seinast The Royal Niger Company. í samanburði við önnur Afr- íkuiönd má Biafra heita tiltölu- lega lítið land — það er á stærð við Island, — íbúatalan um 14 milljónir og flestir af stofni Iboa eða 11 milljónir, en Iboam- ir eru um margt sérkennilegir og hgfa stundum verið kallað- ir „Gyðingar Afríku." í fyrrakvöld var haft eftir dr. Ripo sem fyrr var nefndur og kominn var til London til við- ræðna, að nú „hillti undir sam- komulag“ og vonandi rætist sú spá. A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.