Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 26.07.1968, Blaðsíða 5
' VlSIR . Föstudagur 26. júlí 1968. Jónas Jónsson frá Hriflu Tónas er látinn, það var eins og hinn mildi sumarblær hvísl- aði þessum orðum út um lands- byggðina alla, að kveldi 19. júlí s.l., og morguninn eftir barst fregnin út á öldum ljósvakans, er Rikisútvarpið tiikynnti and- látsfréttina. - F^lkið til sjávar og sveita sagði nvert við annað hryggum rómi, Jónas er látinn. Þrátt fyrir það að Jónas er al- gengt nafn á Islandi, þá var samt ekki nema um einn Jónas að ræða, Jónas Jónsson frá Hriflu, eins og hann var almennast kall- aöur. Andlátsfregnin, fregnin um að Jónas Jónsson hefði and- azt aö kveldi 19. júli, kom f sjálfu sér fáum á óvart, það fór saman, að Jónas var orðinn aldr- aður maður og heilsu hans hafði farið hnignandi á s.l. vori, og nokkrum dögum áður en dauð- ann bar að garði, vissu vanda- menn hans og vinir að hverju fór og að umskiptin væru skammt undan. Tónas Jónsson var fæddur 1. maí J 1885 og giftist Guðrónu Stefáns- dóttur 8. aprfl 1912, og mun það hafa verið stærsti atburður 1 lífi þeirra beggja. Jónas og Guðrún voru jafnaldra, Guðrún var fædd 5. október 1885 og andaðist 15. janúar 1963. Ævistarf og minningarnar. um Jónas Jónsson verða ekki raktar án.þess að konu Jónasar frú Guð- rúnar Stefánsdóttur sé samtímis minnzt, starf þeirra var svo sam- ofið og samtvinnað aö afrek þeirra eru sameign beggja og ekki gott að skilja á milli um hlutdeild þeirra hvors fyrir sigr þau unnu sigra sína sameiginlega og öxluðu byrðar þær, sem lífið lagði þeim á herðar líka sameiginlega. Jónas Jónsson er fæddur í Hriflu 1 Ljósa vatnshreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu, sonur Jóns Kristjánssonar bónda þar og konu hans Rannveig- ar Jónsdóttur. TVítugur að aldri varð Jónas gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og stundaði næstu þrjú árin framhalds nám í Askov, Kaupmannahöfn, Berlín; Oxford, London og París og árin 1907—1908 stundaði Jónas nám við Kennaraskólann 1 Kaup- mannahöfn, en veturinn áður hafði hann kennt í heimabyggð sinni við ] unglingaskóla þar. Á þessum fáu háskólaárum sínum aflaði Jónas sér meiri og fjölþættari lærdóms og þekkingar heldur' en nokkur dæmi munu vera til um áður eða sfðar. Guðrún Stefánsdóttir, kona J6n-! asar, var fyrsta barn ungra j hjóna, Steinunnar Jónsdóttur og! Stefáns Sigurðssonar, sem bjuggu í j Stóru Tungu. Stefán var sonarson- j ur Kristjáns Jónssonar, hins kyn- i sæla Fnjóskdælings, sem bjó á III- i ugastöðum og Illugastaðaætt er kennd við. Þróttmiklir ættstofnar j stóðu að Guðrúnu í báðar ættir, ættstofn Aðaldæla jöfnum hönd- um hneigður til búsýslu og ritstarfa og skáldskaparhneigð ívaf í skap- gerð þeirra. , Guðrún hafði misst föður sinn er hún var á fermingaraldri, en fram að þeim tíma hafði hún alizt upp með foreldrum sínum á Sílalæk í Aðaldal. Otþráin brann í huga Guðrúnar, djörf og framsækin þrá til mennt- unar og stórra verkefna, er hún fann vængi sína vaxna og fleyga. Er Guðrún nálgaðist tvítugsald- urinn, lagði hún leið sína til Reykjavikur, en þar átti hún hauka í horni þar sem voru Bened. Sveinsson, siðar alþingisforseti og kona hans Guðrún Pétursdóttir frá Engey, um yeturinn gekk Guðrún f kvennaskóla i Reykjavík, sem nefndist Sigríðarstaðir eftir for- stöðukonunni. Sumarið á eftir réð- ist Guðrun til starfa í nýstofnuðu mjólkurbúi í Flóanum. Haustið þar á eftir fór Guðrun í Kvennaskól- ann á Blönduósi og tók svo að sér næsta sumar að stýra mjölkurbúi sem Ljósvetningar höfðu stofnað og stýrði Guðrún búi þessu nokkur sumur eða þar til hún fluttist burt úr héraðinu. Á vetrum var Guðrún heimilis- kennari í Þingeyjarsýslu, á Akur- eyri og loks á Egilsstöðum á Völl- um. Með námi því er Guðrún stund aði í Reykjavík og á Blönduósi, störfum við mjólkurbú f Flóanum og stjórn mjólkurbús í ættbyggð sinni, kennarastörfum og víðtækum kynnum af fólki í öðrum landshlut- um þá var lagður grundvöllur að farsælli starfsævi Guðrúnar, síðar við hlið Jónasar manns sins. Guðrún gerði miklar kröfur til annarra, en þó mestar til sjálfrar sín og var meðal margháttaðra mannkosta, búin þeim eiginleika, að eiga hægt með að vinna traust og trúnað fólks svo í frásögur var fært, og dýrin nutu lfka góðs af hjartahlýju hennar og hún hafði óvenjulega gott lag á þvi að sveigja skapmikla fjörhesta undir vilja sinn, en báöum var þeim Jónasi og Guðrúnu það sameiginlegt að láta sér ekkert mannlegt óviðkom- andi. ¦ Jónas Jónsson tók hæsta próf sem tekið hafði verið- við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, en þó urðu kennarar skólans ekki til þess að hvetja Jónas til framhaldsnáms, þeim mun hafa ægt hin geysilega orka sem þeir fundu, að bjó f Jón- asi, og þó var það haft eftir Jóni Hjaltalin, skólastjóra að Jónas- hafi verið sá stærsti lax, sem á sinn öngul hafi komið um dágana. Jónas hafði frá upphafi haslað sér völl innan ungmennáfélaganna og honum stóðu margar leiðir opn- ar að loknu námi, en þó var eins og hann væri ekki að fullu búinn að marka sér lífsstefnu og níun honum sjálfum hafa fundizt, að sóknin gengi hægar en hann óskaði og var hvergi nærri ánægð- ur en sumarið 1911 fðr Jónas norö-1 ur í land og árangur þeirrar ferð- i ar var úrslitasigur f ævi Jðnasar, j í þeirri ferð mun Jónas hafa heit- bundizt Guðrúnu Stefánsdóttur, og I þau giftu sig árið eftir, svo sem; fyrr er vikið að og þá hðfst hin eiginlega saga Jónasar Jónssonar, sem varð sameiginleg saga Jón- asar og konu hans, Guðrúnar Stef- ánsdóttur. Jónas kenndi við Kennaraskól- ann í Reykjavík 1909 til 1918, gerð ist fyrsti skólastjóri Samvinnuskól ans, við stofnun þess skóla, og gegndi því starfi samfellt til árs- ins 1955 að fráskildum þeim tíma, sem hann var ráðherra. Landskjör- inn þingmaður varð Jónas 1922 og siðar þingmaður Suður-Þingeyinga til ársins 1946. Hann var dóms- og menntamálaráðherra 1927 til 1932. Jónas Jónsson var burðarásinn í stofnun Framsóknarflokksins og hjálpaði til við stofnun Alþýöu- flokksins, Sjómannafélags Reykja- víkur og Alþýðusambandsins. Jón- as Jónsson frá Hriflu hefur verið stórbrotnasti og áhrifamesti stjórn- málamaður þjóðarinnar á þessari öld á hinu sðgurika tímabili milli sjálfstæðisheimtar og lýðveldis- stofnunarinnar, hann var samstarfs maður og jafnaldri íslenzks sjálf- stæöis, búinn því einsræða hug- rekki, sem engin áföll fá beygt né bugaö. Jónas Jónsson og kona hans, Guð rún Stefárisdóttir voru vaxin af kjarnameiöi íslenzkrar bændastétt- ar, uppalin og fóstruð í þeirri menningu sem á rætur sinar í allri Islendingasögunni, en urðu einnig Stórvirki Jónasar Jónssonar á stuttu valdaskeiöi og þingmanns- ferli eiga sér enga hliðstæðu eða samanburö. Hann var sverð og skjöldur samvinnuhreyfingarinnar í landinu um langa hríð, auk þess að vera forsjármaður, stofnandi og skólastjóri skóla hennar og bardaga maöur var Jónas svo mikill og góö- ur aö honum tókst í hverju máli, ávallt, að snúa vörn upp í sókn. heimsborgarar í sögu, stjórnmál- um og bókmenntum. Á æskustöðvum Jónasar var víð feðmt útsýni með hækkandi fjöll í allar áttir er blánuðu í fjærstu fjar- lægð og gáfu hugarflugi hans laus- an taum og víðsýniö fylgdi honum alla ævi. Guðrún ólst upp á Sílalæk. Síla lækur stendur viö jaðar Aðaldals- hrauns fyrir botni Skjálfanda; þar er frábær náttiírufegurð, vel til þess fallin að hafa varanleg áhrif á hrifnæmt1 barnsgeö. Noröan bæj- arins skiptast á veiðivötn og engj- ar með fjölskrúðugu fuglalífi. Á söndunum viö sjóínn brotnar haf- aldan, og í nokkurri fjarlægð renna tvö furöu ólík- fallvötn til sjávar, Laxá og Skjálfandafljót, önnur á- in fegursta bergvatnsá landsins, en hin Skjálfandafljót eitt hinna tröll- auknu jökulfljóta, en í suðurátt er hrauniö vaxiö kjarri og litríku blómaskrúði með breytilegum svip myndum. Jónas Jónsson varö helzti hvata- maöur stofnunar Tímans og áhrifa- mestur og stórvirkastur þeirra sem um þjóðmál hafa ritað, og ris- mesti stjórnmálaforingi þjóðarinn- ar og áhrifaríkur samkvæmt því. i Jónas var hverjum manni hug- I kvæmari og áræðnari á starfsskeiöi ! sinu, og bar höfuð og herðar yfir jaðra stjórnmálaforingja í landinu. 1 Sem dæmi um starfsþrek og af- ¦ kastaorku Jónasar, þá hefur einn af samstarfsmönnum hans frá bar- i áttuárunum sagt frá fundi þar sem j Jónas vann samtimis þrenn störf, i stýröi fundinum, tók þátt í um- i ræðunum og skrifaöi blaðagrein ! sem beðið var eftir I prentsmiðj- ! unni. Jónas var gæddur yfirburða rit- | snilli, söguþekking hans og skiln- I ingur , ásamt með hve hann haföi I víðtæka þekkingu á bókmenntum i var með einsdæmum. Ef Jónas Jónsson hefði verið uppi á hinum Norðurlöndunum, þá er lík legt að hann hefði hlotið Nobels- verðlaunin fyrir uppistöðurit sitt „Komandi ár", auk annarra rita sinna. Hér verður ekki haldið lengra á þeirri braut, að freista þess að rekja' stjórnmála- og félagsmálaferil Jónsasar Jónssonar slíkt er of um- fangsmikiö og víðtækt efni til þess að rúmast innan blaðagreinar, en í þess stað verður þess freistað aö víkja lítils háttar að manninum og konunni, Jónasi Jóns- syni og Guðrúnu Stefánsdóttur, Guðrún og Jönas voru í orðsins beztu merkingu, glæsileg hjón, svip mikil og sviphrein, höfðingleg í framgöngu og fasi, og vöktu verð- skuldaða athygli hvar sem þau fóru eða komu og hvers manns hugljúf- ar, þeirra sem þekktu þau og um- gengust þau, og þar var aldrei um neina minnimáttarkennd að ræöa, enda höföu þau ávallt ávinning i hverjum mannjöfnuöi. Óliklegt er að nokkur hjón hafi nokkru sinni haft jafn almenna mannhylli og jafn almenna umgengni við fólkið í landinu eins og Guðrún og Jónas, og enginn var hvorki svo smár eða 'stór að þeir gætu ekki leitað og ættu vist skjól hjá þeim hjónun- um, ef á móti blés eða úrræða þurfti að leita. Heimili Jónasar og Guðrúnar var í samræmi við þau sjálf, fágað, án íburöar og öllu á þann veg fyrir komið, að ekki varð betur gert, og gestrisni þeirra var einlæg og hlý og á heimili þeirra leið öllum mönn um vel, þar var gott að koma. Vinir og kunningjar minntust fimmtugsafmælis þeirra, en sameig- inlegra afmæla þeirra var minnzt sameiginlega % maí, þótt afmæli Guðrúnar væri nokkru síðar á ár- inu, sextiu ára afmælis, sjötíu ára afmælis og sjötíu og fimm ára af mælis, í öll skiptin með svo mikilli og almennri þátttöku, að jafngilti því að verið væri aö hylla þjóð- höfðingja. Jónas var mikill baráttumaður, en hann barðist ávallt af fullum drengskap, og kunni manna bezt að meta kosti og verðleika andstæð inga sinna. Á fyrstu áratugunum eftir aö flokkaskipun í landinu féll í farvegi núverandi flokkaskipun- ar, var harkan slík í íslenzkn stjórnmálabaráttu að úr hófi keyrði og uröu íslenzkir stjórnmálamenn á þeim árum skammlífari en aldur þeirra stóð til. Þá var það Jónas Jónsson, sem gekk fram fyrir skjöldu og bar klæöi á vopnin og geröi mönnum ljóst i hvern yoða stéfndi, ef svo héldi fram, og varð smám saman á sú breyting að meira var stillt í hóf en áöur hafði veriö. Um einn af þeim andstæðingum sínum, sem Jónas deildi hart við, utan þings og innan, segir Jónas í minningargrein: „Hann ýtti sér aldrei fram til mannvirðinga, en var hlýr og tillögugóöur um allt samstarf í flokknum og gætinn og varfærinn um framkvæmdir út á við. Þegar nýliðar komu í flokkinn á Aiþingi, leituðu þeir venjulega ásjár hjá hdnum um frumvörp sín og tillögur, meöan þeir voru aö fá æfingu um þingvinnuna. Og hann lét þessa hjálp i té með þeirri óeig- ingjörnu góðvild, sem lengi héfur einkennt íslenzka sveitamenn. En þó aö hann sækti ekki um mann- virðingar, þá voru flokksbræöur hann því fúsari að veita honum þá þjónustu. Slíkur maður er eftirsótt- ur í hverjum þingflokki. Hann vek- ur ekki samkeppnistilfinningu stétt arbræðranna, en er öruggur, iráð- hollur og þrautseigur í hvers konar áreynslu og baráttu. Mér þýkir sennilegt, að ef hann hefði náð jafn háum aldri og tlðk- ast um forustumenn í stjórnmálum á Bretiandi, þá myndu persónuleg- ar vinsældir hans í Sjálfstæðis- flokknum hafa rutt honum leiö í hvert ráðuneyti, sem flokkurlnn tók þátt í að mynda. Hitt er annað mál, að hjálpsemi og góðvild við samherja í stjórnmálum er hvergi m-> 10. síða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.