Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 3
VtSIR . Fimmtudagur 18. júlí 1968. 3 timbur upp á efri hæðina. ÞAU REISA KIRKJU Á kvöldin má oft sjá fólk í Bústaðahverfi í sjálfboða- vinnu við byggingu kirkjunnar sinnar Er hér ágætt dæmi um skemmtileg samtök, sem virðast orðin allsterk undir forystu nokkurra valinkunnra manna í Bústaðahverfinu. Myndsjáin var á ferö um Bú- staðahverfið s.l. fimmtudags- kvöld, en þá er sjálfboðavinnan hvaö mest. Voru þar að störfum 15—20 ungmenni, og mátti sjá bros á andlitum barnanna, er þau voru vitni að framtaki sínu. Það er einmitt slíkt framtak og slík samvinna, sem gefur mannlífinu gildi, segja menn og það verða menn sannfærðir um, er þeir verða vitni að samvinn- unni og sjálfboðaliðastarfinu við Bústaðakirkjuna. Bústaðakirkja stendur á fögr- um staö í hverfinu, utan i brekku, innarlega, þar sem sér vítt yfir hverfið og Fossvogs- dalinn. Hún gnæfir aílhátt og verður að flestra dómi hið glæsilegasta guðshús, sem von- andi á eftir að þjóna sínu hlut- verki um langa framtíð. Á staðnum var Ottó Michel- sen skrifvélameistari, en hann ku, að öðrum ólöstuðum, vera aðalforvígismaðurinn að sam- tökum hverfisbúa við kirkju- bygginguna. Annars er lítil á- stæða til að útskýra myndirnar öllu frekar, þær tala sínu máli og gefa glögga mynd af því, sem þarna fer fram. Börnin voru glöö og ánægð við vinnuna. Það fór líka vel um þau þarna í kvöldsólinni. Ottó Michelsen (t. v.) og Axel L. Sveins, fulltrúi í Ræsi, eru þarna að störfum. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.