Vísir - 01.08.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 01.08.1968, Blaðsíða 1
B8. árg. - Fimmtudagur 1. ágúst 1968. - 169. tbl. Nítján skip með afla Það var talsvert unnið á á síld- armiðunum síðasta sólarhring. Mörg skip köstuðu í nótt, en flest urðu að láta sér næcla smáslatta. Nítján skip'tilkynntu síldarleitinni um afla, 1600 lestir. Síidin heldur sig á sömu slóðum suður af Sval- barða og er fremur erfið viðureign ar. Hún er stygg og heldur sig fremur djúpt. Þessi skip tilkynntu um afla síð- asta sólarhringinn: Gísli Árni 335 tonn, Guðrún 140, Bjartur 167, Þorsteínn 120, Jörund- ur II. 123, Sigvrbjörg 60, Súlan 90, Ólafur Magnússon 20, Ingiber Ól- afsson 40, Kristján Valgeir 40, Fífill 40 .Bergur 60, Ásberg 50, Bára 30, Þórður Jónasson 60, Barði 130, Dag fari 70, Óskar Halldórsson 40, og Guðbjörg 45. Togveiðibátar verða varir við síld úti fyrir Norðurlandi — Ov'ist hvort um nokkurt verulegt magn er oð ræðo — Fyrsta söltunars'ildin til Siglufjarðar i gær ■ Togveiðibátar, sem veitt hafa fyrir Norðurlandi að und anförnu hafa orðiö varið síld- ar á veiðisvæði sínu undan- gengna daga. Hafa skipin fengið fáeinar körfur af síld í botnvörpur sínar og kom eitt þeirra, Vonin KE inn til Sigiufjarðar á dögunum. með 2-3 körfur af síld, sem bát- urinn fékk í trollið. Gera Norðlendingar sér nú allt eins von um að síld kunni að veiðast úti fyrir Norðurlandi seinna í sumar, þar eð óvenju- líflegt hefur verið í sjónum þar úti fyrir í allt sumar. Ekkert lát er á togveiðiaflanum úti fyrit“ Norðurlandi og hafa aflabrögö ekki verið slík á þessum slóðum f háa herrans tíð. Hins vegar þykir oröið nokkuð óvarlegt að treysta fréttum af sildarfundi togaranna. Þeir hafa á hverju sumri fundið smá síldardreifð úti á Skagagrunni og þar annars staðar nyrðra og fengið þar fáeinar körfur í vörp- urnar og jafnharðan hafa skip þust á staðinn til þess að góma síldina, en gripið í tómt. Menn lifa þó enn í voninni um aö síldin veiöist aftur á Gríms- eyjarsundi og líf færist í tusk- urnar á Siglufirði og öðrum sfld- arbæjum nyrðra. Siglfirðingar hafa hins vegar ekki undan neinu að kvarta það sem af er þessu sumri þvf að megninu af þeirri síld sem veiðzt hefur í sumar hefur verið landað þar og þangað kom fyrsta söltunar síldin f gær. Reykjaborg kom með um 800 tunnur af saltsfld, sem tekin verður til handar- gagns hjá síldarstöðinni Hafliða h.f. Þá er von á togaranum Vfk- ingi f næstu viku með fsaða síld til Siglufjarðar og verður reynt að salta hana á þremur plönum á Siglufirði. Víkingur er enn á miðunum og var búinn að fá 90 tonn, þegar síðast fréttist, en hann getur tekið um 6000 tunn- ur af ísaðri síld. ÞJÓÐHÖFÐINGJASKIPTI í DAG Dr. Kristján Eldjárn tekur við embætti í dag í dag verða þjóðhöfð- : ingjaskipti á íslandi. Hinn [ vinsæli og virti forseti, £ :|j* herra Ásgeir Ásgeirsson, % ir:v ^ fl lætur nú af starfi og við p.|||NI m tekur dr. Kristján Eldjárn, Él v * J i hinn nýkjömi forseti. ^|\ W0* mi.. ■ tfm Athöfnln liefst í Dómklrkjunnl Hra klukkan 15.30, en að guðsþjónustu | öáUdflBf THB lokinni verður gengið aftur til Al- mk JHH þingishússins í sai ncðri dcildar, HgNgn|HIB||||B|r þar sem forseti Hæstaréttar lýsir kjöri forseta og afhendir dr. Krist- WRyðBBB jáni kjörbréf hans, og hann vinnur A dwm&íW síðan cmbættiseið sinn, sem hljóðar mgBBMjStð isl svo: .Æbq „Ég undirritaður, sem kosinn er QHHHI 3 Ásgeir Ásgeirsson. forseti íslands um kjörtímabil það, Kristján Eldjárn. sem hefst 1. ágúst 1968 og lýkur 31. júlí 1972, heiti því, aö viölögð- um drengskap mfnum og heiöri, aö halda stjórnarskrá lýöveldisins Islands.“ Er forseti hefur undirritað eið- stafinn, mun hann flytja ávarp af svölum Alþingishússins. Því ávarpi rærður útvarpað, svo og öllu því, sem fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Færri hvalir, en afurðameiri 212 hvalir hafa nú veiðzt í Hval- stöðinni i Hvalfirði, þar af eru 19 búrhvalir, en hitt langreyðar. f morgun var Hvalur 9 á Ieið til lands með búrhval. Var skyggni lélegt á miðunum, en þau eru djúpt undan Vestfjörðum. Töluvert færri hvalir hafa veiðzt nú en á sama tíma í fyrra, en hins vegar byrjaði vertíðin í ár sfðar en í fyrra og einnig hefur lang- reyðurin verið óvenju væn og af- urðamikil I ár. Ný rækjumið á Seyðisfírði: ? — Rannsóknarleiðangur rækju — Lofar góðu Rækjuleit, sem gerð hefur ver- . ið á Seyðisfirði undangengna daga, hefur borið mjög góðan árangur. Hafa fengizt um 250 kg af stórri rækju í einu haii, eða um 150 kg á klukkustund, sem þykir afbragðs veiði. Rækjuveiðar hafa aldrei verið stundaðar á Seyðisfirði áður og gera menn þar sér góðar vonir um nýja atvinnugrein, sem kæmi sér vel í fásinninu þar eystra yfir veturinn, þegar síldarvertíð er úti. Það er tuttugu tonna bátur, Þór- veig fS, sem fenginn var til þess- arar rækjuleitar á Seyðisfirði og er Hrafnkell Eirfksson, fiskifræðing ur leiðangursstjóri, en skipstjóri er Baldur Sigurbaldursson. Leiðangur þessi er geröur á vegum Rannsókn- arstofnunar sjávarútvegsins. Stóð til að slíkur leiðangur yrði gerður út snemma í vor, en hann strandaði á því að báturinn sem fenginn var til þess arna sat fastur í ís nyrðra og komst ekki austur. Unnur Skúladóttir, fiskifræðing- ur, sem mest hefur fengizt við athuganir á rækjunni hér við land, sagði f viötali viö Vísi í morgun, f innur Jbar stóra og góða segja fiskifræðingar að þessi rækjufundur f Seyðisfirði lofaði góðu. Rækjan væri mjög stór, eða 5—6 grömm, en til samanburð- ar má geta þess að rækjan, sem veiddist í lsafjarðardjúpi, er þetta 4—5 grömm. Hins vegar sagði Unnur að ekk- ert væri vitað ennþá hve stórt rækjusvæðið væri á þessum slóðum, þar sem ennþá hefði aðeins tak- markað svæði verið leitað. Seyðfirðingar eru mjö.g bjartsýn- ir á þessar tilraunir og hafa lengi verið fýsandi þess þar eystra að slík rannsókn yrði gerð, þar sem menn hafa þótzt ráða það af rækju, sem komið hefur upp úr fiski þar úti fyrir, að þar væru rækjumiö. Atkvæðaseðlarnir prentaðir undir eftirliti borgarfógeta i § morgun. \ II HÁTÍÐALJOÐ 1968 u Ljóðin úr keppninni komá út á morgun Nýstárleg Ijóðabók, „Há- tíðaljóð 1968“ kemur út á morgun. Bókin inniheldur 26 Ijóð úr hinni margumtöluðu samkeppni og eru ljóðin eftir 21 höfund, en 33 áttu ljóð í samkeppninni. Sverrir Kristinsson útgefandi iókarinnar, sagði Vísi í morgun, að hverri bók mundi fylgja sér prentaður atkvæðaseðill, þar sem kaupendur eru spurðir, hvort þeir telji eitthvert ljóö- anna vert 10.000 kr. verölauna, og hvaða ijóö þeir álíti bezt. Ef eitthvert ljóðanna hlýtur ein- faldan meirihluta atkvæða mun 'útgefandinn veita því 10.000 kr. verölaun. Prentun atkvæöaseölanna fór fram í gær í Prentsmiðjunni Eddu að viðstöddum borgar- fógeta. Til þess að atkvæðaseðl- arnir lendi aðeins í höndum kaupenda verður bókin seld í lokuðum umslögum, með álímdri kápumynd bókarinnar. Atkvæðaseðlana munu, kaup- endur siðan senda í pósthólf 2500, en þeir verða taldir á skrif stbfu borgarfógeta. Skilafrestur er til 15. september, og verða úr slitin kunngerö fljótlega eftir þann tíma. Verði þessarar bókar er stillt mjög í hóf. Með söluskatti kost- ar hún 134.25, en auk þess verða gefin út 125 eintök af henni á- rituð og tölusett. Þau verða seld á 275 kr. og hægt er að panta þau meö því að skrifa til Útgefandans, pósthólf 3000. Aftast í bókinni er forvitni- legur listi, þar sem er skrá yfir nöfn og dulnefni höfundanna, sem töku þátt í þessari frægu samkeppni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.