Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 13
Héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins í sumar Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Róbert og Rúrik annast skemmtiatriði • 1 sumar efnir Sjálfstæðis- flokkurinn til héraðsmóta viös végar um landið. Er ákveðið að halda 22 héraösmót á tímabil- inu 5. júlí til 25. ágúst. Sam- komur verða með svipuðu sniði og héraðsmót flokksins undan- farin sumur, en þá hefur veriö tekin upp nýbreytni við fram- kvæmd mótanna, er hefur mælzt mjög vel fyrir, svo sem kunnugt er. Á héraðsmótunum í sumar munu forustumenn Sjálfstæöis- flokksins flytja ræður að venju og auk þess mun sérstakur full- trúi ungu kynslóöarinnar tala á hverju móti. Skemmtiatriði verða fjöl- breytt. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar mun leika og ann- ast ýmis skemmtiatriði. Hljóm- syeitina skipa, Ragnar Bjama- son, Grettir Bjömsson, Ámi Scheving, Jón Páll Bjarnason og Ámi Elfar. Söngvarar með hljómsveitinni cru Erla Trausta dóttir og Ragnar Bjamason. Þá munu hinir þekktu leikarar Ró- bert Arnfinnsson og Rúrik Har- aldsson flytja þætti og gaman- mál af ýmsu tagi. Ennfremur verða spurningaþættir, sem fram fara með þátttöku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti veröur haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ragnars Bjama- sonar leikur fyrir dansi og koma söngvarar hljómsveitarinn ar þar að sjálfsögðu fram. Héraðsmótin verða að jafn- aði þrjá daga í viku, föstudaga, laugardaga og sunnudagá. Mót- in verða á þeim stöðum sem hér segir: Búöardal 5. júlí, Arnarstapa Mýrum, 6. júli, Hellissandi 7. júlí, Miögarði, Skagaf. 13. júlí, Víðihlíð, V-Hún. 14. júlí, Bíldu- dal 19. júlí, Þingeyri 20. júlí, Bolungarvík 21. júlí, Siglufiröi 26. júlf, Blönduósi 27. júlí, Sæ- vangi, Strand. 28. júlí, Ólafs- firði, 2. ágúst, Skjólbrekku, S-Þing. 3. ágúst, Raufarhöfn, 4. ágúst, Neskaupstaö, 9. ágúst, Egiisstööum, 10. ágúst. Fáskrúös firði, 11. ágúst, Vík, Mýrdal, 17. ágúst, Flúðum, Ám. 18. ágúst, Akranesi, 23. ágúst, Hellu, 24. ágúst, Höfn, Homafirði, 25. ágúst. Nánar veröur skýrt frá tilhög un hvers héraðsmóts áður en það verður haldið. BIFREIÐAEIGENDUR! Höfum fengið eftirtaldar stærðir og gerðir af Firestone hjólbörðum: 5.2QxlO 4ra strigalaga 5.50x12 4ra strigalaga 6.00x12 6 strigalaga 145SR13 Radial 5.20x13 4ra strigalaga 5.60x13 4ra strigalaga 5.90x13 4ra strigalaga 6.50x13 4ra strigalaga 7.25x13 Sport nylon 5.20x14 4ra strigalaga 5.90x14 4ra strigalaga 7.00x14 Commercial Van 8.25x14 Nylon Munið að Firestone merkið tryggir ódýra, sterka og endingargóða hjólbarða. VÖKULL HF. Hringbraut 121 (vesturenda), Sími 10600. Koppalogn út á land # Leikför Leikfélags Reykjavík- ur í ár verður með Koppalogn eft- ir Jónas Árnason. Verður lagt upp á fimmtudag og sýnt á um 20 stöð- um á Vestur- Norður- og Austur- landi. Koppalogn Jónasar var frum- sýnt á jólum í vetur og hefur verið sýnt við mjög mikla aðsókn í Iðnó í vetur, samtais 53 sinnum, en sýn- ingum var hætt í maí, vegna þess aö einn aðalleikandinn, Steindór Hjörleifsson, fór þá utan. Þetta er annað leikrit Jónasar Árnasonar, sem sýnt er á vegum Leikfélags Reykjavíkur, en fyrir níu árum lék félagið Deleríum bú- bónis eftir þá bræöur Jónas og Jón Múla Árnasyni. Sú sýning varö, sem kunnugt er mjög vinsæl, Del- erfum búbónis var sýnt i Iönó i tvo vetur og síðan f leikför víöa um iand, samtals 144 sinnum. Þátttakendur í þessari leikför Leikfélagsins með Koppalogn eru tíu og eru það leikararnir Brynjólf ur Jóhannesson, Steindór Hjörleifs son, Jón Sigurbjörnsson, Jón Aðiis, Sigríður Hagaiín, Margrét Óiafs- dóttir, Guðmundur Pálsson, Borg- ar Garöarsson bg Pétur Einarsson og Ragnar Hólmarsson, sem verður sýningarstjóri í ferðalaginu. Leik- stjóri Koppalogns er, sem kunnugt er, Helgi Skúlason og mun hann leika með í nokkrum sýningum í ferðinni. Leik mynd er eftir Stein- þór Sigurösson. Fyrsta sýningin verður á Akra- nesi á fimmtudagskvöld, en síðar verður sýnt á eftirtöldum stöðum: Búðardal, Ásbyrgi, Blönduósi, Siglúfiröi, Ólafsfirði, Akureyri, Skjólbrekku í Mývatnssveit, Rauf- arhöfn, Þórshöfn, Vopnafirði, Egils stööum, Seyðisfirði, Reyöarfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúös- firði og Höfn í Hornafirði, en þar lýkur leikförinni þriðjudaginn 9. júli. Leikfélag Reykjavíkur hefur efnt til leikfarar náiega árlega nú um 15 ára skeið. Komið hefur tij tals að fara íieikför meö aðra af sýn- ingum félagsins í haust, yröi þá Hedda Gabler sýnd á Akureyri. Eisenhower — . m->- 8. siðu. kynþáttaaðskilnað i skólum. Þessi dómur gerði hann vin- sælli meðal hinna hörundsdökku- íbúa, en þó dró talsvert úr vin- sældum hans, þegar kynþátta- óeirðimar urðu í Little Rock í Arkansas-fylki 1957, þar sem yfirvöld lögðust gegn því að hætt yrði kynþáttaaðskilnaði i æðri skólum. Margir voru þeirr- ar skoðunar, að Eisenhower hefði hikað of lengi við að láta það mál til sfn taka. Við forsetakosningarnar 1956 fékk hann aftur mikinn meiri- hluta atkvæða, en hann beið hálfgerðan ósigur að þvi leyti að republíkanar misstu mikið af þingsætum sínum i fulltrúa- deildinni. Alvarlegasta vandamáliö, sem hann átti viö að etja á síöustu árum sínum sem forseti, var tæknikapphlaupiö við Sovét- ríkin, og hinir mörgu sigrar, sem Sovétmenn unnu á sviði geimrannsókna. Öll þessi þróun leiddi til þess, aö Eisenhower neyddist til að endurskoða af- stöðu sína til Sovétríkjanna. Sumarið 1959 bauð hann Krúst- sjov forsætisráðherra í heim- sókn til Bandaríkjanna. Sú heimsókn var fyrsta merkið um nýtt tímabil í samskiptum austurs og vesturs. Eisenhow- er varð þó fyrir vonbrigðum, þegar fundur æðstu manna I París fór út um þúfur. Eisen- hower gaf ekki kost á sér aftur til forsetakjörs árið 1960. Eftir að hinn nýi forseti, John F. Kennedy, hafði unnið embættiseið sinn um áramótin 1961, dró Eisenhower sig 1 hlé á búgarði sínum í Gettysburg i Pennsylvaníu-fylki, og eftir það tók Ike ekki framar virkan þátt í stjórnmálum. Hagstæðustu verð. Greiðsluskilmálar. Yemclið verkefni íslenzkra handa. FJÖLIÐJAN HF. Súni 21195 Ægisgötu 7 Kvk. VÍSIR . Fimmtudagur 20. júnf 1968.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.