Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 3
MYNDSJ VtSI R . Fimmtudagur 16. maí 1968. „Guð minn almáttugur - hvar er mixtúran mín?“ Magga mið iil hefur lengi geymt dálítið sem tilheyrir Madsen klæðskera og aumingja Madsen fær eitt af sínum hjartatilfellum, þegar Magga dregur upp karlmannsbuxur. Frá vinstri: Pétur Einarsson (Glas Iæknir), Jðn Sigurbjömsson (Sveinjón skósmiður), Margrét Ölafsdóttir (Dísa), Sigríður Hagalín (Magga miðill), Emelía Jónasdóttir (tengdamamman), Guðmundur Pálsson (Madsen) og Sigurður Karlsson (þjóðskáldið). Mig vantar mixtúruna mína! Leynimelur 13 — skopleikur sem naut geysilegra vinsælda fyrir 25 árum frumsýndur i Iðnó JTvernig litist ykkur á ef heill herskari af ókunnugu fólki legði undir sig íbúðina ykkar einn góðan veöurdag? Þetta má aumingja Madsen klæöskeri láta sig hafa, þvi að ‘þetta fólk hefur það uppáskrifað að nú á það heima á Leynimel 13. Og þvilíkt fólk — haltur og skakk- ur skósmiður með ellefu böm og guðs útvalda hjálpræðishers konu til sambýlis, glæsileg söngkona með miðilshæfileika og beint samband við uppheim- inn ásamt dóttur sinni á versta aldri, þjóðskáld með hárauöa „Jesús minn, hvað þú ert sæt- ur.“ — Frú Madsen (Guðrún Ásmundsdóttir) og eiginmað- ur hennar, Madsen klæðskeri. þverslaufu og ótakmarkaðan á- huga á guðaveigum og svo að lokum danskur forretnings- maður, sem talar stórundarlega dansk-íslenzka tungu. Aö vísu er það bót í máli fyrir Madsen, að hans ástkæra eigin- kona hefur brugðið sér upp á Skaga með loftpúðaskipinu en þvi miður skildi hún hana móð ur sína eftir, öllum íbúunum á Leynimel 13 til mikils ama. Sambýlið á Leynimelnum gengur ekki sem bezt til að byrja með, en svo verður aum- ingja Madsen að sætta sig við þetta sambýlisfólk, og þá fer nú samkomulagið að skána. — Sveinjón skósmiður er líka lag- inn við nikkuna og von bráðar er slegið upp balli á Leynimeln um. — En gamla konan, móðir frú Madsen er ekki langt und- an — enda hafði hana lengi grunað að þessi tengdasonur henn væri ekki allur þar sem hann er séður.... Nú ætlum við ekki að rekja söguþráðinn í „Leynimelnum“ lengra svo að ekki verði eyöi- lögð ánægjan fyrir þeim sem eftir eiga aö sjá leikritið sem er frumsýnt í Iðnó í kvöld. — Fyrir 25 árum var leikritið frum flutt í lvFjalarkettinum“ og naut það geysilegra . vinsælda. Höf- undar eru Emil Thoroddsen Indriöi Waage og Haraldur Á. Sigurðsson. Leikstjóri er ungur maður, Bjarni Steingrímsson, og leik- mynd gerir enn yngri maður, Jón Þórisson, nemandi Stein- þórs Sigurössonar. Aðstoðarleik stjóri er Kjartan Ragnarsson, en leikarar eru þau Guðmundur Pálsson, Jón Sigurbjörnsson, Á- rórfl HallHnrsHrtttir Fmplín .THn asdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir Sigríöur Hagalín, Pétur Einars- son, Borgar Garðarsson, Mar- grét Ólafsdóttir, Jón Aðils, Sig urður Karlsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Kjartan Ragn arsson. Leikstjórinn, Bjarni Stein- grímsson, í þungum þönkum í hléinu. Tengdamamma verður áhorfandi að ýmsu ósiðsamlegu athæfi í húsi dóttur sinnar og tengda- sonar að Leynimel 13, meðan dóttirin er í burtu. OGREIDDIR1 REIKNINGAR * LATIÐ OKkUR INNHEIMTA... Það sparar yður tima og ójbægindi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæð —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.