Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 16
Gamli tíminn víkur Þessa dagana má sjá stórvirk tæki brjóta niður gömul hús víða um borgina. Að flestum þessara húsa er lítil eftirsjá, en við sum þeirra eru bundnar vissar söguleg ar minningar. Það er þó ekki alltaf hægt að setja það fyrir sig, þvi að gamli timinn verður að víkja fyrir þeim nýja og það er ekki hægt að geyma allt það, sem gamalt er. Það þekkja þeir bezt, sem taka til á háa loftinu hjá sér eftir margra ára bú- setu á sama stað, áður en flutt er inn í nýja húsnæðið. FLUOR SEn í DRYKKJARVATN VESTMANNAEYINGA Þeir verða fyrstir til að hagnýta sér fluor til varnar tannskemmdum ■ Ákveðið hefur verið að setja efnið flúor í hið nýja drykkjarvatn Vestmanna eyinga. Þetta er gert til varn- ar tannskemmdum, og sam- kvæmt uppiýsingum Magnús- ar H. Magnússonar, bæjar- stjóra í Vestmannaeyjum, verður efnið sett í vatnið með haustinu. Magnús taldi, að til koma efnisins mundi draga úr tannskemmdum um 60- 70 af hundraði. Þetta mun vera fyrsta tilraunin hériend- is f þessu efni, en það tiðk- ast víða erlendis. Jón Sigtryggsson, prófessor við tannlæknadeild Háskólans, skýrði blaðinu svo frá í morgun, að efni þetta hafi dregið úr skemmdum tanna um 50 — 60 af hundraði, þar sem það hefur bezt gefizt í Bandaríkjunum. — Flúor er settur í drykkjarvatn að einum milljónasta hluta. Að vísu er hér um að ræða eitur- efni ef þess er neytt um of, en hófleg notkun mun ekki hafa nein slæm áhrif á mannslíkam- ann. Samkvæmt upplýsingum land læknis mun ekki í ráði aö setja flúor í vatn annars staðar á land inu að svo stöddu, þótt máliö hafi borið á góma. Víða erlendis þykir brýn nauðsyn að fhior sé i öllu drykkjarvatni. Að vísu hafa aðrar þjóðir yfirleitt ekki hið holla íslenzka vatn. Þjóðin hefur fylgzt með ánægju meö lausn vatnsvandamáls Vest mannaeyinga, og nú er þess að vænta að böm þar i eyjum hafi fallegri og heilbrigöari tennur en annars staðar* þegar fram lfða stundir. Gæti þá svo farið að Reykvíkingar og aðrir lands- menn fetuðu í fótspor þeirra og einnig yrði blandað flúor f drykkjarvatn annars staðar. sem Á »y — segir i skýrslu frá SÞ Ný hótelbygging / Flókalundi — Starfsemi Barðstrendingafélagsins með miklum blóma Barðstrendingafélagið í Reykja-1 dk starfrækir Hótel Flókalund, sem sr sumargistihús i Vatnsfirði. Hótel petta var byggt 1961 og hefur ver- ið rekið síðan við sivaxandi vin- sældir. Hinn 7. júlf s.l. tók Flóka- lundur til afnota aðalbygginguna, sem grunnur var lagður að sumar- ið 1962. Þessi aðalbygging, sem flutt var inn frá Noregi, er 260 ferm. timburhús á elnni hæö. 1 hinni nýju aðalbyggingu eru: Veitingasalur, eldhús með kæli- klefa, 4 tveggja manna herbergi, stór forstofa og snyrtiherbergi. — Einnig er fyrirhugað að breyta gamla skálanum i gistiherbergi, en Fimm teknir Lögreglan í Hafnarfirði tók fimm ökumenn grunaða um ölvun við akstur aðfaranótt laugardagsins. Var hér yfirleitt um unga menn að ræða, allt niður í 17 ára gamla ökumenn. Sagði lögreglan, að ann- ars hefði ekki borið mikið á ölvun við akstur í Hafnarfirði, en þó virt ist það eitthvað hafa aukizt síðasta mánuðinn. það verður aö bíða enn um sinn vegna fjárskorts. Heildarkostnaður við Flókalund með öllum útbúnaði mun nú vera um 2,5 milljónir króna. Eins og áður er sagt er þaö Barö- strendingafélagið í Reykjavík, sem starfrækir þetta nýja sumarhótel en sama félag rekur einnig Hótel Bjarkarlund, sem tók til starfa ár- ið 1945. □ ísiand er auðugast Norður- landa, eða var það aö minnsta kosti árið 1966. Nýútkomin hag- fræðiárbók Sameinuðu þjóðanna sýnir, að þjóðartekjur á hvem íbúa árið 1966 voru 2066 doliarar á ís- landi, 1808 í Danmörku, 1554 1 Nor- egi og 1475 dollarar f Finnlandi. 1 bókina vantar upplýsingar frá Sví- þjóð um þennan lið, en f skýrslunni 10. siðu Hvalveiðin ! Franskur verzlunarfulltrúi gengur vel Nokkrar tafir hafa orðið á hval- veiðivertíðinni vegna þoku. Nú hafa veiðzt 190 hvalir, sem skiptast I 186 langreyðar og 4 búrhvali. Er veiðin því svipuð og í fyrra, miðað við úthaidsdaga. Hvalurinn er mun vænni en í fyrra, en alitaf eru einhver áraskipti í þeim efnum. Mjög langt er á miöin eða um 200 raílur. Um 80 manns starfa nú við hvalstöðina og eru menn almennt bjartsýnir um áframhaldandi veiði. Sölumöguleikar á hvallýsi eru ekki betri en í fyrra og er það eina mál- ið, sem hvalveiðimenn eru óánægð- ir með. Maður hrygg- brotnar á Akureyri Það slys varö á Akureyri f gær, að bóma féll ofan á mann, sem var að vinna undir henni við að stytta hana. Kraup maðurinn sem heitir Sverrir Georgsson, Þórunnarstræti 125, niður undir bómunni, og var að slá bolta úr henni. Seig hún þá niður á herðar hans, en tveir menn sem voru nálægir, fengu lyft henni með handafli, þannig að Sverrir Iosnaði undan. Sverrir var fluttur með flugvéi j til Reykjavíkur í gærkvöldi og kom j þá í Ijós við rannsókn að hann var j hryggbrotinn og máttlaus neðan viö mitti. tekinn með valdi Lögreglan í Reykjavík þurfti s.l. laugardagskvöld áð beita valdi til að ná frönskum verzl- unarfulltrúa út úr bifreið hans. Þetta gerðist fyrir utan Hótel Sögu, en maðurinn var í slæmu ástandi vegna ofneyzlu áfengis. FuIItrúinn, sem ekið hafði tals- vert í þessu ástandi og marg- brotið af sér í umferðinni, var króaður af við hótelið. Blaðið hafði samband við Halldór Jónsson, bifreiðarstjóra á Bæjarleiðum, sem fyrstan grunaöi að ekki væri allt meö felldu. Halldóri sagðist svo frá, að hann hefði mætt honum við Melatorg og hrósaði- happi yfir því, að sleppa lifandi, en örmjóu munaði að um hörkuárekstur hefði orðiö að ræða. Stðan fylgdist ég meö og reyndist það auðvelt, þar sem fulltrúám ók aðeins á vinstra vegarhelmingi Suðurgötu og virti engar «m- ferðarreglur, sem hér á landi gilda. Tókst mér þó að siðustu að króa manninn af við hóteRð og kallaði á lögregluna, sem sið- an kom á vettvang og f jarlægði hann, þó með valdi. Bifreið hans var mjög óþrifaleg ásýndum, en fulltrúinn hafið Iosað sig við ýmislegt lauslegt út um bflrúð- una. Halldór sagði ennfremur, að vitaö væri aö slíkir menn •ijóta meiri réttar en almerming- ur, en það segir ekki, að þeif geti hagað sér aö eigin geðþótta í umferðinni. Athyglisvert hús í Garðahreppi Eitt hinna mörgu einbýlishúsa, sem er í byggingu á Flötunum í Garðáhreppi, hefur vakið sérstaka athygli, þar sem það hefur varla þau einkenni, sem flest hús, sem hér eru byggð, hafa, eins og sést á myndinni. Húsið mun vera teiknað af Högnu Sigurðardóttur, arkitekt. — Er ljósmyndari blaðsins myndaði húsið í gær, var enginn að vinnu við húsið, eða ÍSLAND AUÐUGAST NORÐURLANDA 1966

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.