Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Föstudagur 9. ágúst 1968. TáNABÍÓ tslenzkur texti. HETJUR KOMA AFTUR (Return of the Seven) Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný amerísk mynd í litum og Panavision. Yul Brynner. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. STJÖRNUBIÓ Dæmdur saklaus Islcnzkur texti. Ný, amerísk stórmynd með Marlon Brando Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. íslenzkur texti. (Rififi 'n Amsterdam) Hörkuspennandi, ný ítölsk- amerísk sakamálamynd í lit- um. Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuö innan 14 ára. GAMLA BÍÓ Brostin hamingja (Raintree Country) meö Elizabeih Taylor Montgomery Clift. Eva Marie Saint. Endursýnd kl 5 og 9. Bönnu' innan 12 ára. BÆiARBÍÓ Glæpamenn i Lissabon Spennandi, amerlsk stórmynd í litum með Oscars-verðlauna- hafanum: Ray Milland, ásamt Mmireen O'Hara Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum innan 14 ára. Angelique i ánauð Sýnd kl. 7. Bönnuö býmum. Síðasta sinn. |—Listir -Bækur -Menningarmál- LOKAÐ YEGNA SUMARLEYFA - ÍSLENDINGAR í SUMARHÍÐI „LOKAÐ VEGNA SUMAR- LEYFA" er setning, sem víða má sjá á dyrum um þessar mundir. Leikhúsin standa lokuö, sum kvikmyndahúsin gera smá- hlé á starfseminni og sinfóníu- tónleikarnir byrja ekki fyrr en með skammdeginu. Á sumrin er lítið um meiri háttar listviöburði. Það er vond- ur bissniss að gefa út bækur hér á landi, nema þá kannski rétt fyrir jól, og ; svo er jú líka hugsanlegt að gefa út skringi- legar bækur á sumrin — bækur á borð viö „Hátíðarljóð 1968“. Að líkindum stafar þessi menningardeyfð af því, að á sumrin stendur atvinnulífið í blóma, menn eru að vinna fyr- ir menningunni næsta vetur, því að menning er dýrt tóm- stundagaman. Einnig stafar deyfðin af því, að fólk notar sumrin til ferðalaga út um lands byggðina, þar sem þaö er flestra álit aö ferðalög, sem ekki eru farin á sólbjörtum sumardegi, séu misheppnuð. O; vegna þess að á sumrin eru flestir íslendingar upptekn- ir við aö vinna, ferðast eöa sleikja sólskinið fá erlendir feröamenn, sem hingað koma næsta lítið tækifæri til aö kynn ast íslenzkri nútímamenningu. Þeir eru drifnir út á land aö skoða Gullfoss, Geysi, Mývatn og Þingvelli. Það er farið meö þá á Þjóðminjasafnið, Árbæ, og fleiri söfn. Þeir sjá helztu bygg- ingar, fá að vita allt um vík- ingana og írsku þrælana, Leif heppna og Ameríku, og aö sjálfsögðu er mikið rætt við þá um „The Icelandic Sagas“. Útlendingum er enginn kost- ur gefinn á að fara hér á tón- leika, í leikhús eða á listsýn- ingar — nema þegar túrista- hópum er sýndur Ásmundur. Þeir fá sem sagt lítil eða eng- in tækifæri til að kynnast Is- lenzkri nútímamenningu, enda eru íslendingar sjálfir í hálf- gerðu menningarbindindi á sumrin. Hélztu atvinnugreinar hér- lendis munu vera sjávarútveg- ur, landbúnaður og iðnaður. I sumar hefur mikið verið gert ti) þess að kynna þessar greinar, t. d. með stórkostlegum sýn- ingum f Laugardalshöllinni. Kostnaður við þessar sýning ar er mikill, en hann næst aftur meö aðgangseyri — og óbeint meö framtíðaráhrifum sýning- anna. Hvernig væri nú, þegar búiö er að gera svona vel viö helztu atvinnugreinar okkar, að fagna því með því að slá upp menningarviku með pomp og prakt. Menningarvika eöa listavika í Laugardalshöllinni gæti ver- ið kærkomin tilbreyting. Og meira en það, listamönnum hvatning til að slá I gegn og sýna hvað í þeim býr. Með listaviku, sem haldin væri að sumarlagi mundi jafnframt gef- ast þess kostur að kynna erlend- um feröamönnum íslenzkt nú- tímaþjóðlíf og nútímamenningu. Þrðinn. Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: Kæn er konan (Deadlier than the Male). Stjómandi: Ralph Thomas Aðalleikendur: Richard Johnson, Elke Sommer, Sylva Koscina, Nigel Green, Suzanna Leigh. Ensk, íslenzkur texti, Háskólabfó. Eins og nafn myndarinnar bendir til eru það að þessu sinni konur, sem fremja glæp- ina, þótt hðfuðpaurinn sé karl- maður. Eftir þeim aðferðum, sem stúlkukindumar beita viö fram- kvæmd glæpanna, að dæma, virðist konan ekkert sérlega kæn, þvi að langsótt og flókin ráð eru notuð til að koma ein- földum hlutum i framkvæmd. Dæmi: Manni beinlínis ofbýður, þeg-' ar stúlkumar eiga að koma for- stjóra nokkrum fyrir kattamef, því að í stað þess að fara þar troðnar slóöir, þregður ein þeirra sér í flugfreyjulíki, smeyg ir sér með kaffisopann inn til forstjórans í einkaþotu hans, tekur stóran vindil úr sokka- bandi sínu og réttir honum. Forstjórinn púar af hjartans lyst en svo ríður af skot — úr vindlinum, og í gegnum heila- bú forstjórans. Flugfreyjan fleygir hinum ytri klæðum og stendur eftir á sundbol. Hún setur síöan upp hjálm og spenn ir á sig fallhlíf, stillir tíma- sprengju, og stekkur út. Fyrir neðan bíður önn- ur fegurðardís, fáklædd að sjálfsögðu, á hraðskreiðum báti til að fiska stallsystur sína úr sjónum. Þetta er svo langt frá því aö vera óskynsamlegasta atriðið 1 myndinni, sem f stuttu máli sagt fjallar um mann nokkum, sem hefur f þjónustu sinni her- skara kvenna, og hjálpar hann auðhringum að komast að hag- stæðum samningum, með þvi aö ryðja keppinautum þeirra úr vegi. Góöi , júdósérfræöingurinn, sem sér um að glæpahyskið fái makleg málagjöld, er að þessu sinni leikinn af Richard John- son, sem er einn af hinum hag- stæðari kvikmyndahetjum Breta. Hann gerir hlutverki sínu sæmileg skil, en handrit myndarinnar er svo fáránlegt að tekur fu yfir allan þjófa- bálk, enda virðast jafnvel höf- und... þess hafa séð f hvert ó- efni var komið, þvf að sjálf að- alhetjan er sífellt að tönnlast á því, hve atburðarásin sé furðu- leg, og sannarlega er þá erfitt að komast hjá að vorkenna hon- um lítið eitt. Þeási mynd á að sjálfsögöu aö ver. ádeila á nýtízku glæpa- myndir, en sú ádeila missir al- gerlega marks, vegna þess aö hún er ófyndin og ófrumleg. Tvær kynbombur leika vondu konurnar, Elke Sommer hin þýzka, og Sylva Koscina hin tékkneska. Hin sfðamefnda virð ist hafa einhverja minniháttar leikhæfileika til að bera, þótt það kunni að vera misskilning- ur, þvi ekki þarf mikið til að standa sig vel við hliðina á Elke Sommer. HÁSKÓLABIÓ Kæn er konan (Deadlier than the Male) Æsispennandi mynd frá Rank í litum, gerð samkvæmt kvik- myndahandriti eftir Jimmy Sangster, David Osborn og Liz Charles-Williams. Framleiðandi Betty S. Box. Leikstjóri Ralph Thomas. öalhlutverk: Richard Johnson E'ke Sommer Islenzkur texti. Sýnd kl. j, 7 og 9. Bönnuð bömum innan 16 ára. HAFNARBÍÓ Kvennagullið kemur heim Fjörug g skemmtileg litmynd með hinum vinsælu ungu leik- urum Ann Margret og Michael Parks. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Drottning hinna herskáu kvenna (Prehistoric Women) Mjög spennandi ævintýra- mynd f litum og Cinemascope. Martine Jeswick Edina Ronay Bönnuð yngri en 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ Darling Með Julie Christie og Dick Borgarde. — Endursýnd kl. 5 og 9. íslenzkur texti. AUSTURBÆJARBÍÓ Tigrisdýrið Sérstaklega spennandi frönsk sakamálamynd. Roger Hanln. Bönnuö innan 16 ára, Sýnd kl. 5 og 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.