Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 06.05.1968, Blaðsíða 7
Vl S'I R . Mánudagur 6. maí 1968. 7 .1 'lo r , •> morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Skæruliðar Vietcong gerðu sprengjuárásir í gær og fyrrinótt á yfir 120 bæi og herstöðvar Barizt í miðhlufa Saigon og víðar í borginni — Sprengju- árdsir allt frá Da Nang og Húé í norðri til Mekongósa Skæruliðar Vietcong hófu mikla sókn í fyrrinótt á herstöðv- ar, bæi og borgir, allt frá Da Nang og Hué til Mekong-ósa, samtals á 120 staði, og var þeirra helztur sjálf höfuðborgin, — Saigon, þar sem varpað var sprengjum á opin- berar byggingar og herstjómar- Tenniskeppni fer fram með leynd Tenniskeppnin um Davisbikarinn miili Svfa og Rhodesíumanna fer nú fram á einkatennisvelli og með leynd, sennilega í Suður-Frakk- landi. Keppninni var frestaö á dögun- um í Svíþjóð vegna uppþots, er keppnin átti að hiefjast, en að upp- þotinu stóðu andstæöingar Smith- stjómarinnar. Wiison forsætisráðherra Bret- lands flutti í gær ræöu í Birming- ham til einingar stjórnmálaflokk- anna um kynþáttavandamáliö, og Callaghan innanríkisráðherra sagði í ræðu í Doncaster, að hinn al- menni borgari gæti gert mikið til þess að leysa vandann, með þátt- töku í sameiginiegum nefndum hvítra og hörundsdökkra, stöðvar, og barizt á götum. Af ýmsum er taiið að hér sé um upp- haf stórsójmar að ræða, til þess að styrkja aðstöðu Norður-Vietnam á Parísarfundinum, en ]>‘ss er aö geta, aö undangengna daga hefir þess títt verið getið, að Vietcong myndi hafa sökn í undirbúningi, jalnvel nær háifum mánuði áður en samkomulag náðist um París sem fundarstað. Harðast var barizt i gær á 3—4 stöðum i Saigon, í grennd við mikilvæga brú, í Cholon, kínverska hverfinu, og aðeins 5—6 km vega- lengd frá forsetahöllinni, §em er í miðbænum.Árásir voru ekki geröar á flugvöllinn, en nálægt honum er aöalherstjömarstöð Bandaríkja- manna. í gær var kunnugt um, að fallið hefðu 40—50 manns i Saigon og 14 Vietcongliðar. í fyrri fregnum var lögð áherzla á, að aðallega væri Frú Hart, félagsmálaráðherra, sagði á útifundi á Trafalgartorgi, að virða bæri j'afnrétti manna hver sem hörundslitur þeirra væri. Dagur verkalýðsins var hátíðleg- ur haldinn í gær, en þaö er við- fcekin venja, að þau hátíðahöld sem víðast fara fram 1. maí, fara fram í Bretlandi fyrsta supnudag eftir fyrsta maí, nema 1. maí sé sunnu- dagur. um sprengjuárásir að ræða. Síöar komu fregnimar um bardaga á göt- unum. Búið var að fyrirskipa útgöngu- bann þegar í gærmorgun. M var til kynnt að meðal þeirra, sem særzt hiefðu hættulega væri Loan hers- höfðingi, yfirmaður lögregluliðsins í Saigon, en þaö var hann, sem tók af iíf i skæruliða á götu úti í Saigon, með því að skjóta hann til bana, eftir að hann haföi verið tekinn höndum. Náðist mynd af þesum 1 atburði og var birt viða um heim. . 1 Cholonhverfinu réðust skæru- , liöar á bíl fréttamanna — sem ! störfuðu fyrir Reuter-fréttastofuna brezku, tímaritin Time og Life og fleiri blöð, og drápu 4 þeirra. Einn komst lífs af og þakkar það því, að hann þóttist vera dauður. Einn þeirra fjögurra, sem drepnir voru, var brezkur, hinir ástralskir. M fannst myrtur f gær vestur-þýzk- ur sendifulltrúi, von Kollenberg. Hann fannst skotinn til bana. Hend Bæjar- og sveifar- stjórnurkosningar a Breflandi Bæjar- og sveitarstjórnarkosning- ar fara fram á Englandi og Wal- es. Því er almennt spáð, að íhalds- flokkurinn muni auka fylgi sitt. Þeir leggja mikið kapp á að vinna stáliðnaðarborgina Sh'effield, sem hefir verið öruggt virki Verka- lýðsflokksins í 40 ár. Menntamenn mótmæla Um 160 júgóslavneskir mennta- menn hafa boriö fram mótmæli út af frávikningu stúdenta og kennara í Varsjár-háskóla. Sams konar mótmæli hafa komið frá Tékkóslóvakíu. Hjartasjúklingur deyr — 11. hjartaígræðslan í gær í nótt í St. Lukas sjúkrahúsi í Houston í Texas, önnur á tveimur sólarhringum, og sú ellefta, sem gerð hefur , verið. Sjúklingurinn James Cobb er 48 ára,*en hjartað úr 15 ára pilti, sem lézt i bíl- slysi. Hjartasjúklingurinn, sem grætt var í nýtt hjarta í Kaliforníu, er látinn, en sjúklingnum í London, sem fékk hjartað úr ungum íra, sem fórst af slysförum, líður vei. Ný hjarta-ígræðsla var framkvæmd Brezkir verkalýðsleiðtogar hvetja til einingar ur hans voru bundnar á bak aft- ur. ÚTHVERFI 1 BJÖRTU BÁLI. Fregnir í morgun herma, aö Viet- congliðar hafi í morgun kveikt í húsum í úthverfi Saigon og hindr- að eina af hersveitum stjórnar- hersins í aö fara þangaö til þess aö ná hverfinu á sitt vald. Þegar síðast fréttist var eldurinn að breið ast út um allt hverfið. M segir í sömu frétt, að Bandaríkjamenn hafi í gær fellt 120 Vietcongliða í Kontun, en misst 15 fallna sjálf- ir. Þetta geröist er ráðizt var úr láunsátri á bandaríska flutninga- lest. MANNTJÓN í SAIGON. í fregnum frá Saigon á mið- nætti síöastliðnu var sagt, að vit- að væri um 44 hermenn og borg- ara, sem fallið hefðu í borginni, en um 300 hefðu særzt. í morgun var auk þess sem áður var getið sagt frá árásum á flugvöllinn skammt frá Saigon, sem ekki var ráðizt á í byrjun árásanna. í árás- inni í morgun beið bana háttsett- ur foringi f stjórnarhernum. BLAÐAMANNAMORÐIN. Ástralski blaðamaðurinn, sem slapp er fjó'rir félagar hans voru myrtir, hefur nú sagt frá þvi nán- ara hvernig hann slapp. Hann þótt- ist hafa orðið fyrir skoti, og slangr- aði frá meðan haldið var áfram að skjóta á hina, henti sér svo niður og hreyfði sig ekki, og notaði svo fyrsta tækifæri sem bauðst og slóst í fylgd með flóttafólki og komst þannig inn í borgina. ®---------------------------- Kennedy spáð sigri í Indiana — Forkosn- ingarnar eru á morgun Forkosningarnar I Indiana fara fram á morgun. Úrslitanna er beö- ið með mikilli athygli, þar sem þau eru almennt talin hin mikilvægasta vísbending um hvert krókurinn beygist, og jafnvei að .þau kunni að skera endanlega úr um fylgi keppendanna. Fregnir frá New York herma, aö því sé spáð aö Kennedy muni sigra McCarthy og með verulegum atkvæðamun. Þar með yrði Mc- Carthy fyrirsjáanlega að hætta. Þó er bent á, að hann hafi komið mönn um á óvart og kunni enn að gera það. Og nú er Humphrey með i leiknum. Þá bíöa m-enn með óþreyju eftir aö sjá hver áhrif hefir tilkynning Rockefellers um að keppa um að verða forsetaefni. Kennedy var fyrir nokkru kom- inn með svo mikinn hárlubba, eða „bítlahár", að stuðningsmönnum og aðdáendum, aö þeim yngstu undan- teknum, þótti nóg um, og hefir hann látiö klippa sig síðan er þessi mynd var tekin. !S Ástralska lögreglan leitar, að beiðni FBI — bandarísku rannSókn arlögreglunnar — að James Earl Ray, sem hún hefur grunaðan um moröið á dr. Martin Luther King. — Ray hafði vegabréf, sem g'ilti m.a. til Ástralíu, en enn sem kom- ið er segir ástralska lögreglan ekk ert hafa komið fram, sem bendi til, að hann sé kominn til Ástral- 'U. Lögreglan í Suður-Afríku hef- ”r fengið sams konar beiðni. 52 í Noregi létu lífið af slysförum 75 manns í apríl eða nokkru fleiri en í fyrra, 25 létu lífið í umferðar- slysum og 23 drukknuðu, þar af 5 börn og 6 manns í fiugslysum. ■81 Tveir franskir ráðherrar, Pompidou forsætisráðherra og Couvé de Murville utanríkisráð- berra eru nú í opinberri heimsókn fran (Persíu) og Afghanistan. — Arif forsætisráðherra íraks kom fyrir nokkru í opinbera heimsókn til Parísar, svo og landvarnaráð- herra Saudi Arabíu. Þessar heim- sóknir allar eru taldar sanna hvern hug de Gaulle forseti hefur á aö auka tengslin við þessi Iönd. • Vikuna 21.-27. apríl féllu 302 bandarískir hermenn í Suður-Viet- nam og 2458 særðust, aðallega vegna harönandi bardaga í A-Shau- dalnum, en í vikunni þar á undan 287 fallnir og 1458 særðir. Mann- tjón frá áramótum: 22.006 fallnir, 137.668 særðir, 1107 saknað eöa teknir höndum. Bandaríska her- stjórnin segir aö „manntjón komm únista iiafi á sama tíma veriö 332.032 fallnir". • Dr. Kiesinger hefur beðið tsra- elsmenn að treysta þýzku þjóöinni — hann kvað öfgaöflin í landinu hávær en ekki hættuleg. Viðtalið var í tilefni 20 ára afmælis fsra- els og birt f Deutschland-Nachricht en. • Óeiningin í EBE um landbún- aðatmálin kann að leiða til þess að áformað tollabandalag komist ekki á 1. júlí, en þá áttu allir tollmúrar milli EBE-landanna aö hverfa — þrem misserum áður en gert var ráð fyrir í Rómar- sáttmálanum. • Dean Rusk utanríkisráðherra flutti ræðu í háskólanum í Aþenu, Georgiu, Bandarfkjunum, og kvað heiðarlegan frið undir því kominn, að kommúnistar færu með hersveit ir sínar ekki aöeins úr Suður-Viet- nam heldur og úr Laos og Thailandi. Tfyggja yröi frið I allri Suöaustur- ASÍU. • í gær hófust í Lundúnum við- ræður um hvar I Afríku skuli rætt um vopnahlé og frið I Nigeríu. • Andstæðingar Breta 1 Port Harcourt hafa brennt til ösku skrif- stofur Shell—BP olíufélaganna og kveikt var í víöar.Biaframenn hóta frekari slíkum hefndaraðgerðum vegna stuðnings Breta við sam- bandsstjórnina, en af hálfu sam- bandsstjórnarinnar í Lagos og í London, er neitað að Bretar veiti sambandshernum lið. • Kosningar fóru fram í gær i Dahomey og stendur til að koma þar á lýðræðisstjóín. • Viðræður hefjast í dag I Lond- on um framtíð Gibraltar. Samtím- is bárust fréttir um, að Spánverjar myndu í dag, (mánudag), hérða eft- irlit á landamærum Spánar og Gibr altar. O Franska stúdentasambandið hefir hvatt stúdenta um gervallt Frakkland til þess að mótmæla hörkulegri framkomu lögreglu viö st,údenta í Sorbonne-háskólanum s 1. föstudag. — Af stúdentum, sem þá voru handfceknir fengu 7 sekt- ir og skilorösbundinn fangelsisdóm OLokið er viðræðum tékkneskra og sovézkra leiðtoga í Moskvu og vænzt opinberrar tilkynningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.