Vísir - 05.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1968, Blaðsíða 2
VISIR . Miðvikudagur S. júní 1968= .. i KR _ FRAM 2:2 Hvað er orðið af KR-heppninni: 7 — / gærkvöldi áttu KR-ingar megnib af leiknum gegn Fram, en máttu þakka íyrir jafntefli 2:2, jöfnuðu 5 m'in. fyrir leikslok KR-ingar máttu svo sann- arlega ganga óánægðir frá leiknum við Fram í gær með annað stigið í viður- eign, sem þeir höf ðu alger- lega á sínu valdi svo til allan tímann, — og mark- tækifærin áttu þeir lika langflest, en aðeins annað stigið fer til KR, hitt til heppins Fram-liðs, með góða varnarmenn og góð- an markmann, aldrei þessu vant. KR sótti mjög í fyrri hálfleik undan kuldanæðingnum, og strax í byrjun var eins og hinir hörðu KR-ingar, sem þó léku að mestu innan ramma laganna, hefðu brotið Framarana niður, a.m.k. tóku Framarar ekki við sér fyrr en seint í seinni hálfleik, þegar þeir höfðu öllum á óvart náð forystu i leikn- um. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, þótt stundum munaði ekki miklu í KR-sóknunum. Hins vegar skoraði KR strax I byrjun seinni hálfleiks eftir 2 minútur. Það var Gunnar Felixson, sem óð upp vinstra megin, gaf boltann fyrir markið, en markvörðurinn hafði farið út á móti og skildi markiö eftir autt og yfirgefið fyrir Jóhann Reynisson, sem kom aðvífandi og skoraði örugglega. Ekki voru nema 4 mínútur liðn- ar frá ' essu marki, þegar Elmar brunaði í gegnum KR-vörnina komst inn að endamörkum vinstra megin og gaf þar mjög laglega á Helga Númason sem skallaði í gagnstætt horn og skoraði. Á 15. mín. urðu KR-markverðin- um, Pétri Kristjánssyni furðuleg mistök á, — hann kastaði boltanum beint fyrir fætur Helga Númasonar, sem varð svo hissa, að hann gat eiginlega ekkert að gert og kom engu skoti á tómt markið. Hins vegar var Helgi ekkert að tvinóna á 33. mínútunni, þegar dæmt var víti á gróft brot gegn honum innan vítateigs. Helgi fram- kvæmdi spyrnuna og skoraði af miklu öryggi, 2:1 fyrir Fram, sem ekki gaf rétta mynd af því sem á undan var gengið. KR tókst að vísu að jafna. Það va. Gunnar Felixson, sem skoraði með góðu skoti og óvæntu utan vítateigs, boltinn fór fremur rólega i átt að horni marksins, en mark- vörðurinn, sem e.t.v. hefur ekki getað séð til Gunnars, þegar hann skaut, var seinn niður, og boltinn rann undir hann í netið. Þessar síðustu 5 mínútur átti KR tvívegis opin tækifæri, Eyleifur. og Jón Sigurðsson skutu báðir fram- hjá. KR-hepj. ^n var ekki með í spilinu í gærkvöldi. KR-liðið var greinilega sterkari aðilinn. Vörnin var nokkuð sterk og bezti tengiliðurinn var Halldór Björnsson, sem stöðugt sýnir fram- farir f leik sínum. Menn tala um að hann sé grófur leikumaður. E.t.v. er hann allgrófur, en hann tekur á, vinnur vel og hefur auga fyrir samleik. Knattspyrna er heldur ekki m->- 10. síða. Metaregn í nýju lauginni í kvöld? KR-ingar sækja að Fram-markinu en Þorbergur grípur vel inn f. Líkur eru tll að á næstunni hrynji lslandsmetin i sundi eitt af öðru. Ástæðan er sú, að héð- an f frá verður einkum keppt á 50 metra braut hér f Reykjavík eftir aö nýja sundlaugin í Laug- ardal hefur verið tekin í notkun. í kvöld fer fram sundmót i nýju lauginni og verður keppt f 8 sundgreinum karla og kvenna og 2 boðsundum. í 200 metra bringusundi má búast við metum, bæði í karla og kvennaflokki. Leiknir Jóns- son er mjög líklegur til að ná þarna metinu, og eins má búast við að hin unga sundkona, Ell- en Ingvadóttir bæti 5 ára gam- alt met Hrafnhlldar Guðmunds- dóttur, en á mótinu, sem fram fór í sambandi viö vígsluna setti hún met í 100 metra bringusund- inu, tók þar einnig gamalt met Hrafnhildar. I 200 metra skriðsundi er ekki ósennilegt að Guðmundur Gfslason bæti met sitt, en við vigslu nýu sundlaugarinnar setti hann met f 100 metra skriðsundi, synti á 58.2. 1 100 metra skriðsundi kvenna er Hrafnhildur Guðmundsdðttir einnig vfs tll að bæta metið. Skemmtileg keppni ætti að verða i 100 metra flugsundi kvenna milli þeirra Hrafnhild- anna, Kristjánsdóttur og Guð- mundsdðttur. Þá ætti að verða góð keppni í 100 metra baksund inu milli Hrafnhildar Guðmunds- dóttur og Sigrúnar Siggelrs- dóttur. Auk þessara greina er keppt i 100 metra flugsundi karla og 100 metra baksundi karla og loks 4X100 metra skriðsundi karla og kvenna. Mðtið hefst kl. 20.30. Hvað gera nýliðarnir gegn þýzkum atvinnumönnum? # Vestmannaeyingar koma fljúgandi til Keflavikur i leigúflugvél f dag. Þetta verður þeirra fyrsta „innrás" á megin- landið sem 1. deildarlið. And- stæðingur þeirra er þýzka liðið Schwartz-Weiss frá Essen, sem . sigraði Keflavik með 4:1 í fyrra- dag. • Eyjamenn unnu Val á dög* unum með 3:1 eins og menn muna, — og þaö er þvi með nokkurri eftirvæntingu, sem menn bíða leiks þeirra í kvöltl og spyrja jafnframt sjálfa sig „Eru nýliðarnir eins sterkir og álita mætti eftir leikinn vlð Val?" Liðin i kvöld eru þannig skip- uð: Páll Pálmason, Þorkell Hún- bogason, Siguröur Ingi, Viktor Helgason, Valur Andersen, Guö- mundur Þðrarinsson, Haraldur Júliusson, Sigmar Pálmason, Svavar Tryggvason, Geir Ólafs- jn og Aðalsteinn Sigurjensson Hiibberts, Stoffmehl, Launert HUIsmann, Ressemann, Demm- er, Bauerkamper, Grenda, Kauf- mann, Vollmer og Wirsching Grasvöllurinn / Keflavik kl. 20.30 i kvblcl; SCHWARTZ- WEISS - VÍSTMANNAÍYJAR Vestmannaeyingar i fyrsfa sinn i sumar á „meginlandinu" — Siðast unnu jbe/r Islandsmeistarana — Hvaö gera jbe/V nú?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.