Vísir - 15.08.1968, Page 7

Vísir - 15.08.1968, Page 7
VlSIR . Flmmtudagur 15. ágúst 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlond í morgun útlönd HEILL HER LOGREGLU OG HERLIÐS HAFÐUR TIL TAKS í CHICAGO Heill her lögreglu og her- liðs er hafður til taks, til þess að geta afgirt svæði í borginni, ef til óeirða kynni að koma, vegna þess, að tugþús. manna streyma til borgarinnar tii hvers kon- ar mótmæla. Hér er um að ræða 8.000 lögreglu- menn, 6.000 hermenn úr þjóðvarn- arliöinu og 1.000 sambandsríkisher- menn úr öryggisliðinu. Lið þetta hefur vélbyssur að vopnum og ræð- 'ur yfir skriödrekum, vatnsfallbyss- um og táragasi. Meginhlutverk þess er aö verja gistihús og samkomu- stað^ flokksþings demokrata, sem kemur saman 26. ágúst. Hættan á ókyrrð er svo mikil, að yfirvöldin hafa raunverulega gert ráð fyrir, að til ástands kynni aö koma, sem á styrjaldartíma, og verð ur hér um samstarf að ræða alls 100.000 'manna á vegum upplýs- ingastarfseminnar, þjóðvarnarliðs, ríkis- og bæjarlögreglu. Hefur aldrei fyrr í sögu Banda- rfkjanna verið gripið til svo víð- tækra varúöarráðstafana tengdum flokksþinghaldi. — Fátækrahverfi blökkufólks hefir verið afgirt með 800 metra langri giröingu og eru lögreglumenn á veröi dag og nótt og hafa sporhunda sér til aðstoðar. Þyrlur verða notaðar til flutnings á kjörmönnum milli samkomustaö- Yfirlýsingu páfa varðandi getnaðarvarnir lýst sem ,ialvarlegum harmleik' //» Vaxandi ókyrrð meðal rómversk-kaþólskra klerka og guðfræðinga London. Ókyrrð og óánægja með- al rómversk-kaþólskra presta og guðfræðinga út af jrfirlýsingu páfa varðandi fæðingatakmarkanir, er vaxandi. Þessarar óánægju er nú farið að gæta allmjög í Eire (írska lýðveld- inu), sem er rómversk-kaþólskt land. Dr. James Good, prófessor í guöfræði við háskólann í Cork, var í gær bannað að hlýöa á skrifta- mál og predika, eftir að hann haföi lýst yfirlýsingu páfa sem alvarleg- um harmleik. Áöur hafði Paul Weir prófessor f London verið vikið úr starfi, vegna þess, að hann hafði gagnrýnt yfir- lýsingu páfa. Tveir aðrir prestar hafa verið beönir að gera grein fyr- ir opinberri gagnrýni sinni á yfir- lýsingu páfa. Mikill skoöanamunur er um mál- ið meðal rómversk-kaþólskra bisk- upa á Englandi og eiga margir í deilum við biskupana. Parísarráðstefn- an um Vietnam París. Fulltrúar Norður-Víetnam og Bandaríkjanna á friðarráðstefn- unni um Víetnam komu til fundar í gær, eins og venjulega á miðviku- dögum. Le Duc Tho, sem er nýkominn frá Hanoi, var ekki viðstáddur, er fundurinn var settur, en viðstaddur var Cyrus Vance, einn hinna sér- : legu samningamanna Johnsons for- • seta, en hann var nýlega í Wash- ; ington. Hann ræddi þar við Johnson forseta, Dean Rusk utanríkisráð- ; herra og fleiri. Averill Harriman, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnunni sagði fyrir fundinn, að hann hefði ekki neinar nýjar upplýsingar varðandi hugsanlegt hlé á vopnaviöskiptum f Víetnam, en hann kvaðst mundu leiða athygli að því, að áframhald væri á hryðjuverkastarfsemi Viet- cong. , Mjög hefur dregið úr loftárásum Bandaríkjamanna í Víetnam og á Norður-Víetnam, en sagt f Saigon að það sé vegna óhagstæðs veðurs Bannið á flugi til Alsír mun valda miklum erfiðleikum AFP-fréttastofan tilkynnti i gær, í París, að Félag flugmanna flutn- ingaflugvéla myndi styðja bann það. sem Alþjóðasamtök flugmanna hafa sett við fjugi til Alsír, frá mánudegi næstkomandi. Amman: Eitt af helztu blöðum Jórdaníu birti grein ,í gær um á- kvörðun Alþjóöasambands flug- manna, að banna flug til Alsír og ■ kvað hana óhyggilega og bera vitni um skammsýni. Ennfremur sagði blaðiö. að hún myndi valda erfið- leikum á öllu flugi til Austurlanda nær, og góð tengsl myndu spillast eöa eyðileggjast. Stjórnarfundur mun verða haldinn um málið. í Beirut tilkynnti utanríkisráð- herra Líbanon, dr. Abdullah al- Yafi, að Líbanon myndi styðja hvers konar mótaögeröir Alsfrstjórn ar. arins og gistihúsa þeirra. Allt er gert sem unnt er, til þess að finna staði, sem eru freistandi aðseturstaðir fyrir leyniskyttur. Slökkviliðið verður einnig haft til tækt og sprengingasérfræðingar. Ör yggislögreglumenn, vopnaðir og með sjónauka og „walkie-talkie“- tæki verða á palli miðsvæðis í sam- komusal flokksþingsins. Leynilögreglumenn munu dreifa sér meðal kjörmanna og gesta. Dalay borgarstjóri hefir tilkynnt, að engin ólæti verði þoluð, og við- búnaður er innangarös í Cook-fang- elsinu, ef framkvæma veröur fjölda- handtökur. Þátttakendur í Baráttu hinna snauöu og hippíar hafa boðað, aö þeir muni streyma til borgarinnar, og ganga í fylkingum um göturnar að kveldi 28. ágúst er búizt er við, að tllkynnt verði um val forseta- efnis. Áhöfnin á Pueblo ræðir við fréttn- menn riongkong: Hin opinbera frétta- stofa i Norður-Kóreu skýrir frá því að áhöfnin á bandaríska könnunar skipinu Pueblo, sem tekið var og flutt til Noröur-Kóreu, hafi beðizt afsökunar á glæpsamlegu atferli sínu. Hafi þetta gerzt á fundi með fréttamönnum að einróma beiöni áhafnar. Þá var sagt, að á fundin um hefði Lloyd Bucher skipherra þakkaö sérlega góða meðferð og fyrir leyfiö til þess að fá að tala viö fréttamennina. — Skipið var tekið 23. janúar. — Ekkert liggur fyrir um, að áhöfn og skipi verði skilað. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun nemenda fyrir skólaárið 1968—1969 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 20.—28. ágúst kl. 10—12 og 14— Í7, nema laugardaginn 24. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefj- ast mánudaginn 2. september. Við innritun skulu allir nemendur leggja fram nafnskírteini og náms- samning. Skólagjald kr. 400,— og námskeiðsgjöld fyrir septembernámskeið kr, 200,— fyrir hverja námsgrein, skal greiða við innritun. Nýir umsækjendur um skólavist skulu auk þess leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla. FORSKÓLI FYRIR PRENTNÁM Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst mánudag- inn 2. september. Forskóli þessi er ætlaður nemendum, sem eru að byrja nám í prentsmiðjum, en hafa ekki hafið skólanám, . svo og þeim, er hyggja á prentnám á næstunni. Innritun fer fram á sama tíma og mnritun í Iðnskól- ann. Námsgjald er kr. 400,— og greiðist við innritun. VERKNÁMSSKÖLI í MÁLMIÐNAÐI OG SKYLDUM GREINUM Verknámsskóli fyrir þá, sem hyggja á störf í málm- iðnáði og skyldum greinum, verður starfræktur frá byrjun september—maíloka. Kennsla verður bæði verkleg og bókleg og miðast við að nemendur ljúki námsefni 1. og 2. bekkjar iðnskóla á skólaárinu. Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Iðnnámssamningur til þessa náms er ekki áskilinn. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu skól- ans á innritunartíma. Vegna breytinga á kennslutilhögun er mjög mikilvægt að allir, sem ætla sér að stunda nám í Iðnskólanum í Reykjavík í vetur, komi til innritunar á ofangreindum tíma. Til þess að reyna að stytta biðtíma nemenda innritunarda^ana, verða afhent afgreiðslunúmer frá skrifsrofu umsjónarmanns og hefst afhend- ing þeirra kl. 8 f.h. alla dagana. SKÓLASTJÓRI i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.