Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 8
3 V1SIR . Fimmtudagur 18. júlí 1968. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Cifarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 \ Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. jr Utflutningsstefnan Qllum er kunnugt um, að verð útfluttra sjávarafurða hefur lækkað jafnt og' þétt síðastliðin tvö ár. Þetta verðfall er orðið svo gífurlegt, að nú er talað um, að mesta sjávarútvegskreppa aldarinnar ríki nú við allt norðvestanvert Atlantshaf. Hitt vita menn ekki, hvort verðið muni haldast svona lágt, lækka meira, eða hækka aftur. Alla vega eru menn sammála um, að verð fiskaf- urða muni í náinni framtíð ekki verða jafnhátt og það var á blómatíma íslenzks sjávarútvegs fyrir tveimur til þremur árum. Hinir bjartsýnu halda, að verðið muni smám saman hækka nokkuð frá því, sem það er nú, en hinir svartsýnu telja enga verðhækkun fyrir- sjáanlega í náinni framtíð. Sjávarútvegurinn mun áfram verða burðarás í ís- lenzku atvinnulífi, þrátt fyrir áföll undanfarinna tveggja ára. En augljóst er, að þjóðin mun samhliða þurfa að koma sér upp nýjum útflutningsgreinum, ef hún vill í framtíðinni búa við sömu kjör eða betri en nú. Þjóðinni fjölgar ört á þessum árum. Tæplega 100. 000 manns munu bætast í hópinn á næstu tuttugu árum. Við þurfum að gera hinum nýju borgurum kleift að lifa mannsæmandi menningarlífi. Nú eygja menn helzt þann möguleika að koma hér upp útflutningsiðnaði á fleiri sviðum en í fiskvinnslu. En þá verða menn að hafa í huga, að engin von er um aukningu útflutnings, nema íslendingar fái toll- frjálsan aðgang að mörkuðum erlendis. Við þurfum fljótlega að semja um þátttöku í Fríverzlunarbanda- laginu og hagnýta okkur síðan aðildina sem bezt. Þátttakan mun að sjálfsögðu einnig verða sjávar- útveginum mikil lyftistöng, því að tollar afurða hans munu þá falla niður í bandalagslöndunum. Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri nefnir í ný- útkomnum Fjármálatíðindum nærtækt dæmi um möguleika og vandamál nýs útflutningsiðnaðar. Hann segir: „Þegar byggingu álbræðslunnar í Straumsvík er lokið, verður til fyrir íslenzkan iðnað á mjög hag- stæðu verði nýtt innlent hráefni, sem gæti orðið undir- staða margvíslegs málmiðnaðar. íslenzki markaður- inn er hins vegar allt of lítill til bess, að hægt é að byggja hér álvinnsluver, er sé af hagstæðri stærð og samkeppnishæft við stórfyrirtæki annarra landa.“ Ennfremur: „Lítil von er því til þess, að verulegur áliðnaður vaxi upp hér á landi, nema íslendingar fái aðgang að erlendum mörkuðum, svo sem með aðild að EFTA. Sama máli gegnir um ullariðnaðinn og ýms- ar aðrar iðnaðargreinar, þar sem aðstaða íslendinga ætti að vera allgóð.“ íslendingar hafa oft áður lent í erfiðleikum og leyst sig úr þeim. Nú er um það að ræða eins og oftar áður að duga eða drepast. Við höfum áreiðanlega getu og k]ark til að nýta þá möguleika, sem hér hefur verið talað um. Don Juan Carlos arftaki Francos hershöfðingja i (i Um seinustu helgi var símað frá Paris að þess sæjust ýmis merki, að Franco hershöfðingi, einræöisherra á Spáni, hefði tek- ið ákvörðun um, að Don Juan Carlos, tæki við af honum sem æðsti maður Iandsins mjög bráð- lega. Don Juan Carlos er sonar- sonur Alfonso XIII síðasta kon- ungs á Spáni, og er þrítugur að aldri. Þótt þetta kunni að reynast rétt, er ekki þar með sagt, að Franco sé í þann veginn að segja af sér. heldur, að tíminn kann að vera heppilegur til að kynna breytinguna. En geta verður þess að Franco er orðinn 75 ára og hefir verið æðsti maður ríkisins í 30 ár. Spánn var lýstyr konungsríki 1947 og f stjómarskrárlegum lögum frá árinu 1966 segir, að Franco hershöfðingi hafi rétt til að skipa eftirmann sinn, en ekki hefir Franco notaö sér þann rétt enn sem komið er, en búizt við, að þess verði skamrnt að . bíða, að Don Juan Carlos fari að sjást við hlið Francos, sem væntanlegur arftaki hans. Meirihluti spænskra konungs- sinna hefir árum saman reynt að fá Franco til þess að fall- ast á son Alfonso XIII sem arf- taka. Don Juan, sem býr í Portúgal, heldur fram rétti sínum sem ríkisarfa. Hann er sagður þeirrar skoðunar, aö hverfa eigi stig af stigi til lýð- ræðislegs fyrirkomulags. Don Juan er 54 ára að aldri. l i 11 I Verða þau brátt konungshjón á Spáni? Skoöanir sonarins, Dons Ju- arts Carlosar, hafa hins vegar oröið meira fyrir áhrifum tím- . " oe n anna eftir borgarastyrjöldina, og hann aðhyllist núverandi fyrir- komulag. Lágmarksaldur til þess að setj ast á konungsstól á Spáni er nú 30 ár, en hann varð þrftug- ur í júní s.L Don Juan gekk að eiga Sophiu prinsessu, systur Konstantfns Grikkjakonungs. Hann hefur oft veriö hylltur á mannamótum, og þar sem hann hefur komið opin- berlega fram með Franco hers- höföingja. Jafnvel andstasðingar hans sem vilja heldur föður hans fyrir konung, viður- kenna að Don Juan Carlos sé heiðarlegur maður og viJji allt vel, en — hann verði alltaf meðan Franco lifir að sitja og standa eins og hann vill. Don Juan Carlos við hlið Frankós. Varnarstöðvar U.S.A. á Spáni og kröfur Spánverja Spænski utanríkisráðherrann Femando Castiella Mainz er um þessar mundir í Washington og ræðir við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, og fleiri ráðherra, og umræðuefnið er: Herstöðvar Bandaríkjanna á Spáni. Enginn vafi er, að Spánar- stjórn hefur nú sterkari aðstöðu til þess að koma fram harðari kröfum, er endurnýjun samning- anna um varnirnar er á dagskrá, og má þar til nefna að herstööv ar á Spáni eru Bandaríkjunum enn nauðsynlegri en áður vegna aukins hemaöarmáttar Sovét- ríkjanna á Miðjarðarhafi. Spánverjar munu krefjast minni íhiutunarréttar Banda- ríkjamanna um mál setuliðs- manna og aukinnar hernaðar- legrar aðstoðar. Viðræðurnar í Washington nú eru f reyndinni undirbúningsvið- ræður, en formlegar viðræður hefjast í haust, eða í septem- ber, þegar núverandi samkomu- lag er f þann veginn að ganga úr gildi. Spánverjar halda því fram að þeir hafi hvorki fjá'rhagslega né stjórnmálalega þau not af að leyfa herstöövarnar, sem sann- gjarnlegt gæti talizt, því að land- inu stafi t. d. aukin hætta af því að það hefur raunverulega dreg- izt inn í vamakerfi Norður-At- lantshafsbandalagsins, með því að leyfa Bandar. stöð fyrir kjarn orkukafbáta í Rota, og mikla flugstöö við Torreji. Þótt Spánn sæki ekki um að- ild að NATO krefst hann auk- innar verndar af ofangreindum orsökum. • Gunnar Jarring gerði í gaer U Thant grein fyrir viðræðum f Lond on um ísrael og Arabaríkin. Þeir eru nú í Genf. ■ Fowler fjármálaráðherra Banda- ríkjanna hefir skorað á Suður- Afríkustjóm að hefja aftur sölu á gulli á frjálsum markaði og stuðla þannig að festu og stöðugleika á peningamarkaðnum. Kvað hann þetta Iíka hagsmunamál Suður- Afrfku. Hann neitaði að Bandarík- in og önnur lö.nd, sem staoda að gullkerfinu frá í marz síðastliðnum, væru óvinsamleg Suður-Afrfku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.