Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 16
•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«•••••• Eigendum ólöglegra vopna refsað G6ð umgengni heima og heiman ætti að vera öllum ljúf skylda og sjálfsagður hlutur. Mynd- . in gefur hins vegar hið gagnstæða til kynna, enda vitað, að ýmsu er ábótavant í þessum ’ efnum. Myndin er frá bakhlið stórrar skrifstoíubygglngar í Reykjavík. Burt með ruslið! Hreint land, fagurt land, eru kjörorð víðtækrar herferðar gegn hinum mikla sóðaskap is- lenzkra ferðamanna. Herferðin er skipulögð af Æskulýðssam- bandi Jslands og Náttúruvernd- arnefnd hins íslenzka náttúru- fræðifélags. Það eru víst flestir á sama máli og herferðaraðilinn og menn ættu að hafa hugfast að „margt smátt gerir eitt Stórt“. Væri mjög skynsamlegt að menn tækju nú saman hönd- um og byndu enda á þann sóða- skap ;em því miður hefur verið yfir|jyrmandi úti í hinni fallegu náttúru landsins. Öllum ís- iendingum þykir vænt um sitt föðurland, en sú ást hlýtur aö fara þverrandi við sóðaskap- inn og kæruleysið úti á lands- byggðinni. Herferðin er mjög vei skipu- iögð og mun hún standa fram á haust Meðal þátta í herferðinni er, aö á hverjum laugardegi verður skotið inn f dagskrárliði Ríkisútvarpsins stuttum hvatn- ingarorðum til ferðamanna og annarra vegfarenda um að fara vel og hirðusamlega um landið. Sjónvarpið og dagblöðin munu birta á föstudögum myndir frá illa meðförum stöðum með viðei^-mdi texta. Aðrir aðalþættir herferðarinnar eru dreifing áminningarspjalda, út- gáfa áminningarbæklinga og dreifing .,mjólkurbúðamiða“ Efnt var til samkeppni um merki fyrir herferðina innan Myndlistar- og handíðaskólans. Fyrir valinu varð merki sem Rósa Ingólfsdóttir teiknaði. Tökum nú höndum saman og verndum land okkar fyrir sóða skap og tillitsleysi ýmissa veg- farenda. Kjörorðið er „Hreint land, fagurt land.“ Lögreglan kveðst vita um marga, sem eiga enn óskráðar byssur S Sex hundAið sextíu og sjö skotvopn voru skrásett hjá lög- reglunni i Reykjavík, áður en viðbótarfresturinn rann út, sem dómsmálaráðuneytið gaf mönnum til þess að skila óiöglegum skotvopnum. B Enginn þeirra, sem afhenti Iögreglunni ólögleg vopn sín fyrir 15. júní, verður beittur refsiákvæðum, en hinir, sem hafa þrjózk- azt við, tja, þeir geta sjálfum sér um kennt. í tilkynningu, þar sem dómsmála ráðuneytið gerði kunnugt, að eng- inn yrði beittur refsiákvæöum, sem skilaði lögreglunni ólöglegum byss um, eða léti skrá óskráö skotvopn fyrir 1. júni s.l. var þaö gert ljóst að eftir það yrði látið til skarar skríða gegn byssueigendum, sem hafa undir höndum ólögleg skot- vopn, þegar fresturinn yrði útrunn- inn. „Enn eru ekki komnar inn aliar byssur, sem við höfum haft spurn ir af.“ sagði Bjarki Elíasson, yfir- lögregluþjónn, við blaðamann Vísis í gær. Þegar fresturinn rann út um síö- ust„ mánaðamót, höfðu verið gefin út leyfi fyrir 385 rifflum ,en þann viðbótartíma, sem gefinn var til 15. júní, voru gefin út leyfi fyrir 282 byssum til viðbótar. 150 skammbyssum hafði verið skilaö til lögreglunnar í Reykja- vík fyrir 15. júní (48 eftir að frest m~> 10. síða Aðilarnir ræðast við á hlaóinu á Vatnsenda í gær. Kardimommubærinn og Stanleyville flytja Borgarráð fellst á tillógu borgarverkfræðings um staðsetningu besthúsa við Elliðaárnar ■ Töluvert þref hefur verið að undanförnu vegna hesthúsa, sem reist hafa verið ýmist í óleyfi eða með bráðabirgðaleyfum við Elliðaárnar. Hesthúsabyggingar, sem gengið hafa undir nöfnun- um Kardimommubærinn og Stan ieyville, hafa þar aðallega vald- ið deilum, en athygli manna beindist að þessum hesthúsum í flóðunun miklu i vetur. Nú hefur borgarráð fallizt á til- lögur borgarverkfræðings mn nýtt iandssvæði undir þessi hesthús. Borgarverkfræðingur lagði til, að iandsvæði fyrir ofan grjótnámið við Vatnsendaveg yrði veitt undir hesthúsin og verði svæðið þar skipulagt með tilliti til þess. Hest- húsaeigendum hefur ekki enn verið formlega boðiö þetta iandsvæði, að þvi er Ellert Schram, skrifstofu- stjóri borgarverkfræðings sagði blaðinu, en borgarverkfræðingi hef ur verið faliö að sjá um fram- kvæmd þessa máls. llMln iÁtti að bera út ekkju með fimm börn Lauffardamir 29 iiinf ^ Laugardagur 29. júní 1968. Emelía út á land með „Hraðar hendur## 9 Leikflokkur Emelíu (Jónasdótt ur) er nú að leggja af stað í nær tveggja mánaóa leikför um landið og verður sýnt nýtt íslenzkt leik- rit „Sláturhúsið hraðar hendur“. Leikritið var frumsýnt í Borgamesi í vetur og vakti mikla athygli, en höfundurinn Hilmir Jóhannesson, nijólkurfræðingur lék þar aðalhlut verkið. Leikstjóri er Eyvindur Erlends- son, en hann Ieikur einnig meö og hefur gert leiktjöldin í sýningunni. Auk Emelíu og Eyvindar fara með jo. siðu. ■ Laust eftir klukkan fjög- ur í gær safnaðist talsvert fjölmenni að bænum Vatns- enda við Elliðavatn, en þar átti að framfylgja fógetaúr- skurði um útburð á búinu. — Var þar mætt öflugt lögreglu- lið, fulltrúar fógeta og lög- fræðiiegir ráðunautar. Samkvæmt úrskurði skiptarétt ar, sem staöfestur var af hæsta- rétti í vor skyldi núverandi bú- seti víkja af jöröinni, en búið situr ekkja síðasta ábú- anda á Vatnsenda, Sigurðar Hjaltested ásamt 5 börnum sín- um. Tuttugasta og fimmta þessa mánaðar var kveðinn upp fógeta úrskuröur um að bera ekkjuna út, ef hún væri ekki farin fyrir þann 28. Til þess leiðindaatviks kom þó ekki og var gerð sátt í mál inu um sinn, en það hefur átt sér langan aödraganda. Forsaga málsins er erfðaskrá Magnúsar Hjaltested, setn upp- haflega átti jöröina og kvað bann svo á í henni að jörðin skyldi ganga í erfðir til elzta sonar í beinan karllegg og heim ilar erfðaskráin ekki að jörðin sé seld, eða henni ráðstafað á þann hátt og var Siguröur þriðji landseti eftir hann. Samkvæmt þessari erfðaskrá úrskurðaöi skiptaréttur aö elzti sonur síð- asta ábúandans, Sigurðar Hjalte sted, sem andaðist á árinu 1966, skyldi erfa allan rétt til jaröar- innar. Hins vegar brýtur þetta í bága við lög sem kveða svo á að ekkja hafi rétt til búsetu á jörð eftir bónda sinn, nema hún giftist aftur. — En hæstirétSur hefur staðfest úrskurð skipta- réttar. Hér er um mikla lslunn indajörð að ræða, þar sem eru veiðileyfi í Elliðavatni og nema tekjur af því hundruðum þús- unda á ári. Á Vatnsenda er nú aðallega hænsnabú, um 400 hæn ur og auk þess er þar rekið all- stórt fjárbú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.