Vísir - 01.08.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 01.08.1968, Blaðsíða 10
10 11 V1 SIR . Fimmtudagur 1. ágúst 1968. Lögtaksúrskurður I- r/ . Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum tryggingagjöldum til Tryggingastofnunar rík- isins, sem greiðast áttu í janúar og júní s.l., svo og öllum gjaldföllnum ógreiddum þing- gjöldum og tryggingagjöldum ársins 1968, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókagjaldi, al- mannatryggingagjaldi, slysatryggingaið- gjaldi, lífeyrissjóðsgjaldi, atvinnuleysistrygg- ingasjóðsiðgjaldi, launaskatti, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, iðnlánasjóðsgjaldi og iðn- aðargjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogs- kaupstað. Ennfremur skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoð- unargjaldi bifreiða og slysatryggingargjaldi ökumanna 1968, matvælaeftirlitsgjaldi, véla- eftirlitsgjaldi svo og ógreiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjó- manna, auk dráttarvaxta og lögtakskostnað- ar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birt- ingu þessa úrskurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 23. júlí 1968. Sigurgeir Jónsson. FÍB Bifreiðaeigendur FÍB veitir nú félagsmönnum sínum víðtækari þjónustu á vegum úti en nokkru sinni fyrr. Notfærið ykkur þetta öryggi og aðra þjón- ustu félagsins. — Gerizt félagsmenn í FÍB. — Nýjum félagsmönnum veitt móttaka á aðalskrifstofunni Eiríksgötu 5 (Templara- höllinni), hjá umboðsmönnum um land allt. FÉLAG jíSLENZKR^ BIFREIÐAEIGENDA Templarahöllinni, Eiríksgötu 5. Fernt slasaðist í gær — Eitt vinnuslys, og tv'ó umferðarslys Tvö umferðarslys og eitt vinnu- slys urðu í gær. Þrennt slasaðist í umferðarslysunum, en kona slas- aðist í vinnuslysinu, sem varð í Súöavogi,, þar sem verið var aö losa skreið af vörubílspalli. Varð konan milli vörubílspallsins og lúgu, er pallinum var lyft. Hlaut hún meiðsii í brjóstholi. Fyrra umferðarslysiö varð kl. 10.55 í gærmorgun á gatnamótum Túngötu og C ðastrætis. Lentu þar tvær bifreiðir sar.an á tölu- verðri ferð. Ökumaður annarar bifreiöarinnar slasaðist á höfði, lík- lega höfuðkúpubrot, og hlaut þar aö auki meiðsli á mjöðm, en hann kastaðist út úr bifreiðinni við á- reksturinn. Kl. 13.00 varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreiö á Fríkirkjuvegi móts við Fríkirkjuna. Var stúlkan á leiö suður götuna, en sveigði til vinstri móts við Haliargarðinn, en varð þá fyrir bifreið, sem einnig var á leiö suður götuna. Vjgsla norræna hússins eitt fyrsta embættis- verk forsetans Fyrsta embættisverk dr. Kristjáns Eldjárns, sem á morgun verður Ruslasfoðir — m-> i6 síðu arinnar m. a. til þess að grennsl ast fyrir um möguleika á því, aö meira sé aðhafzt en daglega hef ur verið gert. Hefur Hreinsunar- deildin nú haft á sínum vegum hóp ungs fólks í sumar við að hreinsa. — Samt sem áður er nóg til af rusli, sagði Hafliði, og bætist alltaf við, því miöur. Fegrunarnefndin fór einnig í könnunarferð í flest húsasund borgarinnar og skrifaði niður það sem þótti fara miður og möguleikar væru á að bæta. í þessu. mánuði fer nefndin aft ur á stað til að kanna hvaða úr bætur hafa verið gerðar, en áð- ur haföi hún skrifaö ýmsum aö ilum. Þá minntist Hafliði á hin miklu njólasvæði borgarinnar, sem erftt vær að útrýma. En ■ sagði að lokum, að einstaka staö ir væru mjög slæmir og settu sinn Ieiða svip á umhverfiö á stóru svæði, annars væri ástand ið í heild ekki svo slæmt. settur í hið nýja embætti sitt við hátíðlega athöfn, verður viö vígslu Norræna hússins þann 24. ágúst n.k., en >ar flytur hinn nýi forseti fyrstu ræðuna kl. 10 árdegis, en auk hans flytja ræöur, forsætisráð- herra og Halldór Laxness, formað- ur hússtjómar. Fyrsta embættisverk dr. Krist- jáns Eldjárns og forsetafrúarinnar erlendis verður að vera viöstödd brúðkaup Haraldar krónprins Norö- manna og Sonju Haraldsen í ágúst- lok. Til sölu Vegna brottflutnings er til sölu að Hofteigi 8, 1. hæð: Sófa- sett, þvottavél (Rafha), skrif- borðsstóll, djúpur stóll, lampar, 2 karlmanna reiðhjól, olíuofn og Zeiss Ikon myndavél. Sími 36655. BORGIN FRÓÐIR FÖRUNAUTAR Ferðahandbókin vísar veg inn um byggðir og ó- byggöir og veitir ógrynni upplýsinga varðandi ferða lög og undirbúning þeirra, en Landið þitt segir nán- ar sögu hvers staðar. Báðar eru þessar bækur hollir og fróðir förunaut- ar ungum sem öldnum. Það or því ekki alveg að tilefnislausu að við höf- um valið okkur þessi einkunarorð: Fqrið með svar- ið i ferðalagið um byggðir og óbyggðir ÞORSTEINN JOSEPSSON *lKkl'VM v íllirn U>MthlU BT.H |»A WW. w HV.MHH M Jtm BELLA „Ef það er Hjalli, þá er ég ekki heima... ef þaö er Nonni þá hringi ég seinna, ef það er Ottó, þá vil ég aldrei tala við hann framar... og ef það er Pési þá skal ég sannarlega tala yfir kauöa.“ VEÐRIÐ OAG Sunnan kaldi og rigning fyrst, en gengur í SV kalda og skúrir, þegar líðu á daginn. SKIPAFRÉTTIR SKIÞtUTGeR© RlhlSINS Ms. Herðubreið fer 6. ágúst vestur um land til Ak- ureyrar. Vörumóttaka daglega til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldu dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suður- eyrar, Bolungavíkur, Isafjaröar, Norðfjaröar, Ðjúpavíkur, Hólmavík ur, Hvammstanga, Blönduós, Skaga strandár, Sauðárkróks, Siglufjarö ar, Ólafsfjarðar og Akurevrar. Ms. BUKUR fer austur um land til Seyöisfjarö- ar 7. ágúst. Vörumóttaka daglega til Hornafjarðar, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar. Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar og Seyðisfjarðar. Höfum kaupanda aö 3ja herb. íbúð í Vesturbæn- um, Hlíöunum eða Norðurmýri. H'ófum kaupanda , að nýlegri 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Til s'ólu i smiðum 2ja herb. íbúðir í Breiðholts- hverfi. Verð 600 þús. — 4ra herb. íbúð í Fossvogi. Tilbúin undir tréverk. Einbýlishús við Sunnubraut Selst fokhelt. Fasteignasalan \ Hús 4k lignir j Bankastræti 6. Simi 16637 og : í 18828. Örn og Örlygur hf. — Ferðahandbækur sf. Borgartúni 21 simi 18660 STÚLKUR ÓSKAST til þjónustustarfa við sumargistihúsið að Reykholti. Uppl. í Ferðaskrifstofu ríkisins, Lækjargötu eða hjá hótelstjóranum beint.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.