Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 1
^'MHIIihThSw
/i'-i-;-ÍÍ'::Sí:
58. árg. - Föstudagur 9. ágúst 1968. - 175. tbl.
M. a. rætt um samstarf EFTA-landanna
Nú er þingað um landbúnaöar-
mál í Reykjavík. 1 morgun kl.
9.30 hófst á Hótel Sögu fundur í
samvinnunefnd Noröurlanda um
landbúnaöarmál, en aö jafnaði eru
tveir slíkir fundir haldnir árlega i
aðildarlöndunum.
í þessum fundi taka þátt allir
lar.dbúnaðarmálaráöherrar Norður-
landa, en þcir eru Peter Larsen,
Danmörku, Martti Miettunen, Finn
landi, Bjarne Lyngstad, Noregi, E.
Holmquist, Svíþjóð, og Ingólfur
Jónsson landbúnaðarráðherra ís-
lands. A.ik ráðherrar.na sitja fund-
inn búnaðarmálastjórar og ýmsir
búnaðarmálasérfræðingar landanna.
Víða verður komið við í umræð-
um á fundinum. Þar verða gefnar
upplýsingar um horfur um fram-
leiðslu og ötflutning landbúnaðar-
vara. Einnig verður rætt um sam-
starf EFTA-landanna, og viðhorfið
til sameiginlega markaðsins og auk
ið samstarf um viðskipti innan
Norðurlandanna.
I Reykjavik kom samstarfsnefnd
Norðurlandanna síðast saman til
fundar sumarið 1964.
Þeir sem sitja fundinn af hálfu
Islands aðrir en landbúnaðarráð-
I herra, eru: Gunnlaugur Briem, ráðu
neytisstjóri, Halldór Pálsson, bún-
aðarmálastjóri, Kristján Karlsson,
ráðunautur Pétur Gunnarsson, for
stjóri, Sveinn Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri og Ólafur Steinar
Valdimarsson, sem er ritari fundar
ins.
Þetta er orðin sjaldgæf sjón á Siglufirði, fólk í sfldarsöltun. My ndin er tekin í gær, þegar saltað var úr togaranum Víkingi, sem
kom með fyrstu síidina í salt á sumrinu.
Ellefu hundruð
tunnur sultuður á
miðunum í nótt
Tuttugu jg fjögur skip tilkynntu
um bræð^lusíldarafla í nótt og er
eitthvað af bví samansafn frá fyrri
dögum.
Landbúnaðarráðherrar Norð-
urlanda á fundi í Reykjavík
togarinn Vikingur farinn / annan leiðangur
■ Átta hundruð sjötíu og
þrjár tunnur voru saltaðar úr
togaranum Víkingi hjá sölt-
unarstöð Haraldar Böðvars-
sonar í gær. Er það fyrsta
sfldin, sem söltuð er í landi á
þessu sumri og rikti að sjálf-
sögðu fjörug stemmning á
síldarplaninu, þar sem ekki
hefur verið söltuð sfld á Siglu
firði síðan í fyrra.
Vfkingur kom inn með síld-
ina klukkan fimm í gærmorg-
un og var saltað af fullum
krafti í allan gærdag, en Vík-
ingur er nú farinn aftur á
miðin og mun halda áfram
saltsíldarflutningum til Siglu-
fjarðar.
Rögnvaldur Sveinsson, verk--
stjóri á söltunarstöð Haraldar
Böðvarsonar sagði í viðtali við
Vísi í morgun aö um 80—90
manns hefðu unnið viö söltunina
karL. og konur. Sagði han að
sildin hefði saltazt prýðilega
vel. Hún væri jöfn og feit. —
Hins vegar varð mikiö úrkast úr
elztu síldinni, sem komin var á
níunda sílarhring, þegar hún var
söltuö og fengust úr henni 100
tunnur uppsaltaðar af 900. AIls
kom Víkingur með 2400 tunnur
þar af um 1500 þriggja sólar-
hringa gamla og varð nýtingin úr
henni rúmlega 50%, sem kallast
má góð útkoma.
Reyndist síldin um 34 cm
löng og 20% að fitumagni. Öll
var þessi síld kryddsöltuð fyrir
niðurlagningarverksmiðjuna
Sigló-síld á Sfglufirði og mun
verksmiðjan leggja síldina nið
ur í vetur eftir að hún hefur
Landbúnaðarsýningin '68
opnuð í dag
— búizt við, oð um 60 þús. gestir skoði hana
■ Landbúnaðarsýningin ’68
verður opnuð í dag í Laug
ardalshöllinni. Sýningin er
haldin á vegum Búnaðarfé-
lags íslands og Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins. Tilgang-
ur sýningarinnar er tvíþætt-
ur: 1 fyrsta lagi að kynna
fólki, sem býr í þéttbýli, hver
staða bóndans og landbúnað-
arins er í nútímaþjóðfélagi og
kynna framleiðsluvörur hans.
í öðru lagi að kynna bændum
hvers konar vélar og tæki til
búrekstrar.
Landbúnaðarsýningin verður
opnuð boðsgestum kl. 14. Karla
kór syngur og Þorsteinn Sigurös
son, formaður sýningarráðs flyt
ur ávarp. Þvínæst opnar Ingólf
ur Jónsson landbúnaðarráöherra
sýninguna.
Að opn .arathöfn lokipni
munu boösgestir skoða sýning-
una en síðan verður hún opnuð
almenningi kl. 17.
• Gífurleg vinna liggur aö baki
þessari sýningu. Margir hafa
lagt dag viö nótt að undanförnu
til að sýningin megi verða sem
glæsilegust. Fyrirtæki og stofn
anir hafa kappkostað aö gera
sýningarsvæði sín sem bezt úr
garði.
Landbúnaðarsýningin verður
opin í tíu daga, eða til 18. ágúst
frá 10 á morgnana til 22 á
kvöldin. Búizt er við að sýning-
in verði geysilega fjölsótt og á-
ætlað að sýningargestir samtals
verö vart færri en sextíu þús-
und.
ÆFINGAR BENFICA
■ Portúgalskur fréttamaöur,
Mendonca Ferreira frá iþrótta-
blaðinu Record skrifar í dag á
íþróttasiöu um Benficaliöiö og
kynnir þaö fyrir lesendum Vísis.
Ferreira var hér á ferö fyrir
skemmstu og hefur tekiö að sér
að senda fréttir af Benfica vegna
Icikjanna í Evrópubikarkeppn-
inni við Val í haust.
■ Þá eru myndir á síöunni,
sem teknar voru á fyrstu æf-
ingu Benfica eftir sumarleyfin,
en þær voru teknar sérstaklega
fyrir Vísi.
BI Íþrótfasíðan ér á 2. síðu.
staðiö í nokkra mánuði. gn hún
var verkefnalaus lengi fram eft
ir vetri í fyrra, fyrir það hve
seint söltun byrjaði í fyrra og
gat ekki hafið starfsemi fyrr en
seinnlpart vetrar.
Mikið var unnið á miðunum í
nótt og var saltað um borð í tíu
skipum yfir ellefu hundruð tunnur.
Auk þess munu tvö skip hafa land
að síld í Elísabethu Hentzer á
fimmta hundrað tunnur.
> 10 «i*=
.«>-------------------------------------
lli 11011111 1 ij
■ !
! r
Þessi risastóru naut tóku ljósmyndara blaðsins heldur illa, þegar
hann heimsótti þau á landbúnaðarsýningunni í morgun.
f