Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 18.07.1968, Blaðsíða 13
V1SIR . Fimmtudagur 18. júlí 1968. Tætaii — 6. síöu. þessu ,,slysi“ vilji þeir hins veg- ar koma mönnum á gagnstæða skoðun. Eins og fyrr er fram tekiö, skal hér engin afstaða tekin til þessarar fullyrðingar Mallans. Komarov geimfari var tilkynnt- ur dauður af áðurnefndum slys- förum, lík hans brennt „á stund- inni“ og askan síðan jarðsett með mikilli viðhöfn. Rússneska fréttastofan tilkynnti um leið, að fylgzt hefði verið meö allri ferð geimfarsins vestur f Banda- ríkjunum fyrir atbeina geimsjár- stöðva þar — og bandarísk blöð tóku þá frásögn upp f fréttum sínum. Aðspurðir seinna lýstu starfsmenn nefndra stöðva yfir þvf, að þrátt fyrir allar tilraun-. ir hefði þeim ekki tekizt að „koma auga“ á geimfarið. Hins vegar hafi þeir ekki hirt um að mótmæla fréttum þeirra rúss- nesku — enda ekki í þeirra verkahring. Kvennasíða — 5. síðu. minna um kaup á fallegum síð- degiskjól, sem þær þurfa þó meir á að halda og nota meira. Einnig snerum við okkur til tveggja samstarfsmanna okkar á blaðinu af sterkara kyninu, (þeir kusu þó að vera ónafn- greindir), og vorp þeir fljótir til svara: Sá fyrri: a) Þeim tekst nokkuð vel að klæöa sig eftir aldri. b) íslenzkar konur gera of nikið úr hárgreiðslunni. Þær fara með uppstrílaðan, breiðan lokkafansinn þótt ekki sé skroppið út nema til þess eins að fara í mjólkurbúðina. Sá seinni: a) Þær gangá yfirleitt mjög vel greiddar. b) Þær hugsa ekkert um fóta- búnaðinn á sér. Konur góðar nú hafið þið ss^kkuð um að hugsa næst, þeg- '/r þið standið fyrir framan sjpegilinn. FELAGSLKF Ferðafélag íslands ráðgerir eftir taldar ferðir um næstu helgi: Hveravellir - Kerlingarfjöll - Hvít- árnes, Þórsmörk, Landmannalaug- ar, Veiðivötn, Tindfjöll. Á sunnu- dag gönguferð á Ok. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Á miðvikudag eru feröir í Þórs- mörk og Veiöivötn. Fullkomnustu geimsjártæki Bandarfkjanna urðu einskis vör. Kannski það — kannski er ekki mark takandi á öllu, sem fréttist af þessum geimsiglinga- afrekum. Bandaríkjanienn virð- ast þó framkvæma þar allt fyrir opnum tjöldum, hvað ekki verð- ur um rússneska sagt. Allir vita þó, að þeir hafa þar mikil af- rek unnið. Hvað þeim getur gengið til, að vera að skrökva upp á sig óhöppum og slysum — ef Mallan þessi segir satt, — er öllum almenningi torskilið. En margt er skrítið í kýrhausn- um. LAUSAR STÖÐUR VIÐ RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS Athygli skal vakin á auglýsingu menntamálaráðuneyt- isins, dagsettri 25. júní 1968, sem birtist í Lögbirtingar- blaðinu 9. júlí 1968, þess efnis, að ráðgert er að veita á árinu 1968 nokkrar stöður til 1-3 ára fyrir vísinda- lega menntaða starfsmenn við Raunvísindastofnun Há- skólans á eftirtöldum sviðum: Stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði eða jarðeðlisfræði. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Starfs- mennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en þó skal, ef háskólaráö óskar, setja ákvæði um kennslu við Há- skólann í ráðningarsamning þeirra, enda verði greidd aukaþóknun fyrir kennslustarfið. Umsóknir, ásamt greinargerð um menntun og vísinda- leg störf, skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu fyrir 1. ágúst 1968. RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS Viljum kaupa 2—3 búðarkassa. Æskilegt, að einn þeirra sé rafmagnskassi með samlagningu og strimli. Uppl. í síma 11670 kl. 6—7 e. h. daglega. Greibsluáskorun til eigenda dísilbifreiða í Reykjavík. Hækkun á þungaskatti af dísilbifreiðum skv. lögum nr. 7 1968 (vegalögum) féll í gjalddaga 1. júlí s.l. Er hér með skorað á hlutaðeigendur að greiða skattinn sem fyrst, ella verður bifreiðin tekin úr umferð unz skil eru gerð á skattinum. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Góður sumarbúsfaður til sölu 8 km frá Reykjavík. 5 þús. ferm. ei'gn- arland. Rafmagn og vatn. Gæti verið ársbú- staður. Uppl. í síma 42045 eftir kl. 7. Lokað vegna sumarleyfa frá og með 20. júlí til 8. ágúst. GÓLFTEPPAHREINSUNIN Skúlagötu 51 • Sími 17360 Frumvarp að staðli um leiðréffingu prófarka og frágang handrifa er komið út. Þeir, sem óska eftir að kynna sér frumvarpið, geta fengið ókeypis eintök af því á skrifstofu vorri. Athugasemdir og breyting- artillögur þurfa að hafa borizt fyrir 15. sept. 1968. Reykjavík, 15. júlí 1968 IÐNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS Skipholti 37, Reykjavík. Símar: 8-15-33 og 8-15-34. Miðaldra ekkja óskar að leigja konu tvö til þrjú herbergi í ein- % býlishúsi, með öllum þægindum, þar á meðal aðgangi að eldhúsi og baði. Lág húsaleiga. — Upplýsingar með mynd, aldri og starfi, send- ist Vísi merkt „Félagi“. N KRISUVIK Drekkið kaffi í Krísuvík. — Öl, gosdrykkir, heitar pylsur o. fl. Gróðrarstöðin Krísuvík. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að und- angengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftir- töldum gjöldum: Hækkunum á þungaskatti af dísilbifreiðum skv. lögum nr. 7 frá 1968 (vegalögum), sem féllu í gjalddaga 1. júlí s.l., söluskatti 2. árs- fjórðungs og nýálögðum viðbótum við sölu- skatt eldri tímabila, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftir- litsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, almennum og sérstökum útflutningsgjöldum, aflatrygg- ingasjóðsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöld- um af skipshöfnum 1. og 2. ársfjórðungs 1968 ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 17. júlí 1968. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.