Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Föstudagur 9. ágúst 1968. 9 T fyrrinótt fór fram í Miami Beach suður í Flórída val forsetaefnis Republikanaflokks- ins. Að venju eru bandarísku flokksþingin mjög fjölmenn. Þar safnast saman kringum 50 þús- und manns úr öllum fylkjum, en þó voru þaö ekki nema 1333 fultrúar sem atkvæðisrétt höföu við val forsetaefnis. Með öllu þessu fjölmenni eru flokksþingin ákaflega sérkenni- legt fyrirbrigði. Þar er öllu sam- an blandað, amkundu til aö taka hinar mikilvægustu pólitísk ar ákvarðanir, kunningjafundum skemmtun og hinum lélegustu skrílslátum. Menn koma að úr fjarlægustu héruðum og verður mönnum sú för oft minnisstæð sem merkilegasta skemmtiferð í lífi þeirra. Hámark hátíðarinar er svo kvöldið þegar ákveða skal for- setaefnið og er mikill viöbúnaö- ur undir það. Það var orðið ljóst í fyrrakvöld, aö þrír menn gáfu raunverulega kost á sér sem for setaefni, það voru þeir Richard Nixon, Nelson Rockefeller og Ronald Reagan. Milli þeirra stóð keppnin. En auk þess voru bornar fram tillögur um 9 fram bjóðendur til viðbótar, þar sem engin alvara var á bak við en með framboöi þeirra er fyrst og fremst veriö aö sýna þeim heiður. Það eru menn, sem eru leiötogar í sýnu fylki og þykja hafa unniö afrek. Svo var til dæro4'. í fyrrinótt aö bprin var upp tillaga um lítt þekktan mann, fylkisstjóra Alaska. En fyrir tveimur árum vann þessi maður það afrek, þó hann væri Republikani, að ná kosningu í f^ki, sem áður haföi veriö ein- litt Demokrata-svæði og hefur hann síöan stjórnað þar af rögg semi og við vaxandi vinsældir. Var rætt um það, að slíkan mann þyrfti flokkurinn að fá, sem gæti unniö sigur gegn ofur- eflinu. \ þessum úrslitafundi, þar sem ■í’*’ valiö er um frambjóðendur eru haldnar margar ræöur, og þær eru óvenjulegar að því eiga ekki að standa nema í 10 mínútur og í hæsta lagi 15. En þama var ekki fylgt neinum regl um, svo að sfðast varð fundar- stjóri að berja þetta niöur með harðri hendi og fundarveröir að ýta fólkinu út af gólfinu. Þrátt fyrir allt hafa þessi miklu ræðuhöld og langur fund- ur vissa stjórnmálaþýöingu. Því meðan á þeim stendur eru keppi nautarnir að kanna lið sitt. Þeir sitja ekki sjálfir þennan fund, landinu og hallaðist þar aö auki fremur að auknum almanna- tryggingum og baráttu gegn fá- tækt í landinu, en í augum margra republikana er slík stefna róttækar öfgar í frjáls- lyndisátt. menn í aö koma upp fyrirtækj- um sem veittu mönnum atvinnu. Hið undarlega hefur nú kom iö í ljós, aö Rockefeller hafði stutt að framboði Reagans bak við tjöldin, þó að þeir væra á öndverðum meiöi f skoðunum um aö gera að túlka hrifninguna með sem mestum köllum og há- vaða, menn ímynda sér, að meö því að sýna sem lengsta hrifn- ingarvímu og sigurvissu í há- vaða, sé hægt að hafa áhrif til fylgisaukningar, fleiri veröi hrifnir með í ákafanum. Breytist þetta stundum í hrein skrílslæti þegar mést þykir liggja við. Fólkið rýkur í hundraðatali upp úr sætum sínum, ber uppi spjöld og merki og stórar gúmmí- blöðrur eða nokkurs konar loft heldur í skrifstofum sem þeir hafa komið fyrir í nærliggjandi hótelherber’jum og þangað liggja allir þræðir og er þá þjarmað að hinum atkvæðis- Flokkshátíðin / Miazii Richard Nixon forsetaefni Republikana. leyti, að þær hafa inni að halda eintómt skjali um hina líklegu foringja. Er þeirra mannkostum lýst með hástemmdum oröum, hversu miklir gáfu og dreng- skaparmenn þeir séu og öðrum eiginleikum allt niður í ham- ingjusamt fjölskyldulíf. Eru þess ar ræður svo óhemju væmnar að þær gætu drepið heilt naut og það nægir ekki, að ein ræða sé flutt um hvern frambjóðanda heldur koma fjórir fram fyrir hvem þeirra og hlaða oflofi á sína menn. Og þar sem fram- bjóðendur voru aö þessu sinni 12, þá var það varla nema eðli legt að fundurinn tók einar átta klst. Nú nægöi það ekki að gull- hamrar og lof væri flutt um þessa menn í ræðum, heldur er það regla, að stuðningsmenn þeirra á fundargólfi reyni að gera hróður þeirra sem mestan og sýna í verki hvílíkt alþýðu- fylgi þeir hafi. Þegar uppá- stungan um hvern um sig hefur komiö fram, upphefjast í hin- um risastóra fundarsal hin mestu fagnaðarlæti. Og nú er belgir rísa upp í loftið með nöfnum frambjóðenda, pappirs strimlum er dreift út um allt og jafnvel heilar hljómsveitir ryðj ast inn á gólfið til að skapa sem mestan hávaða. T fyrrakvöld risu þessi skríls- læti einna hæst, þegar fram boð Ronalds Reagans var til- kynnt. Þá stóöu þau samfleytt í 25 mínútur og allan þennan . tíma linnti ekki lófataki, hróp- um og gargi og fleiri tonnum af mislitum pappír var dreift víðs vegar um loft og gólf. Sú sér- staka ástæða var fyrjr þessu, að Reagan hafði tiltölulega fáa vissa stuðningsmenn, þeir voru taldir vera í kringum 180. En hann hafði orðið seinn til að til- kynna aö hann ætlaði að vera í framboði og hugði hann því, aö í hópi þcirra sem þegar voru orðnir bundnir Nixon væri fjöldi manna sem vildi veita honum stuöning. Var því um að gera að reyna að sannfæra þá um gífu-Iegt alþýðufylgi hans. Sú regla gildir á þessum flokks þingum, að slík fagnaðarlæti bæru fulltrúum, svo a^ þeir eiga í miklu taugastríði. J£ins og kunnugt er, var Ric- hard Nixon valinn frambjóð- andi strax í fyrstu lotu. Hann hafði frá upphafi góða aðstöðu, þar sem hann hefur frá byrjun kosningaundirbúningsins í fyrstu forkosningum verið stað- fastui og markviss frambjóð- andi. Hann er ef svo mætti segja frambjóðandi flokks- vélarinnar og viðurkenndi hann sjálfur í gær, að hann ætti sigur siim fyrst og fremst því að þakka, hvað hann hefur unniö mikið að flokks- starfinu siðan hann hvarf frá opinberum embættum. En aðstaöa hans varð líka góð fyrir það að hann varð í miðj- unni milli tveggja róttækra manna, er stefndu sitt f hvora áttina. Hættulegasti keppinaut- ur hans var Rockefeller, sem vildi stefna í aukna frjálsræöis átt, hverfa sem fyrst frá styrj- öldinni í Víetnam, bæta hag svertingja í landinu, stuðla að jafnrétti þeirra, koma á friði í 'C’n á hinn bóginn kom svo Ronald Reagan, sem öfga- maöur I átt til harðari og ein- beittari stefnu. Hann vildi aö kommúnistum í Asíu yrði kennt hvar Davíð keypti ölið og haldið skyldi áfram miskunnarlaust aö auka hernaöinn þar og fjölga herliðinu í Víetnam, þar til kommúnistar gæfust upp. Enn vildi hann að röstuseggjum í borgum Bandaríkjanna yrði ekki sýnd nein linkind heldur skyldu róstdrnar barðar niður með her- valdi og fólki tryggður friður með sterkri lögregluvernd og ennfermur yrði ólátabelgjum meðal skólafólks sýnt í tvo heimana. Þá geröist það til dæm is í fyrradag á fundi sem Reagan hélt til að auka fylgi sitt, að svertingjaleiðtoginn Abemathy kom þar óboðinn og tók að leggja óþægilegar spurningar fyrir Reagan varðandi kynþátta mál, húsnæðismál og baráttu gegn fátækt. Skarst i odda milli þeirra og kom í Ijós að Reagan vildi enga opinbera styrki eða atvinnuleysistryggingar. Það ætti fremur að styðja athafna- og mun tilgangur Rockefellers hafa verið sá, aö reyna að grafa undan fylgi Nixons úr báðum áttum. Slílrt er gamalt bragð í stjórnmálum, að andstæðir fylkingararmar sæki báðir að miöjunni, en þá er mikið undir því komið, hvað föst miðjan er fyrir. Ctyrkur Nixons var það mikill ° að hann virðist aldrei fiafa verið í verulegri hættu. Það sem ógnaði honum mest var til- raun Reagans blandin kynþátta hatri til að fá flokksmenn úr Suðurríkjunum í lið með sér. Var um hríð talað um það, að þeim myndu ægja hinar frjáls- lyndu öfgar og styrkja hina harðskeyttu stefnu Reagans. Var búizt við að Reagan gæti fengið þar ein 100 atkvæði ef vel tækist. En Suöurríkjamenn imir urðu tregir til þvi að þeir sáu hættuna. — ef þeir styddu ekki Nixon, gæti svo farið að Rockefeller kæmist að. Otséö varð um þetta þegar foringi sendinefndar Maryland-fylkis 1M>- 13. sfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.