Vísir - 05.06.1968, Blaðsíða 6
6
V1SIR . Miðvikudagur 5. júní 1968.
TÓli-ABÍÓ j—Listir-Bækur-Menningarmál-
3
lslenzkur textl. —
(„Duel At Diablo")
Víöfræg og snilldar vei gerð,
ný, amerísk mynd 1 litum,
gerö af hinum heimsfræga leik
stjóra „Ralph Nelson."
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Allra síðasta sinn.
NYJA BIO
Hjónaband i hættu
(Do Not Disturb)
ÍSLENZKUR TEXTI
Sprellfjörug og meinfyndin
amerísk CinemaScope litmynd.
Doris Day
Rod Tailor.
Sýnd«,kl. 5, 7 og 9.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Hugdjarfi riddarinn
Mjög spennandi ný frönsk
skilmingamynd í litum og
Cinemascope. Aðalhlutverk:
Gerrard Bnrry.
Sýnd kl. 5 og 9.
íslenzkur texti.
WÓÐLEIKHÖSIÐ
mm m
Sýning fimmtudag kl. 20.
Aðeins tvær sýningar eftir.
Nemendasýning
Listdansskólans
verður endurtekin föstud. kl.
20.
Aögöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20. — Sími 1-1200.
Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni:
Sýningar á vori 1968
JÓHANNES GEIR sýnir ekki
á hverjum degi. Nokkur mál-
verka hans hafa þó birzt á fé-
lagssýningum síðustu haustin og
ótvírætt gefið f skyn, að málar-
inn hygði á endumýjun. f sum-
um voru litimir fjölbreytilegri.
en áður og reyndar lfka
bæði hreinni og léttstígari.
Rauðir og gulir logar teygöu
feimnislega ár sér og hreyfðu
sig gætilega eins og nývaknaðar
manneskjur. Langbezta málverk-
ið á sýningunni f Unuhúsi
er einmitt af þessari gerð.
Slátrun heitir það. — En
hverju er Jóhannes Geir að
slátra? Fyrst og fremst svart-
bláa hlaupinu, sem leggst eins
og klumpur ofan á grunn margra
verka og spillir sköpulagi þeirra:
aflagar teikninguna, óhreinkar
litina. En það er ósanngjamt að
staðnæmast of lengi við atriði,
Sinfóniuhljómsveit 'lslands:
18. tónleikar
Stjómandi: Bohdan Wodiczko.
Einleikari: John Ogdon.
John Ogdon, brezkur píanó-
leikari og tónskáld, kom
fram f fyrsta sinn hér
á landi á lokatónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands
30. maí s.l. John Ogdon á þegar
að baki sér mjög glæsilegan
feril. Fyrst vakti hann sérstaka
athygli á Englandi með þvf að
hreppa Franz Liszt-verðlaunin
í London og alþjóðlega athygli
með þvf að vinna fyrstu verð-
laun (ásamt Askenazi) í Tsjaf-
kovský-keppninni. Auk tónleika-
halds víða um heim er ástæöa
að benda á, aö Ogdon er nokkuð
sérstæður meðal píanóleikara
vegna þess hve vítt verkefnasvið
hann hefur. Auk hinna klassfsku
pfanóbókmennta, sem hann leik-
ur spjaldanna á milli, hefur
hann komizt í mikið álit f túlk-
un nútímaverka fyrir pfanó.
Nýlega lék hann t.d. verk
ungra, brezkra höfunda inn á
hljómplötu, þá hefur hann leikið
eitt lengsta nútímaverk fyrir
pfanó, sem tekur um 2 klst. í
flutningi, „Vingt regards sur
l’enfant Jésus“ eftir Messiaen,
sem þykir mikið afrek. Þá hefur
hann kynnt talsvert af óþekkt-
um verkum eldri höfunda, sér-
staklega Liszt og Busoni. Hann
hefur nýlokið að leika pfanó-
konsert, sem talað er um sem
„tröllaukið verk“, eftir þann
síðamefnda og fengið mikið
lof fyrir. Að lokum má geta
þess, að í síðasta mánuði frum-
flutti Ogdon fyrsta píanókon-
sert sinn, en af blöðum aö
dæma virtist honum vera vel
tekiö. Þá er komið að tónleik-
unum f Háskólabíói, en þar lék
hann fyrsta píanókonsert Tsjaí-
kovskýs. Þetta verk er nú svo
margþvælt, að æskilegra hefði
verið að heyra þennan ágæta
tónlistarmann sýna okkur eitt-
hvað annað úr pokahomi sínu.
Að vfsu er þetta mjög vinsælt
verk og langt síðan það hefur
vérið flutt hér, svo það er e.t.v.
afsökunarvert. Meðferð Ogdons
á þessu verki var mjög frá-
brugðin því venjulega og sýnir,
að hér er tónlistarmaður meö
frumlega hugsun. Þrátt fyrir
mjög góða tæknikunnáttu, t. d.
ótrúlega áttundatækni, lætur
hann hana aldrei ná yfirhönd-
inni, hún þjónar alltaf þeirri
túlkun, sem hann vill fá fram.
Sú túlkun er óvenju frjálsleg,
rétt eins og hann „leiki af fingr-
um fram“ og á þennan hátt
varð þessi margþvældi konsert
eins og nýr f höndum Ogdons
og er þá mikið sagt, því það er
ekki ósjaldan að þessi konsert
hefur verið „endurskapaður" í
túlkun einhvers snillingsins.
Bohdan Wodiczko, pólski
hljómsveitarstjórinn, sem verið
hefur aöalstjómandi hljómsveit-
arinnar þrjú s.l. ár, er nú á för-
um. Það verður varla ofsagt,
hvílíkt verk hann á hér að baki.
Enginn vafi er á, að mörgu fólki
hér á landi er ókunnugt um,
hve mikilsmetinn tónlistarmann
við höfum haft hér, þvf að Iftið
hefur verið á slíkt minnzt í
blöðum og er þaö undarlegt að
vissu leyti. Ýmsir hafa þó feng-
ið nasasjón af þvf utan úr
heimi, að hér hafi verið aö
starfi maður, sem vegna kunn-
áttu, reynslu og skarpskyggni,
— sé slíkur, að vel megi leita, til
að finna annan slíkan. Þetta er
ekki ofmælt, þvf að hér nægir
t.d. að benda á norrænu tón-
Iistarhátíðina s.l. haust. Það eru
ekki margir, sem mundu stjórna
svo mörgum erfiðum og nýstár-
legum verkum f sömu viku með
þeim ágætum sem raun varð á.
Þó hefur aðalverk hans hér verið
aö „ala upp hljómsveitina", sem
sjá mátti stundum af verkefna-
vali og svo af stöðugum fram-
förum. Ekki er ástæða til að
fjölyrða það meir, en nægir að
benda á þjálfun og getu hljójn-
sveitarinnar nú, sem er hinn
Iifandi árangur starfs hans hér.
Hljómsveitin mun lengi búa aö
þessum mikla skerf Wodiczkos
og er vonandi, að hann eigi leið
hér um áður en langt. lfður.
Lokaverkefni hans, Schehera-
zade“ eftir snilling hljómsveit-
arinnar Rimsky-Korsakoff, var
ágætt dæmi um þann áfanga,
sem náðst hefur og vil ég sem
einn af hlustendum tónleika
Wodiczkos sfðustu tvö ár
þakka honum fyrir margar góð-
ar stundir.
H. H.
OPERAN
APÓTEKARINN
eftir Joseph Haydn
Einnig ntriðl úr
Ráðskonuríki, Fidelio
og La Traviata.
Stjórnandi Ragnar Björnsson
Leikstj. Eyvindur Erlendsson
Sýningar í Tjarnarbæ'
Fimmtudag 6. júnf, kl. 20.30.
Sunnudag 9. júní, kl. 20.30.
Fimmtud. 13. júní, kl. 20.30.
Aðeins þessar sýningar.
Aðgöngumiðasala f Tjamarbæ
frá kl. 5—7. Sfmi 15171.
HÁSKÓLABÍÓ Sim' 22140 STJÖRNIIBÍÓ LAUGARÁSBÍÓ
tilkynnir: Vegna óviðráðan- legra orsaka veröur sýningum á Sound of Music frestað 1 nokkra daga. Fiskimaðurinn frá Galileu Heimsfræg amerísk stórmynd tekin og sýnd í litum og 70 mm. — Aðalhlutverk: Howard Keel Susan Kohner. Endursýnd kl. 5 og 8.30. Fórnarlamb safnarans ÍSLENZKUR TEXTI Ný verölaunakvikmynd. Sýnd kl. og 9. Bönnuð börnum. Blindfold Spennandi og skemmtileg amer fsk stórmynd ‘ litum og Cin- ema Scope, með hinum frægu leikurum Rock Hudson Claudia Cardinale Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. íslenzkur texti.
KÓPAVOGSBÍÓ
Hvað er að frétta kisulóra? („What's new pussycat?") Heimsfræg og sprenghlægileg ensk-amerísk gamanmynd i litum. Peter Sellers Peter OToole Capucine Ursula Andress Endursýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð innan 12 ára.
GAMLA BÍÓ
BÆIARBÍÓ
Syngjandi nunnan (The Singing Nun) Bandarisk söngvamynd S litum og Panavision með fsl. texta Debbie Reinolds. Sýnd 2. hvítasunnudag. kl 5, 7 og 9.
Greiðvikinn elskhugi Bandarfsk gamanmynd f litum með Rock Hudson Leslie Carol Charles Boyer Sýnd kl. 9.
sem undirritaður telur neik^æð.
Ýmislegt er harla gott. Til dæm
is finnst mér Jóhanoesi Geir
verð- furðu mikið úr litlu frá-
sagnarefni — þröngu sögusviði.
Enginn sýnir meiri þolinmseði en
hann. Sú tíð kann að koma fyrr
en við höldum er höftin losna í
brjósti málarans og orkan nýtist
miklu betur. Fyrst nú hef ég
sannfærzt um hæfileika Jóhann-
esar Geirs og djúpa alvöru hans
og sakna þess einlæglega, að
árangurinn er lakari f mörgum
verkum en hann ætti að vera
.....og gæti orðið.
Kristfn og Jóhann Eyfells
héldu sýningu f Listamannaskál-
anum sfðustu daga aprílmánað-
ar. Lfklega á hinn hrörlegi
salur nokkum þátt f því, að
höfundi þessara orða fannst
heildarsvipurinn slakari en á
fyrri sýningum hjónanna. I ann-
an stað voru myndirnar hver
annarri líkar, svo nauðalfkar, að
þær gátu tæplega myndað keðju,
sem stokkaðist upp í sífellu. En
þetta er vitaskuld aukaatriði.
Þegar ég festi orðin á blaðið
hefur myndhringurinn f skálan-
um rofnað fyrir löngu. Verkin
eru aftur orðin að einstaklingum
hér og hvar um bæinn. Og þann-
ig skoðum við þau einmitt hvers-
dagslega: sem einstaklinga. Lág-
myndir Jóhanns — ég ætla að
leyfa mér að kalla þær svo —
eru athyglisverðar um margt.
Rétt er að segja strax, að um
leið og ég gekk í salinn fannst
mér þær eiga að stækka til
mikilla muna — þenja sig út
um veggfleti meiriháttar bygg-
inga. Sú tilfinning hefur ekki
vikið frá mér sfðan. Þó eru form
brotin, efnisbútamir hvorki stór-
ir né fyrirferðarmiklir. Þvert á
móti. Hið smáa og ljúfa auð-
kennir verkin, sem gjörð eru af
málmi. Skildir Jóhanns Eyfells,
hrúgumyndir hans og lágmyndir
eru að ýmsu leyti nýjung í list
okkar. Fyrir því orka þær ein-
att á hugann eins og planta,
sem er að vakna til lífsins
snemma vors. Sjálfsagt eiga þær
eftir að dafna, já breiða úr sér
á næstu árum. Um verk Kristfn-
ar skal ég vera fáorður — eink-
um sakir þess, að þau eru ekki
annað en þrjú eða fjögur brot,
sem erfitt er að fella saman í
heild. Kristfn er hvergi nærri
jafnoki Jóhanns sem myndhöggv
ari. Þó eru það hnútalengjumar,
sem ég man bezt eftir að liðn-
um fáeinmn vikum. Styrkur
þeirra liggur fólginn í vitrænu
13. síða
NAFN ARBÍÓ
Likið i skemmtigarðinum
Afar spennand' og viðburðarfk
ný þýzk litkvikmynd með
Georfie Nader
fslenzkur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl 5 7 og 9.
Leynimelur 13
Sýning í kvöld kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Heddo Gablet
Sýning fimmtudag kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Aðgöngumiðasaian Iðnó er
ipin frá kl 14 Söni 13191