Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 4
„HÓPHJÓNABÖND“ TÍÐKUÐ í KI ÚBBI I STOKKHÓLMI Þar skipta menn um maka að vild sinni Sænska sjónvarpið hefur dag- skrá um kynferðismál. Óþarft mun að geta þess, að Svíar eru þekktir fyrir „frjálslyndi" í þeim efnum, svo sem fram kemur í kvikmyndum þeirra. Nýlega kom fram í sjónvarpinu nokkuð ný- stárlegt fyrirbæri, en það eru klúbbar sem hafa „hóphjónabönd“ á stefnuskrá sinni. Þar kemur Listamenn í Uppsölum stríða kirkj umönnum með hrylling smyndum Þegar fulltrúar Alkirkjuráðsins komu saman í Uppsölum f Svf- þjóð, urðu þelr furðu lostnir yfir útliti matsalar gestanna. Nokkrir ungir listamenn höfðu tekið sig til og strítt kennimönnum með allkynlegum málverkum. Það hefði sennilega ekki stuðl- að að góðri matarlyst fulltrúa, ef ekki hefði verið að gert. Bráða- birgðamatstofan var í Fyrirhall- en þar í borg. Á veggjunum gat að líta myndir, er sýndu skotria svertingja, afmynduð fóstur, nakta og Ijóta líkama og kvala- fulian dauðdaga. Þarmar og kyn- færi voru á hverju strái, og sjá mátti menn myrta í stórhópum. Fyrir þingið höfðu aðeins fáir þingfulltrúar orðið varir viö þess- ar myndir. Stjórnendur þess voru þó ekki í rónni og veltu fyrir sér, hvort unnt væri að láta við svo búið standa. Mörgum þóttu þær ekki sóma sér vel, þar sem menn neyttu matar síns. Hið merka kirkjuþing fór þó fram samkvæmt áætlun, þrátt fyrir þessa stríðni hinna ungu iistamanna! Þetta er ein myndanna í matsalnum, sem ekki myndi örva matarlystina. saman hjónafólk á ýmsum aldri og tíðkar frjálsar ástir, skiptir um maka annað veifið og þykist yfirleitt betur komið eftir þá reynslu, er með slíku háttalagi fæst. Þó gengur þetta ekki á- fallalaust með öllu. Þaö, sem fram kom í sjónvarps þættinum, er þetta: I Stokkhólmi er starfandi klúbbur nokkur, er nefnist Salome. Meðlimir eru um 30, allt hjón, sem venja þangað komur sínar til að skipta á mök- um.Það kemur saman nokkrum sinnum í viku, ræðir ástamál, leikur ástaleiki og spilar stripl- ingapóker. Klámmyndir eru vin- sæl dægrastytting. Staður þessi er í miðjum Stokkhólmi. Þar eru samkomusalir og lítil, einangruð ástaherbergi fyrir þá, sem slíkt kjósa frekar. Djarfar myndir á veggjum sefjandi tónlist. Asta Gustafson heitir rithöf- undur nokkur, sem ritaö hefur margar skáldsögursem venjul. eru kallaöar klámbækur. Kona þessi kom fram í sjónvarpinu sem tals- maður klúbbsins. Hún litur á klúbbinn sem forskóla fyrir „hóp hjónabönd"! „Meðal meðiima eru að minnsta kosti tvö hóphjóna- bönd“, segir hún. „I fyrsta lagi er hópur, þrjú pör, sem leigir í sameiningu húsnæöi, hefur keypt sér bát og siglir um skerjagarð Stokkhólmsborgar. Þá er annar hópur, tvö pör. Eldri hjónin hafa áöur búið í hóphjónabandi, en gera nú tilraun með yngra fólk sem aöila.“ Frú Gustafson var spurð, hvort nokkurrar afbrýðisemi gætti með al meðlima. Búast mæti við, að hennar gætti ekki, þar sem menn gerast meölimir vitandi vits og af frjálsum vilja. Raunin er önnur. „Við höfum átt við vandamál að stríða“, segir frúin. „Þess eru dæmi, aö meðlimir hafa yfirgefið samkomur grátandi af afbrýði- semi. Maður nokkur varð svo af- brýöisamur vegna koun sinnar, að langan tima eftir að þau atvik urðu, sem orsökuðu afbrýðisem- ina, kom hann heim úr vinnu sinni til að „fylgjast með“ eigin konunni. Samt hafði hann staðið fvrir því, að þau gerðust meðlimir í klúbbnum. Konan tók þátt í þessu til að þóknast manni sín- um!“ „Eiginmaðurinn verður afbrýði- samur, ef konan sýnir það opin- skátt, að hún hefur fellt hug til annars. Á hinn bóginn gerist það einnig að eiginkonan verður af- brýðisöm. Stundum verðum við að leyfa konum að leggja sig upp í rúm á samkomum, svo að þær geti grátið af sorg.“ Rithöfundin- um finnst það eðlilegra, að fólk taki þátt í hóphjónaböndum með þessum hætti en þaöhaldi framhjá maka sínum eins og tíðkast. Að vísu komi ýmsir á samkomurnar með ástmeyjar sínar en ekki eig- inkonur. Einnig komi þangað gift ar konur til að lifa kynferðislega endurnýjun! Hér fæst innsýn inn í eitt „ástarherberg- ið“ í klúbbnum Sal- ome — rósrauðir veggir og æsandi myndir skapa um- hverfi ástarleikj- anna. Vinstri villan í hægri umferð. Fólk sat og ræddi um hægri umferð yfir kaffibolla, og talið barst að vinstri villu atvikum, sem fólk hafði orðið vitni að, þegar einhver fór að segja frá einum „klaufa“, sem hafði kom ið niður Bankastræti og ekið vinstra megin inn f Lækjargötu, þá hrópaði ein konan: „Guð minn almáttugur þá hef ég far ið vltlaust að fyrir hálfum mán uði.“ Og nú kom slrýringin á því, hvað alUr höfðu brosað og vink að til hennar þennan góðviðris- * Lækiargötunni. en þetta hafði verið konunni nokkurt um hugsunarefni, að fjöldi manna, sem hún þekkti sáralítið höfðu kinkað kolli o'g brosað og jafn- vel veifað, og suma þekkti hún alls ekki neitt. Og henni hafði meira að segja fundizt óvið- kunnalegt að virðulegir menn á miðjum aldri væru svona bros- leitir til kvenfólks á götum úti. stræti inn í Lækjargötu. Svona getur þaö orðið fleira en kven- legur yndisþokki, sem fær karl menn til að bregða upp sínu betra brosi af umburðarlyndi til Ferðamannabær. Erlendir ferðamenn setja mik inn svip á borgarbraginn þessa dagana. Þeir stinga dálítið í stúf Xj&tub&iGöúi En annars urðu allir sammála um, að það hefði verið sérlega heppilegt, að þetta skyldi hafa borizt í tal, því konan hefði ver- ið vís til þess að aka öðru sinni ranga vinstri beygju úr Banka- kvenna. Hins vegar er ég ekki frá því að þessi uppgötvun hafi valdið nokkrum vonbrigðum, því konunni fannst ails ekki sama hvers vegna hún fékk öll þessi elskulegu bros. við okkur landana, því í klæða- burði eru þeir öðru vísi en hefð bundið er meðal okkar. Sumir vekja athygli fyrir tötralegan búnað, en aðrir einungis vegna þess að þeir skima athugulum augum á bað, sem fyrir augun ber. Þessum aukna straumi er- lendra ferðamanna getum við fagnað, því það sýnir sig, að móttaka þessara erlendu gesta gefur gjaldeyristekjur sem við höfum brýna þörf fyrir. Jafn vel er talið, að móttaka ferða- manna geti skipað svipaðan sess í þjóðlífinu og höfuðatvinnu vegirnir sem fyrir eru, ef við búum betur í haginn. Ferðamannastraumurinn er tal inn öruggari en síldargöngur, og fari þar að auki ört vaxandi í heiminum. Þessa þróun telja vís i rmenn, að við eigum að nýta meira en gert hefur verið. En á móti erlendum ferðamönnum verðum við öll að taka með hlý Iegri framkomu en þó festu. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.