Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 24.07.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudagur 24. júh' 1968. 9 , ,' mm 'fa, ''> \ ; ásm Þaö vakti mikla athygli á dögunum að ekkert ljóðskáldið. sem sendi ljóð í samkeppni Stúd- entaráös skyidi hljóta verölaun. Vísir lagði þvi leið sína að þessu sinni til nokkurra borgara og spurði: Teljið þér að Islendingar séu hættir að geta ort? Sigurður Eliasson, verkstjóri. Nei, ætli það. Þaö getur verið að andinn sé ekki yfir skáldun- um okkar í dag. Björa Jónsson, verkamaður. Nei, nei. Ég held að þeir séu alls ekki hættir að geta þetta. Bara einhver deyfð í þeim eins og stendur. Sigríður Gunnarsdóttir. Nei, ég held ekki. Skáldin okkar verða bara að sætta sig við það að vera í öldudal eins og stendur. Ivar Gíslason, trésmiður. Ekki alveg vil ég segja, en mikil aft- urför er á skáldskap okkar. Kemur þar eflaust til hin nýja stefria ungu skáldanna. Ungu skáldin eru því miður algjörlega óþroskuö ennþá. s Stefán Bergsson, stúdent. Nt», í þeir eru alls ekki búnir að missa / hæfileikana tíl að y.rkja, en J dómnefndin hefur verið á ann- t arri skoðun. Akranes Minnismerki sjómannsins. En þetta er bara rabb ferða- m?nns, sem dvalið hefur á staðnum nokkra daga, hvílzt og notið þess að vera til. Þ. M. Svipmynd frá sjón- arhóli ferðamanns þess hrings sem verksvið þeirra er bundiö viö. — Við íslend- ingar erum svo fámenn þjóð að okkur veitir ekki af að vera allir á sama báti, eigi sigling- unni að miða í sólarátt. Sjálfsagt eru flestir sammála um þetta, og mér er nær aö halda að skortur á þjóðlífsþekk- ingu sé oft þröskuldur á vegi samstööu þeirra, sem saman eiga að búa. Er ekki í þessu sambandi nauðsynlegt að virða viðlits hvern þann stað, sem getur brugðiö upp svipmynd flestra þeirra atvinnuhátta sem bundn- ir eru íslenzku athafnalffi? Þeir sem standa í önn dags- ins í dag, bera á vissan hátt á- byrgð á Jífshamingju næstu kynslóðar, að hún eigi þess kost að neyta sfns brauðs og njóta þess yndis sem nátt- úrubami er eðlilegt án þess að stritið og spennan verði allt of þvingandi. Mér hefur stundum dottið það í hug, þegar ég hef rölt um Suöurlandsbrautina í Reykja vík í vikulokin á sólheitum sumardegi, að það væri engu Jíkara en borgarbúar ættu yfir- vofandi loftárás á næsta degi, svo stríður er straumurinn burt úr bænum. Ekki þekki ég hvort þessu er þannig variö með íbúa Akraness, en mér virðist þó, þegar ég viröi fyrir mér hin broshýru bændabýli, sem sjá má hér í næsta nágrenni, aö ekki þurfi langt í sveit að sækja. Og ekki sé öröug för uppvax- andi æskufólki bæjarins aö kynnast högum og háttum jafn- aldra sinna á þeim starfsvett- vangi, og ekki heldur hinna sem sveitina byggja að öðlast skiln- ing á viðhorfum þeirra sem stíga um borð og stefna á miö- in eða afla sér bjargræðis við iðnað og verzlun. Og það mega þeir sem byggja borgina sunnan flóans vel vita, að það er fleira að sjá utan Akrafjalls, en stromp sements- verksmiðjunnar, er ber þar b' 't við himin, þegar til norðurs er litið. □ Þreyttur borgarbúi stígur um borð í Akraborg. —Líklega verður hún eitthvað lengur á leið- inni til Akraness en loftpúðaskipið, en sannarlega hefur síðasta vika með öllum hraðanum og lífs- spennu borgarinnar sett svip sinn á hugarfarið, svo það er blátt áfram róandi að vagga á hóglátri öld- unni hérna yfir flóann, enda veðrið gott. T^aö fyrsta sem ég rek augun í á bryggjunni er andlitið á Kristjáni Gíslasyni, hótelstjóra. Hann á von á Ijósaskilti á homið sitt á „Hótel Akranes", sem f framtíðinni kann að veröa einn með fjölsóttari gististööum á þessu landi. Einhver kann að brosa í kampinn þegar hann les þetta og hugsa sem svo: „Hvað meinar maðurinn. Útskagasjó- pláss fjölsóttur gististaður og ferðamannabær". — Þetta er ekki eins fjarstætt eða fjarlægt eins og í fljótu bragði kann að virðast. Þegar fólk fer í sumarleyfi sínu til þess að njóta hvíldar og ánægju, fer það gjarnan eitt- hvað þangað, sem það getur notið friðar og næðis, en jafn- framt átt kost félagsskapar og gleðistunda, ef það óskar þess. Nú hef ég verið hér gestur nokkrum sinnum, virt fyrir mér bæinn og umhverfið. Notiö kyrrðarinnar, gengið í rólegheit- um um vel gerðar og hreinar göt ur, gefið mig á tal við börn aö glöðum leik í vel hirtum görð- um, velt mér í grængresinu hér úti á Skaganum, rabbaö við menn, sem voru að leggja hellur á gangstíga, komið í stór iðju- ver og séð fólk að starfi í bæn- um má sjá margar fallegar bygg- ingar, sem bera vott um vel- megun og athafnasemi, einnig svipmynd gömlu sjóbúðanna og timburhjallanna, sem tilheyrðu áraskipaöldinni. Hér er hægt að rölta um brimlúðar flúðir, strjúka blöðru- þang og marinkjarna, sjá öld- una rísa hátt við yztu tanga, en einnig leika blítt við bjartan sand. Skip koma og fara. — Hafn- argarðurinn er svið mikilla um- svifa. Svipmiklir skipherrar standa í brúnni og gefa skipun þegar leysa skal landfestar og halda á miðin, en allt virðist ganga með eðlilegum og róleg- um hætti, án yfirþyrmandi taugaspennu eða óþolandi hraöa, en gengur þó. Inn með sjónum sunnan í móti er hvít sandströnd, sólheit og vermandi, þegar veöurguö- irnir láta blítt að börnum jarð- ar. Fyrir þá, sem hafa gaman af að væta öngul, og hafa á- stæður og efni til, er stutt í næstu laxveiöiár, og sprettharð- ur ufsi eða lúðulok skammt ut- an við ströndina. Fyrir þá, sem ekki eru því meiri kletta- eða flughanar, er Akrafjall í næsta nágrenni, svona hverjum meðalmanni nógu bratt til sóknar, má þar án efa sjá vítt til, þegar komið er á efstu brún. Vel veit ég, að finna má marga staði á landi hér, sem hafa upp á flest það að bjóöa, sem ég hef nefnt. En á suðvest- urhorni landsins mundi ég álíta, að óvíða væri á nokkurra mín- útna fresti hægt að standa mitt í athafnalífinu, en komast svo Fólk framtíðarinnar. í algjöra ró, fjarri skarkala og hávaðamenningu nútímalífs, jafnvel án þess að hafa tiltækt annaö farartæki en tvo jafn- fljóta. Geta látið lítil börn leika sér áhyggjulaust, og kynnast gróðri í fjöru og mold. Það er stórt atriði langþreytt- um starfsmanni, að geta notiö hvíldar, þar sem hann kemur þegar hann á frí frá daglegri önn, en eiga þess þó jafnframt kost að fá þá fyrirgreiðslu, sem nauösynleg er, án þess að því fylgi allt of mikiö umstang og fyrirhöfn að veita sér hana. Fyrr á öldum þóttu þeir staðir vænlegir til búsetu, hvar sækja mátti föng bæði til lands og sjávar. Og þó nú séu breyttir tímar og viöhorfin önnur, þá hygg ég að gott sé hverjum, ekki sízt þeim, sem við einhæfa atvinnuhætti búa, að setjast á þann sjónarhól, hvar fjölbreytt- asta lífsmynd getur að líta. Og eigi menn þess kost að skoöa ótruflaöir þessa mynd, má vera, að sjónarsviöiö veröi víðara að loknu sumarleyfi og þeir skiln- ingsríkari um hag og hætti utan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.