Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Laugardagur 11. maí 1968. AUSTURBÆJARBÍÓ Ný ,Angelique-mynd:“ Angelique i ánauð Áhrifamikil, ný, frönsk stör- mynd. — fsl. texti. Michéle Mercier Robert Hossein Bönnuö börnum. Sýnd kl. 5 og 9. HÁSKOLABÍÓ Sím' 22)40 Myndin, sem beðið hefur verið eftir: TÓNAFLÓÐ (SounJ of Music) Ein stórfenglegasta kvikmynd, sem tekin nefur veriö og hvar- vetna hlotiö metaðsókn, enda fengið 5 Oscarsverðlaun. Leikstjóri: Robert Wise. Aðalhlutverk: Julie Andrews Christopher Piummer ÍSLENZKUR TEXTl Myndin er tekin í DeLuxe-lit- um og 70 mm. Sýnd kl. 5 og 8.30. Ath. breyttan sýningartíma. NAFNARBIO Fyrir vináttu sakir (För Vanskaps skuli) Skemmtileg og djörf ný sænsk kvikmynd, með Harriet And- erson, Georg Fant. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. <|> WÓDLEIKHÖSIÐ /ÍJér, Sýning í kvöld kl. 20 ú Sýning sunnudag kl. 15 Aðeins tvær sýningar eftir. mm m Sýning sunnudag. kl. 20 Aðgöngumiðasalan opin frá kl 13 15 ‘11 20 Sfm' 1-1200 Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: KVIICMYNDIR ÞORGEIRS ÞORGEIRSSONAR Hitaveituævintýri, Græn- landsflug, Að byggja, Maður og verksmiðja. Stjórnandi: Þorgeir Þor- geirsson. Lltla bíó. Tjað fer ekki mikið fyrir nýj- asta kvikmyndahúsinu hér í bæ, þótt margir hafi von um að þaö verði til aö marka tíma- mót í afstöðu manna hérlendis til kvikmyndalistarinnar, ef þár verður framvegis hægt að sýna athyglisverð kvikmyndaverk og kynna helztu leikstjóra. Litla bió er á Hverfisgötu 44. Þar eru 73 sæti fyrir áhorfend- ur, því aö þótt hægt væri að koma fleiri sætum fyrir í saln- um, hefur sá kostur verið tek- inn að hafa ssptin færri og er þeim þannig fyrir komið að þau eru öll jafnþægileg. Vonir standa til að þarna eða f einhverju svipuöu húsnæði veröi í framtíðinni hægt að reka kvikmyndaklúbb, og ef til vill með tíð og tíma unnt að koma upp íslenzku kvikmynda- safni. Það er Þorgeir Þorgeirsson, sem stendur aö baki þessum nýjungum, en hann er kunnur hér á landi fyrir skrif sin, og einnig hafa myndir hans verið sýndar, Þorgeir er fæddur 1933. Hann lauk stúdentsprófi frá stæröfræöideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1953, og lagði síðan stund á sálarfræði og bókmenntir við háskólana í Vínarborg og París til 1956, er hann sneri sér að kvikmynda- námi, fyrst við skóla franska sjónvarpsins, en síöan við kvikmyndadeild listaakadem- íunnar f Prag. Síðan hann kom heim frá námi, 1962, hefur hann stundað kvikmyndagerð og rit- störf i Reykjavík. Um myndirnar fjórar eftir Þorgeir, sem nú eru sýndar í Litla bíói, er komizt þannig að orði í sýningarskrá: „Þessar fjórar kvikmyndir, sem nú verða samferða fyrir almenn- ings sjónir eru til orðnar á síð- astliðnum fimm árum. Upphaf- lega var þaö ætlun höfundarins, eða þó réttar sagt von, aö þess- ar stuttu myndir mættu, líkt og víða tíökast, þéna sem auka- myndir fyrir kvikmyndahúsin. Áhugi kvikmyndahúsa hér á sýningum innlendra aukamynda hefur til þessa sofið vært og fyrst enn sjást nú engin merki þess að hann sé aö rumska er gripið til þess ráðs aö hóa þess- um verkum saman í eina sýn- ingu svo sundurleit sem þau þó eru í mörgu tilliti — sé slíkt tiltæki vafasamt, og vissulega er það vafasamt, þá má þó altént reyna að afsaka þaö sem eins konar afmælishátíö eftir ■ fimm ára viöleitni til kvik- myndageröar án markaðsvona eitt hlálegasta fyrirbrigði sem um getur. Myndirnar eru sýnd- ar í þeirri röð, sem þær urðu til, ef ske kynni, aö þannig mætti merkja samhengisþráð í þessari viðleitni. Elzta myndin er HITAVEITU- ÆVINTÝRI, sem gerð er að tilhlutan Reykjavíkurborgar og var fullgerö suinarið 1963. Myndin er hugsuö jöfnum hönd- um, sem lýsing á upphitunar- kerfi borgarinnar, og kennslu- mynd fyrir börn til að gera þeim ljósa lausn á félagslegu vandamáli, sem börn skilja (að villast og rata heim). Þannig gæti myndin oröið forsenda samræðu viö barn um þetta fyrirbrigði — lausn félagslegs vandamáls. Vonandi fyrtist enginn, þó þessi bamamynd fljóti hér með. Þetta er frumraun höfundar að loknu námi. GRÆNLANDSFLUG var tek- in á þriggja sólarhringa ferða- lagi með skíðaflugvél Flugfélags íslands vorið 1964, en var full- frágengin síðla árs 1965. AÐ BYGGJA var tekin á síð- astliönu ári að tilhlutan Kópa- vogskaupstaöar, sem kostaði myndina að nokkru í tilefni af 10 ára afmæli kaupstaðarins. MAÐUR OG VERKSMIÐJA sem raunar er fyrsta myndin, sem höfundurinn gerir án ann- ars tilefnis en þeirrar frásagn- ar, sem myndin felur í sér. Margvegsömuð sumarvinna námsmanna er tékin ögn til at- hugunar ásamt því umhverfi, sem ein síldarverksmiðja hefur upp á að bjóða.“ Þannig er þessum kvikmynd um Þorgeirs fylgt úr 'hlaöi i sýningarskrá, en á undan er setning eftir Marcel Martin: „Fyrir byrjandi þjóðlega kvik- myndagerð er það allt i senn, fyrsta verkefnið, fyrsta siðferð- isskyldan og fyrsta listræna freistingin að uppgötva um- hverfiö í landi sínu og lýsa því.“ Eftir þessu fer Þorgeir, en það umhverfi, sem hann upp- götvar í landi sínu er ekki „bieikir akrar og slegin tún“, heldur athafnir og handaverk mannanna. Tvær myndanna, um Surtsey og Grænlandsflug, eru þó svo- lítið annars eðlis og bera frek- ar keim af fréttamyndum, „reportage-myndum", heldur en „dokumenter-myndum", en heimildarkvikmynd er ekki nema miðlungsgóð þýðing þess orðs. HITAVEITUÆVINTÝRI er skemmtileg aðferð til að kynna hitaveituna, og er hlutur Þor- geirs stór í þeirri mynd, þar sem hann samdi einnig handrit- ið. Myndin er kunnáttusamlega gerð, t.d. eru hljóöklippingar geröar á mjög yfirvegaðan hátt. En ef að henni ætti að finna, þá er helzt aö segja, að ef til vill er hún dálítiö laus i reip- unum. En það vakti aftur á móti athygli mína, hversu auðvelt Þorgeir virðist * eiga með að stjórna börnum, en þaö er list, sem fáir kunna. Það krefst sennilega mikillar þolinmæði og vinnu, að fá börn til að vera frjálsmannleg í framkomu, rétt eins og þau viti ekki af kvik- myndavéiinni í námunda viö sig, en þetta tekst Þorgeiri svo vel, að ég hef ekki séð það bet- ur gert annars staðar. Þess má geta, að mér þótti fullmikið kveða að músikkinni í þessari mynd, þótt ég sé naumast dóm- bær á ágæti hennar. AÐ BYGGJA heitir kvik- myndin um Kópa. og, og mættu aðrir kaupstaðir vel við una, ef til væru um þá kvikmyndir, sem standa þessu verki á sporði. Ef til vill hefði þó mátt fella framan af myndinni, þar sem sýndar eru svipmyndir frá bæjarstjómarfundi. Síðasta myndin er MAÐUR OG VERKSMIÐJA, og þar virðist Þorgeir einna helzt nálg- ast það aö vera kominn i essið sitt, ófyrirleitinn og ófeiminn við að tjá sig. „Marglofuð sum- arvinna námsmanna" fær háðu- lega útreið, og áhorfandinn er rækilega sjokkeraður. Síldar- píurómantíkin er úr sögunni, silfur hafsins er ekki hugtak að skapi Þorgeirs. Menn eru minntir á grút og bræðsluþef og syfjulega morgna. Tónlist Leifs Þórarinssonar gerir líka sitt til að setja svip á myndina. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þessar myndir mikilvægt framlag til íslenzkrar kvik- myndageröar, sem er algert oln- bogabarn énn sem komið er. Sumir virðast jafnvel álíta, að óþarft sé aö gera nokkuð fyrir hana, úr því aðsjónavarpiö, óska barn þjóðarinnar, er komið til sögu. Þetta er auðvitað al- rangt. Það er sannarlega löngu kominn tími til, að eitthvað verði gert til aö hlúa (að kvik- myndalist hér á landi, t.d. með því að létta eitthvað undir með þeim, sem að þeim málum vilja starfa. Með þessum myndum sinum hefur Þorgeir Þorgeirsson sýnt, að hann ætti skiliö að hafa að- stöðu til að vinna að stærri verkefnum, enda býður mér í grun að hann mundi frekar finna sjálfan sig í því aö gera leiknar myndir heldur en fást við að stjórna heimildarmynd- um. Að lokum er ástæöa til að hvetja fólk til að leggja leið sína í Litla bíó á Hverfisgötu 44 til þess aö sannfærast um, að það er til Isiendingur, sem kann að búa til kvikmyndir. i K0PAV0GSBI0 T0NABI0 STJÖRNIIBÍÓ GAMIABÍÓ Hedda Gabler Sýning f kvöld kl. 20.30 50. sýning sunnudag kl. 20.30 3 sýningar eftir. Leynimelur 13 eftir Þrfdrang Leikmynd: Jón Þórisson. Leikstjóri: Bjarni Steingríms- son. Frumsýning fimmtudag kl. 20.30. Fastir frumsýningargestir vitji miða sinna fyrir sunnudags- kvöld, Aðgöngumiðasalan 1 Iðnð er opin frá kl 14. Sfmí 13191. Réttu mér hljóðdeyfinn — íslenzkur texti. — Hörkuspennandi, ný, amerísk kvikmvnd með: Ðean Martin Sýnd kl 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. YJfi 810 i Sjö konur Sýnd kl. 9. I Bönnuð innan 16 ára. Pollyanna S með Hayley Mills. | Sýnd kl. 5. BÆJARBÍÓ (Black Torment) Hörkuspennandi og vel gerð, ný, ensk mynd í litum. John Turner Hearther Sears. Sýnd kl. 5.15 og 9 Bönnuð innan 16 ára. LAUGARÁSBÍÓ Maður og kona Sýnd kl. 5 og 9. Islenzkur texti. Bönnuð bömum innan 14 ára. — (slenzkur texti. Heimsfræe og afbragðs vel gerö,- ný, ensk sakamálamynd i algjörum sérflokki. Mvndin er gerð eftir samnefndri cögu nins heimsfræga rithöfundar íanFlemmin^c sem komið het- ur út á fslenzku Myndin er 1 litum. Sýnd kl. 5 op 9. Bönnuð innan 14 ára. Oturmennið Flint (Our Man Flint) íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðustu sýningar. Bönnuð vngri en 12 ára. Bnrnaleikhúsið Pési orakkan Sýning í Tjarnarbæ sunnudag 12/5 kl. 3. Aðgöngumiðasala í dag kl. 2—5, sunnudag frá kl. 1. Allra síðasta sinn. SO WIÓfMfRG’S Éb’irafeTidau PIA DEGERMARK • THOMMY BERGGREN Islenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum. 10 sterkir menn Spennandi litkvikmynd með Burt Lancaster. Sýnd kl. 7. Fyrsti tunglfarinn íslenzkur texti. Sýnd kl. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.