Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 2
2 V í S IR . Fimmtudagur 16. maí 1968. MANC UNITED VAR 1:3 UNDIR í HÁLFLEIK • Það leit sannarlega ekki út fyrir að Manchester United yrði í úrslitum Evrópubikar- keppninnar í knattspymu eftir fyrri hálfleikinn í gærkvöldi í leiknum gegn Real Madrid á Bemabeau-vellinum í Madrid. Þá hafði Real Madrid yfir, 3:1, og sigurinn virtist blasa við Spánverjum. Engu að síður verða Englendingar nú í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar, — og era taldir sigurstranglegir gegn Benfica, en Inter og Ben- fica gerðu jafntefli, 0:0, f gær- kvöldi og fær Benfica því sam- anlagt 3:0 úr leikjunum. Úrslit keppninnar fara að auki fram á Wembley 19. maí, sem vissulega er ekki verra fyrir Manch ester United. Það var Pirri, sem skoraði fyrsta : markið í gærkvöldi í Madrid fyrir : Real. Hann skoraði á 31. mín. og Gento skoraði á 40. mín. 2:0. — Mark Englendinganna kom á 42. mín., þegar bakvörðurinn Zoco skoraði i eigið mark, en Spán- verjar skoruðu enn fyrir leikhlé, Amancio skoraði mínútu fyrir hálf- leik, — sem sagt 4 mörk á 19 mín. þar af 3 á aðeins 4 mín. 1 seinni hálfleik fengu hinir 110. 000 áhorfendur að sjá allt annað og betra lið frá United, einkum þó betri vörn. Á 21. mín. í síðari hálfleik skoraði Kidd 3:2 og 8 mfn. síðar skoraði Foulkes jöfnunar- markið í þessum æsispennandi leik, markið sem nægir United til aö komast I úrslitin gegn Benfica. 14 ára stökk 1.95 í höstökki FJÓRTÁN ára skólastrákur i París, Marc Noe, stökk um síö- ustu helgi 1.95 metra í hástökki og átti góöar tilraunir vlö 2 metra á sveinamóti í París. Afrekið er frábært af svo ung um pilti og má geta þess til samanburðar að Brumel, hcims- methafinn í hástökki, stökk „aðeins“ 1.75, þegar hann var ári eldri en Noe er, en hins vegar átti John Thomas 1.90 á hans aldri og þótti hreint ótrúlegt afrek þá. Rússneskur stökkvari, Basil Kmarski, stökk 2 metra þegar hann var 15 ára, en varð síðar að hætta vegna slæmra meiðsla, sem hann hlaut. Helmsmet Brumels er 2.28 metrar. SEFUR OLYMPIUNEFND? • ^að vakti talsverða furðu fulltrúa á þingi alþjóðasam- bands fþróttamanna í Búkarest fyrir nokkrum dögum, að tvö lönd höfðu ekki enn gengið frá málum sínum gagnvart fram- kvæmdanefnd Olympíuleikanna í Mexíkó varðandi aðgöngu- miða blaðamanna við leikana, Island og Kinshasa (Kongó). Fulltrúar frá Mexíkó komu á ráðstefnuna og ræddu lengi við blaðamenn um leikana og væntanlega aðstöðu blaðamanna, sjónvarps- og útvarpsmanna við leikana, en Iíklega gerir al- menningur, sem að öllu jöfnu les blöðin, sér ekki grein fyrir hversu miklum erfiðleikum það getui verið bundið að koma fregnum áleiðis til jölmiðlunartækja frá viðburðum eins og t. d. þessum miklu íþróttaleikum. Fréttamenn á ráðstefnunni hafa hreyft sig í þessu máli. öllu furðulegra er þó það tóm læti, sem nefndin sýnir íslenzk um iþróttamönnum. Nú er þaö staðreynd að íþrótta- menn úr a.m.k. þrem greinum frjálsum iþróttum, sundi og lyft ingum, keppa að því af alefli aö vinna þau afrek, sem boðleg geta talizt i Mexikó meö þaö fyrir augum að verða valdir sem fulltrúar landsins i Mexíkó. Ekkert hefur þó gerzt hjá nefnd inni, engir fundir að því að því er virðist til að ræða um þau lágmörk, sem sérsamböndin voru heldur óánægöir með hversu fáum miðum hvefju landi var úthlutað. Fulltrúi Mexí kó tjáði íslenzka fulltrúanum að sennilega mundi ísland geta fengið tvo miða fyrir blaðamenn og fréttamenn, en það er raun- ar mun betra en mörg stærri lönd en island fá, — en þó því aðeins að íslenzka olympíu- nefndin léti frá sér heyra. Nú munu einhverjir frétta- menn hafa í huga aö sækja þessa leika, og er því furðulegt að olympíunefndin skuli ekki hafa stungið upp á fyrir alllöngu síðan. Sefur Olympíunefnd, — eða á ekki að senda íslenzka þátt- takendur til þessara leika þar sem viðurkennd staöreynd að að alatriðið „er að taka þátt“. Við getum varla gengið þess duldir aö síðan á Rómarleikunum 1960 höfum við ekki haft neina von um verðlaun, í dag eigum við engan Vilhjálm. Hins vegar eig um við talsvert af íþróttafólki, sem til álita kemur að verð- launa með ferð til Olympíuleik- anna, nokkra í frjálsum íþrótt- um, nokkra í sundi og einn eða tvo sem til greina kæmu í iyft- ingum, en þeirri íþrótt fieygir ótrúiega fram um þessar mund- ir. Nú er komið fram í seinni hluta maímánaðar og eftir 4 mánuði verður Olympíueldurinn farinn að loga í Aztekaborginni fornu. Það er tími til kominn að Olympíunefnd vakni til dáða. — jbp — „HAFNARFJORÐUR VERSTSETT- UR ALLRA KAUPSTAÐA" Manch. United hefur stöðugt á- ■ •[ stæðu til aö fagna einhverju. ■ ■JNúna er það úrslitasætið í Evr-' I* ópubikarnum, en ensk • knatt- [ Ji spyrna hefur lengi beðið eftir að [ jlná svo langt, ekki sízt eftir aö« ■jSkotar (Celtic) uröu meistarar. ■ I[|Hér er David Herd að fagna ný- J '■skoruðu marki í leik gegn Tott- [ ■-enha:‘. ■ — segir ársþing IBH um húsnæði fyrir íjbróttir — átelur harðlega seinaganginn við byggingu íþróttahússins 23. ársþing Í.B.H. átelur harð- lega þann seinagang, sem verið hefur við byggingu íþróttahúss- ins. Telur þingið það algjörlega KR heldur núm- skeið í frjálsum íþróttum Frjálsíþróttadeild K.R. efnir til námskeiðs í frjálsíþróttum fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 13 til 10. síðu. óviðunandi að ekki skuli vera haldið áfram við þessa bráðnauð synlegu framkvæmd, þegar veitt ar eru milljónir króna til verks- ins ár eftir ár. Þingið vill vekja athygli á því að Hafnarfjörður mun nú vera verst settur meö íþróttahúsnæði allra kaupstaða, og mun vandfund- ið það skólahérað á landinu, sem býr viö iafn lítið íþróttahúsnæði miðað við nemendafjöida. Þingið ítrekar boð stjórnar Í.B. H. til bæjarráðs um að íþrótta- hreyfingin sé tilbúin til þess að gera allt sem í hennar valdi stend ur, bæði meö fjárframlögum og sjálfboðavinnu til að koma íþrótta- húsinu upp, og væntir þess, að framkvæmdum sé þrotlaust hald- ið áfram unz verkinu er að fullu lokið. 23. ársþing l.B.H. ítrekar þá skoðun sína að bezta ráðið til hraðari framkvæmda við íþrótta- húsið sé að fela íþróttanefnd fram- kvæmdavald Ætti nefndin að hafa friálsar hendur um allar fram- kvæmdir innan þess ramma, sem fjárveitingar levfa hverju sinni og í nánu samráði við bæjarráð og 'bæjarstjóra. Hvað gerir Keflavík gegn Reykjavík í kvöld? í kv*ld er Reykjavikurlið aftur i eldinum i bæjakeppni, — og í þetta sinn er það 1. deildarliö, sem er andstæöingurinn, KEFLA- VÍK, og án efa þurfa leikmenn Reykjavíkur að leggja harðara að sér en i leiknum í fyrrakvöld gegn Akumesingum. Keflvikingar eru sigurvegararnir í Litlu bikarkeppninni, og eftir öllum sólarmer >um að dæma eru þeir nokkuð vel undir sumariö búnir. Þaö má því allt eins búast við snörpum átökum á Mela- vcllinum i kvöld. Einhverjar breytingar munu verða á Reykjavíkurliðinu frá þvi í leiknum við Akranes, en í morgun var ekki vitað með vissu hvemig liðið verður skipað. Leikurinn við Keflavík hefst kl. 20.30. Kntasív/-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.