Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 13
/ V1SIR . Föstudagur 9. ágúst 1968. 13 Happdrætti til efl- ingar kalrannsóknum 1 sambandi við Landbúnaöarsýn lnguna, sem opnuö veröur í dag, verður efnt til happdrættis á sýn- ingarsvæðinu í Laugardal sem Inn- flutningsdeild Sambands ísl. sam- vinnufélaga stendur að. Takmarkið með þessu happdrætti er, að afla fjár, sem verja skal til kalrann- sókna hérlendis, enda mun vart umdeilt, að hinar gífurlegu kal- skemmdir í sveitum landsins hin siðari ár og þó einkum í ár, eru eitthvert stórkostlegasta vandamál sem íslenzkur landbúnaður á við að glíma í dag, og mikið liggur viö, að hamlað veröi gegn frekari kal- skemmdum með ítarlegum rann- sóknum á orsökum kalsins. 1 happdrætti þessu verður sem aðalvinningur Scout 800 bifreið að verðmæti kr. 270.000.00 en aðrir vinningar eru vikuferðir á Smith- field-landbúnaðarsýninguna í Lond- on, sem haldin verður f desem- ber á þessu ári. Verði hvers miða er mjög í hóf stillt eða aðeins 25.00 kr. og er það eindregin von aðstandenda þessa landbúnaðarhappdrættis f Laugardal að væntanlegir skoðend- ur Landbúnaðarsýningarinnar sýni hug sinn og styðji þá viðleitni sem hér er sýnd til öflunar fjár til andófs gegn vágestinum mikla, kalinu. Miðarnir verða aðeins seldir meðan á sýningunni stendur og verður því dregið, þegar að af- lokinni sýningunni. Fyrirspum út af spjalli um Breiðholtsframkvæmdir 1 dagblaðinu Vísi binn 22. júlí er viðtal við þá Bjöm Ólafsson, verkíræðing og Ólaf Sigurðsson, arkitekt um svonefndar Breiðholts- framkvæmdir. Þar segir m. aj „Parketgóifið var boðið út sérstaklega og kom lægsta tilboð bæði í efni og vinnu frá Danmörku eða 400 kr. á ferm. Við fengum ekki að taka danska iðnaðarmenn til verksins og varð trésmíöavinnan dýrari fyrir það. Hins vegar var efnistilboði Dan- , anna tekið. í reyndinni kostar * parketið um 600 kr á ferm.“ Hér þykir okkur nokkuð frjáls- ; lega fullyrt af tæknimönnum F.B.Á. mn neikvæð áhrjf þess, að íslend- ( ingar leggi parketgólf í stað Dana, i þ. e. að íslenzkir trésmiðir fái ! Föstudagsgrein — ' 9. Síöu. . Iýsfd jrfir stuðningi við Nixon og fyrir bragðið var hann gerður fyrsti meðmælandi hans, sem þykir talsverður heiður. Var tal- ið að hann hefði valdið úrslit- um um það, að sundrungarher- ferð Reagans mistókst. Þessi foringi Marylandbúa heitir Agnew og var áður stuðn ingsmaður Rockefellers. Hann var í einkennilegri aðstöðu, þar sem hann var frjálslyndur mað ur í áhrifastöðu í einu Suður- ríkjanna. Hefur Nixon nú laun að honum mikið með því að velja hann varaforsetaefni við hlið sér. Þannig misheppnuðust brögð þeirra Rockefellers og Reagans og er það vitað að Rockefeller hefur orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum, þeim tókst ekki að hola undan fylgi Nixons, sem þvert á móti heppnaðist f styrk leika sínum, að etja róttæku öflunum hverjum gegn öðrum, svo að ýmsir vildu fremur styðja Nixon en að eiga það á hættu að hinir andstæðingamir kæmust að. Tjannig verður Nixon frambjóð andi sem nokkurs konar miðfylkingarmaður. Það verður ekki nýtt andlit, ekki ný og um byltingarsöm stefna sem brýzt fram. Og sem miðfylkingarmað- ur mun hann eiga betra með að sætta deilur og lækna sárin inn an flokksins. En á undanförnum árum hefur Nixon verið hvað frægastur fyrir það að tapa öll- um almennum kosningum sem hann hefur tekið þátt i, bæði forsetakosningum og héraðs- kosningum í Kaliforníu. Verður nann þess umkominn a^ hleypa l siguranda og vissu í lið sitt, án þess að boða nýja tíma fyrir nýia kynslóð? Það verður að draga það nokkuð í efa. Þorsteinn Thorarensen. í vitmulaun það kaup, sem Danir ætluðu sér fyrir verkið phis 200 kr. á ferm. Af þessu tilefni óskum við eftir því við þá Bjöm og Ólaf, að þeir skýri frekar á sama vettvangi full- yrðingu sfna í Ijósi þeirrar stað- reyndar, sem þeim og okkur er kunn, að vinnulaun íslenzku tré- smiðanna við parketlögnina nema aðeins hluta af því, sem þeir dylgja með f viðtalinu, þó ekki sé miðað við seinna viðtal þeirra f Vfsi 23. júlf, þar sem 200 kr. hafa þre- faldazt. Stjóm Trésmiðafélags Reykja- víkur. Reykjavik, 31. 7. 1968. Hefur útför VÁV farið fram í kyrrþey? Fyrirspurn til Slysavarnafélags Islands fréttatilkynning frá SVFf og sam- tímis sagt frá stofnun sérstakrar undirnefndar í félaginu til þess að annast nýja verkefnið. Hefir þó mörgum sjálfsagt fundizt betur fara á því, að ráðuneytið sjálft hefði til- . , - » i kynnt þessa virðulegu stjómarráð- framkvæmdastarf í þagu umferðar- stöfun „Fjölmiðlunartækin" fluttu nú fyrir verzlunarmannahelgina þá fregn, að dómsmálaráðuneytið hefði að tilhlutan Framkvæmda- nefndar H-umferðar falið sjóslysa- varnafélaginu hér viðurhlutamikið öryggismála á vegum hins opin bera. Var fregnin flutt sem glöð Veiðimenn Ánamaökar til sölu. Sími 17159. 7/7 sölu 2ja hæða hús í austanverðum Laugarásnum, á efri hæð er 4ra herb. fbúð, á jarðhæð er 3ja herb. íbúð, þvottahús o. fl. Húsið selst í einu lagi eða hver fbúð sérstaklega. HÖFUM KAUPANDA að 2ja herb. íbúð í Vesturbænum, Hlíðunum eða Holtunum. FASTEIGNASALAN, Bankastræti 6 Símar 16637 og 18828. 7jald samkomur Kristniboðssambandsins verða að þessu sinni dagana 9.—17. ágúst, á hverju kvöldi kl. 8.30, í tjaldinu hjá K.F.U.M.-húsinu við Holtaveg (nálægt Langholtsskóla). Margir ræðumenn: prestar, kristniboðar og leikmenn. — Mikill söngur og hljóðfærasláttur. — Á fyrstu sam- komunni í kvöld, föstud., tala síra Frank M. Halldórsson og frú Ásta Jónsdóttir o. fl. — Allir hjartanlega velkomnir. KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ Þótt fagna beri út af fyrir sig 1 sjálfsagt góðum liðsauka í sveit um- ferðarslysavarnamanna, er ekki al- veg sama með hvaða hætti slíkt á sér stáð. Hygg ég, að það hljóti að vera fleirum en mér, sem virðist fyrrgreind stjórnarráðstöfun um- ferðaröryggismála harla furðuleg, miðað við málavexti, og skal nú að því vikið. Er þaö ekki svo, að fyrir hendi séu hér í landinu nýstofnuð alls- herjar landssamtök margra aðila, ýmist félagslega eða fjárhagslega sterkra — nema hvort tveggja sé — sem sameinazt hafa um um- ferðaröryggismál sérstaklega, og þar á meðal berandi við himin sjálft Slysavamafélag íslands? Og I meira en það: Er það ekki til við- bótar einnig svo, að einmitt SVFÍ hafi á sínum tíma — meira að segja eftir langa umhugun, erfiðar vangaveltur og þinghald — hvorki meira né minna en umskapað VÁV í sinni eigin mynd og ráðið flestum, -ef ekki öllum, ráöum þess frá upp- hafi og fram til þessa dags, stolt og sigurglatt með kyrfilega yfirbreidd- an vemdarvæng í eigin hreiðri? Hvað kemur til, að þessi víðtækustu samtök um umferðaröryggismál á íslandi skuli nú vera svo hraksmán- arlega sniðgengin? Er það e. t. v. svo, að umsköpun SVFÍ og VÁV hafi eitthvað mis- tekizt f framkvæmdinni? Hvers vegna beindi Slysavamafélag Is- lands ekki umtöluðum ríkisstjóm- arviðskiptum að niðursetningi sfn- um VÁV, úr því að veitingavaldið íslenzka kom ekki auga á hann hjálparlaust, í stað þess að hlaup- ast nú á brott frá verknaði sínum þar á bæ — rétt eins og ekkert hafi í skorizt — og brölta á stað með aðra undirdeild sína f um- ferðaröryggismálum? Og meðal annarra orða: Hvað er nú með hin „frjálsu og óháðu" sam- tök — SVFÍ — hverra forráðamenn hingað til hafa ekki átt nægilega sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á ríkisafskiptum og aðfengnu fjármagni? Nú viröist ekki hafa þurft að spyrja SVFÍ-þing, hvorki um nýtt hlutverk eða þjónustu, né nýja tekjuöflun — eins og þegar þetta virðulega félag var að hvolfa sér yfir bráð sfna VÁV. Vill ekki stjóm SVFÍ gera svo vel að gera þjóðinni svolitla grein fyr- ir þessum málum? Eða álítur hún e. t. v. enn á ný, að fólkinu í land- inu komi þetta ekkert við? Á verzlunarmannafrídegi 1968. Baldvln Þ. Kristjánsson. Stór sendiferðabifreið með stöðvarplássi til „ólu. Uppl. í síma 41408 eftir kl. 7 á kvöldin. Ódýrar Þjórsárdalsferðir Hinar vinsælu eins dags hringferðir í Þjórsárdal eru alla miðvikudaga kl. 9 og sunnudaga kl. 10. Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálpar- fossi. á austurleiö er farið um Skálholt. Einnig er ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins 470 krónur. Innifalið kaffi og smurt brauð á Selfossi. Matarpakkar á kr. 100 ef þess er óskað. Upplýsinga- gefur B.S.Í., Umferðarmiðstöðinni. Sími 22300. LANDLEIÐIR HJP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.