Vísir - 15.08.1968, Qupperneq 8
8
VISIR
Útgefandi. Reykjaprent h.í.
Framlrvœmdastjöri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Augiýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: l augavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
í lausasölj kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Skortir heildaryfirsýn
Tíminn er alltaf að fræða lesendur sína á því, hvemig
eigi að stjórna landinu. Framsóknarflokkurinn hefur
nokkrum sinnum fengið tækifæri til þess að sýna
þetta í verki á s'íðustu 40 árum, bæði einn og í sam,-
starfi við aðra fjokka. Stjórnarforusta Framsóknar-
flokksins hefur alltaf endað með ósköpum, og svo
óheill hefur hann reynzt í samstarfi við aðra flokka,
að eftir vinstri stjórnarævintýrið vildi enginn flokkur
vinna með honum, nema helzt kommúnistar, en þeir
kysu þó áreiðanlega fremur að vera í stjórn með hin-
um flokkunum, ef þess væri kostur.
Segja má að Framsókn hafi verið utangarðs í ís-
lenzkum stjórnmálum s.l. áratug. Síðan vinstri stjórn-
in fór frá í byrjun desember 1958 hefur tilvera flokks-
ins verið sannkölluð eyðimerkurganga og saga hans
öll hin ömurlegasta. Hann valdi sér strax eftir að við-
reisnarstjórnin var mynduð það ógæfuhlutverk, að
vinna gegn endurskipulagningu efnahagsmálanna, þar
sem hann sjálfur átti aðalsökina á hvernig komið var.
Hann hefur ásamt kommúnistum barizt með hnúum
og hnefum gegn því að verðbólgan yrði stöðvuð, stutt
hvers konar kröfur um hækkanir, frá hverjum sem
þær hafa komið og hversu fráleitar sem þær hafa ver-
ið, og aldrei borið fram raunhæfa tillögu um lausn
á nokkrum vanda.
Nú segir Tíminn, að menn séu farnir að velta því
fyrir sér, hvers vegna sé svo illa komið í efnahags- og
atvinnumálum þjóðarinnar og spyrji sjálfa sig þeirrar
spurningar, „hvort önnur og skynsamlegri stefna“
hefði ekki komið í veg fyrir að skellurinn af þeim
áföllum sem yfir þjóðina hafa gengið að undanförnu,
yrði jafn þungui og raun ber vitni.
Þeir sem skrifa í Tímann hafa sýnilega ekki mikla
trú á því sjálfir, að mark hafi verið tekið á því, sem
þeir hafa verið að segja undanfarin misseri, og raun-
ar s.l. tíu ár. Þeir hafa alltaf hamrað á því, að stjóm-
arstefnan væri röng, þótt staðreyndirnar hafi talað
öðru máli; og þeir vildu ekki til skamms tíma viður-
kenna að áföllin, sem þeir eru nú farnir að viðurkenna
að séu mörg og mikil, hefðu þurft að valda nokkrum
teljandi erfiðleikum, ef stjórnarstefnan hefði verið
önnur. Én þeir virðast vita að þessu hafa fáir trúað,
en halda að menn séu nú fyrst að velta ástæðunum
fyrir sér. Þess þarf enginn, nema þá einhverjir Fram-
sóknarmenn.
Allir vita hvað erfiðleikunum veldur, og það er ekki
stjórnarstefnan. Þvert á móti er það henni að þakka,
að ekki hefur verr farið en raun ber vitni. Og öllum
áetti líka að vera Ijóst af fyrri reynslu, að Framsóknar-
flokkurinn leysir aldrei vandann. Hann skortir allra
flokka mest þá heildaryfirsýn yfir þjóðmálin, sem til
þess þarf. Og ábyrgðarleysi hans nú í stjórnarand-
stöðunni sýnir að hann lætur sig þjóðarheill litlu
varða.
íí
i)
V í SIR . Fimmtudagur 15. ágúst 1968.
——lllHUIllil——■——Wi
V erður sprengjuárásum
á Norður-Y ietnam hætt?
Nú nálgast sá tími, er flokks-
þing demókrata verður haldið.
Það veröur sett í Chicago 26.
þ.m. — eftir 11 daga — og
margir spyrja hvort eitthvað ó-
venjulegt muni gerast, meðan
þingið stendur, svo að það verði
annað og meira en þessar fjög-
urra ára „sirkussýningar", sem
sumir kalla þessi þing, og má
Humphrey — „friður nær en
nokkurn tíma fyrr?“
t
þaö að nokkru til sanns vegar
færa, en því má heldur ekki
gleyma, að hér kann aö verða
valinn maður til forystuhlut-
verks, ekki aðeins semi leiðtogi
bandarísku þjóðarinnar heldur
sem forystumaöur á alþjóöavett-
vangi, og þá fyrst og fremst á
vestrænum vettvangi.
Margir spyrja hvort eitthvað
sé í bfgerð varðandi styrjöldina
í Víetnam, sem kunnugt verði
um þá — svo sem að boðaö
verði að hætt verði sprengjuárás
um á Noröur-Víetnam, og skal
hér engu um þaö spáö, hvað ger-
ast kann, en benda má á tvennt:
Annað er, að hið kunna blað
Wall Street Journal i New York
skýrði frá því fyrir nokkrum
dögum, að Johnson forseti hefði
með leynd þreifað fyrir sér um
það hjá leiðtogum Norður-Víet-
nams og Vietcong, aö hætt yrði
við „þriðju sóknina" í Suöur-
Vietnam, gegn því, að sprengju-
árásum yrði hætt á N.-V. Blaö-
ið talar um þetta sem „friöar-
sókn af hálfu Bandaríkjastjórn-
ar“.
Hitt er, að Humphrey vara-
forseti bað keppinauta sína fyr-
ir nokkrum dögum að ræða um
Vietnam af gætni, og hann gaf
fyllilega í skyn, að „friður kynni '
að vera nær í Víetnam en nokk-
um tíma fyrr“.
Johnson — friðarsókn?
Sex með nýtt hjarta
Myndin er af sex hamingjusömum Bandaríkjamönnum, fimm körlum og einni konu, sem
öll eru með nýtt hjarta, sem grætt var í þau á undangengnum mánuðum. Það er mislangur
tími vitanlega síðan er hjartaígræðslan átti sér stað, en öll eru þau við góða heilsu. Og í Sid
ney í Ástralíu hefur dr. Barnard, sem framkvæmdi skurðaðgerðina á þeim sjúklingnum, sem
lengst hefur lifað með nýtt hjarta, sagt, að það hefði nú að fullu aðlagazt öðrum iíffærum op
myndi sjúklingurinn, Blaiberg tannlæknir, „útskrifast“ frá rjúkrahúsinu í Höfðaborg í bess-
ari vfku.