Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 10
I 10 V I S IR . Þriðjudagur 25. júní 1968. SNJÓAR FYRIR NORÐAN Enn er kuldalegt á Norður- og ^ Austurlandi og snjóaði víða í nótt allt frá Ströndum og austur á Aust- firði. Var hiti víða við frostmark, n hér sunnanlands var bjart veður og heldur hlýrra. Snjóinn 'iefur víða tekið upp jafnóiöum m. a. á Siglufirði, en þar var í gær ikkladjúpur snjór. Eru fjöll þó ivarvetna hvít niður fyrir miðjar líðar og ísrek á fjörum allt frá iúnaflóa og austur að Tjörnesi. arið var í ískönnunarflug s.l. unnudag og náöi ísbreiðan þá rá Horni og austur fyrir Eyja- iörð. Síðan hefur ísinn rekiö lengra 'ustur og allt að Tjörnesi. Ekki er •»rt ráð fyrir teljandi breytingum ■ veðri næstu dagana norðanlands, n spáð er 8—12 stiga hita hér yðra í dag. Hafþór Guðsnunds- son 47. hsssfi skatfgreiðaindinn Þau mistök urðu, er blaöið birti lista yfir hæstu skattgreið- endur af einstaklingum í Reykja vík, aö niöur féll nafn Hafþórs Guðmundssonar lögfræðings. Hann mun eiga að greiða sam- tals um 350 þúsund krónur í tekjuskatt, tekjuútsvar og eigna útsvar, og er hann því 47. í röð- inni. Hafþór rekur lögfræði- skrifstofu við Skólavörðustíg og býr að Mávahlíð 48. I II IU U U"l M PgmfgyglFWi FILMUR QG VELAR S.F. jFRAMKÖLLöN Í..KOPIERII I STÆKKUN ! SVART HYITT ! 6 LITFILMOR FILMUR QG VELAR S.F. soaautA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 SIMI 20235 - BOX 995 1 Nokkmr íhúðir til sölu / 1-3 herbergja, hagstæð kjör. Sími 83177 á matar- tímum. í kvöld kl. 20.30 á Laugardalsvelli K.R. - I.B.K. Dómari: Steinn Guomundsson. / Mótanelnd. »T JÓHANNA MARGRÉT EIRÍKSDÖTTIR, Haga, Gnúpverjahreppi, andaðist sunnudaginn 23. júní, á sjúkrahúsinu á Sel- fossi. Haraldur Georgsson, Jóhanna Stefánsdóttir, ■ Eiríkur Stefánsson, . Gestur Stefánsson, Ágúst Hafberg og fjölskyldur. 1000 eða 2500? Nú er farinn að æsast leik- urinn fyrir forsetakosningarnar. Ein kosningaskrifstofan hefur sent frá sér tilkynningu uni, aö 2500 manns hafi verið á fram- boðsfundi á Akureyri. Svo illa vildi til, að skrifstofan sendi einnig frá sér skýra mynd af fundarmönnum og sýnir hún 600 menn, eins og greinilega sést í Mbl. í dag. Á því svæði, sem ekki sést á myndinni, er fræðilega útilokað að fleiri en 4oo menn hafi verið. Fundar- sóknin hefur því veriö 1000 menn en ekki 2500. NATO — 1 síðu. í utanríkismálum að undanfömu. Munu þeir telja að lítil von sé til þess aö yfirlýsing sem þessi muni bera skjótan árang- ur, en þegar litið sé fram í tím- ann sé útlitiö betra og meiri von um árangur. Þess vegna sé rétt að nota tækifærið nú og gefa út opinbera yfirlýsingu um þetta, þar sem hún gæti opnaö leið til afvopnunar i Evrópu. Taiið er sennilegt að sérstök yfirlýsing verði gefin út vegna feröatakmarkana þeirra, sem stjórn A-Þýzkalands hefur sett á milli V-Berlínar og V-Þýzka- lands. Þó er ekki útilokaö að fjórveldin, þ. e. V-Þýzkaland og Bretland, Frakkland og Bandaríkin, sem ábyrgð bera á V-Þýzkalandi muni gefa út eigin yfirlýsingu um þetta mál, þar sem getið verður til hvaða gagn- ráðstafana verður gripið. í ræðum ráöherranna f gær kom margt annað fram. Allir voru á einu máli um að halda þyrfti áfram á þeirri braut, að bæta sambúðiria'milli AÆvrópu og V-Evrópu og' voru allir hvetj andi eins mikilla samskipta við A-Evrópu og möguleiki væri á. Þessi samskipti ættu að vera í sem flestu formi, viöskiptalegu, stjórnmálalegu og menningar- samskiptj. Ástandiö á Miöjaröarhafi, í Austurlöndum nær. Víetnam og framtiðarskipulag Atiantshafs- bandalagsir.s var einnig mjög | til umræöu. Allir utanríkisráð- ' herrarnir, sem ræddu um fram- tíðarskipulag bandalagsins voru sammála um, að ekki kæmi ann að til greina, en að halda áfram á svipaðri braut. Skip — rn söíu Mercftdfes Bem 220 S 1559, Stórsjlæsilegur einka- bílí, Má greíðast eingöngu með fasteignatryggðu veð- skuldabréfi. - Uppi. i síma 15 8 12 og 8 32 30 eftir kl. 19. NVJUNG t TEPPAHREINSUN ADVANCi fry ■ ur að tepp t ðhleypur ekki iteynið viðskipi Axminster, simi 30676 Helma in. Uppi uerzi- simi 42239 Auglýsið i Vísi »- > l b siðu frystihús fyrir þennan eina bát og þyrftu aö vera tveir slíkir. Ot- gerðarfélagið hefur með þessu fengiö nokkra reynslu af því að gera út togbát frá staðnum og sagði bæjarstjóri aö vel gæti svo farið að keypt yrði annað skip, þegar frá liði, þó að ekkert væri ákveðið um það ennþá. Nlótmælendur — ®—-> I siðu okkar samþykkt. Þá höfðu forsvars menn mótmælanna farið fram á að setja fund sinn f Vatnsmýrinni, austan við knattspyrnuvöllinn, og höfðu sent lögreglunni bréf þar að lútandi. Sá fundarstaður var og samþykktur af lögreglunni. Kváö- ust þeir ganga frá Háskólabíóinu um Suðurgötu og Melatorg niður að fundarstað sínum. Þegar þeir komu niður fyrir Þjóðminjasafniö, gengu þeir aftur s mM- um trjá- göngin að Háskólanum og settust á tröppur skólans. Var þá gengið til þeirra og þau ávörpuð úr hátai- ara, og þau beðin um að færa sig.i Þessu var ekki sinnt, heldur þvert/ 4 móti var kallað þeim mun hærra* og mótmælaspjöldum barið í tröpp urnar. Ætluöu við þá að hjálpa þeim við að færa sig, tókum þau upp nokkur þeirra, en þau féllu á siOandann aftur. Var þá gengiö inn í nópinn og um 30 tekin og færð í rútubifreið, og þau kevrð í fanga geymslu. Leystist hópurinn þá skjótt upp og hélt niöur í Vatnsmýr ina á upphaflegan fundarstað sinn. VÍSIR hafði einnig i morgun samband við Jón Júlíusson, leikara, en hann var einn þeirra, sem þátt tóku í mótmælunum, og var síðar handtekinn utan viö Háskólann. Jón sagði þannig frá atburðunur.:-í Ég mætti uppi við Háskólabíó kl ? um 9:30 í gærmorgun, og var þá’ þar fyrir frekar fámennur hópur^ NATÖ-andstæðingg. Haföi Iögregl-1 an veitt okkur léyfi til að vera á? eyjunni á torginu. Bárum við kröfu* spjöld og hrópuðum slagorö. Þegar setningarathöfninni í Háskólabíó var lokið, stóðu nokkrir fulltrú- anna 5-10 mín. utan við bfóið, og fæT-ðum við okkur há nær, r iög reglan bað ' kur að færa okkur frá á ný, sem við gerðurri. Síðan héit hópurinn niður á Suðurgötu. og við héldum því að Þjóðminia- safninu. Ég vissi ekki fyrr en ég^ var kominn f fangaklefann, að ætl- ^ unin var að setja ráðstefnu NATO-Í andstæöinga í Vatnsmýrinni þá um^ morguninn, nvaö þá að lögreglant og forsvarsmenn mótmælanna' heföu komið sér samtm um ein-1 hverja ieiö frá bíóinu niður í Vatns mýri. Þegar hópurinn kom niður fyrir Þjóðminjasafnið fannst okkur tilvalið aö fara þá ieiö og koma viö hjá Háskólanum á leiö niður í Vatnsmýri. Við ínnganginn frá Þjóðminjasafninu að Háskðlanum; var enginn lögregluþjónn þegar’ að tröppum skólans kom settumstl við þar og vörnuðu lögregluþjónar,|j sem stóðu efst í tröppunum. okkur, ekki aö setjast þar. Eftir stuttal stund ræðir Ragnar Stefánsson viö^ lögreglustjóra og sagði Ragnar mér ij í fangaklefanum, aö þeir hefðu rætt, um, að hópurinn skvldi' flvtja sig* niður í Vatnsmýri. Hefði Ragnar ætlað aö tilkynna okkur þar. En meðan hann ræöir við lögrpglu- stjóra, kemur að mér eldri regluþjónn og vildi fá spjaldið mitt, sem ég vildi ekki afhenda. Lög- reglan mún hafa ávarpað okkur um hátalara, en ég heyrði bað aldrei, enda hækkaöi hópurinn rödd sína, er1 lögreglan notaöi gjallarhornið. Nokkru síðar hófustjnokkrar stymp ingar, en yngri lögreglumaöur tók í spjald mitt, og síöar kom "”'i 'ögregluþiónninn að og gaf mér kjaftshögg, og síðan var cg handJ tekinn og fluttur i iögreglubifreið ásamt fleirum, til fangageymslu. BELLA „Heimilispeningarnir eru búnir. — Ýg ætla aö tala við fátækra- hjáipina, — hún hjáipar víst þeim sem svelta.“ HESRie OAG Norðan kaldi létt skýjað með köfl- um. Hiti 9-12 stig í dag, en 5-7 stig í nótt. SKIPAFRÉTTIR M.s. Ooldur fer til Snæfellsn^^s- og Breiða- fjaröahafna í þessari viku. Vöru- mðttaka þriðjudag og miðvikudag. Ms. Heriýlfier fer ti iVestmannaeyja og Horna- fjarðar 26. þ.m. Vörumóttaka til Hornafiarðar í dag Ms. Herð&ibreið fei austur um .and i hringferð 29 þ.m. Vörumóttaka þriðjudag og miövikudag til Djúpavogs, Breið- dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóa- fiarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarö- ar, Bakkafjarðar. Þórshafnar og Kópaskers Ms. BLEKUF fer vestur um \i.t d i hringferö 2. júlí. Vörumóttaka miðvikudag og fimmtudag til Tolungavíkur, Norð- urfjarðar, Hqlmavíkur, Hvamms- tanga, Blönduóss, Sauðárkróks, Ói- afsfjaröar. Akurevrar og Austfjarða hafna Ms. BJA fer vestur um land i hringferð 3 júli. Vörumóttaka miðvikudag og fimmtudag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingevrar Flateyrar, Suðureyrar, ísafjaröar. Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur og Raufarhafnar. ■aap;.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.