Vísir - 05.06.1968, Qupperneq 2
D D
KR
FRAM 2:2
Hvað er orðið af KR-heppninni i
>
*
— I gærkvöldi áftu KR-ingar megnib af leiknum
gegn Fram, en máftu k>akka fyrir jafntefli 2:2,
j'ófnubu 5 min. fyrir leikslok
KR-ingar máttu svo sann-
arlega ganga óánægðir frá
leiknum við Fram í gær
með annað stigið í viður-
eign, sein þeir höfðu alger-
lega á sínu valdi svo til
allan tímann, — og mark-
tækifærin áttu þeir líka
langflest, en aðeins annað
stigið fer til KR, hitt til
heppins Fram-liðs, með
góða varnarmenn og góð-
an markmann, aldrei þessu
vant.
KR sótti mjög i fyrri hálfleik
undan kuldanæðingnum, og strax
í byrjun var eins og hinir hörðu
KR-ingar, sem þó léku að mestu
innan ramma laganna, hefðu brotið
Framarana niður, a.m.k. tóku
Framarar ekki við sér fyrr en seint
í seinni hálfleik, þegar þeir höfðu
öllum á óvart náð forystu í leikn-
um.
Ekkert mark var skorað i fyrri
hálfleik, þótt stundum munaði ekki
miklu í KR-sóknunum. Hins vegar
skoraði KR strax í byrjun seinni
hálfleiks eftir 2 minótur. Það var
Gunnar Felixson, sem óð upp
vinstra megin, gaf boltann fyrir
markið, en markvörðurinn hafði
farið út á móti og skildi markið
eftir autt og yfirgefið fyrir Jóhann
Reynisson, sem kom aðvífandi og
skoraði örugglega.
Ekki voru nema 4 mínútur liðn-
ar frá ' essu marki, þegar Elmar
brunaði 1 gegnum KR-vörnina
komst inn að endamörkum vinstra
megin og gaf þar mjög laglega á
Helga Númason sem skailaði í
gagnstætt horn og skoraði.
Á 15. mín. urðu KR-markverðin-
um, Pétri Kristjánssyni furðuleg
mistök á, — hann kastaði boltanum
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/VNAAAAAAAA/VWVWVW
Metaregn í nýju
lauginni í kvöld?
Líkur eru til að á næstunni
hrynjl íslandsmetin i sundl eitt
af öðru. Ástæðan er sú, aö héð-
an í frá verður einkum keppt á
50 metra braut hér í Reykjavík
eftir að nýja sundlaugin í Laug-
ardal hefur verið tekin i notkun.
í kvöld fer fram sundmót í
nýju lauginnl og verður keppt
í 8 sundgrelnum karla og
kvenna og 2 boðsundum.
í 200 metra bringusundi má
búast við metum, bæði í karla
og kvennaflokki. Leiknir Jóns-
son er mjög liklegur til að ná
þarna metlnu, og eins má búast
við að hin unga sundkona, Ell-
en Ingvadóttír bæti 5 ára gam-
alt met Hrafnhildar Guðmunds-
dóttur, en á mótlnu, sem fram
fór í sambandi við vígsluna setti
hún met f 100 mctra bringusund-
inu, tók þar einnig gamalt met
Hrafnhildar.
í 200 metra skriðsundi er
ekki ósennilegt að Guömundur
Gislason bæti met sitt, en viö
vígslu nýu sundlaugarinnar
setti hann met í 100 metra
skriösundi, synti á 58.2. 1 100
metra skriðsundi kvenna er
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
einnig vis til að bæta metið.
Skemmtileg keppni ætti aö
verða í 100 metra flugsundi
kvenna milli þeirra Hrafnhild-
anna, Kristjánsdóttur og Guð-
mundsdóttur. Þá ætti að verða
góð keppni í 100 metra baksund
inu milli Hrafnhildar Guðmunds-
dóttur og Sigrúnar Siggelrs-
dóttur. Auk þessara greina er
keppt í 100 metra flugsundi
karla og 100 mctra baksundi
karla og loks 4X100 metra
skriðsundi karla og kvcnna.
Mótið hefst kl. 20.30.
beint fyrir fætur Helga Númasonar,
sem varð svo hissa, að hann gat
eiginlega ekkert að gert og kom
engu skoti á tómt markið
Hins vegar var Helgi ekkert að
tvínóna á 33. mínútunni, þegar
dæmt var víti á gróft brot gegn
honum innan vítateigs. Helgi fram-
kvæmdi spyrnuna og skoraði af
miklu öryggi, 2:1 fyrir Fram, sem
ekki gaf rétta mynd af því sem
á undan var gengið.
KR tókst að vísu að jafna. Það
va. Gunnar Felixson, sem skoraði
með góðu skoti og óvæntu utan
vítateigs, boltinn fór fremur rólega
í átt að horni marksins, en mark-
vörðurinn, sem e.t.v. hefur ekki
getað séð til Gunnars, þegar nann
skaut, var seinn niður, og boltinn
rann undir hann I netið.
Þessar síðustu 5 mínútur átti KR
tvívegis opin tækifæri, Eyleifur og
Jón Sigurðsson skutu báðir fram-
hjá. KR-hepj. m var ekki með i
spilinu í gærkvöldi.
KR-Iiðið var greinilega sterkari
aðilinn. Vörnin var nokkuð sterk
og bezti tengiliöurinn var Halldór
Björnsson, sem stöðugt sýnir fram-
farir f leik sínum. Menn tala um
að hann sé grófur leikumaður. E.t.v.
er hann allgrófur, en hann tekur
á, vinnur vel og hefur auga fyrir
| samleik. Knattspyrna er heldur ekki
->■ 10. síða.
KR-lngar sækja að Fram-markinu en Þorbergur grípur vel inn 1.
Hvað gera nýliðarnir gegn
þýzkum atvinnumönnum?
• Vestmannaeyingar koma
fljúgandi til Keflavikur í
leiguflugvél i dag. Þetta verður
þeirra fyrsta „innrás“ á megin-
landið sem 1. deildarliö. And-
stæðingur þeirra er þýzka liðið
Schwartz-Weiss frá Essen, sem
sigraði Keflavik með 4:1 í fyrra-
dag.
• Eyjamenn unnu Val á dög-
unum með 3:1 eins og menn
muna, — og það er þvi meö
nokkurri eftirvæntingu, sem
menn biöa leiks þelrra í kvöld
og spyrja jafnframt sjálfa sig
„Eru nýliöamir eins sterkir og
álíta mætti eftir leikinn við
Val?“
Liðin í kvöld eru þannig skip-
uð:
Páll Pálmason, Þorkell Hún-
bogason, Sigurður Ingi, Viktor
Helgason, Valur Andersen, Guö-
mundur Þórarinsson, Haraldur
Júliusson, Sigmar Pálmason,
Svavar Tryggvason, Geir Ólafs-
jn og Aðalsteinn Sigurjénsson
Húbberts, Stoffmehl, Launert
Hulsmann, Ressemann, Demm-
er, Bauerkámper, Grenda, Kauf-
mann, Vollmer og Wirsching
I -í
Grasvóllurinn í Keflavík kl. 20.30 i kvóld.
SCHWARTI- VfílSS - VESTMANNAÍYJAR
Vestmannaeyingar i fyrsta sinn i sumar á „meginlandinu" —
Sibast unnu þeir Islandsmeistarana — Hvab gera þeir nú?