Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 12
V í S IR . Föstudagur 9. ágúst 1968.
12
•zssm
ANNE LORRASNE
— Herra Carey, sagði hún og
reyndi ekki að íhuga orðalagið á
því, sem hún sagði. — Ég verð
að segja þér dálítiö.
— Já, því trúi ég vel, tók hann
fram í, og hún sá, að hann var
jafnæstur og hún var. — En fyrst
verð ég að segja þér dálítið....
Hann þagði, og um stund stóðu
þau og horfðu þegjandi hvort á
annað.
Svo sagði hann skýrt og greini-
lega: — Ég held, aö það sé rnál
til komiö, að við slítum samvinn-
unni, doktor Marland.
Mary hörfaði undan, og ofsinn
fjaraöi í henni allt í einu. Hún
starði á hann, eins og hún tryði
honum ekki.
— Hvaö varstu að segja? spuröi
hún hvíslandi. — Það er ómögu-
legt, að þér sé alvara?
Hann sneri frá henni. — Þú hef-
ur kannski tekið eftir, að ég er ekki
vanur að gera að gamni mínu. Ég
er hissa á, að þetta skuli koma
svona flatt upp á þig. Þ. ð er óhugs
andi, að þú hafir verið ánægð með
samvinnu okkar, eins og hún hefur
verið upp á síökastiö. Ég hef að
minnsta kosti ekki verið ánægöur
— Þú skalt ekki hirða um að
gefa neinar skýringar, sagði hún
þyrrkingslega. — Við höfum verk-
efni, sem veröur að ljúka, og það
er enginn timi til að pexa um einka
mál núna. Þarna kemur þá hjúkr-
unarkonan.
Hún sneri sér að hjúkrunarkon-
unni, sem kom inn í skrifstofuna.
— Sjúklingar?
— Tveir sjúklingar, læknir, sagði
hjúkrunarkonan. — Frú Manner-
son, sem hefur veriö hérna einu
sinni áður, og nýr sjúklingur, herra
Hilton.
— Já, einmitt. Nú var rödd Car-
eys alveg eðlileg. — Við lítum á
þennan nýja fyrst, systir. Biðjið
Málmiðnaðarmenn óskast
nú þegar.
HEÐINN
hann um að koma inn. — Ég vil
helzt, að þú verðir viðstödd, doktor
Marland.
— Já! Mary andaði djúpt. — Ég
skal verða hérna.
Hún reyndi sem hún gat að átta
sig á nýja sjúklingnum, er hann
kom inn í viðtalsstofuna. Aldrei
haföi hún átt jafnerfitt með að
beina huganum aö starfinu og í
dag. Sjúklingurinn var ungur og
mjög taugaveiklaður. Það var auð
séð, að hann var hjálpar þurfi.
Meðan hún var að skoða hann, var
þessi eina setning sífellt í huga
hennar: „Ég held, að það sé mál
til komið, að við slftum samvinn-
unni, doktor Marland."
Hún stóðst þá freistingu aö skelli
hlæja eins og vitfirringur. Hugs-
um okkur, að hún segði honum, að
hann hefði sigrað hana meö tíunda
hluta úr sekúndu — að það væri
hún, sem hefði ætlað að stinga upp
á, að þau slitu samvinnunni!
— Jæja, hvað álítur þú, doktor?
Hún hrökk við, því að rödd Car-
eys var svo byrst. Sjúklingurinn
horfði á hana, hræddur og starandi.
— Þér skuluð fara í fötin aftur,
herra Hilton, sagöi hún rólega.
Systirin fylgir yður inn í eitt bið-
herbergið, og þegar við erum til-
búin, komið þér inn til okkar aftur.
Ég þarf að tala dálítið við Carey
lækni núna. Þér skuluð engu kvíða.
Hún brosti hlýlega til unga,
hrædda mannsins. — Hér er ekk-
ert að óttast. Við skulum hjálpa
yður til að hjálpa yður sjálfur.
— Það var einkennilega að orði
komizt læknir. byrjaði maðurinn
veiklulega. En það var vonarneisti
í augunum á honum, — Ég kom
til yðar til þess að fá hjáip. Ég
veit ekkert, hvað að mér gengur,
haldiö þér það?
| — Það er þaö, sem við ætlum að
| hjálpa yður til aö vita, sagði hún
I og studdi róandi hendi á handlegg-
! inn á honum. — Níutíu af hundraði
, af starfi okkar er I'ólginn í því aö
í kenna sjúklingnum að þekkja sjálfa
sig. Undireins og sjúklingurinn ger
ir það, getur Lann og við gert sér
von um fullan bata, góöa heilsu og
hamingjudaga. Farið þér nú í fötin.
— Þökk fyrir, hjartans þakkir,
læknir, sagði hann feimnislega ug
brosti til Mary. - Þetta virðist
! skynsamlegt, þó mér hafi aldrei
dottið þaö í hug áöur. Ef satt skal
segja, varð ég — ja, ég varð dálít-
ið vonsvikinn, þegar ég hevrði, að
ég ætti að tala við kvenlækni. Ég
vona, að þér móðgizt ekki af því,
ungfrú? Ég held, að ég hefði ekki
þorað að koma, hefði ég ekki vitaö,
að karlmaður væri viðstaddur líka.
Hann gægðist til Careys. — Af-
sakiö þér læknir.
Þegar hann var farinn út, fóru
þau undireins að ræða um tilfelliö.
Bæði vöruðust þau eins og heitan
eldinn að minnast nokkuð á sam-
vinnuslitin.
Mary fann núna, í fyrsta skipti,
síðan þau fóru aö vinna saman, að
skoðanir hennar voru ekki á sömu
bylgjulengd og Careys. Henni haföi
alltaf þótt erfitt aö skilja hann til
fulls, en hún hafði alltaf örvazt þeg
ar hann talaöi um verkefnin. En í
dag varð hún ergileg út af því, sem
hann sagöi, og loks sneri hún sér
frá honum og gekk út að gluggan-
um.
— Afsakaðu, sagði húh stutt og
sneri bakinu að honum. — Þaö er
auðséð, að þú ert mér ekki sam-
mála.
— Nei, ég er það ekki.
— Má ég spyrja? hvers vegna
* ekki?
— Hvernig ætti ég að vita það?
svaraði hann óþolinmóður. — Við
erum ekki á sömu skoðun, það er
allt og sumt. Það er ekki hægt að
búast viö, aö við komumst alltaf
að sömu niðurstöðu. — Þetta er nýr
sjúklingur— það geta orðiö marg
ar yikur, þangað til við verðum
sammála um ástæðuna til sjúkdóms
ins og lækningaraðferðina. Ég sé
enga skekkju í þinni sjúkdóms-
greiningu, en ég held — og það
gerir þú auðsjáanlega ekki — að
það sé ákveðin likamlega orsök til
þessarar taugaveiklunar.
Þau töluðu saman nokkra stund
enn, og þegar Hilton kom inn aftur,
urðu þau sammála um, að hann
skyldi líta inn eftir nokkurn tíma.
Svo tók hver sjúklingurinn við af
öðrum, og dagurinn leið, og Mary
gleymdi öllu, nema þvf, sem hún
hafði fyrir stafni.
MARGT ER SKRAFAÐ.
Um hádegið hitti Mary bókavörð-
inn, sem hún hafði ekki séð lengi.
Frú Manson varð öll eitt bros. —
Það lá við, að ég héldi, að þú værir
hætt hérna í sjúkrahúsinu, sagöi
hún. — Komdu og setztu hjá mér,
góða. Nei, þú mátt ekki strjúka frá
mér. Ég á jafnannrikt og þú, svo
að ég segi ekkert, þó að þú sitjir
ekki lengi. Segðu mér nú allt, sem
gerzt hefur uppá síðkastið. Þú vinn
ur með þessum fræga Carey, er
ekki svo? Mikill heiður!
- Já.
Frú Manson pírði augun og sá,
að Mary. var föl og þreytuleg.' —
Þú hefur lagt af, sagði hún. — Er
hann of vinnuharöur við þig? Ég
hef alltaf haldið, aö svona starf
sé of erfitt fyrir kvenfólk. Þú hefur
sjálfsagt langan vinnutíma? Aldrei
tími til að létta sér upp. En ég
frétti nokkuð ....
Hún brosti íbyggin og hallaði
sér fram í sætinu. — Einhver sagði
mér, að þú værir meira eða minna
trúlofuö. Er þaö satt, góða? Það
gleður mig mikið þín vegna, ef það
er satt.
— Jæja? sagði Mary svo kulda-
lega, að það nálgaðist ókurteisi. —
Það var gaman.
Frú Manson roönaði og ýtti stóln
um aftur. — Nú verð ég að fara í
bókasafniö. Þaö var gaman að hitta
Þig.
Mary kallaði á eftir henni, en
frú Manson leit ekki við.. Þegar
hún var farin, hallaöi Mary andlit-
inu fram á hendur sér og barðist
við grátinn. Henni hafði alltaf þótt
svo gött aö vera nærri frú Man-
son og hafði talið hana gamla vin-
konu sína. Hvers vegna hafði hún
verið svona önug við hana? Jafnvel
i þó trúlofun hennar og Tony hefði
verið slúður, var ástæöulaust að
haga sér svona.
Hagstæðustu verð.
Greiðsluskilmálar.
Vemðið verkefni
Menzkra Iiantla.
FJÖLIÐJAN HF.
Sími 21195
Ægisgötu 7 Kvk.
Maðurinn sem
altfrei les augiýsingar
h Edcar Rice-íss? Sat/sejee teatuame
-Burrouchs" w/ll soo/jseatm/ss/ps,
TAXZAA/ÆSLÁXBS... AA/0
EAUOYS Y/AOELBERRY JS/CE,
ÁE FA/LS 70 A/ST/OE ÁOíV
CAEEEULLY ES-EAT WATC/iES
/TS EEEECT O.W WM' TEE/J...
Hamingjusamur yfir því að Jáne verði
brátt hjá honum, dappar Tarzan af og
nýtur bláberjasaftsins, sem er drykkur,
sem hann hefur ekki bragðað áður.
Hann tekur ekki eftir því hve nákvæm-
lega ES-RAT fylgist með áhrifum þess á
hann. Og svo...
Jane.
'OGREIDDm
REIKNINGAR *
LÁTIÐ O'tKUR INNHEIMTA...
t>ad sparat yður t'ima og óbægindi
INI'HE IMT USKRIFST OFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hæd — Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3ítnur)