Vísir - 05.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 05.06.1968, Blaðsíða 12
12 V í S IR . Miðvikudagur 5. júní 1968. ¦ JH — Hvenær ætlarðu að segja honum það? — Ég — ég vert það ekki, sagði ég vandræðalega. — Það er bezt að þú gerir það sem fyrst, annars verð ég að gera það fyrir þig. — Ég skal segja honum það á morgun, Peter, flýtti ég mér að segja. — Ég — ég fer út með honum ein á morgun. — Gott! Ég vona að hann óski mér til hamingju þegar þiö komið aftur. Klukkan var orðin nærri tvö þegar ég komst í bólið. Ég bylti mér sitt á hvað og hryllti við morgundeginum — hryllti við að segja John að ég væri trúlofuð Peter. Mig grunaði ekki þá, að ég mundi ekki fá tækifæri til að segja honum það. KEPPINAUTAR. Marcia kom inn til mín klukkan átta, og sagði að John væri kom- inn og biði eftir mér. — Þá verð ég að fara á fætur undir eins, sagði ég og geispaði. — Ég hefði gjarnan viljað sofa svo sem tvo tfma 1 viðbót. Ég er ekki nærri útsofin. Hún horfði á mig með vorkunn- arsvip. — Þetta verður alvarleg rimma hjá þér, við John. Þeir hitt- ust i ársalnum áðan, hann og Peter, og ég get ekki sagt að þeir hafi heilsazt hlýlega. Ég brosti. Marcia átti aö veröa sú fyrsta, sem ég segði trúlofun- arfréttina, undir eins og ég hefði sagt John hvernig komið væri fyr- ir mér. Ég fór fram úr og í morgunkjól- inn. — Hvað hyggstu fyrir i dag? spurði Marcia. — Ég veit það ekki ennþá. Ég býst við að ganga ut með John fyrripartinn. svaraði ég' og það fór hrollur um mig við tiihugsunina um það, sem ég varð að segja hon- um. Ég flýtti mér að klæða mig, og þegar ég kom niður á svalirnar sá ég báða unnustana mina við mat- borðið, hvorn með sitt blaðið. Þeir létu blöðin síga þegar ég settist við borðið og buðu hjartan- lega „góðan daginn". ÝMISLEGT * íiMpgl 'fökum að akkur nvers konai múrbrot og sprengivinnu I húsgrunnum og ræs um Leigjum öi ioftpressur og víbr* slefia Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Alfabrekkt. við Suðurlands braut, simi 10435 GÍSLI JÓNSSON Akurgeröi 31 Slmi 35199 Fjölhæf jarövinnsluvél, annasi lóðastandsetningar. gref bús grunna, noiræsi o. fl. UR ALI. S KONAR KLÆÐNTNG^R'; F'LJÖT OG VÖND.UÐ V.INNA -¦:¦.; ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM M 10826 HEIMASlM! 83634 m. — Svafstu vel í nótt? spurði eg og sneri mér að John. — Nei. Rúmið var grjóthart. Peter leti á hann með vorkunn- arsvip. — Það var leitt að þér skylduð ekki geta fengið herbergi hérna. „Loretta" er vígfræg fyrir góð rum. Tohn urraði eitthvað og sneri sér að mér. — Þú lítur ljómandi vel Ut, góöa mín. — Þér urðuð á undan mér, flýtti Peter sér að segja. — Ég ætlaði aö fara að segja nákvæmlega það sama. Hann þreifaði eftir hendinni á mér undir borðinu og hélt fast í hana þegar ég reyndi að kippa henni að mér. Þaö var ertni í rödd- inni þegar hann sagði: — Og aug- un í þér eru svo fallega græn ... Hann leit á John. — Hafið þér tekið eftir því, að stundum verða augun í Joyce dökkgræn? John starði á hann. — Skelfing geturðu bullað, Peter, sagði ég í léttum tón, áður en John fékk tækifæri til að svara. Ef ég á að upplifa fleiri svona máltfðir verð ég að aumingja, hugs- aði ég með mér. Til þess að hefna mín á Peter var ég afar blfö við John. Ég sá að hann mýktist smám saman og mér fannst ég vera svik- ari, og að bráðum mundi hann veröa bæði sár og reiður. Ég óskaði að ég gæti frestað nokkra daga að segja honum tíðindin, svo að hann gæti þó átt nokkra skemmtilega daga fyrst. — Hvað eigum við að gera I dag, góða mín? spurði hann þegar við stóðum upp frá boröinu. Ég brosti. — Hvað sem þú vilt. — Getiö þið ekki ekið til Monte- mar og farið í sjó? sagði Peter. — Þar kvað vera bezti baðstaðu.rinn á allri ströndinni. Þið ættuð að ' reyna hann. John sneri sér að mér. — Hvern ig lízt þér á það, Joyce? — Ég er til í það. — Ég verð að kaupa mér bað- skýlu fyrst. Ég gleymdi að taka hana með mér. — Ég get Iéð yður baðskýlu, sagöi Peter. — En hún er kannski of þröng ... John roðnaöi. — Ég kaupi mér skýlu sjálfur. Meðan ég var uppi f herberginu mínu til að tygja mig, var barið á dyrnar. Það var Peter. — Ég elska þig. Joyce, og það var rétt komið að mér að segja það við borðið niðri, sagði hann og þrýsti mér að sér. — Þú sagðir meira en nóg við borðið, sagði ég stutt. — Þú hag- aðir þér óvenjulega illa. — Ég heföi getað hagaö mér miklu verr, svaraði hann kankvís- lega. — Þú mátt ekki gleyma, að við hðfum gert samning, Peter! — Nei en þú verður að halda hann fyrir þitt leyti. Hvenær ætl- arðu að segja þessum ástfangna fitukagga áð ég sé maðurinn, sem þú ætlir að giftast? — Þegar viö höfum farið i sjó. Og — hann er enginn fitukaggur. Peter brosti og studdi hendinni á öxlina á mér. — Þaö er krotað „broddborgari" á allan manninn. Allt f einu varð hann alvarlegur: — Hvað hefurðu sagt John? Hann kom með svo einkennilegar spurn- ingar áðan. — Um hvað var það? — Ég veit ekki. Það var svo að heyra að hann væri á verði. Mér skilst að hann hafi grun um, að eitthvaö dularfullt sé að gerast hérna, og hann álítur, að því fyrr sem þú komist til Englands þvf betra. En það er ég, sem er lög- regluspæjari hér á staðnum — að því er þú segir — og ég vil engar slettirekur hafa. — Ég hélt að þú hefðir lokið spæjarastarfinu? — Það má kannski segja svo, en ... , John þrammaði óþolirimóður fram og aftur niðri f garðinum, og ég sendi Peter koss á fingrinum um leið og ég hljóp út ör herberg- inu. — Skelfing varstu lengi, sagði John ólundarlega. — Hvernig komumst við til Montemar? — Þaö fer kannski almennings- vagn þangað. En viö verðum að kaupa skýluna handa þér fyrst. Þegar við loksins komumst á bið- stöðina, sáum við að enginn vagn átti að fara fyrr en eftir klukku- tíma. — Við gætum kannski farið gangandi, sagði ég á báðum áttum. — Nei, við getum ekki gengið svo langt, Það er of heitt til þess! Meðan viö tvístigum þarna og töluðum um hvað við ættum að gera, stanzaði leigubill hjá okkur. — Bfl, ungfrú? spurði bílstjór- inn, gamall Spánverji með yfirskegg og gljáandi svört augu. — Þetta er betra, sagði John og opnaði bílinn fyrir mér. — Farðu inn! Ég sagði bilstjóranum að við fær- i baðstaðinn í Montemarvíkinni. — Já, senorita. „ENSKU FERÐAFÓLKI RÆNT". En þegar kom til Montemar ók bílstjórinn rakleitt framhjá bað- staðnum. Ég beygði mig fram og barði á rúðuna og ætlaði að leið- rétta bilstjórann. En hann lét sem hann heyrði mig ekki. Ég barði aftur. Hins vegar jók bílstjórinn hraðann, og þegar við vorum kom- in gegnum bæinn beygði hann upp á mjóan veg, sem lá upp til fjalls. Ég leit undrandi á John. — Hvað er maðurinn að gera? — Hann ekur okkur til Monte- var, eða hvað það nú er, sem stað- urinn heitir — er það ekki? — Viö erum komin framhjá Montemar! John leit forviða á mig. — Erum við það? Hvers vegna léztu hann ekki stanza? — Ég hef margreynt það. Hann vill ekki stanza. John beygði sig fram og barði bylmingshögg á rúðuna. En bílstjórinn jók bensfngjöfina og bíllinn brunaði áfram. — Maðurinn hlýtur að vera brjálaður, sagði John fokvondur. TARZAN \S 5TIU-YOURS, PALE HA1R.„CARE POR HIM WELL! LA RETURN5 TO LOVELESS. :ASTLV...OPAR_ „iiíwndu, La. Vlð snúum til Opar til að láta cifta okkur." - -Þangað til - snertu ekki við mér." „Tarzan er þinn, ljóshærð - hugsaðu vel um hann. La snýr til baka til hinnar hræðilegu Opar, þar sem enga ást er að flain.." „En meðan Tarzan lifir veit ég að til er sannleikur, styrkur og fegurð, og ein- hvern tíma fær La kannski að kynnast þvf aftur." 1111111111 1.1 1.1.1 1 1.1 II 1 II 1 111 111 1 l:i TE>allett LEIKFIMI JA2Z- BALLETT íí««S,^ ¦ Frá DANSKIN \m 1 Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbeltl •jc Margir litir ¦^r Allar stærðír ^«igs| l Frá GAMBA f Æfingaskór Svartir, bleikir, hvltir 4 Táskór Ballet-töskur y+*>cAlettkúðin ,U E « Z l U N I N mcMyiuneliÁX m Cf^ BRMHABORGARSIÍG 22 SÍMI 1-30-76 Mílilillil 1111111111111111111111111 | BELTIog BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhiól Boltar og Rær jafnan ryrirliggiandi BERCO er úrvals gæðavara á hagsfæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFELAGIÐy SKIPHOLT 15 -SÍMI 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.