Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 8
VÍSIR . Miövikudagur 24. júlí 1968. s VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Slmi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölj kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Framtíð sjávarútvegs íslendingar hafa átakanlega orðið varir við, að marg- vísleg utanaðkomandi atriði hafa áhrif á afkomu og gengi sjávarútvegsins. Þessi atriði eru alls ekki alveg óútreiknanleg. Ef við fylgjumst vel með þróun sjávar- útvegsmála í heiminum og framtíðarhorfum á því sviði, getum við hagnýtt þá vitneskju í efnahagslífi okkar. Við þurfum að spá um þróun aflabragða í heimin- um á næstu árum, um væntanlegan framleiðslukostn- að sjávarafurða í öðrum löndum, um aukningu eða minnkun eftirspumar á ákveðnum afurðum, og gera okkur grein fyrir því, hvaða áhrif þetta kunni að hafa á íslenzkan sjávarútveg. Eitt hið fyrsta, sem okkur ber að taka eftir, er þró- unin í sjávarútvegsmálum þróunarlandanna. Fiskur er ódýr fæða. Það er eitt helzta áhugamál ríkisstjórna í þróunarlöndum að efla fiskveiðar og fiskvinnslu. Alþjóðastofnanir stuðla að þessari þróun með marg- víslegri tækniaðstoð, leiðbeiningastarfi og fjárhags- aðstoð. Margar þessara þjóða búa við fiskimið, sem sára- lítið hafa verið nýtt til þessa, svo sem í Kyrrahafi og Indlandshafi. Á þessum slóðum má fá óhemjumikið aflamagn, án þess að á sjái. Engin hætta er á ofveiði á næstu árum að minnsta kosti. Mörg þróunarlönd hafa því mikla möguleika á að efla fiskveiðar og fiskvinnslu, og gera það sum svika- faust. Tímaritið Economist reiknar með því, að víða verði framleiðslan langt umfram innanlandsþarfir. Raunar er þegar farið að bera á innrás þróunarlanda á alþjóðamarkaði fiskafurða. Vegna lágra vinnulauna er þetta ódýr vara, sem gömlu fiskframleiðsluþjóð- irnar eiga erfitt með að keppa við. Ekki eru nokkrar líkur á, að eftirspurn aukist að sama skapi á næstu árum. Sérfræðingar Economist eru samt bjartsýnir á markaðinn fyrir mjöl og lýsi. Benda þeir á hina stórauknu notkun þessara afurða, bæði í iðnaði, svo sem sápu-, málningar- og smjörlíkis- gerð, og í fóðrun hænsna og svína. Hins vegar er óvar- legt að gera ráð fyrir mikilli verðhækkun á þessum afurðum, því að þá mundi eftirspurnin snarminnka. Horfur á markaði neyzlufisks eru að ýmsu leyti verri. Fiskneyzla fer minnkandi hjá mörgum iðnaðar- þjóðum vegna aukinnar velmegunar. Fiskur þykir víða vera fæða fyrir fátæklinga. Eftirspurnin minnk- ar fyrst eftir ódýrum fisktegundum eins og þorski, «a sáðar tegan^lum eins og ýsu, sem þykja betri og eru ðýrari. Ef til vill væri þó hægt að beina athygli neytenda aftur að fiski með því að beita umfangs- miklum auglýsingaherferðum. Ekki eru góðar horfur á markaði í þróunarlöndunum, því að þau stefna að því að verða sjálfum sér nóg. Þetta yfirlit sýnir, að við eigum úr vöndu að ráða. i( li Það hefur verið hægagangur á brottflutningi sovézku hersveitanna frá Tékkóslóvakíu, en þó herma fréttir, að honum sé haldið áfram. — Myndin var tekin, þegar yfirmaður Var- sjárbandalagsheraflans, . Jakubovskl (sovézkur) var að kveðja landvamaráðherra Tékkó- slóvakíu, Martin Dwur (t. v.). í miðið er Frantisek Houmoz Vara-forsætisráðherra, en hann var raunar í Moskvu nú í vikunni. Myndin er tekin á kveðjustundu á flugvellinum f Prag. Og nú hafa Rússar endurtekið kröfurnar um að senda sovézkt varalið til landamæra Tékkó- slóvakíu og Vestur-Þýzkalands. Sovétríkin hafa gert kröfur um að fá að hafa sovézkt herlið að staðaldri í Tékkóslóvakíu □ í fréttaauka í brezka út- varpinu í fyrrakvöld var kom- izt svo að orði, að sovétleið- togarnir hefðu brotið odd af oflæti sínu með því að fallast á — eftir meira en viku þóf — að koma til Tékkóslóvakíu til viðræðna um nýju stefn- una þar í landi. Covétleiðtogarnir vildu sem kunnugt er fund I Sovétríkj- unum — en tékknesku leiðtog- amir vildu ekki fara að heiman. I einni frásögn var sagt, að þeim myndi finnast, ef þeir féllust á það, að þeitn væri stefnt utan til þess að mæta fyrlr rétti, og Dubcek stóð fast á því, að hafna öllu slíku. Og hann hafði sitt fram. Sovétleiötogamir slökuöu til, — að því er þetta atriöi varðar, og þaö var uppsláttur fyrir Dubcek, en niöurlæging fyr ir álit og áhrif Rússa. En þetta var engin úrslitasigur, engin lausn á deilunni, seinasta glím- an er óglímd, og á því getur orð- ið bið, þvl að ný togstreita kann að koma til sögunnar, um hverjir skuli sitja fundinn og jafnvel hvar I Tékkóslóvakíu skuli halda hann. En það, sem deilt er um, er hin nýja stefna, kommúnismi með mannúðarblæ, eða komm- únismi I reynd eins og Kreml- leiðtogar vilja. Og þeir herða áróðurlnn og fylgja fastar fram kröfum sínum en áður — nm leið og þeir slaka til. Hverjar era þessar krðfur, sem sovétleiðtogamir bera fram (þrátt fyrir yfirlýsingar fyrr og slöar um að hafa engin af- skipti af innanrikismálum hinna einstöku kommúnistarikja? Brezkur fréttaritari, Colin Lawson, svarar spumingunni þannig: M-+ 13. síðu. Myndin er af tveimur mönnum, sem eru meginstólpar Moskvukommúnismans, Walter Ul- bricht, flokksleiðtoganum í Austur-Þýzkalandi og Wladislaw Gomulka, pólska flokksleið- toganum, og er myndin tekin, er Gomulka (t. h.) bauð Ulbricht velkominn á Varsjárfundinn fræga. Enginn hefur gagnrýnt hina nýju stefnu í Tékkóslóvakíu harðar en Ulbricht. 1 hin- um erlenda texta með myndinni segir, að konan sé ónafngreind.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.