Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 16
Ef Dreicer heldur sig við efnið, reykir hann þennan á 4 lds. VISIR Flnimtudagur 18. júlí 1968. Ánægðir með íbúðirnar Visi hefur borizt skjal undirritaö af 55 íbúum í fjölbýlishúsum bygg- ngaáætlunar rfkisins i Breiðholti, v'ar sem lýst er yfir furðu vegna '■krífa dagblaðsins um frágang ■"búðanna. Lýsa íbúarnir yfir 'nægju sinni með frágang íbúð- ’nna og bakka öllum þeim aðilum, sem að byggingaframkvæmdum h^fa staðið. Alls munu um 200 hús- -áðendur búa í fjölbýlishúsum Vo—.kvæmdanefndarinnar í Breið- holti. Rússar vilja halda áfram viðskiptum við ísland um ófyrirsjáanlega framtíð enn meðvifundnrSmis Pilturinn, sem slasaöist við vinnu á Keflavíkurflugvelli um hádegið f gær er enn meðvitundarlaus, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Visir fékk hiá lækni sjúkrahússins í Keflavík, en þar liggur pilturinn. Hefur hann hlotið talsverða höfuð- áverka. Slysið vildi til við fermingu einnar af flugvélum Loftleiða. Pilturinn, Sigurður Lúðvíksson, >■ iC sfða — sagði viðskipfamálaráðherra eftir komuna frá Sovétrikjunum „Hér heima höfðu menn áhyggjur af ýmsu í sambandi við áframhaldandi viðskipti við Sovétríkin, og þess vegna var þessi ferð farin til þess að undirbúa viðræðumar, sem fara hér fram í ágúst um endurnýjun viðskiptasamnings milli ríkj- anna,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra á fundi með fréttamönnum í gær, en hann er nýkominn heim úi ferðalagi til Rússlands og Póllands. Ráðherrann sagði, að Sovét- ríkin væru eitt stærsta við- skiptaland íslendinga, og hefðu viðskiptin að undanförnu numið um 450—500 milljónum króna á hvorn veg á gamla genginu. Vegna endurnýjungar viðskipta- samninga fóru íslendingar fram á undirbúningsviðraéður í Moskvu til þess að útskýra sjón- armið sín þar. íslenzku sendinefndinni var tekið með kostum og kynjum ' Rússlandi, og aðalviðskipta- málaráðherra landsins Patoliséf tök þátt í viðræðunum af hálfu Sovétmanna. Það voru þrjú máiefni, sem íslenzka nefndin þurfti helzt að ræöa við Rússa. ! fyrsta lagi má telja, að viðskipti landanna hafa hingað til verið rekin á jafn- keypisgrundvelli og nú tókust samningar um, að svo yrði ^einnig í framtíðinni. I ööru lagi var skuld okkar við Rússa 48 milljónir króna, vegna þess að undanförnu höf- um viö keypt meira af þeim heldur en þeir af okkur. Rússar hafa nú fallizt á að jafna þessa skuid meö því að kaupa meira magn af saltsíld og freðfiski. í þriðja lagi höfum við jafnan fengiö útfluttar sjávarafurðir greiddar í sterlingspundum, en greitt fyrir innfluttar vörur í Níu óhöpp á sama tímanum □ Annasamt Var hjá lögreglunni um tlma í gær. Á sama klukkutím- anum f eftirmiðdaginn urðu hvorki meira né minna en 9 umferðar- óhöpp í Reykjavík, átta árekstrar og eitt umferðarslys. Er þetta með iangmesta móti á svo skömmuin tima í slysatilfellinu hljóp 8 ára gamall drengur, Gylfi Jónsson frá Pfldudal, fyrir bifrelð á móts við Viðivelli við Sundlaugaveg. Ura- ! ferðaróhöppin urðu á tímabilinu i 17.30—18.30. j Flestir árekstranna í gær voru j smkvægilegir. Tímabilið eftir klukk ; an fimm á daginn er ávailt hættu- legt frá umferðarlegu sjónarmiði. Erus þá mjög margir ökumenn á leið heim úr vinnu, og umferö á götum borgarinnar stóreykst á stuttum tíma. Hið sama er um há degisbilið að ræöa, ,þá er gífurlef umferð á götum Reykjavíkur. Þaf hefur komið í ijós, samkvæm skýrslum siysarannsóknadeildai lögreglunnar (SRD) aö á þessun tveimur tímabiium verða flestir á- rekstrarnir. Pað er því rík ástæða til að brýna fyrir ökumönnum að sýna jafnt þá sem alltaf ýtrustu varkárni í akstri. Spilaði Boccerini á grammó- íón meöan grjótinu rigndi Spjallað við Sir Andrew Gilchrist, fyrrverandi sendiherra hér — Er Hannibal þá genginn í Framsóknarflokkinn? varð Sir Andrew Gilchrist á að spyrja gærdag, þegar blaða- menn röbbuðu við hann i brezka sendiráðinu, og hafði verið fræddur úm búskap Hannibals vestur á fjörðum. Nei, hér hefur fátt eitt breytzt var niðurstaða hans í iok rabbsins, nema hvað Hanni- bal var bóndi nú og klæðnað- ur unga fólksins var svipað- ur og erlendis og énn var engu líkara en að konur eldri en 65 ára mættu einar bera íslenzka þjóðbúninginn. Sir Andrew Gilchrist er enn sjálfum sér líkur, 58 ára „og lít- ur út ekki degi eldri en sjötug- ur“ að eigin sögn. Hann hefur undanfarin ár veriö í fremstu vígiínu meðal brezkra diplómata með skopskyn sitt og frábæra kímnigáfu af allra fínustu skozku tegund. Hann var sagður s't'a í suðurstofu sinni í Sendi- ráó nu við Laufásveg haust- kvöld nokkurt, þegar reykvískir geröu aðsúg að heimili hans, — og spila á píanó. Hann gerir iít ið úr því að hann hafi leikið á hljóðfæri meðan steinum rigndi yfir hús hans og inn í stofuna þar sem hann var að leika Boccerini — á gramiþófón. Hingað kom Sir Gilchrist til að veiða lax og í dag heldur hann aftur til stns heima. Síðan hann var hér hefur hann verið i Chicago, Indónesíu þar sem innfæddir urðu æstir og brenndu bústað hans til kaldra kola nótt eina. Gilchrist dansaði kringum rústirnar með sekkja- pípuleikara. 1 dag starfar hann sem sendiherra Breta í Dublin á írlandi. Vonandi verður allt friðsælt kringum vin okkar Gil- christ þar. Hér kvaöst Gilchrist hafa átt góða daga, veiðarnar með Har- aldi Á. og tengdasvni hans, John Aikman, gengu vel, en þeir voru í Laxá í Ásum. Með honum er 17 ára sonur hans, sem var nemandi fyrir nokkru í skíða- skólanum í Kerlingarfjöllum og vill ekki hverfa utan strax. Ann ar sonur hans kom hingað í fyrra og starfaði sumarlangt í fiskverl .marstöð. dollurum. Þetta var mjög óhag- stætt, þegar Bretar lækkuðu gengi sterlingspundsins, en nú hefur verið gengiö frá því að kaup og sala verður í dollurum. Viðskiptamálaráðherra kvaðst hafa hitt marga í Sovétríkjun- um, sem báðu fyrir kveðju til íslands, og rómaði hann mjög þá gestrisni og vinsemd. sem sendinefndin átti hvarvetna að mæta. Rússar eru um þessar mundir .iijög að auka fiskveiðar sinar, og það er framtíðartakmark Sovétríkjanna að verða sjálfum sér nóg um fiskafla, en Gylfi Þ. Gíslason ráðherra kvað rúss- neska ráðamenn hafa fullyrt, að 10. síða „Ef ég fyndi bezfu I steikina væri ég búinnj að missa atvinnuna"; Bandariskur sérvitringur og sælkeri á ferðinni ; □ Island er 81. landið, sem honum var slegin á uppboði í • Maurice C. Dreicer bandariskur London f fyrra. Ennfremur hefur • milljóner, sérvitringur og sæl- Dreicer með sér í farangri sín- • keri heimsækir í lífslangri leit um mektuga vindla, sem eru sér • sinni að beztu „steik“ heimsins. staklega gerðir fyrir hann, mæl- é En fyrir utan steikur hefur herra ast þeir 22 þumlungar að lengd. J maður þessi áhuga á hvers Dreicer veitir stundum verðlaun « kyns góðum mat og drykkjum. Einnig kann hann vel að meta fyrir þá rétti, sem honum falla sérlega vel í geö m. a. hefur góða þjónustu á þeim veitinga- hann verðlaunað á þann hátt Tu- stöðum, sem hann heimsækir og borg-verksmiðjumar í Dan- hefur m. a. gefiö út bækur um mörku og hefur jafnvel íslenzka reynslu sína á því sviði. Eina reykta laxinn í huga til slíkrar hljómplötu einnig með uppskrift verölaunaveitingar. Vafamál er að Dreicer muni nokkru sinni geta veitt verðlaun fyrir beztu J steikina, því eins og hann segir: • „Ef ég fyndi beztu „steikina", J væri ég búinn að missa atvinn- • una.“ • um af vínblöndum og fylgja til- , heyrandi „hljóðeffektar“ með. • Dreicer hefur vakið athygli • víðast hvar þar sem hann hefur • fariö meö uppátækjum sínum, • en þeirra á meðal er- aö kaupa J dýrustu vínflösku heimsins, sem J -««•••••••••■■••••••••••••••••••••■••••••••••••• Auglýsingar byggðar á íslenzkum frímerkjum Ilér hefur ekkert breytzt, nema Hannibal og unga fólkið íslenzk frímerki liafa notið vax- andi vinsælda erlendis. — Vmsir aðilar hafa séð sér Icik á borði og notað frímerki í auglýsingaskyni. — Við sjónvarpshátíð, sem haldin var nýlega í Frankfurt var flug- .félögum boðið að hafa deild á há- tíðinni til þess að auglýsa starfsemi sína. Létu I.oftleiðir þá útbúa spjöld meö íslenzkum frímerkjum og dreifa meöal boðsgesta á há- tíöinni, sem voru um 5000 talsins. ! Frímerkjamiðstöðin við Týsgötu aðstoðaði Loftleiðir við þessa kynningu. | Lionsklúbbarnir í Reykjavík hafa notað svipaða aöferð, en þeir gáfu kort með íslenzkum frimerkjum á I á Lionsþingi vestan hafs í vetur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.