Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 01.06.1968, Blaðsíða 1
VISIR S8. árg. - Lauga'rdagur I. jiinf 1968. - 119. tbl. Bændur á Snæfellsnesi bera minnst úr býtum Samkvæmt nýlega birtum skýr9lum í Hagtíðindum, eru bændur landsins yfirleitt meöal tekjulægstu þjóðfélagsþegna, ef Dr. Gunnar Thoroddsen hefur kosningabaráttuna opinberlega. A fundi meö blaðamönnum i gær. VonbrígBi ef enginn hití kemst kosningarnar — segir dr. Gunnar Thoroddsen, sem nú hefur hafið opinbera kosningabaráttu Hann heldur / kynningarferb um landib eftir helgina Skákmeistararnir komnir Allir hinir slö erlendu skák- meistarar, sem tefla munu hér á Fiskemótinu eru nú komnir til landsins. Á mótinu, sem er eitt stærsta, sem haldið hefur verið hér á landi, munu 16 skákmeist- arar, stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar leiða saman hesta sína. Það hefst á annan í hvitasunnu í TJarnarbúð. Erlendu skákmennirnir eru: Addison og Byrne frá Bandaríkjun- um, Vasjúkoff og Taimanoff, Sovét- rfkjunum, Uhlman,' A.-Þýzkalandi, Szabo, Ungverjalandi, og Ostojic, Júgóslavíu. Mestu athyglina í fyrstu umferð mótsins mun sennilega beinast að skák S abos og Vasjúkoffs en einnig er beðið með mikilli eftir- væntingu eftir því, hvernig Friðrik Ólafsson mun spjara sig á mótinu, en hann lauk lagaprófi í gær. Það má því búast við því, að hann sé þreyttur eftir prófestur og próf. ö Þaö yröi mikil vonbrígði, ef enginn hiti kæmist í kosn- ingabaráttuna. Hins vegar vona ég, að ekki sjóði upp úr, sagði annar frambjóðendanna til forsetakjörs, dr. Gunnar Thoroddsen, sendiherra, á fyrsta biaðamannafundinum, sem haldinn hefur verio vegna forsetakosninganna 30. júní n.k. Með þessum blaða- mannafundi hefur dr. Gunnar Thoroddsen kosningabarátt- una opinberlega, en nýlega rann framboðsfrestur út fyrir forsetakosningarnar. Tilefni fundarins er það, sagði forsetaefnið, að ég tel eðli legt 0£ æskilegt að almenningur fái upplýsingar um það helzta i kosningaundirbúningnum. Á þriðjudaginn held ég í kynningar- og fundarferð um landið, ou stuðningsmenn min- ir munu efna tll almennra funda. Fyrstu fundirnir verða haldnir á Snæfellsnesi i minu gamla kjördæmi, en ég var þing maður Snæfellsnesinga i mörg ár. Með þessu er að hefjast opin- ber þáttur kosningabaráttunnar. Fundirnir verða þannig skipu- lagðir, að fyrst verða flutt nokk ur stutt ávörp, síðan flyt ég stutt ávarp, en að lokum verður fyrirspurnum svarað ef þær verða einhverjar. Það er þó ekki ætlast til þess að fundirn- ir verði f kappræðustíl, enda eru forsetakosningar hérlendis gjörólíkar aiþingis og bæjar- og sveitastjórnarkosningum. Dr. Gunnar Thoroddsen 'skýrði frá þvf á fundinum, að útvarpsráð hefði ákveðið að bjóða þeim frambjóðendunum að koma fram í viðtalsþáttum í hljóðvarpi og sjónvarpi 19. júní, þar sem fréttamenn munu leggja fyrir þá spurningar. Á sama tíma var samþykkt að bjóða frambjóðendunum að flytja ávörp í hljóövarpi og sjón varpi, en ávarp hvors um sig verður flutt samtímis í bóðum deildum útvarpsins. í þriðja lagi var samþykkt að flytja i sjónvarpi og útvarpi sérstaka 30 — 40 mínútna þætti til að kynna frambjóðendur, sem bezt fyrir þjööinni. Óskað er eftir þvi að stuðningsmenn frambjóðend anna undirbúi og flytji þessa þætti. — Ég hef fyrir mitt leyti samþykkt að taka þátt í þessu, sagði forsetaefnið. Staðirnir, þar sem stuðnings- menn dr. Gunnars Thoroddsens, munu efna til almennra funda, eru sem hér segir: Stykkishólmur 4. júní, Hellis- sandur 5. júnf, Vestmannaeyjar 6. júní, ísafjörður 7. júní, Blönduós, Siglufjöröur, 9. júní, Húsavík 9. júní, Akureyri 10. iúní, Egilsstaðir 11. júní, Höfn í Hornafirði 12. júní og Akra- nesi 13. júni. Ennfremur vérða fundir haldn ir á Suðurlandi, Reykjanesk.jör- dæmi og Reykiavík. Dr. Gunnar Thoroddsen og kona hans munu mæta á öllum fundunum. Forsetaefnið var að því spurt á blaðamannafundinum, hvort stuðningsmenn hefðu leitað aö fyrirmyndum 'itthvað út fyrir landssteinanna vegna kosninga W-> 10. siða. marka má þær tölur allar. Af einstökum sýslum landsins, er Kjósarsýsla efst með 214 þús. kr. meðaltekjur á bonda. Bænd- ur í Eyjaf jarðar- og Árnessýslum hafa haft um 208 þús. að meðal tali. Hins vegar hafa bændur í Austur- og Vestur-Skaftafells- sýslum aðeins uppskorið um 131 þúsund hver að meðaltali, en SnæfeMsnessýsla er enn lægri eða aðeins um 129 þúsund. Umferðin um livííasiiiiniiiia: Sízt minni hætta en o H-dag Tólf bifreiðir ríkislögreglunnar hafa verið við eftirlits- og lög- gæzlustörf úti á þjóðvegum síðan á H-dag, en nú um hvítasunnuheíg- ina verður þjóðvegslöggæzlan stór- aukin enn — einkum á Suðvestur- landi og í nágrenni Akureyrar, þar sem búast má við mestri umferð. Fólkið flykkist þúsundum saman út á þjóðvegina um hvitasunnuna, sem er orðin önnur mesta ferða- helgi íslendinga, en flest þetta fólk er byrjendur í hægri-umferð á þjóðvegum, þótt það hafi öðlazt einhverja reynslu í hægri akstri í þéttbýli. Ríður nu á þvf, að öku- menn hafi góðan andvara á sér í þjóðvegaakstrinum, engu minni en fyrstu dagana í þéttbýlinu. Mest riður á því, að ökumenn haldi hraðanum innan löglegra tak- marka eins og sést bezt á því, að þau óböpp, sem orðið hafa í um- ferðinni fram til þessa hafa flest verið smávægileg vegna þess hve hraðinn hefur verið litill á bif- reiðunum, sem fyrír óhöppunum urðu. „Vísir í víkulokin " fylgir blaðinu i.dag til áskrifenda Stolið af tveim Frökkum, er hírðust í bát í slippnum Tveir franskir „feröamenn", sem að undanförnu hafa hafzt við í báti í slippnum í Reykja- vik, kærðu til lögreglunnar i gær þjófnað á nokkrum munum þeirra, sem einhver hafði stolið úr farangri þeirra. Söknuðu þeir úr farangrinum rafmagnsrakvélar og smámuna og einnig tveggja eða þriggja 100-franka seðla — mynt, sem fæstir ágirnast þessa dagana. Þjófarnir höfðu komið að far- angrinum að Frökkunum fjarver andi og haffii enginn orðiA þeirra var, svo vitað sé ennþá, en þeir sem kynnu að hafa séð til þjófanna, eru beðnir að gera lögreglunni viðvart. Þessir tveir frönsku piltar kynna okkur nýja tejsund ferða- manna til viðbótar við (jaldbúa og bakpokaferðamenn. Þessir virðast liafast við undir bátum og í bátum, eða bara þar sem þeir finna sér skjól gegn veðri or vindi, en gistíngu kaupa þeir sér helzt ekki. Kom í ljós, að þessir tveir höfðu ekkert leyfi fengið tii þess að haldu til i slippnum. Allt i ovissu um ólympíu- mótið í bridge í Frakklan Verkföllin og ólgan þar kemur 'óllu úr skoroum ¦ Allt er i óvissu um ólíumpíu- mótið í bridge, sem ráðgert var. aö haldið yrði f Deanville í Frakklandi og hæfist 5. júní n.k Vegna ólgunnar í Frakklandi, verkfallsins og óvissunnar, hafa menn áhyggjur af því, að ekk- ert geti orðiö úr mötinu. Islendingar höfðu valið sveit manna til þess að spila á mót- itiu ofí ætlaði hún utan 4. júni n.lc, <;n fararstjóri og leikmenn liafa aö undanförnu sert ít.rekað- ar tilraunir til þess að ná sam- bandi við forri.ðamenn mótsins ; Frakklandi. en pn&ar öruggar uppiýsingar fengist. Barst þeim skeyti siðast i gær frá fyrirliða bandarísku sveitar- innar, sem staddur er á (taliu, oj; vm .i þvi að skilja, að .iævl "miii.....»— *a ¦¦ ......i i i iiiiinindB iinnfii 'i | unum hefði veriö breytt á síð- ustu stundu og ólympíumótið yrði haldið í Sviss, en þaö hefur ekki enn fengizt staðfest. Skeyta- og talsamband innan Frakklands hefur verið í ólestri vegna verkfallanna og forráða- mö.nnum bridgefélaganna hér hefur því ekki tekizt að ná tali af þeim mönnum. sem annast eiga mótið. Milli landa á „puttanum" til ab geta hringt heim ¦ fslenzk stúlka, Sigríður Sig- urðardóttir, fór fyrir skömmu „á puttanum" frá Frakklandi til Italiu, þar sem hún gat tilkynnt heim til fslands ættingjum sín- um að hun væri við beztu heilsu og liði vel. Sigríður var orðin fjárvana oe ekki hafði tekizt áð koma penineum til hennar, vegna verkfallanna og óeirðanna í Frakklandi að undanförnu. — Sigríður, sem möraum er kunn fyrir stjórn þáttarins „Óskalö? siúklinga". er stúdent að mennt og leggur nú stund á frönsku- nám i Nizza. Sigríður sagði, að ástandið væri miög slæmt og óvíst væri hvort próf í æðri skólum landsins frru fram að þessu sinni. — Við fáum að vera á stúdentaearðinum ennþá, en mat fáum við aðeins öðru hverju, sagði Sigríður að lokum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.