Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 14.05.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Þnojudagur 14. maí .á»u, JjaO er ekki ónýtt að stíga fyrstu sporin á mennta- brautinni á björtum sólskins- degi, jafnvel fiótt kalt sé í veðri og hafis fyrir landi. Um eitt leytið í gær lögöu blaðamaður og ljósmyndati leið sína niður i Austurbæjarskólann, þar sem vorskólinn var að hefjast, en það er námskeið fyrir börn, sem hefja skyldunám næsta haust. Þar var þröng á þingi, því aö foreldrarnir voru í fylgd með börnum sfnum, en einstaka hafði komið með einhverju eldra systkini, sem var öllum hnútum kunnugt í skólamálum. Börnin voru mjög alvarleg í fasi, því að þeim opinberaðist heilmikið af alvöru lífsins, þeg- ar þau komu í fyrsta sinn inn í skólastofnunina. Nöfnin þeirra voru lesin upp, og þegar álit- legur hópur var saman kominn, hélt hann í humátt á eftir kenn- aranum til skólastofunnar til þess að sitja í fyrsta sinn í kennslustund. Strákamir voru vatnsgreiddir og stelpurnar með fléttur eða borða í hárinu. Andlitin voru vandlega sápuþvegin og nef- Það mátti vart á milli sjá, hvor voru stoltari og spenntari — börnin eða mæöurnar, Aö vita meira og meira FYRSTI DAGURINN Á SKÓLABEKK broddamir gljáöu I litlum and- litunum. Þegar þau komu inn í kennsiu stofuna lét kennarinn þau fá sér sæti, stelpur og stráka að- greind í sérstakar raðir, svo að skólanum, sem þarna kynntist í fyrsta sinn hinu íslenzka skóla- kerfi, á eflaust einhver eftir að ljúka doktorsgráðu eftir lang- skólanám — sem þýðir að fyrir höndum er um þaö bil 25 ára sgta á skólabekknum. Tuttugu og fimm ár er langur tími á skólabekk, þegar tekið er tillit til þess aö ein fjörutíu mín- útna kennslustund getur verið býsna löng. «x-,- sgm sv y- . pyg- MAflU* il Fyrsta kennslustundin var ekki löng, og í frímínútu-um fór kennarinn með bekkinn út á skólaleikvanginn. Eftirvæntingin skein út úr hverju andliti, þeir leiddust ekki i þá freistni að toga hressilega í ljósa fléttu. Einn kennarinn skýröi Mynd- sjánni frá því, að fyrsta daginn yröi ekki mikið á þessa ungu nemendur lagt. Börnin voru lát- in velja sér sæti, þeim var sýnd- ur skólinn og sagt hvar þau ættu að skilja yfirhafnirnar eftir. Þau fóru i fríminútur og kennararn- ir stjórnuðu leikjum. f kennslu- stund var þeim síðan sögð saga og að því búnu hélt unga fólkið heim eftir að hafa fengið for- smekkinn af því að sitja á skóla- bekk. í þessum hópi í Austurbæjar- stofunum, þegar ljósmyndarinn kom að s tella áf. Skólagangan var samt rvo mikið alvörumál, að þau fengust ekki til að brosa. LATIÐ OKKUR INNHEIMTA Það sparar yður t'ima og óbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3lmur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.