Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 2
V I S I R . Föstudagiir 9. ágúst 1968. // ÞEIR KOMA MEÐ ALLT SITT STERKASTA '! — segir fréttamaður Visis i Portúgal, Mendonca Ferreira i fréttabréfi til blaðsins □ Eftir leikinn, sem við sáum í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið, BENFICA gegn Manch. United, hefur aftur blossað upp áhuginn á leiknum, eða leikjunum tveim í Evrópubikamum, sem Valur á fyrir höndum, en þeir verða 24. sept. og 6. okt. n.k., sá fyrri hér í Reykjavík. □ Portúgalski blaðamaðurinn Mendonca Ferreira, sem hér var á ferð fyrir skemmstu og safnaði efni fyrir hið mikla íþróttablað Record, hefur að und- anfömu safnað efni fyrir okkur um Benfica og seg- ir hann svo í bréfi til blaðsins: Ottó Gloria á æfingu, en hann er heimsfrægur sem þjálfari fyrir árangur sinn með liðinu. Hann lítur á klukkuna, erfiðri æfingu fyrsta dagsins er að Ijúka. Þannig verður liðið líklega, sem hingað kemur. Framiínan í fremri röð, Augosto, Torres, Euse- bio, Coluna og Simoes. í aftari röð: Adolfo, Humberto, Cruz, Jacinto, Raul og Henriques, markvörður. w.vmvssv.^sW s\ \ .....ssssssssy.sjsssss V \ ■ .. .vsss ssssssssss Benfica hefur nú hafið æfing- ar fyrir næsta keppnitímabil. Fyrsta „stór“verkefnið verður leikurinn við Val í Evrópukeppn inni. Að vísu eru margir leikir á undan, en allt „friendly“-leik ir, þ.e. gestaleikir, sem ekki er eins mikið lagt upp úr. Þaö er greinilegt á öllu aö sterkasta lið Benfica mun leika í Reykjavík, Benfica hefur feng- ið nóg af því að geyma sína beztu menn í Evrópuleikjunum. Það mætti segja mér að liðið yrði ís og á myndinni, sem ég sendi hér með, það er okkar sterkasta liö, — og Eusebio er þar á meðal. Hann er óðui. að jafna sig eftir uppskurðinn og hann er nú kominn úr sumarfríi sínu, sem hann eyddi í Mosambique með eiginkonu sinni, Floru, sem einn ig er frá Mosambique. Félagið, sem í daglegu tali er kallaö Benfica heitir fullu nafni Sport Lisboa E Benfica og er stofnaö 1904. Félagið hef ur unniö Evrópubikarinn tvíveg is, Latin Cup einu sinni, 15 sinn um Portúgalsbikarinn (1. deild) 11 sinnum bikarkeppnina og 11 sinnum hefur félagið orðið Portú galsmeistari í unglingaflokki. Völlur félagsins, Estadio da Luz (Völlur ljóssins) var vígður í desember 1954 og tekur 75 þús manns í sæti. Leikmenn Benfica eru þessir: José Henrique, markvörður, 25 ára, kom til Benfica fyrir ári. Cavem, bakvörður, 18 landsleik ir, 37 ára, með liðinu í 13 ár. Raul, bakvörður, 30 ára, með Benfica í 5 ár, 11 landsleikir. Jacinto, framvörður, 27 ára með Benfica í 5 ár, 3 landsleikir. Cruz, miðvörður, 27 ára, með lið inu í 10 ár, 11 landsleikir Jaime Graca, framvörður, 26 ára, 23 landsleikir, 2 ár með liðinu. Coluna, „gamli fyrirliðinn”, 33 ára, með Benfica síðan 1955, leikur aftarlega þó hann hafi töl una 10 á bakinu — Hann er tal inn mesti landsliðsmaður Portú gala og hefur leikið 58 lands- leiki. José Augusto, útherji, 31 árs, með Benfica í 8 ár, 44 landsleik- ir. Eusebio, Ferreira da Silva, að fornafni, fæddur 25. jan 1942, kallaður „svarti pardusinn". — Hann er fæddur f Lourenco Marques í Mozambique. Hann hefur 40 landsleiki með Portúgal að baki. Kom til Benfica 1961. Torres, miðherji með Benfica síðan 1960. Hefur 27 landsleiki að baki, 29 ára. Simoes, útherji meö 30 lands- leiki, með liðinu í 8 ár, 24 ára. Varamenn eru Nelson, fram- herji, Toni, sem keyptur hefur verið fra Académia (tengiliöur), og leikur nú sína fyrstu leiki með Benfica en hann er 21 árs. Praia, keyptur frá Leixoes, 21 árs útherji, sem einnig er að byrja með liðinu, Humberto, framvörður, 28 ára, hefur verið hjá Benfica síðan 1955, Nasci- mento varamarkvörður, Adolfo '-■akvörður, 24 ára. Þessi mynd var tekin fyrir Vísi fyrir æfingu hjá Benfica í síðu stu viku. vandar sig greinilega við verk sitt eins og sjá má á svipnum. Eusebio er á nuddbekknum, - nuddarinn, Hamilton,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.