Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 23. júlí 1968. 9 — segja tæknimenn Framkvæmdanefndar um næsta áfanga Breiðholtsframkvæmdanna Vísir fjallaði í gær um fyrsta áfanga Bygginga- áætlunar, sem nú sér fyrir endann á með haustinu. Að þessu sinni verður fjallað um næsta áfanga, sem er bygging 800 íbúða í fjölbýlishúsum. Framkvæmdir við þessar byggingar hefjast vænt- anlega í haust, eða vetur og verður hugsanlega lokið á árinu 1970—71. í þessum nýja áfanga verður að sjálfsögðu stuðzt við margháttaða reynslu, sem fengizt hefur við byggingu fjölbýlishúsanna í fyrsta áfanganum. Ýmsu því, sem þar var reynt verður hafnað í seinni húsunum og spá starfsmenn Framkvæmdanefndar því að þessi hús verði til muna ódýrari en hin fyrri. Vísir ræddi við þá Ólaf Sigurðsson, arkitekt og Björn Ólafsson, verkfræðing á skrifstofu Fram- kvæmdanefndar í Hallarmúla um þessar breyting- ar, eins og þær liggja fyrir á teikniborðinu. með lægst tilboö, sem hljóðaði upp á 400 kr. pr. fermetra. — Buðu Danirnir bæði í efni og vinnu. Hins vegar fór svo að við fengum ekki að taka danska til- boðinu og varð vinnan viö lagn ingu parketgólfsins nokkru dýr ari, eða um 600 kr á fermetra. Þá ræður nokkru __ i þessu, að parketgólfið er mun viökvæm- ara en steinsteypugólf og erfið ara er að komast að leiðslum undir því til viðgeröar. — Lagn ir undir parketgólfinu reynd- ust einnig miklu meiri og dýrari en gert hafði verið ráö fyrir. Á það sérstaklega viö um raf- lögnina. — Hvaða breytingar eru helzt ar við nýja áfangann? — Þegar byrjað verður á þessum seinni hluta framkvæmd anna veröur viðhorfið aö ýmsu leyti breytt. Nú fáum við að skipuleggja svæðið að lang- mestu leyti sjálfir, en þufum ekki að ganga inn í skipulag sem var okkur að ýmsu leyti óhentugt eins og við fyrri hluta framkvæmdanna í Breiöholti. — Húsin í þessum nýja áfanga verða ekki vinkillaga, eins og þau fyrri, heldur í beina línu og kemur það eitt út af fyrir sig til með að flýta framkvæmd- um og verður um leið ódýrara. Homin á húsunum, sem nú hafa verið byggö hafa reynzt erfið og kostnaðarsöm i upp- steypu, þar eö stálmótin komu þar ekki að eins drjúgum not- um og einnig varð meiri kostnað ur við teina undir stóru kran- ana vegna hornsins. Nýju húsin veröa þrjár og hálf fbúðarhæð, það er aö segja helmingur neöstu hæðar fer und ir íbúSir, en helmingur er sam- eiginlegt pláss fyrir allar íbúö imar. Minna verður um lang- veggi í þessum húsum, en meira lagt upp úr þverveggjum „kon- strúksjónin" verður mun ein- faldari. Parketinu hafnað. — Verður haldið Jfram með hin margumtöluðu parketgólf? — Nei, það er þegar ákveðiö að hafna þeim í þessum húsum. Þegar útreikniqgar voru gerðir og verkið boðið út fyrir fyrri áfanga varð danskt fyrirtæki Vélslípuð gólf. í nýju íbúðunum er ætlun- in aö vélpússa gólf um leið og steypt er. Veröa gólfin .„strauj- uð“, áöur en steypan harðnar, og síðan vélpússuð um ieið og hún storknar. Sennilega verða svo lagðir dúkar beint á stein- inn. Þetta fyrirkomulag leiöir af sér, að engar lagnir verða í gólfi, til dæmis verða vatnslagn ir utan á veggjum í hornurn. en þær eiga að hverfa á bak við gluggatjöld. — Eruð þið ekki hræddir við gagnrýnt en því fylgir mikið stöfun? — Ef til vill verður þetta gagnrýnt en því fylgir mikið öryggi að hafa vatnslögn utan veggjar og er mjög algengt er- lendis og sums staðar algilt fyr irkomulag. — Hvað um steypu útveggja? — Henni verður hagað á ann an veg en gert var í þeim á- álplötur lagðar. Þessar plötur eru miklu grófrifflaðri og sterk- ari en venjulegar þakplötur. Forráðamenn Álversins vöktu máls á þessu við okkur og bjóö ast þeir til þess að útvega efni til þess ama, en sfðar meir yröi ef til vill grundvöllur fyrir fram leiöslu slíks þakefnis hér á landi. Þetta þak hefur þó ekki fengið samþykki Framkvæmdanefndar né byggingareftirlitsins ennþá. Hér er aðeins um að ræöa álit- legan möguleika. Trúlega yrðu einhverjir til þess að halda því fram að slík þök yrðu ljót en við gætum trúað að húsin yröu mjög þokkaleg meö slíkum boga mynduöum þökum. — Getið þið á þessu stigi málsins gizkað á, hversu miklu minna þessar íbúðir myndu kosta, en hinar, sem nú er ver ið að fullgera? Mun ódýrari. — Það eru mörg atriði óljós enn og þessar tillögur okkar hafa ekki veriö samþykktar enn- þá, enda þótt við búumst við að þær verði samþykktar í meginatriðum. En við verðum óánægðir ef þessar íbúðir verða ekki verulega lægri í verði held ur en þær fyrri. — Við höfum látið okkur detta í hug að þær yrðu ekki minna en 10 — 15% ódýrari en íbúðirnar f fyrsta áfanga, miöað við óbreytt verð lag að sjálfsögöu. Þessi ágizk- un er hins vegar gerð án allrar ábyrgðar, svona út í loftið, eins og sagt er, en við þykjumst mega ráða það af ýmsu að þær verði allnokkru ódýrari, — Það mætti svo spyrja að lokum, hvað helzt hefur lærzt af þessum framkvæmdum, til dæmis frá sjónarmiöi byggingar iðnaðarins? — Hér hefur að sjálfsögðu fengizt mikil reynsla, sem ís- lenzk byggingariðja á eftir að búa að f framtíðinni. Verktakar hafa fengið hér stórverkefni í byggingariðnaði, sem þeir heföu trauðla fengið að spreyta sig á ella. — Þeir kynnast nýjum vinnubrögðum. — Hvenær vonizt þið til að geta lokið þeim áfanga. sem nú hefur verið skipulagður? Það fer vissulega mikið eftir því, hvenær byrjað verður. Ef við getum byrjað þegar í haust á jarðvinnu, vonumst við til að geta lokið þeim 1971. Hér er um að ræða rúmlega 900 íbúð ir, 800 í fjölbýlishúsum og rúm lega 100 f raðhúsum. Algjörlega verður hætt við einbýlishúsin, sem flutt yoru inn. Þau eru alls ekki ráð til að finna bót á húa- naeðisvandræðunum, og þá állra sfzt séu þáu innflutt. fanga, sem nú er unnið við. Við höfum hugsað okkur aö gluggar yrðu steyptir fastir í einingarn- ar og sjálfar einingarnar f út- veggjunum yrðu stærri en nú er. Gerum viö okkur vonir um, að þær gætu orðið rúmir 5 metrar aö lengd og 2.60 m á hæð. Með þessu vonumst við til þess að losna við marga veika punkta Engar timbureiningar í útveggj- um líkt og er í fyrri húsunum. Stálmótin veröa notuö eftir sem áður, enda teljum við að þeim mikla bót, en viö teljum þessa steypuaðferða tvímæla- laust miklu ódýrari en þá, sem almennt er notazt við. — Hvernig veröur stærð fbúö anna? — Heildarstærð íbúðar verð ur minni í nýja áfanganum, en íbúðarhúsnæðið samt stærra. — Byggist þetta á því að við gerum ýmsar breytingar á fyrirkomu lagi geymslna, sem leiða af sér rýmra íbúöarhúsnæði. Stofurn- að þar er hægt að koma fyrir skápum ef fólki sýnist svo og öll verða þau það stór, að þar verði hægt að koma inn tveim ur rúmum aö minnsta kosti, en íbúðirnar eru sem fyrr segir fyrst og fremst miðaðar við barnafjölskyldur. Þvottahús í hverri íbúð. Önnur nýjung kann að koma dálítið spánskt fyrir sjónir f fyrstu og er þá komið að þvotta húsinu. Þaö verður ekki eitt stórt sameiginlegt þvottahús fyrir hverja „blokk“, eöa hvern stiga mg, heldur verður þvotta- hús í hverri íbúð og flytur fólk þá inn með sínar eigin þvottavélar. — Reynsla af slíku fyrirkomulagi hefur verið mjög góð. — Við spurðum meðal ann ars húsmæður, sem búa i fjöl- býlishúsum, þar sem þvotta- húsin eru þannig sér fyrir hverja íbúð og var viökvæðið Unnið að byggingaframkvæmdum, Nýjustu tækni var beitt við þær, og í greininni er fjallað um árangurinn. ar verða stærri og verða þær stækkaðar á kostnað borðkróks ins. Eldhús verða öll úti viö glugga og engir skápar í svefn- herbergjum. Við eigum von á því að fyrir þessa ráðstöfun fáum við hvað mesta gagnrýni. En þetta er gert til sparnaöar. 1 fbúðunum verða hins vegar sérstakir skápagang ar. Þetta gerir þaö að verkum að aðeins þarf að ganga frá skápum á tveimur stööum í hverri íbúð, á skápagangi og í eldhúsi, en frágangur skápa er mjög dýr liður í innréttingar- kostnaði. Ef tveir skápar væru f hverju svefnherbergi, eins og nú tíðkast þyrfti þannig að ganga frá á sex stöðum með æmum kostnaði. Herbergin eru þó öll það stór tíðum þannig hjá þeim, að þvottahúsið væri þaö herbergi sem þær vildu sfzt missa úr í- búðinni. Það getur oft komiö sér vel fyrir barnmargar fjöl- skyldur að hafa slfkt afdrep, þegar bömin koma inn á kvöldin óhrein og blaut. Þar er hægt að takc af þeim vosklæðin og mestu óhreinindin. Sama gildir um heimilisfeður, sem stunda óhreinlega vinnu. Þá mætti einnig geta nýjung ar, sem er í athugun varðandi þökin á fjölbýlishúsunum. Það hefur sem sagt komið til greina að hafa þökin úr áli. Yrðu það vafalaust ódýjustu þök, sem völ væ?i á. Álþökin yrðu kúpt, en ekl?i með rislagi. Myndu við þetta sparast allar spermr, nema langbitar, en yfir þá yrðu Yfirlitsmynd sem sýnir framkvæmdirnar í Breiðholtinu. Húsin sem standa næst eru fjölbýlishús, sem reist hafa verið á vegum Framkvæmdanefndar bygg- ingaáætlunar. I greininni er fjallað um árangur þann sem náðst hefur og lærdóm, sem draga má af framkvæmdunum. Óánægðir ef við náum ekki 15% lækkun \ \ s \ ,\ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.