Vísir - 01.08.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 01.08.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 1. ágúst 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Myndin er af bandarísku flugvélaskipi, sem fór gegnum Suezskurð rétt fyrir júní-styrjöldina í fyrra og þá létu Egyptar sem söfnuðust saman á skurðbökkunum í ljós andúft sína á Banda- ríkjamönnum. Álit Bandaríkjanna hefir beðið alvarlegan hnekki í Arabalöndum Brezki fréttaritarinn Drew Middle ton hefur skrifaö nokkrar greinar fyrir Aftenposten í Oslo undir þess- ari yfirskrift. Hann telur áhrif þeirra hafa rýmaö mikiö I Araba- löndunum x grennd við Miðjarðar- hafsbotn, en einnig — og þó ekki eins, í Noröur-Afríku. Telur hann þetta stafa af því, að Arabar telji Bandaríkjamenn sinnulausa um vandamál þeirra og framtíöarvonir, og vitnar m. a. í ummæli sem þessi: Þiö voruð ekki (áður fyrr) að leita hins sama og Bretar og Frakkar. Þið komuð til að hjálpa. Wilson og Roosevelt (Franklín Roosevelt) töluðu um sjálfstæði Arabaþjóöa og allir yngri menn lögðu við hlustirn- ar. Nú hafið þiö gróðursett ykkar eigin nýlendu mitt á meöal okkar — ísrael“. — Og blaö egypzku stjórnarinnar A1 Ahram segir: Þið eigiö enga vini lengur I Arabalönd- um. — Og það er alið á því að í Bandaríkjunum séu blöðin, útvarps- stöðvarnar og sjónvarpið eign — Gyðinga. — Drew Middieton vitnar einnig í reyndan vestrænan stjórn- málamann: „Fyrr eða síðar verður forseti Bandaríkjanna að taka til endur- slcoðunar alla stefnu og afstööu Bandaríkjanna á þessu hnattsvæði og einkum íhuga útgjöld Bandaríkj- anna vegna stuöningsins viö ísrael — hvort hagnaðurinn af honum sé meira virði en efnahagslegt tap og stjórnmálalegt tap Bandaríkjanna í Arabalöndum, sem er afleiðing hans.“ Fjórði viðræðudag- urinn í Slóvakíu — Aukin bjartsýni um viðhlitandi árangur — Dubcek hefir staðið gegn öllum mikilvægum kröfum um endurskoðun á umbótastefnunni Viðræðum sovézkra og tékkneskra leiðtoga er haldið áfram í dag og er þetta fjórði viðræðudagur- inn. Líklegt er, að unnið sé að.samningu sameigin- legrar yfirlýsingar, en ekki hefir það verið staðfest opinberlega. Erfitt var að átta sig á fréttum í gær eins og oft áöur, og svo virðist sem búizt hafi verið viö, aö við- ræðunum myndi ljúka fyrir kvöldið, og boöað haföi veriö, aö Dubcek, flokksleiðtogi Tékkóslóvakíu myndi flytja útvarpsræöu, en svo var hlust endum tilkynnt, að þeir yrðu að bíða dálítiö lengur. Eins og kunnugt er af fyrri frétt- um lasnaöist Breshnev og tók hann sér hvíld í einum vagni sendinefnd- ar-iestarinnar sovézku, en hann kom aö nokkurri hvx'ld lokinni aftur til viðræðnanna. Er fundarhlé var ræddi Dubcek við hann og þar næst fengu tékkneskir og sovézkir sendinefndarmenn sér göngu um bæinn smástund og voru hylitir af bæjarbúum. Sérlegur fréttaritari brezka útvarpsins sagði í gærkvöldi að augljóslega yrði erfitt að ná samkomulagi um sameiginlega yfir- lýsingu þannig, að Rússar biðu ekki álitshnekki vegna heræfinga og á- róðursásakana um leið og setið var við samningaborð, og þannig, aö tékkneska þjóðin teldi viðunandi eftir aö hún hafði lýst yfir fylgi við hina nýju stefnu á svo eindreg- in hátt sem reyndin var. En, bætti fréttaritarinn við, dreg ið viröist hafa úr þeirri hættu, að til hernaðarlegra afskipta komi. í frétt frá Ciema Nad Tisou i Slóvakiu snemma í morgun var sagt að ljós loguðu enn í litlu glugg- unum á félagsheimili járnbrauta- starfsmanna, og væri unnið að sam eiginlegri yfiriýsirigu, sem yrði birt síðar í dag, og gæti sú yfirlýsing orðið eitthvert sögulegasta plagg kommúnistahreyfingarinnar fyrr og síðar. Viðræöunum er ekki lokið og mun verða haldið áfram að minnsta kosti eitthvaö fram eftir deginum. Meðal þeirra, sem gerst fylgjast með, ríkir nú bjartsýni á, að við- hlítandi samkomulag muni nást milii hinna umbótasinnuöu tékkn- esku leiðtoga og hinna eldri manna, eins og að orði er komizt, sem sitja hinum megin við borðið. Frétzt hefir, að Dubcek hafi stað ið gegn öllum mikilvægum kröfum sovétmanna um endurskoðun á stjórnmálastefnunni, til þess að að- hæfa hana betur stefnu Sovétríkj- anna, Austur-Þýzkalands og Pól- lands. Stórsókn yfirvof- ondi í Vietnam Af Varsjárbandalagsríkjum gengur Tékkó- slóvakía næstSovétríkj unum að hernaöarmætti Frá sjónarhóli hernaðarlegs styrks skoðað er Tékkóslóvakía mikilvægust allra Varsjárland- anna — að Sovétríkjunum und- anteknum. Hún hefur 10 fót- gönguiiðsherfylki, 4 skriðdreka- Lyndon B. Johnson Bandarú.ja- forseti sagði í gærkvöldi á fundi með blaðamönnum, að hann hefði j gildar ástæður til þess að ætla, að j stórsókn væri yfirvofandi af hálfu ! Norður-Víetnam og Vietcong, en herfylki og fallhlífalið - og í t fyrstu fréttirnar, ef innrás væri: an vébanda Varsjárbandalags- J bandarísku hersveitirnar og stjórn- Tékkóslóvakíu er röð radar-: yfirvofandi. Og þessar og fleiri1 ins. .4,»™^«.... ______ .-u - stöðva í fjöllunum, alla leið frá j ástæður eru fyrir, að sovétleið-! Á þessari mynd eru flugvellir ! ‘ _ _ rn ^ _ 1 “ ar 08 vesturlandamærunum, mannað-: togar vilja halda þar öllu í greip- ar sovézkum hermönnum. Frá I um sér sem annars staðar inn- þessum stöðvum myndu berast j Tékkóslóvakíu auðkenndir með! myndu hrinda öllum áhlaupum. stjörnu, radar-stöðvar með svört j Hann kvað mesta hættu vofa yfir i um þríhyrning. nokkrum borgum. Him WKOOt JkM nsou nric O* J«h íidwut »iY. muntn. OH*fb KTlUfíT xm. Mesn «k UK m. w*0 O IT t»rt» fcishi Ijstrici O TreiKin M ttmj frrroji BQ * Jkirfietós idk. Rcóar -jtc WÍT8BiBÍ!jfHL3 W € E R M A K T A U S 1 R I Á Franska stjórnin birtir opinbera yfiriýsingu um stuðning við Biafra Franska stjórnin hefir opinber- lega lýst yfir, að þar sem þjóðin í Biafra augsýnilega vilji vera sjálf- stæð beri að leysa vandamál henn- ar á grunni sjálfsákvörðunarréttar. Parísar-fréttaritari brezka út- varpsins segir þetta skilið svo sem Frakkland muni veita Biafra stjórn málalega viðurkenningu innan langs tíma. Ákvörðun um yfirlýsingu þá, sem getiö var, var tekin á stjómar- fundi, og var de Gaulle í forsæti, og mun hugmyndin frá honum kom in. Talsmaður sambandsstjómarinn- ar í Lagos kvað yfirlýsinguna ó- heppilega. SBEE*.:.: .Ar.'ScjBS&.TV, i /fcisaaatftíSVfe aibil.júh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.