Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 10
10 V x SIR . Fðstudagur 26. juli 1968. Öflug landkynningarstarfsemi flugfélaganna: Land elds og í$a ekki leng- ur óþekkt fyrirbrigði Fjöllesnasta tímarit, sem gefið er út af íslenzkum aðila er vafa- laust „Trans-Atlantic Traveller", tímarit Loftleiða, sem gefið er út í RAUDARÁRSTÍG 31 SfMi 22022 100 þúsund eintökum tvisvar á ári. Flugfélögin eru stórvirkir útgefend ur því að bæklingar þeirra eru gefn ír út í hundruðum þús. eintaka fjölda og um leið eru flugfélögin þeir aðilar, sem stuðla mest, að kynningu íslands meðal annarra þjóða. Land elds og ísa er ekki leng ur óþekkt fyrirbrigði almenningi víða um lönd. Það sannar aukning erlendra ferðamanna til landsins. Utan bæklingaútgáfu, sýninga og auglýsinga stuðla félögin aö fyrir- greiðslu erlendra blaðamanna, rit- höfunda og kvikmynda- og sjón- varpsmanna, sem ná til milljóna manna með útbreiðslustarfsemi sinni. Síðastí. landkynningarmynd- in um ísland er „Iceland a New Land", sem William Keith gerði fyr ir Loftleiðir. Voru gerð 37 eintök af þessari 28 mínútna mynd, sem dreift verður til sýninga. 1 ár hafa ýmsir hópar ferðaskrif stofumanna og blaðamanna verið á ferðinni 'á vegum flugfélaganna. Einnig hafa ferðabókahöfundar og dálkahöfundar víölesinna dagblaða og tímarita veriö hér á ferðinni. Þeirra á meðal var t.d. Engiending- urinn Roger Smithells, sem nær meö skrifum sínum til allfjölmenns lesendahóps eöa 27 milljóna manna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér hafa einnig verið á ferðinni tízku- Ijósmyndarar og fyrirsætur undan- farin ár. Nú síðast í sumar var hér á feröinni hópur frá fyrirtækinu Lilly Whites í London, þrjár fyrir- sætur og ijósmyndarinn André Punsuh. • síðbuxur • skyrtublússur • peysur • kjólar • dragtir • kápur Fékk 50 tunnur af síld v/ð Eyjar á fýrsta sólarhringnum — Þrjú skip með undanþágu fj/rir Sunnanlandssildveiðum Hrafn Sveinbjarnarson II fékk 50 tonn af sfld við Vestmannaeyjar- í gær. Skipið fékk síldina svo til um leið og það kom á mlðin, en hún fer til vinnslu hjá Norðurstjörnunni f Hafnarfirði. Mun ætlunin að frysta eitthvað af þess-íri síld, en beitusildarskortur er nú tilfinnan- legur í verstöðvum suð-vestan- lands. Þrjú skip hafa undanþágu til síld- veiöa suö-vestanlands um þessar mundir og hafa tvö þeirra, Hafrún og Höfrungur III leitað talsvert fyr- ir sér en lítiö ferigið. Nýja bílaþjónustan LækkiO viðgerðarkostnaðinn — meO því að vinna siíill'ir aO viðgerC Uifreiðarinnar — Fag- menn veita aðsto? ei 'tskaf er RumgóC húsakynm. jðstaða ti) þvotta. Nýjo bílaþjónustan Hafnarbraui 1? - Súm 42S30 Opið frá kl. 9—23 Auglýsið i VÍSI SÖLUMAÐUR Sölumaður óskar eftir samfloti við annan sem hefur bíl til úmráða og er á leið til Norð- ur- og Austurlands. Upþl. í síma 82406 eftir kl. 19. 2/o herb. íbúð óskast strax í 4 vikur. Uppl. í síma 52485 til kl. 4 í dag.. • , Bfifabylgja — s»—^. , siou stöðum á Fjöllum og Eyvindará á Héraði, 19 stig á Sauðárkróki. Þá var 17 stiga hiti á Galtarvita og Hornbjargi, 18 st. á Hellu og Snæ- fellsn., 19 st. á Kirkjub.kl. og 15-— 16 stiga hiti víða á landinu, þar á meðal í Reykjavík. í morgun kl. 9 var mesti hiti á landinu 17 stig á Staöarhóli og á Máná og víða annars staðar 14 — 16 stiga hiti. Söltunarskip — Wh~> 1 siðu fengju 50—60 kr. fyrir tunnuna, en um það væri ekki endanlega samið ennþá. Elisabeth Hentzer mun trúlega leggja upp í annan leiöangur á sunnudag, en ekki er ákveöið hvort skipið veröur leigt til fleiri ferða. Fulltrúar finnsku kaupendanna voru á Raufarhöfn i morgun- að skoða síldina og virtust þeir vera ánægðir með hana. Þessari síld var ekki raðað í tunnur á venjulegan hátt heldur skóflað í tunnurnar og saltað á millj laga. Skák — »—> 8 siöu. Skák úr annarri umferð undan- úrslita. Hvítt: E. Keogh, íriandi. Svart: Guðm. Sigurjónsson, Is- landi. Fjögurra riddara tafl. 1. e4 e5 2.Rc3 Rf6 3. Bc4 Rc6 4. Rf3 Rxe4 5. Rxe4 d5 6. Bxd5 Dxd5 7. d3 Bg4 8. h3 Bh5 9. Rc3 Bb4 10. Bd2 Bxc3 11. bxc3 0-0-0 12. c4 Bxf3 13. gxf3 De6 14. Be3 Rd4 15. Bxd4 Hdx4 16. de2 Df6 17. Hgl e4 18. fxe4 Hxe4 19. dxe4 Dxalt 20. Ddl Dc3t 21. Kfl Dc3t 22. Hg2 Dhlf 23. Hgl Dxe4 24. Dg4t Dxg4 25. Hxg4 g6 26. He4 Kd7 27. c5 He8 28. Hh4 h5 29. Hf4 He7 30. Ha4 a6 31. Hb4 Ke6 32. Hb3 He5 33. Hf3 Hf5 og hvitur gafst upp. Jónas — ->- 5. síðu. nærri hættulaus fyrir stjórnmála- mann, og var það heldur ekki fyr- ir Magnús Guðmundsson". Síðan lýsir Jónas- því, hversu samstarf tókst á milli hans og Magnúsar Guðmundssonar, utan skotgraf- anna á hættustund í fjármálúm þjóðarinnar. Þarna kemur glögg- skyggni og ábyrg lagni Jónasar glöggt fram og það hversu hon- um var auðveit að iaða andstæða krafta til samstarfs. Jónas Jónsson frá Hriflu, er sá maður sem hæst hefur borið í ís- lenzku þjóðlífi á þessari öld, lik- legt er aö sagan eigi eftir að telja hann helztan Islending tuttugustu aldarinnar, hliðstætt við það sem Jón Sigurðsson var maður nitjándu aidarinnar. Jónas náði háum aldri, og skotreykirnir eru viðraðir burt og vopnabrak liðinna áratuga hljóðnaö, en eftir stendur minn- ingin um manninn sem setti sér ungur það takmark að vinna Is- landi allt, og efndi það heit án frá vika. Jónas Jónsson eftirlætur öldum og óbornum mikinn auð i hug- myndaauðiegð sinni og þar á þ'jóö- in nægtabrunn til að ausa af. Stærð Jónasar Jónssonar var sú, að hann varö meira en flokksmað- ur ákveðins stjórnmálaflokks. hann hefur komizt næst því sem kom- izt verður að verða maður þjóðar- innar alirar. Þau hjónin Jónas og Guðrún, voru alla ævi að leita að fólki og leiða það til starfa, nánast á öllum sviðum þjóðlífsins, og sá hópur er orðinn stór, ser>- ^eim hefur tekizt að koma til r ^ við sitt hæfi í bjóðfélaginu. Eftir að kona Jónasar andaðist 15. janúar 1963, hefur Jónas ekki verið nema skuggi af sjálfum sér, þau hjónin voru svo samgró- in í starfi sínu og sambúð, að þau voru í rauninni óaðskilianleg, og fjölskylda Jónasar. og heimilislíf var miklu nánara heldur en al- mennt gerist. Þau hjónin áttu tvær dætur. Auði og Gerði. sem báðar eru á lifi, pg Þau hjónin mvndi'ðu nánast eina heiid, svo náið var sam starfið og samfélagið innan fiöl- skyldunnar. Miklar þakkir á þjóðin Guðrúnu konu Jónasar að gjalda. fyrir að hafa búiö Jónasi það heimili. sem veitti honum skiól og hvíld og gerði honum kleift að vinna hin margvíslegu þjóðmálaafrek sín oe það hlutverk tóku dæturnar upp að móður sinni látinni. Nokkrir vinir Jónasar fengu hinn bjóðkunna snilling. Ríkharð Jóns- son fyrir nokkrum árum til þess að gera likneski áf Jónasi .Tórrssvni. og hefur Ríkharður lokið frum- myndinni, en á eftir að breyta myndinni til fullrar stærðar og er bess vænzt. að honum takist að Ijúka þvi verki á þessu ári, og verður þá líkneskjan steypt f var- anlegt efni og henni valinn fram- tíðarstaður. Eftir að Jónas Jónsson lét af bingmennsku minnkuðu afskipti hans af flokksmálum Framsóknar- flokksins og Jónas sneri sér meira að þ'óðmálum á breiðari prundvelli en flokkssjónarmið rúma. en þð varð Framsóknarflokkurinn aldrei frá Jónasi skilinn eöa Jónas skilinn frá flokknum. og kom þetta glöggt í ljós er Framsóknarflokkurinn minntist hálfrar aldar afmælis síns, þegar Jónas gekk í salinn, þar sem p'niælis þessa var minnzt. þá var eins og fagnaðarbylgja færi um Emnmzi BELLA Það var örugglega ekki éfi sem gerði þessa vitleysu á meðan þú varst í fríinu, því að þá gerði ég ekki neitt. 1/EÐRIÐ OAG Sunnan eða suðaustan kaldj Hiti 13 stig. hinn mikla fjölda, sem þar var sam ankominn og maður sagði við mann: Jónas er kominn. Byggðir landsins bera varanleg merki starfa Jónasar frá Hriflu. Al- þýðuskólar, brýr og vegir og sjálfri Reykjavík væri sjónarsviptir, ef á- hrif Jónasar á borgina hyrfu. má þar nefna Þjóðleikhúsiö. Háskóia- bygginguna, Sundhöllina, Arnar- hvol og Hallgrímskirkju svo stikl- aö sé á stóru. Við andlát Jónasar frá Hriflu. setup menn hljóða og þakklátar minningar fylla hugi manna, og fólkið finnur. aö bjóðin á á bak miklum foringja að sjá. En bjarminn er hinn sami yfir brúnum fjalla á brúðkaupsdegi og við jarðarför, og nú er það þjóðar- innar allrar og þá ekki sízt ungu kvnslóðanna. sem landið erfa að varðveita og ávaxta þann hugsjóna arf sem Jónas frá Hriflu lætur eftir sig. Dauðinn er þýðingarlítill atburð ur í lífi Jónasar Jónssonar. Andi hans lifir f verkum hans og arf- ' ;ifð þeirri, sem hann skilur þjóð- inni eftir og andlát Jónasar bar að með þeim hætti. sem Matthías kvað endur fyrir löngu: Dæm svo mildan dauða, Drottinn þínu barni, eins 0o léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins or- lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn I leyni liggur mar- inn svali. En skáldjöfurinn, Einar Bene- diktsson spannaði meö þessum orð- um: En innsta hræring hugar míns. \hún hverfa mun til upphafs síns. sem báran endurheimt i hafið. Helgl Benediktsson. {

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.