Vísir


Vísir - 15.08.1968, Qupperneq 3

Vísir - 15.08.1968, Qupperneq 3
V í S IR . Fimmtudagur 15. ágúst 1968. :íwwí;: Brúðkaupsferð númer tvö Sir Alec Guinness og frú eyða sumarleyfi sinu á Islandi Gengið til tollskoðunar. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugfélags íslands, tók á móti Slr Alec Guinness og konu hans. Ctendur eitthvað til“, spurðu 99 menn l.vern annan í fiug- stöðinni í Keflavík í gær, þeg- ar, blaðamenn og Ijósmyndarar voru orðnir fjölmennir þar á göngunum Og fljótlega hafði það spurzt út, að brezki leik- arinn, Sir Alec Guinness, væri væntanlegur ásamt konu sinni með þotu Flugfélagsins, sem átti að lenda innan fárra mín- útna. Veörið var eins gott og bezt verður á kosið, logn og sólskin, og margir túristanna, sem biðu í flugstöðinni virtust vera hálf- undrandi yfir þessu indíánska sumri. Kiukkan rúmlega tvö — á áætlunartima — lenti síðan Gull faxi, þota Flugfélagsins á Kefla víkurflugvelli. Blaðamenn og flugvallarstarfsmenn þyrptust þegar í kringum landganginn og biöu þess í ofvæni, að dyrnar lykjust upp og hinn frægi maö- ur kæmi í ljós. Fjölmörg andlit voru í glugg um flugstöðvarinnar, þegar Sir Alec Guinness birtist í dyrum þotunnar ásamt konu sinni. Hann gekk hægt niður land- ganginn og staldraði ögn við hálffeimnislegur í bragöi með- an ljósmyndarar smelltu af myndum í gríö og erg. Bersýnilega hafði hann ekki búizt við sólskini og steikjandi hita, því að hann var klæddur þykkum frakka. Spurningum blaðamanna tók hann af hægö, og sagði að þau hjónin hefðu myndarar smelltu af í gríð og erg. lengi haft áhuga á því að koma hingað til lands til að eyða sum- arleyfi sínu. „Viö erum hérna í brúðkaups ferð okkar númer tvö“, sagði Sir Alec og brosti. „Margir vinir okkar hafa komið hingaö og þeir segja, að þetta sé land, sem enginn ætti að láta hjá líða að heimsækja“. „Þér hafiö aldrei komið hing- að áöur?“ „Nei, þetta er gamall draum- ur, sem er núna fyrst aö ræt- ast. Ég á fáar frístundir, og þetta er fyrsta sumarleyfi mitt x þrjú ár“. Kona hans tók undir orð hans, og sagði aö þeim væri mikið ánægjuefni að fá tæki- færl til aö heimsækja ísland. . „Ætlið þið að ferðast mikiö um landið?“ „Aö sjálfsögðu viljum við reyn;' að sjá sem flest þennn hálfa mánuð, sem við getum dvalizt hér“. Sveinn Sæmundsson blaðafull trúi F.í. tók á móti þeim hjón- um og fór með þeim í gegnum tollskoðun, sem gekk ekki sér- lega fljótt fyrir sig, þótt far- angur þeirra hjónanna væri ekki mikill. Síöan settust þau upp í bifreið Sveins, frúin í gftursætið og Sir Alec framí, og ekið var áleiðis til Reykjavíkur — og Myndsjáin hélt í humátt á eft- ir. Þau hjónin virtust hafa mik- inn áhuga á útsýninu, horföu i allar áttir og bentu og samræð- urnar virtust ganga greiðlega. Þegar til Reykjavíkur kom skild ust loksinr le::ir, þau hjónin héldu tii gistihúss síns til að eyða í næöi sumarleyfinu, en Myndsjáin hélt heim á leið, hjartanleg. sammála flugfreyj- unni í Keflavílt, sem sagði: „Mik il lifandi skelfing eru þetta indæl hjón“. Þau hjónin virtust sannarlega ánægð yfir því að vera komin í sumarleyfi hingað til lands. Á þessari mynd gæti Sir Alec Gúinness vel veriö að hugsa: „Jafnvel hér.fær maður ekki frið fyrir blaðamönnun!“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.