Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 8
Ö SSB V1 S IR . Fimmtudagur 16. maí 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Iðnþróunarstefna J>ar sem ljóst er orðið, að ísland mun fljótlega hefja samstarf við Fríverzlunarbandalagið með fulla aðild í huga, er aðlögun innlenda iðnaðarins orðin aðkall- andi mál. Hann þarf bæði að verjast innrás erlendrar vöru á íslenzkan markað og að nota viðskiptasam- starfið til að sækja með íslenzka vöru á erlenda markaði. Þessi aðlögun er að sjálfsögðu fyrst og fremst mál iðnaðarins sjálfs. Mest veltur á dugnaði og greind iðn- rekenda og iðnaðarmanna. En hið opinbera þarf líka að taka þátt í baráttunni, ef íslenzkur iðnaður á að vinna fullan sigur í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórn- in hefur þegar unnið mjög gott starf í þessari baráttu. Nægir þar að minna á eflingu Iðnlánasjöðs og Iðnað- armálastofnunarinnar og stofnun Iðnþróunarráðs. Enginn efi er á, að þessu starfi verður haldið áfram af fullum krafti, meðan núverandi ríkisstjórn situr. Ame Haarr, skrifstorustjóri norska iðnaðarmála- ráðuneytisins, hefur tvívegis dvalizt hér á landi og kannað,> hvað hið opinbera gæti gert til að efla iðn- þróun íslands. Hann hefur lagt fram nokkrar tillögur, sem hafa fengið góðar viðtökur. Hann leggur til að stofnaður verði hér aðlögunar- sjóður fyrir iðnaðinn að norskri fyrirmynd. Sjóðurinn verði notaður til að styrkja sameiginlegar aðgerðir iðnaðarins. Kemur þar margt til greina, svo sem stuðningur við undirbúningsathuganir á samstarfi og samruna fyrirtækja, ýmis fyrirgreiðsla við fram- kvæmd slíks samstarfs, útvegun hagræðingarráðu- nauta til ákveðinna og tímabundinna verkefna, stuðn- ingur við myndun sameiginlegra útflutningsfyrir- tækja, við námsferðir sölumanna erlendis, við ýmsa rannsóknastarfsemi og kynningu íslenzkra afurða er- lendis. Þá leggur Haarr einnig til, að hið opinbera auki rekstrarhagfræðilega og tæknilega leiðbeiningaþjón- ustu fyrir iðnaðinn.með því að efla enn frekar Iðnað- armálastofnunina, sem nú hefur þessi verkefni með höndum. Haarr leggur ennfremur til, að stuðlað verði að útflutningi iðnaðarvöru með því að koma á fót ein- földu endurgreiðslukerfi tolla, þannig að tollar af hrá- efnum, sem notuð eru til útflutnings, verði endur- greiddir snurðulaust. Loks leggur Haarr til, að Iðnlánasjóður eða annar sjóður láni iðnfyrirtækjum, sem geta hafið útflutning, en hafa ekki bolmagn til að leggja í hinn mikla kostn- að, sem því fylgir í upphafi. Aðgerðir á ýmsum þessum sviðum eru raunar þeg- ar hafnar. Flestir munu vera sammála um, að nauð- syniegt sé að auka þessar aðgerðir smám saman, eftir því sem fjárhagur þjóðfélagsins leyfir. Einn venjulegur dagur hér í heimi. Afstaða stjórnmálamanna íSaigon er höfuðverkur fyrir USA-stjórn Kmverjar glata virðingu sinni ef samningar nást i Paris /^fstaða helztu manna í Saigon veldur stjórnmálamönnum í Washington þungum áhyggjum. í rauninni eru hinir suður-víet- nömsku leiðtogar oft skoöaöir sem „leikbrúður“ í augum alls almennings. Ein ei aö síöur kem ur það ráðamönnum í Washing- ton furðuiega oft á óvart, aö meöan hershöföingjarnir og stjórnmálamennirnir í Saigon eru reiöubúnir aö þiggja vopn og dollara, eru þeir ekki jafn- reiðubúnir aö samræma hags muni sína og Bandaríkjanna. Sumir telja meira að segja aö næstum því jafn alvarlegur ágreiningur sé ríkjandi milli stjórnanna í Washington og Saigon og ágreiningurinn milli Bandaríkjanna og Norður-Viet- nam. Svartsýnismenn hafa heyrzt tauta um, að innan tíð- ar fái hinir bandarísku herir nýj an andstæöing — þaö er að segja hersveitir herforingjanna í Saigon. Þegar hugsað er um samninga fundina í París vaknar sú spum ing, hvernig Kínverjar muni komast hjá því að „týna andlit- inu“, eöa verða sér til minnkun- ar. Peking hefur endurtekiö í sífellu, aö eina lausnin á þessu deilumáli fáist meö vopnavið- skiptum, og þannig haft aö engu vilja noröur-víetnamskra ráða- manna til aö ráða úr deilunni á friðsamlegan hátt á stjórnmála- sviöinu. Og Peking hefur einn- ig gengið út frá þvi sem vísu, aö leiötogarnir í Hanoi hafi einn og sama vilja — vilja Pek ingstjórnarinnar. iítí Nú Iftur út fyrir, að f vænd- um sé ósigur mikill fyrir Mao og fylgismenn hans, þegar ^nn- aö hefur komiö f ljós f sambandi við þróun Víetnaru-málsins. Nema því aöeins að Parísarfund urinn verði til einskis, verða Kínverjamir að finna góða af- sökun til að réttlæta sjálfa sig í augum heimsins. Verði annað uppi á teningnum geta Kfnverj- arnir haft ánægju af þvl að segja við Víetnama: „Hvað sögð um við ekki?“ Ráðstefnur ísland er stöðugt að veröa meira og meira ráðstefnuland. í fyrradag lauk merkri ráöstefnu um fiskveiðar í Atlanzhafinu og framundan eru margar ráð- stefnur, þar á meðal geysimikil ráöstefna arkitekta, og er reikn- að með aö um 800 manns veröi hér f sambandi við þá ráðstefnu. Þá má ekki gleyma ráðherra- fundi NATO i lok júní, sem heimsblöðin munu fylgjast með af hinni mestu áfergju, einkum spurningunni um framtíö banda- lagsins. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum á Hótel Sögu. Fulltrúarnir höfðu fengið sér matarleyfi. Á borðunum eru tal- skjöl dreifö um öll borð. Uppi á 5. hæð voru hins veg- ar túlkamir staðsettir, svo og öll vélritun og f jölritun 'á plögg- um ráöstefnunnar. Þaöan er minni myndin, sem hér fylgir að ráöstefnur eru töluvert fyrir tæki, og væntanlega verða vandamálin enn stærri, þegar ráöstefnumar veröa stærri eins og veröur síöar í sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.