Vísir - 22.08.1968, Blaðsíða 9
VÍS'IR . Fimmtudagur 22. ágúst 1968.
9
Tjessir geigvænlegu atburðir í
Tékkóslóvakíu hafa vaidið
mér miklum vonbrigðiim. Það
vantar að vísu ekki að ég hafi
oft á undanfömum árum skamm
azt út í Rússa, ofbeldiskenr.Ja
stefnu þeirra og fyrirlitningu á
okkur þessum þjóöum, sem telj
umst smælingjar í samfélagi
þjóðanna. Og jafnvel í síðustu
grein minni var ég að hrópa
árangurslausri rödd í eyði-
mörkinni, aö við íslendingar ætt
um ekki þó við værum fáir og
smáir að líða Rússum þá lítils-
viröingu á okkur sem sjálfstæðri
þjóð, að stunda hér upp við
strendur landsins ógnandi flota
æfingar og njósnir.
Samt hafa þessir siðustu at-
burðir komið mér óskaplega á
óvart og valdiö mér vonbrigð
um, af því að ég gat bókstaflega
ekki ímyndað mér, að Rússar
væru þvílíkt illþýði, þvílíkir
griðrofar, morðingjar og stríðs-
glæpamenn, sem nú hefur komið
í Ijós.
Auðvitað vissum við um skelf
ingarnar og ofbeldiö á dögum
Stalins, en það var kannski fyr-
irgefanlegt, því að það er marg-
sannað af ótal vitnisburðum, að
hann var ekki heill á geösmun-
um. Við fráfall hans ímyndaöi
maöur sér, að kæmi betri tíð. Nú
eru allar vonir um það hrundar.
Ná fremja Rússar morð sín ekki
lengur í laumi, eins og þegar
þeir sendu flugumenn NKVD
hermdarlögreglunnar til að
myrða Jan Masaryk, og kerpptu
frelsi tékknesku þjóöarinnar í
fjötra. Nú framkvæma þeir glæp
inn opinberlega.
PVrir mig og okkur íslendinga
er það hins vegar hryggi-
legast aö vita til þess, að hópur
samborgara okkar, nágrannar
okkar, frændur og vinir skuli
um áratuga skeið hafa getað
haldið uppi vörn og lofsöng fyrir
glæpamennina I Kreml. Hvað
lengi á sá svívirðilegi leikur ís-
lenzkra manna að ganga, að
leyfa sér að koma fram fyrir
samborgara sína, benda á óarga
dýrið rauða og ætla að telja
mönnum trú um að það sé sak-
laust lamb.
Ég vil segja um þessa menn,
að bölvun svikarans og land-
ráðamannsins hlýtur að hvíla
yfir þeim mönnum íslenzkum,
sem leyfa sér að halda áfram
blekkingaleiknum um sæluríki
sósíalismans.
Nú ættu loksins að opnast
augu manna, þau heföu átt aö
vera búin að því fyrir löngu
hvert eðli hins rússneska komm-
únisma er. Höfuðatriðið er þetta:
Það er ekki nokkur éðlismunur
á honum og nasismanum á sín-
um tíma. Kommúnisminn ber
öll hin sömu einkenni ofbeldis
og strfösæðis. Enn sem fyrr vil
ég hamra á því, að þátttaka
Bandarikjamanna í stríðinu i
Víetnam er ekkert annað en eðli
leg og óhjákvæmileg viðbrögð
við útþenslu og ofbeldi komm-
únismans þar, Það.er óðs manns
æði, þegar maður sér í klærn-
ar á heimskommúnismanum, aö
gagnrýna varnaraðgerðir Banda
ríkjamanna gegn honum í Asíu.
Ástæðan fyrir því, að Rússar
dirfast nú að hegða sér eins
og mannýgt naut er einfaldlega
sú, að þeir hafa síðustu tvö til
þrjú ár styrkt hemaðarstöCu
sfna. Fyrir þann tíma voru þeir
ánægður. Hann kallaöi nú þjóð
emissinnaforingja Slóvaka (þ.e.
austurhluta Tékkóslóvakíu) á
sinn fund og skipaöi þeim að
gera kröfur um aðskilnað f-5
Tékkóslóvakfu. Þeir höföu í
fyrstu engan áhur á þvi, vildu
lifa í friði við landsmenn sfna.
En þá brást Hitler hinn versti
við og tilkynnti þeim að ef þeir
ekki gerðu svo vel að krefjast
frelsis, þá skyldi hann láta Ung
verja ráðas' inn í Slóvakíu og
innlima hana f Ungverjaland, en
Hitler hafði bersýnilega áður
undirbúið Ungverja, jafnvel
þvingað þá til að taka þátt 1
þessum hryggilega hráskinna-
leik.
Slóvakar sáu sér nú ekki ann-
ars úrkostar, en hlýða fyrirmæl
um Hitlers og báru fram óskir
við stjórnina í Prag að fá að-
skilnað. Tékknesku stjórnina
grunaöi hvaö undir byggi og
var þvf komin á fremsta hlunn
meö að beygja sig. Þá var Ed-
vard Benes forseti landsins flú-
inn úr landi og við embætti
hafði tekið maður að nafni Emil
Hacha, sem talinn hafði veriö
hlynntur Þjóðverjum. En nú var
það Hacha sem spyrnti á móti,
hann vildi ekki að landiö sundr
aöist.
Hann óskaði nú eftir viðræðu
fundi með Hitler og tók það
nokkra daga að koma honum i
kring, sfðan ferðaðist Hacha
með fylgdarliði til Berlínar og
var,
væg
að!
nPékkunum var fylgt til Ríkis-
kanslarahallarinnar i Wil-
helmsstrasse og þar bar Hacha
upp erindi sitt við Hitler. En er
hann hafði lokið því, tók Hitler
til máls og flutti þrumandi ræðu
yfir honum, þar sem hann
skýrði frá því að þýzkar her-
sveitir hefðu þá um morguninn
ráðizt inn í Tékkóslóvakfu frá
öllum áttum og væri tilgangur-
inn sá að styðja frelsiskröfur
Slóvaka.
Þegar Hacha heyröi þessar
fréttir af munni Hitlers, brá hon-
um svo við, að hann hneig f ó-
megín. Hann hafði hlotið aö-
kenningu af hjartaslagi. Lfflækn
ir Hitlers, dr. Morell var tilkall-
aður. Hann gaf Hacha sprautu,
svo hann raknaði úr rotinu.
„Hér er síminn" sagði Hitler,
„þér eigiö aö hringja til Prag
og tilkynna samlöndum yðar, að
öll mótspyma er þýðingarlaus."
T7'ið vitum ekki af fréttum
’ núna um einstaka atburði
hinnar rússnesku innrásar. En
hitt vitum við fyrir víst, að hún
felur í sér griðrof, brot á öllu vel
sæmi og umgengnisreglum milli
þjóða. Við vitum líka, aö hvorki
Tékkóslóvakfa né Víetnam eru
fjarlæg sviö, sem koma okkur
ekki viö. Við ættum að vera farn
ir að sjá op skilja ofbeldiseðli
kommúnismans og finna til ó-
geös og hryllings í hjarta okkar
í hvert skipti sem nafn hans
er nefnt.
Þorsteinn Thorarensen.
Ljósmynd, sem rifjar upp ofbeldisaðgerðir fyrir 29 árum. —
Hermenn úr þýzku innrásarliði í Prag. Fylkingin gengur inn
í garð forsetahallarinnar Hradsjin.
ur vígbúnaður Vesturveldanna
nú dregizt aftur úr vegna sundr
ungar f járskorts og sífellds blað-
urs um Víetnamstríðið. Upp úr
þessu Iágmarki verða vestr. þjóð
ir aftur aö risa, alveg eins og
þær risu upp úr niðurlægingunni
og uppgjöfinni fyrir nasistum
fyrir 30 árum. Gegn ofbeldis-
mönnum eins og rússneskum
kommúnistum þýöir ekkert ann-
að en styrkleika. Þegar þeir sjá
að ofbeldi þeirra í Tékkóslóvak-
íu ber árangur, þá munu þeir
færa sig upp á skaftið. Eina
lffsbjargarvon vestrænna þjóða
er nú að styrkja og efla Atlants
hafsbandalagið og hverfa af
þeirri uppgjafar og undansláttar
braut, sem þær hafa fetað i
þeirri falsvon, að Eyjólfur væri
nú loksins farinn að hressast.
Tnnrás Rússa i Tékkóslóvakíu
nú er þeim mun svívirði-
legri að þeir leyfðu sér jafnvel
aö láta þýzkan her taka þátt í
hernaðaraðperðunum og her-
nám’ þessarar ógæfusömu þjóö
ar sem hefur fyrr kynnzt þýzku
hernámi. í augum hennar skipt-
ir víst litlu máli, hvort kúgararn
ir beri merki hakakrossins eða
hamars og sigðar.
\ 1 ^
Þó var sá munurinn, aö Hitl-
er beitti þó meiri kænskubrögð
um, var ekki eins óskammfeil-
inn i skýringarlausum ofbeldis
aðgeröum eins og kommúnistarn
ir núna. Hann gat þó beitt sundr
ungaraðferðinni við tékknesku
þjóðina, sem Rússarnir &omu
alls ekki við nú, af þvf að hún
stóð nú sameinuð.
T/orsaga var þá sú aö Hitler
A hafði meö heræfingum og ógn
unum haustið 1938 þvingað
fram samninga við hin veiku og
varnarlausu Vesturveldi í
Miinchen, að hann mætti skera
stórar sneiðar af Tékkóslóvakíu
Súdetahéruðin, sem voru byggð
þýzkumælandi mönnum og inn-
lima þau i Þýzkaland. En á móti
þessu hét hann því við dreng-
skap sinn að virða sjálfstæði og
frelsi þess sem eftir var af
Tékkóslóvakíu.
En drengskaparyfirlýsing var
honum ekki heilög, ekki frem-
ur en þeim Breshnev op félög-
um hefur nú verið heilög vfir-
lýsingin og samkomnlsx’ið f
CTerna og Bratiglava á dögun-
um.
Og Hitler var svo sem ekki
illa settir/ áttu við matvæla-
skort að stríða og höföu dregizt
aftur úr Bandaríkjunum hernað
arlega vegná endurvígbúnaöar
þess, sem Kennedy forseti hóf
eftir Kúbu-deiluna. Nú hafa
Rússar hins vegar náð sér aftur
á strik og þá sjáum við, hvernig
þeir eru i eölinu. Hins vegar hef
Hér skulu aöeins rifjaðir upp
hinir dimmu dagar fyrir 29 ár-
um þegar hinir þýzku nasistar
hemámu Tékkóslóvakíu. Það er
sláandi og skelfilegt aö bera
þessa tvenna atburði saman, inn
rásina í Bæheim og Mæri í
marz 1939 og svo aftur nú í
ágúst 1968.
Glæpur framinn
visffl'smi
Atburðirnir í Tékkóslóvakíu
urðu sannarlega til umræöu
meöal fólks í gær og því er
spurningin að þessu sinní:
Hvað finnst yður um
ástandið í TékkóslóvaK-
íu?
Haraldur Ingimarsson, verzlunar
maður. Það er alveg nauösyn-
legt aö gera svona nokkuö öðru
hverju. Þaö þarf aö stjóma fólk-
inu og öðruvísi veröur þaö ekki
gert. Þetta þyrfti bara aö gerast
hér á landi.
Ragnar Björn Bjömsson, bifvéla-
virki. Ég er alveg orölaus. Það
eru alveg hreinar línur með það.
Þetta eiga að vera menningar-
þjóðir en hvað er það eftir slíka
atburöi. Það á að reka sendi-
nefndina sem hér er úr landi og
slíta stjórnmálasambandi viö
Rússa.
Unnur Jensdóttir, húsmóðir.
Þetta er alveg hræðilegt og ekki
hægt að tala um þetta. Þama .
finnst mér kommúnisminn vera
farinn að sýna sitt rétta and-
lit og fólk verður að fara að
hugsa sig stórlega um.
Thorolf Smith, fréttamaöur. Mér
þykja þetta óvænt og hörmuleg
tíðindi. Maður hélt að með/
Bratislava-fundinum hefði feng-
izt skapleg lausn, þannig að
Tékkar fengju að ráða sínum
innanríkismálum í friði.