Vísir


Vísir - 15.08.1968, Qupperneq 1

Vísir - 15.08.1968, Qupperneq 1
58. árg. - Fimmtudagur 15. ágúst 1968. - 180. tbl. Olvaður diplómat við stýri Rússneskur diplómat var stöðv- aður á bifreið sinnl á Hafnarfjarð- . arvegi, þar sem akstur hans vakti grunsemdir manna um, að hann kynni að vera ölvaður við stýrið. Hafnarfjarðarlögreglan hafði 'spumir af ferðum mannsins á leið ; inni frú Keflavik og stöðvaði hann. Einhverra hluta vegna hélt hann áram akstrinum, þrátt fyrir tilmæli lögreglunnar, en var þá stöðvað- ur aftur eftir að hafa ekið nokkum spotta og þá af lögreglunni i Reykjavík. Það leyndi sér ekki, að diplómat- inn var undir áhrifum sterkra veiga og varð hann að víkja undan stýr- inu, en annar maður, sem í bifreiö inni var, tók að sér stjóm hennar. Diplómatinn nýtur sérstakrar verndar og gat lögreglan ekki brugðizt óðruvísi við, Aðeins hindr- að, að maðurinn ítrekaði brot sitt. Rœða helztu alþióðavandamál — Fundur deildastjóra i utanrikisráðuneytum Norðurlandanna haldinn hér i dag og i gær í gær stóð hér yfir fundur deildstjóra í utanríkisráðuneyt- um á Noröurlöndum. Fundlnn sóttu 8 fulltrúar frá Norður- löndunum auk íslands, en full- trúi íslands á fundinum var dr. Gunnar G. Schram, deildarstjóri i utanríkisráðuneytinu. Fundir sem þessir eru haldnir til skipt is í höfuðborgum Norðurlanda, og er aðalverkefni þeirra að á- kveða dagskrá utanríkisráðherra funda Norðurlanda, en sá næsti verður einmitt haldinn dagana 3—4 september í Stokkhólmi. Á þeim fundi verður aðallega fjallað um mál þau, sem koma til með að veröa rædd á þingi Sameinuðu þjóðanna I haust, og sóttu þennan fund hér í Reykja vík þeir fulltrúar viðkomandi utanríkisráðuneyta, sem fjalla um mál Sameinuðu þjóöanna og annarra alþjóða stofnana. Á utanríkisráðherrafundinum verða sjónarmiðin samræmd. — Rætt var um öll helztu alþjóða vandamálin, svo sem afvopnun- arvandamálið, ástandið í Grikk- landi, vandamál ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs svo og fleiri tengd mál Fundinum lýk- ur í dag, en fulltrúar á fund- inum fóru kl. 10 í morgun í stutt ferðálag austur fyrir fjall. ár hefur okkur lang■ að til að koma hingað, sagði Sir Alec Guinness i viðtali við Visi ■ „Ég hef heyrt og lesið töluvert um Island, og mig hefur lengi langað til að koma hingað,“ sagði brezki leikarinn Sir Alec Guinness í viðtali við Vísi. „Því miður hefur ekki getað orðið af því fyrr en nú. en nú erum við hjónin komin hingað til hálfs mánaðar dvalar. Þegar við giftum okkur fyrir 30 árum, ætluðum við hingað í brúð- kaupsferð, en það fórst fyrir.“ „Hafið þér ekki verið störfum hlaðinn að undanförnu?" „Jú, ég hef sannarlega haft meira en nóg að gera. Síðasta kvikmyndin, sem ég lék í var „Trúðarnir", sem gerð var eftir samnefndri sögu Grahams Greene. Að undanföirnu hef ég leikið í ýmsum hlutverkum á leiksviði, síðast í Lundúnum. Ég hef ekki tekiö mér sumarleyfi í þrjú ár, svo aö viö hjónin ætl- um að nota okkur þennan tíma héma til hvíldar. Við ætlum að ferðast um landiö og skoða það, sem fyrir augu ber.“ Sir Alec og kona hans dvelja á Hótel Sögu, meðan þau em í Reykjavík. í Myndsjá Vísis á bls. 3 er nánar sagt frá komu Sir Alec Guinness og komu hans hingað til iands og birtar fleiri myndir af þeim hjónum. 4 innbrot í Kópnvogi í nótt Brotizt var inn á fjórum stöðum í Auðbrekku í Kópavogi í nótt. Allt voru þetta fyrirtæki, sem innbrots- þjófurinn lagði leið sfna um, verk- stæði og smíðastofur. Farið var inn í „Trésmiðjuna“, „Dúnu“, „Huröar- iðjuna" og verkstæði við Auöbrekku nr. 41. Lítiö haföi þjófurinn upp úr krafs inu — einskis var saknað við fyrstu sýn, en starfsfólkið varð innbrot- anna vart, þegar það mætti til vinnu í morgun. Nokkur spjöll höfðu verið unnin 10. síða. Sir Alec Guinness og kona hans stíga út úr Gullfaxa, þotu F.I., á Keflavíkurflugveili. urlanda við Vietnam — að loknum vopnaviðskiptum — Fundur fulltrúa rikisstjórna Norðurlanda hér i gær Sameiginlegur fundur fulltrúa rík- isstjórna Norðurlandanna um að- stoð við Víetnam að loknum vopna viöskiptum var haldinn hér á Iandi í gær. Það var fyrir um það bil ári, að Norðurlandaþjóðirnar fóru að skiptast á skoöunum um það, á hvern hátt bezt mætti koma Víet- gm nam-þjóðinni til hjálpar og aðstoð- ar að loknum vopnaviðskiptum þar. Hafa fundir um þessi mál verið haldnir I höfuðborgum Norður- landanna en fundurinn í gær var sá fyrsti, sem haldinn er í Reykja- vík. Fulltrúi Islands á þessum fundi var Ölafur Egilsson, fulltrúi f utan- rikisráðuneytinu. Auk hans sóttu | fundinn 8 fulltrúar frá utanríkis- I ráðuneytum hinna Norðurlandanna. Á fundinum var ástandiö í Víetnam almennt rætt, og bomar saman bækur varðandi skoðanir á þvi, á hvern hátt aðstoð Norðurlanda við Víetnam-þjóöina að loknum bardög- um þar, mætti bera sem skjótast- 1 an árangur. Áframhald mun veröa á þessum fundum. Svín án fóðurs eða hirð- ingar í nokkra daga Slæm meðferð dýra i Mosfellssveit kærð til lögreglu og dýralæknis Fulltrúarnir á deildastjórafundinum utan við Hótel Sögu £ morgun. Stuttu eftir að myndin var tekin var lagt af stað austur fyrir fjall i stutta kynnisfero. ■ Til lögreglunnar í Mos- fellssveit hefur verið kærð vond meðferð nokkurra svína sem maður nokkur, búsettur í Mosfellssveit átti, en hefur nú lógað. Lítur svo út sem svínin hafi ekki verið hirt né fóðruð í eina fjóra eða fimm daga, meðan maðurinn var í burtu í ferðalagi. Hafði maðurinn fjögur svín lokuð í húsi og voru þau greini- lega soltin og óhirt, þegar aö þeim var komið um síðustu helgi. Ibúar í Mosfellssveit, sem vissu til skepnanna gerðu lögreglunni viðvart á sunnudag, sem fór með dýralækni á stað- inn og skoðuðu þeir svínin. Þegar eigandinn kom úr ferða tagi sínu, tók lögreglan af hon- um skýrslu, en hann sagðist hafa beðið mann um að fóðra svínin fyrir sig, meðan hann væri burtu, en sá hafi kannski brugðizt því. Meðan maðurinn var fjarver- andi slapp eitt svínanna út úr húsinu, en hin voru inni allan tímann. Eftir heimkomuna lóg- aði hann svínunum. Framburður nágrannanna varpar frekar skugga á svína hald mannsins, því að þeir segj ast hafa boðið honum, áður en hann fór að heiman, að annast -> 10. síða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.