Vísir


Vísir - 05.06.1968, Qupperneq 7

Vísir - 05.06.1968, Qupperneq 7
VISIR . Miðvikudagur 5. júnf 1968. 7 morgun útlönd í morgun ú\ ;lönd í mori ^un blön< i í morgun útlönd Samkomulag gert um lausn á deilu franskra járnbrautamanna Mesta eldflauga- og sprengjuárás Yiet- cong á Saigon til þessa .yámbrautastarfsmenn í Frakk- landi, sem voru í verkfalli og Jean Chamant samgöngumálarráöherra liafa náð bráðabirgðasamkomulagi Verkamenn fá mikla kaupupp- Tékknesk þing- msinneiheintsókn í Sovétrikjunum Hópur tékkneskra þingmanna kom í gær í heimsókn tii Moskvu. Formaður hennar er forseti þjóð- þingsins, Smirkovsky, sem er álit- inn vera einn af höfuðmönnum hinnar nýju, frjálslyndu umbóta- stefnu. Nefndin dvelst 11 daga f Sovétrikjunum og heimsóknin er til endurgjalds sovézkri þingmanna- heimsókn. bót. Samkomulagið verður lagt fyr- ir fund jámbrautarstarfsmanna og er þess vænzt, að úrslit atkvæða- greiðslunnar verði kunn í dag. Kauphækkunin nemur að meðal- tali 13 af hundraði, en hinir lægst launuðu fá kauphækkun sem nem- ur 17 af hundraði. Þeir sem bezt kaup hafa nú fá 10.2% hækkun. Verði samkomulagiö staðfest á fundi verkfallsmanna hefjast járn- brautasamgöngur, sem legið hafa niöri, á ný þegar í nótt. Síðari fréttir: Nokkuð var um það í Frakklandi í gær, að menn hyrfu aftur til vinnu, en engan veginn eins og stjórnin gerði sér vonir um eftir hvatningarræðu Pompidou. Yilr 250.000 kolanámumcnn sam- þykktu að hefja vinnu og von er um, að járnbrauta- og strætisvagna menn og póstmenn byrji aftur að vinna. í gær varð í París eitt mesta umferðaröngþveiti, sem þar fara sögur af fyrr og síöar. Varnarmúr um frankann Fréttir frá París í gær hermdu, aö Franski þjóðbankinn hafi ákveö- ið að taka út úr Alþjóða gjaldeyr- issjóðnum 750 milljónir dollara til kaupa á frönkum á opnum mark- aði. Þetta er gert til þess að byggja verndarmúr um gull- og gjaldeyr- isforða bankans, sem nýlega var notaður til stuönings frankanum er- lendis, er að honum var kreppt vegna efnahags- og stjórnmála- ástandsins í landinu. Talið er, að Frakkland hafi misst 1000 milljónir síðustu vikur vegna kaupanna á sínum eigin gjaldeyri. Vietcongliðar gerðu í gær mestu eldflauga- og sprengjuárás á Saigon til þessa. Samtímis börðust Viet- congliðar við stjórnarhermenn á götunum ; Cholon. Samkvæmt bandarískum heimild- um frá Saigon er eldl'lauga- og sprengjuárásin liður í svokallaöri „vatnsþéttri“ áætlun um skjótan sigur í styrjöldinni. Með áætluninni er miðað aö því að steypa stjórn Suður-Vietnams og gera hermenn stjómarinnar og bandarísku her- mennina þreytta á styrjöldinni. Landvarnaráöherra Norður-Viet- nams, Giap, Sigurvegarinn frá Dien Bien Phu (þar sem Frakkar biðu- lokaósigur sinn), sagði í gær í fyrsta viðtalinu, sem hann hefir veitt I heilt ár, að bandarískar sprengju- árásir yrðu aldrei þaö, sem úrslitum réði i Vietnam-styrjöldinni. Húskóla lokoð Háskólanum í Belgrad hefir verið lokað í vikutíma og útifundir bann- aðir og kröfugöngur, eftir að ókyrrð hafði verið meðal stúdenta í tvo daga. Þeir hafa virt þessi fyrirmæli, en héldu innifundi í háskólanum. Þeir liafa skrifstofubyggingu skólans á sínu valdi og segjast verða þar, þar til umbótakröfum þeirra verður sinnt. Hjartaígræðslu- sjúklingur lézt í gær í Argentínu 1 gær lézt í Buenos Aires, Enrique Serrano sölumaður 54 ára, en hann var fyrsti sjúklingnr f Argentími, seœ grætt var f nýtt hjarta, og 19. sjúklíngurinn í heiminum, sem ;dík aðgerð var gerð á. XJm sama leyti stóð til að græða í Bnenos Aires hjarta f sjúkling f iiðra sjúkrahúsi. Læknamir voru reiðubúnir að byrja, en aðstandend- ur nýlátins manns, sem taka átti úr hjartað til ígræðslunnar neituðu að veita samþykki sitt. Engar bundarískar tilraunir með kemisk vopn ú Grænlandi Bandarikjastjórn neitar, að hún hafi gert tilraunir með kem- isk vopn i Grænlandi. Samkvæmt fyrirmælum for- sætisráðherra Danmerkur gerði utanríkisráðherra fyrirspum um þetta. .(ínntair ||3|i !|||í lííjaiiijssí KENNEDY-FJÖLSKYLDAN er hér fyrir utan heimili sitt. Talið frá vinstri: Matthew 3 ára, Christopher 4 ára, Kerry 6 ára, Courtney 11 ára, Kathleen 16 ára, frú Kennedy, sem heldur á Douglas 1 árs, Kennedy sjálfur, Joseph 15 ára, Robert jr. 14 ára, David 12 ára og Michael 10 ára. Von er á 11. barninu um áramótin. n d í kosningunum i Tyrklandi voru 18 menn drepnir og yfir 100 særðust, er menn deildu og gripu til hnífa sinna eða skammbyssa. — Allt fór friðsamlega fram í Ankara, höfuðborginni, og Istanbul. Úrslit í kosningunum verða ekki kunn fyr en á morgun. ■ Hvítasunnuganga frá Hilleröd i fó]giö aö halda yfirráöum f Suð- til Kaupmannahafnar fór friðsam-} vestur-Afríku, þvert ofan I fyrir- lega fram. Henni lauk fyrir framan mæli Sameinuöu þjóðanna. Lagt er bandaríska sendiráðið á annan. . tií, aö gripiö verði til róttækra ráö- | stafana m. a. algers viðskiptabanns. ■ Fregnir frá Brussel í gær j hermdu, að betur horfði með að I van Boyenantz heppnaöist stjóm- armyndun. B Þaö hefur haft örvandi áhrif á veröbréfaviðskipti í Kauphöllinni í í New York, að betur horfir um af- j greiöslu skattahækkunarfrumvarps j Johnsons forseta. fl Til óeirða kom tvö kvöld í röð um helgina í BeMeville — hverfi í París og böröust Gyöingar og Ar- abar. Lögreglan beitti táragasi til þess að aðskilja þá. fl .44 Afríku- og Asíuþjóðir hafa iagt fram ályktunartiiiögu á alls- herjarþingi Sameinuöu þjóðanna, þess efnis, að iýsa sök á hendur Suður-Afríku fyrir ofbeldi í því fl Suöur-Afríkustjórn hefur lagt fram tiliö,gur, sem raunverulega . gera S-vestur-Afríku, er fram líða I stundir, að fimmta fylki (province) fl Biafra-iið hefúr náö aftur á sitt vald stóru raforkuveri við Afam, um 35 kílómetrum fyrir aust- an Port Harcourt. Margir bæir i Biafra fá rafmagn frá stöðinni. — Um 200 sambandshermenn féllu þarna í tveggja daga bardögum. ■ Að minnsta kosti 16 menn fór- ust af völdum umforðarslysa í Sví- þjöð yfir hátíðina. fl I Bandaríkjunum létu 610 menn lífið yfir hvítaáunnuna af völdum umferðarslysa. fl Rauöa stjarnan, blað sovézka landvamaráðuneytisins, gagnrýndi í gær harkalega æfingar Norður- Atlantshafsbandalagsins — sem kallast POLAR EXPRESS — en þær fara fram viö Norður-Noreg. Segir biaðið, aö þær séu ögrun og fjandsamleg athöfn í garö nágranna þjóöa. Þá segir þar, aö meö þess- um æfingum sé tekin stefna, sem girði fyrir, að dragi úr þenslu í Evrópu. ■ Dubcek tékkneski kommúnista- leiðtoginn flutti ræðu i Brno (Brunn) í gær og kvað sigur ekki enn hafa unnizt í baráttunni fyrir hinni frjálslyndu umbótastefnu. Hann gagnrýndi „erlend öfl“ fyrir að reyna að spilla samstarfi og vinfengi Tékka og annarra komrnún istalanda I Austur-Evrópu. Dubcek kvað landsfundi kommúnistaflokks- ins verða flýtt og kemur hann sam- an í september, eða nokkrum vik- um fyrr en áður haföi verið ákveð- ið. Veröur þá kjörin ný miðstjórn, en stalinistarnir í. núverandi mið- stjóm hafa neitaö að segja af sér fl Á aöalfundi skozkra þjóðern- issinna í Aberdeen var samþykkt uppkast að stjórnarskrá fyrir Skot- land. Skotland á að fá stiöm eigin mála og keltneska að verða opin- bert mál ásamt ensku. Samþykkt þjóöþings þarf til þátttöku í styrj- öld. fl Kauphöllin í Parfs var opin í gær. fl 22.000 verkamenn í Renault- verksmiðjunum í Paris halda áfram verkfallinu. fl Yfirstjórn Bandaríkjanna í Saig on hefir nú staðfest aö eldflauginni sem varð að bana nokkrum suður- vietnömskum hershöfðingjum hafi verið skotið úr bandarískri þyrlu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.