Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 11.05.1968, Blaðsíða 16
MYND Þessi mynd er e.t.v. einhver dýrasta hóprnvnd, sem tek- in hefur verið á Islandi til þessa, hefur vart kostað minna en 10 þús. krónur að okkur telst til, — a.m.k. ef iðnaðarmennirnir hafa verið á fullum launum þann tíma sem fór í myndatökuna. Mennirnir á myndinni eru annars flestir þeir aðilar, sem unnið hafa að fram- kvæmdum í Breiðholti. Þetta er söguleg mynd og vel þess virði að leggja út í kostnað fyrir hana, — og það er ein mitt ástæðan fyrir því að við birtum hana. Ekki vitum við hversu margir mennirnir eru, en varla eru þeir færri en 250 talsins. DÝR Skákmót á Akureyri — biðskákir í Grímsey — hraðskákir í Drangey — Keppt um titilinn „Skákmeistari Norðurlanda 1967-69" Mæðrablóm á morgun 0 Mæðradagurinn er á morgun, sunnudag, og verður mæðra- blómið þá selt eins og undanfarin 36 ár. Um þessar mundir á Mæðra- styrksnefnd 40 ára afmæli, en öll þessi ár hefur nefndin gengizt fyrir fjársöfnun handa mæðrum, og gefið þeim kost á ókeypis sumardvöl, á- samt börnum sínum, síðustu 11 árin í húsi Mæðrastyrksnefndar, Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit. For- eldrar eru hvattir til að leyfa börn- um að selja mæðrablómið, en það er afhent börnunum í barnaskól- unum og á skrifstofu nefndarinnar frá kl. 9.30 á sunnudag. ★ Næsta sunnudag hefst at- hyglisvert skákmót á Akureyri. Þar munu leiða saman hesta sína Ragnar Hoen og Paul Sved- enborg frá Noregi og Freysteinn Þorbergsson og Júlíus Bogason frá íslandi. Keppt er um titilinn Skákmeistari Norðurlanda 1967 —1969, og hafa allir þátttakend ur rétt til að keppa um þennan titil, nema Júlíus Bogason, en hann hefur möguleika á að vinna til annarra verðlauna, sem fyrir- tæki á Akureyri hafa gefið. Á Norðurlandamótinu í Hangö í Finnlandi í fyrra urðu Norðmenn irnir og Freysteinn efstir og jafnir og keppa þvl nú til úrslita. Ef tími og aðstæður leyfa verða biðskákir á mótinu tefldar i Grimsey, og að sjálfu aðalmótinu afstöðnu verður haldið hraðskák- mót við tóft Grettis i Drangey. Er þetta að sjálfsögðu all nýstár- leg tilhögun á skákmóti, og mun draga að sér mikla athygli. Almennar Tryggingar hf. 25 ára „Móttum uðeins byggju kjallurunn fyrst í stnð! ## Hafa nú skrifstofur og umboðsmenn um allt land — Stærsta tjón, sem Almenn- ar Tryggingar h.f. hafa greitt, var vegna portúgalsks togara, sem sökk eftir árekstur við ís- lenzkt skip, og nam það tjón £ 220.000, sagði Baldvin Einars- son, forstjóri Almennra Trygg- inga, þegar hann rifjaði upp 25 ára sögu félagsins með blaða- mönnum í gær. Meðal annarra tjóna, sem félagið hefur átt áhættu í, var bruninn i Borgarskála, vöruskemmu Eim- skipafélags Islands og stórbruninn 1 Brussel, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þessi áföll hefur starf semi félagsins aukizt jafnt og þétt, eins og sést á heildariðgjöldum fé- lagsins árið 1967, en þau námu tæp um hundrað milljónum króna. Ið- gjöld félagsins hafa numið frá byrj un um 700 milljónum króna, en greidd tjón á sama tíma um 500 milljónum. „Við héldum stofnfundinn 11. rpaí 1943 á Hótel íslandi". sagði Baldvin, en hann er einn af stofnfé- tögum. „Hlutafé félagsins var á- kveðið kr. 1.250.000 og helmingur þess þá þegar greiddur, en hefur aiðan verið hækkað í kr. 5.625.000. Skrifstofa félagsins var opnuð 28. ág. sama ár i Austurstræti lOa og var aöalskrifstofa félagsins þar til húsa, unz flutt var í eigið hús- næði að Pósthússtræti 9, hinn 17. sept. 1960. Við keyptum þá lóð 19. marz 1955, en hérna var Nora Magasine áður eins og eldri Reykvíkingar muna, en máttum ekki byggja nema kjallara fyrst. Þá var fjár- hagsráðið og ekkert fékkst nema með leyfisbréfum og þvíumlíku." Nú býr félagið f veglegu húsi, hefur skrifstofur á Akureyri, Hafn arfirði og Selfossi, auk umboðs- manna um allt land. Starfsfólk félagsins í Reykjavík er um 40 manns, auk starfsfólks á umboðs- skrifstofum og til þess aö auðvelda allt áhættueftirlit og þjónustu við viðskiptamenn ,hefur félagið tekið í sína þjónustu IBM-vélar. Núverandi stjórn félagsins skipa Carl Olsen, aðalræðismaður, sem verið hefur stjórnarformaður frá stofnun. Þegar hann fluttist hingaö til lands fyrir mörgum árum bjó hann fvrst í húsi ,sem stóð við 10 sfða lóhnimes Geir lokar Sýningu Jóhannesar Geirs í Unu- húsi lýkur annað kvöld, en sýning- in hefur verið opin daglega kl. 2— 10. Helmingur þeirra mynda, er til sölu voru, hefur selzt, enda hefur aðsókn verið góð. Það þykir sérstætt að sjá sérsýn- ingar Jóhannesar, en hann hefur aðeins tekið þátt í samsýningum undanfarin.20 ár. Þá hélt hann sér- sýningu á pastelkrítarmyndum. Útvegsbankinn gefur ót ísienzka ferðatékka Til hagræðis erlendum og innlendum mönnum á ferðalógum um landið ♦ Útvegsbanklnn hefur nú beitt sér fyrir nýjung í bankamáium hérlendis með því að láta gera íslenzka ferðatékka, sem seldir verða í bankanum gegn stað- greiðsiu. Veigamesti munur- inn á ferðatékkunum og venjulegum ávísunum er sá, að bankinn ábyrgist innstæðu tékkanna og er því algjörlega áhættulaust fyrir hvern sem er að taka við ferðatékkúm. Ferðatékkar hafo lengi tfðk- azt erlendis, en flestir þeir sem farið hafa út fyrir landsstein- ana kannast við notkun þeirra og gildi. Þegar menn ferðast til út- landa þykir þaö sjálfsagður hlutur, að bera ekki á sér pen- inga, heldur kaupa feröatékka, sem hægt er að breyta í peninga hvers lands, en hafa einnig þann veigamikla kost, að það er FlvHIVVVfcKK. i ' vy. jkllra. ui;vh,.tAMk v*tft jk**iV»Mi** .........................................................i . %v-s s '<• <<<&»« 99 LEYNIMELUR 13“ Siðasta frumsýning L.R. i vor — Æfingar á „Manni og konu" að hefjast Síöasta frumsýning þessa leik- árs hjá Leikfélagi Reykjavíkur verð- ur n.k. fimmtudag, en þá verður frumsýndur 25 ára gamall skopleik- ur „Levnimelur 13“, en þessi leikur var meðal fyrstu verkefna „Fjala- kattarins“ og naut geysilegra vin- sælda. Höfundar „Leynimelsins", sem nefna sig Þrídrang, eru þeir Emil Thoroddsen, Indriði Waage og Haraidur Á. Sigurðsson. Leikstióri er Bjarni Steingrímsson, en tjöld gerir ungur maður, Jón Þórisson, sem undanfarin ár hefur verið nem- andi Steinþórs Sigurðssonar i leik- myndagerð. Leikendur eru alls 14 talsins, og þar af eru þrír, þau Jón Aðils, Em- ilía Jónasdóttir og Áróra Halldórs- dóttir, sem léku í uppfærslu „Fjala- kattarins" árið 1943. Er þetta sjötta íslenzka verkið, sem Leikfélagið sýnir á þessu leikári, og hafa ís- Wr-> 10. síða ekki glataö fé, þó að þeir glat- ist. Að því er Guðmundur Gfsla- son deildarstjóri bréfritunar- deildar, sagði blaðamönnum á fundi í gær, en hann hefur ann azt undirbúning að þessari nýju azt vaknaði hugmvndin vegna fvrirspurna erlendra manna um ferðatékka. Hefur bankinn ástæðu til að ætla, að þessi nýjung geti einnig komið inn- lendum ferðamönnum til góða á ferðalögum þeirra um landið, en allir kannast við að erfitt get ur verið að selja venjulegar á- vísanir, þó aö menn eigi vel fyrir þeim í banka sínum. Hérlendir gjaldeyrisbankar selja ferðatékka frá viðurkennd um erlendum bönkum ,sem hef ur verið til mikils hagræðis fyr ir íslenzka ferðamenn. Ekki er talið útilokað ,að íslenzkir ferða tékkar verði í framtfðinni seld- ir á sama hátt erlendis, sem myndi að sjálfsögðu mjög bæta þjónustu við erlenda ferðamenn. Utvegsbankinn mun taka 1% gjald af upphæð ferðatékkanna fyrir þjónustuna, en það er það sama og erlendir bankar taka fyrir þessa þjónustu. Ýmis kostnaöur er bundinn útgáfu ferðatékkanna, eins og t.d. prent un þeirra og kápa utan um þá. Prentun hvers tékka kostar t.d. 5 kr. Sala ferðatékka hefst í aðal- bankanum á mánudaginn, en seinna í vikunni verður byrjað að selja þá í útibúum. Upphæð tékkanna er 500 og 1000 kr. Seinna kemur til greina að gefa út stærri og minni tékka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.